Morgunblaðið - 02.06.2018, Page 22

Morgunblaðið - 02.06.2018, Page 22
Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Átta manna íslensk sendinefnd, sem samanstendur af fulltrúum frá Opn- um kerfum, Landsvirkjun, Farice og Verne Global, mun kynna gagna- versiðnaðinn á Íslandi á einni stærstu ofurtölvuráðstefnu í heim- inum, í Frankfurt í Þýskalandi í lok þessa mánaðar, ISC2018. Þetta er í fyrsta skipti sem jafn margir aðilar úr gagnaversgeiranum hér á landi leiða saman hesta sína með þessum hætti. Ráðstefnuna sækja 3.000 aðilar úr háhraða-ofurtölvugeiranum víðs- vegar að úr heiminum. Langtíma- markmið Opinna kerfa og sendi- nefndarinnar er að gera Ísland að gagnaverslandi númer eitt í heim- inum. Hyundai og Airbus mæta Anastasia Alexandersdóttir, verk- efnastjóri verkefnisins, segir að hún hafi upphaflega fengið það verkefni að finna þann vettvang í heiminum þar sem hægt væri að ná hámarks athygli leiðandi aðila í gagnavers- iðnaðinum. ISC ráðstefnan í Þýskalandi hafi verið svarið. „Þarna verður fólk frá Kína, Suður-Kóreu, Japan, Banda- ríkjunum og Evr- ópu m.a., og fyrirtæki og stofnanir eins og Hyundai, Daimler, Volkswagen, Cern Institute, Airbus og fleiri. Hugmyndin okkar var sú að við myndum fá aukinn slagkraft, og ná meiri árangri, með því fara saman sem teymi á svona ráðstefnu, því við höfum sameiginlegan hag af því að vinna íslenska gagnaversum- hverfinu brautargengi á alþjóða- mörkuðum,“ segir Anastasia í sam- tali við Morgunblaðið. Hún segir að hópurinn sé frábær, og markmiðið sé að senda skýr skilaboð. „Við erum með 40 fer- metra sýningarsvæði og erum með gullaðild, sem þýðir að við verðum enn meira áberandi en ella.“ Aðeins örfá fyrirtæki eru með gullaðild að ráðstefnunni, en ís- lenska sendinefndin verður þar við hlið aðila eins og risafyrirtækjanna IBM og Dell. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir okkur, og veitir okk- ur mikinn sýnileika.“ Spurð um hvaða væntingar hún geri um árangur, segist Anastasia vænta mikils áhuga frá stórnotend- um í gagnaversvinnslu, eins og bíla- iðnaðinum, olíu og gasiðnaðinum og geimferða- og varnarmálaiðnaðin- um. Áhersla verði lögð á uppsetn- ingu og rekstur hermilíkana fyrir viðskiptavini og orkufrekari gagna- versvinnslu. „Ég vil ná að ræða við tilvonandi viðskiptavini um hvað er hægt að gera á Íslandi sem ekki er hægt annars staðar. Einnig að ná að benda mönnum á orkusparnaðinn sem við bjóðum upp á. Rafmagns- skortur og -kostnaður er gríðarlega stórt vandamál í Evrópu í dag, og rafmagn er hreinlega að verða upp- urið í Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi til dæmis.“ 82% ódýrara rafmagn Hún segir að samkvæmt rann- sóknum sem hún hefur gert fái Þjóðverjar rafmagnið til gagnavers- vinnslu hér á landi 82% ódýrara en í Þýskalandi, og Bretar fái það 70% ódýrara en í sínu heimalandi. Varðandi framboð í gagnaverum hér á landi til að mæta mögulegri aukinni eftirspurn, segir Anastasia það nægt. Bæði sé laust pláss í gagnaverum eins og hjá Verne og Advania, en einnig verði nýja há- tæknigagnaverið, sem Opin kerfi áttu frumkvæði að, og mun rísa á Korputorgi, kynnt sérstaklega á ráðstefnunni. „Almennt þá vonumst við til að afla nýrra viðskiptavina frá Þýskalandi, Bretlandi og Hollandi.“ 3.000 kynnast gagna- verslandinu Íslandi Tölvur Væntingar eru um að afla nýrra viðskiptavina á ráðstefnunni.  Sameiginlegt íslenskt teymi á risaráðstefnu í Frankfurt Anastasia Alexandersdóttir 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is STUTT Hagstofa Íslands spáir 2,9% hagvexti í ár og 2,7% á næsta ári í nýrri þjóð- hagsspá sem gefin var út í gær. Þetta er nokkru minni hagvöxtur en spáð var í peningamálaskýrslu Seðlabankans sem út kom fyrir hálfum mánuði, þar sem gert var ráð fyrir 3,3% hagvexti í ár og 3,0% á næsta ári. Landsbankinn birti í fyrradag spá um 4,1% hagvöxt í ár en hins vegar spáði Íslandsbanki 2,6% hagvexti í nýlegri þjóðhagsspá. Hagstofan gerir ráð fyrir að einka- neysla aukist um 5,3% í ár, samneysla um 2,5% og fjárfesting um 3,2%. Telur Hagstofan að aukning einkaneyslu verði kröftug næstu tvö árin en það dragi svo úr henni þegar hægi á um- svifum í hagkerfinu. Horfur séu á tölu- verðum vexti í íbúðafjárfestingum og opinberum fjárfestingum á næstunni en á móti muni vega samdráttur fjár- festingar tengdur stóriðju. Í þjóðhagsspánni eru horfur á að utanríkisviðskipti dragi úr hagvexti næstu þrjú ár líkt og þau hafa gert á síðustu árum. Gert er ráð fyrir minni útflutningi í ár en í síðustu spá Hag- stofunnar sem rekja má til meiri óvissu um horfur í ferðaþjónustu. Á móti minni vexti í ferðaþjónustu á næstu árum vegur meiri aukning útfluttra sjávarafurða en áður var gert ráð fyrir. Á árunum 2020 til 2023 spáir Hag- stofan hagvexti á bilinu 2,5-2,7%. Spáin byggist á því að aukning einkaneyslu verði á bilinu 2,5-3,1%, vöxtur sam- neyslu verði rúmlega 1,8% og aukning fjárfestingar verði að meðaltali um 2,8% á tímabilinu. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 2,7% að meðaltali í ár en 2,9% á næsta ári. Eftir því sem spenna minnk- ar í hagkerfinu gerir Hagstofan ráð fyrir að verðbólga hjaðni og verði í kringum 2,5% undir lok spátímans. Morgunblaðið/Ómar Kranar Hagstofan spáir hagvexti á bilinu 2,5-2,7% til ársins 2023. Horfur á hægari hagvexti næstu ár  Hagstofan spáir 2,9% hagvexti í ár og 2,7% árið 2019 2. júní 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.03 104.53 104.28 Sterlingspund 138.6 139.28 138.94 Kanadadalur 80.25 80.73 80.49 Dönsk króna 16.355 16.451 16.403 Norsk króna 12.767 12.843 12.805 Sænsk króna 11.838 11.908 11.873 Svissn. franki 105.49 106.07 105.78 Japanskt jen 0.9517 0.9573 0.9545 SDR 147.36 148.24 147.8 Evra 121.76 122.44 122.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.6353 Hrávöruverð Gull 1303.5 ($/únsa) Ál 2264.5 ($/tonn) LME Hráolía 77.37 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Heildarviðskipti með hlutabréf á Kauphöll Íslands í maí námu 42,3 milljörðum króna, eða 2,1 milljarði króna á dag. Þetta er 39% lækkun miðað við sama mánuð í fyrra. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,5% á milli apríl og maí. Mest voru viðskipti með hlutabréf í Marel, 8,6 milljarðar króna, og Icelandair Group, 4,4 milljarðar. Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Arion banki með mestu hlutdeildina, 26,5% (27,5% á árinu), Landsbankinn með 21,7% (19,8% á árinu), og Íslands- banki með 20,0% (13,4% á árinu). Í lok maí nam heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 870 milljörðum króna. Nærri 40% minni hluta- bréfaviðskipti í maí Hlutabréf Minni velta var í maí. ● Viðtökur við þjónustu hljóð- bókafyrirtækisins Storytel hér á landi hafa farið fram úr björtustu vonum aðstand- enda, að sögn Stefáns Hjörleifs- sonar fram- kvæmdastjóra. Storytel hóf að bjóða upp á þjónustu sína hér á landi í febrúar síðastliðnum og strax í apríl voru áskrifendur orðnir 3.000 talsins. Stefán segir að nú séu þeir orðnir 5.000. „Við bætum við okkur jafnt og þétt. Það er mikil ánægja meðal við- skiptavina með appið, þjónustuna og bækurnar sem eru í boði. Ný íslensk bók kemur út á hverjum virkum degi, en við erum búin að framleiða 70 titla frá opnun,“ segir Stefán. 5.000 áskrifendur hjá Storytel á Íslandi Stefán Hjörleifsson Boðið verður upp á sérstakt HM fótboltapartí úti á ráðstefnunni í Frankfurt hinn 26. júní nk., sama dag og leikur Íslands og Króatíu fer fram. „Við viljum blanda saman skilaboðum okk- ar varðandi gagnaversiðnaðinn og landkynningu með áherslu á fótboltann. Við munum klæðast landsliðstreyjum alla ráðstefn- una til dæmis,“ segir Anastasia, og segir marga hafa sýnt áhuga á að mæta. Í landsliðs- treyjunum BJÓÐA Í FÓTBOLTAPARTÍ Í FRANKFURT VEGNA HM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.