Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 VIÐBÓTARHÚSNÆÐISLÁN Kynntu þér tækifærin á framtidin.is LÁTUM DÆMIÐ GANGA UPP Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Verndartollar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á stál og ál frá Evrópusambandinu (ESB) eru komnir í gildi en álagning þeirra hefur legið í loftinu í nokkra mán- uði. Tollarnir eru hluti af kosninga- loforði sem Trump gaf bandarískum stáliðnaðarmönnum og ætlað er að vernda innlendan iðnað. Þrátt fyrir það eru tollarnir bæði umdeildir þar vestanhafs sem og innan ESB, en Bretar, Þjóðverjar og Frakkar hafa lýst yfir mikilli óánægju og áhyggj- um vegna þeirra. Gareth Stace, forstjóri stálfyrir- tækisins UK Steel, sagði þetta vera verstu mögulegu stöðuna fyrir breskan stáliðnað og bendir á að andvirði 360 milljóna punda af stáli sé flutt frá Bretlandi til Bandaríkj- anna á hverju ári. „Skaðinn verður ekki einungis í Bretlandi heldur mun þetta líka valda tjóni í Banda- ríkjunum,“ sagði Gareth. Viðbrögð Evrópusambandsins Á vef Reuters kemur fram að Evrópusambandið standi nú frammi fyrir tveimur spurningum: Af hversu mikilli hörku eigi að svara þessum að- gerðum og hvort ESB eigi að taka þátt í samninga- umleitunum við bandarísk stjórn- völd. Þá er því lýst hvernig Þjóðverjar séu hræddari en aðr- ir við viðskiptastríð á milli ESB og Bandaríkjanna, en Þýskaland er langstærsti útflutningsaðili ESB til Bandaríkjanna. Aftur á móti eru Frakkar staðráðnir í að láta ekki undan „yfirgangi Bandaríkja- manna“. Óánægja einnig innanlands Tollarnir hafa einnig valdið áföll- um innan Bandaríkjanna og benda margir framleiðendur þar ytra á að álagning tollanna muni hafa gríðar- lega slæm áhrif á þá sem hafa keypt evrópskt stál fyrir fram- leiðslu sína. Þá hafa margir félagar Donalds Trumps úr Repúblikanaflokknum lýst yfir óánægju með aðgerðir for- setans. Tollar Trumps sagðir skaðlegir  Óánægja beggja vegna hafsins Donald Trump Múslimar um allan heim halda nú hátíðlegan hinn heil- aga mánuð ramadan með því að neita sér um fæði, reyk- ingar og kynlíf frá sólarupprás til sólarlags. Trúa þeir að þetta hreinsi sálina og styrki andleg tengsl þeirra við hið almáttuga. Ramadan er haldinn tólfta hvern tunglmánuð og færist því framar með hverju ári sem líður. Í ár hófst ramadan 17. maí og stendur til 16. júní. Meðfylgjandi mynd var tekin í Mazar-i-Sharif í Afgan- istan og sýnir konu sitjandi á hækjum sér við húsvegg í von um að fá matarbita frá vegfarendum. AFP Beðið eftir matargjöf á ramadan Múslimar halda nú hátíðlegan sinn heilagasta mánuð Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Innan Bandaríkjahers er til skoðunar að setja upp öflugt eldflaugavarnar- kerfi innan landamæra Þýskalands, en tilgangur þess er að styrkja varnir Evrópu. Hefur fréttastofa Reuters þetta eftir tveimur heimildarmönnum innan Bandaríkjahers. Verði af upp- setningu kerfisins mun það vafalaust valda miklum titringi meðal ráða- manna í Kreml. Er um að ræða svonefnt THAAD- háloftavarnarkerfi sem grandað get- ur kjarnaflaugum í mikilli hæð. Hafa Bandaríkjamenn meðal annars sett upp THAAD-kerfi á eyjunni Gvam í Kyrrahafi, Havaí og Suður-Kóreu vegna þeirrar miklu spennu sem ríkt hefur á Kóreuskaga að undanförnu. Yfirstjórn bandaríska heraflans í Evrópu hefur lengi talað fyrir upp- setningu THAAD-gagnflauga í álfunni. En nú þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur dregið land sitt út úr kjarnorkusamningnum við klerkastjórnina í Íran segja sérfræð- ingar í öryggis- og varnarmálum þörf á gagnflaugakerfi í Evrópu. Íranar hafa þróað meðaldrægar eldflaugar, svonefndar Shahab-3 og Sejil, sem draga um 2.000 km og geta borið kjarnaodda. Með flaugunum væri hægt að gera árás á skotmörk í suðurhluta Evrópu. Þá hafa Íranar sagst munu auka drægni flauga sinna, verði þeim ógnað en drægnin er ein- ungis takmörkuð af regluverki – ekki skorti á tæknigetu. Vaxandi þörf á vörnum Yfirmaður í þýska hernum segir þörf á bættu radarkerfi í Evrópu svo hægt sé að fylgjast með hugsanlegum ferðum óvinarins og virkja eldflauga- varnir í tíma gerist þess þörf. Varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna, Penta- gon, segir engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar. „Sem stendur er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um uppsetningu THAAD-kerfisins í Þýskalandi. „Við ræðum ekki mögulegar aðgerðir hersins fram í tímann því við viljum ekki auglýsa vilja okkar fyrir hugsan- legum andstæðingum. Þýskaland er í hópi okkar nánustu vina og sterkustu bandamanna,“ hefur Reuters eftir talsmanni ráðuneytisins. Þörfin fyrir THAAD-kerfi í Evrópu hefur einnig aukist að undanförnu í kjölfar versnandi samskipta vestur- velda við Rússland. Verði kerfið sett upp í Þýskalandi er talið líklegt að það verði á Ramstein-herflugvellinum. „Þetta yrðu skýr pólitísk skilaboð til Evrópubúa um að við erum staðráðn- ir í að vernda okkar bandamenn,“ hef- ur Reuters eftir bandaríska hershöfð- ingjanum Curtis Scaparrotti, yfir- manni Evrópuherstjórnar NATO. Háloftavarnarkerfi fari til Þýskalands  Bandaríkjaher sagður skoða uppsetningu á THAAD-gagnflaugum á Ramstein-herflugvelli  Slíkar varnir má m.a. finna á Kóreuskaga, Gvam og Havaí  Versnandi samskipti við Rússland og Íran AFP Varnir Gagnflaugar THAAD geta grandað kjarnavopnum í mikilli hæð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.