Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
Hendur til himins Í Nauthólsvík er aðstaða til hugleiðslu með ágætum. Miðlungi hlýr sjórinn skerpir á upplifuninni.
Eggert
Árið 1992 var EES-
samningurinn undirrit-
aður. Frá upphafi hafa
skiptar skoðanir verið
um það hvort vald-
framsal sem í samn-
ingnum felst samræm-
ist stjórnarskránni. Á
undanförnum árum
hefur undirstofnunum
Evrópusambandsins
fjölgað. Ýmis dæmi má
finna úr nýlegri löggjöf ESB um að
þessum stofnunum sé í auknum
mæli falið beint eftirlit innan
aðildarríkja ESB og að þeim sé þá
jafnvel veitt vald til að taka ákvarð-
anir sem binda stjórnvöld og einka-
aðila í aðildarríkjunum. Í þessu felst
frekara valdframsal frá aðildarríkj-
unum til ESB. Þessi þróun felur tví-
mælalaust í sér áskoranir fyrir
EES-samninginn, enda eru íslensk
stjórnvöld bundin af stjórnarskránni
þegar þau setjast að samningaborð-
inu í sameiginlegu EES-nefndinni
með hinum EFTA-ríkjunum og
ESB.
Hinn 29. maí sl. mælti dómsmála-
ráðherra fyrir frumvarpi sem ætlað
er að innleiða persónuverndarreglu-
gerð ESB í íslenskan
rétt. Þar kemur fram
að ekki verði stuðst við
hið svonefnda tveggja
stoða kerfi EES-
samningsins, en í því
kerfi felst meðal ann-
ars að EFTA-ríkin
komu á fót eftirlits-
stofnun og dómstól þar
sem þau eiga sjálf ekki
aðild að stofnunum
ESB eða dómstólakerfi
þess. Ætlunin með
frumvarpinu virðist því
vera sú að valdheimildir verði fram-
seldar til stofnunar ESB, en að
fulltrúum íslenska ríkisins verði ekki
veittur atkvæðisréttur innan stofn-
unarinnar, ólíkt fulltrúum ríkja
ESB. Íslenska ríkið verður þar með
ekki fullgildur aðili þeirrar stofn-
unar. Þessari stofnun ESB verður í
einhverjum tilvikum heimilað að
gefa Persónuvernd bindandi fyrir-
mæli. Í þessu felst fyrirætlun um
framsal framkvæmdavalds.
Ákvarðanir stofnunar ESB virðist
einungis mega bera undir Evrópu-
dómstólinn, en íslenska ríkið á ekki
aðild að þeim dómstól. Þá mun ætl-
unin með reglugerð ESB jafnframt
vera sú að binda hendur íslenskra
dómstóla þegar kemur að mati á lög-
mæti þeirra ákvarðana Persónu-
verndar sem tengjast ákvörðunum
stofnunar ESB, sbr. 143. mgr. for-
málsorða reglugerðarinnar. Ef þetta
er rétt þá felst í þessu fyrirætlun um
framsal dómsvalds.
Allt vekur þetta spurningar sem
tengjast stjórnarskránni. Hvað fram-
sal framkvæmdavalds varðar þá er
komist að þeirri niðurstöðu í frum-
varpinu að framsal valds til stofn-
unar ESB sé lítils háttar, það sé að-
eins á sviði framkvæmdavalds í
þröngt afmörkuðum tilvikum og
bindi aðeins stjórnvöld en ekki ein-
staklinga eða fyrirtæki. Þrátt fyrir
þetta er þó berum orðum viðurkennt
í frumvarpinu að sú ákvörðun sem
Persónuvernd tekur í framhaldi af
ákvörðunum stofnunar ESB og
byggist á niðurstöðu stofnunarinnar
kunni vissulega að hafa áhrif á ein-
staklinga eða lögaðila. Þannig virðist
við fyrstu sýn að fyrirhugað framsal
framkvæmdavalds geti snert ein-
staklinga og lögaðila á Íslandi.
Ekki er að finna umfjöllun í frum-
varpinu um ástæðu þess að íslensk
stjórnvöld féllust á það í sameigin-
legu EES-nefndinni að vikið yrði frá
tveggja stoða kerfinu þannig að
stofnun ESB öðlaðist vald til að veita
íslenskri ríkisstofnun bindandi fyrir-
mæli. Í þessu samhengi má benda á
að það virðist hafa verið stefna ís-
lenskra stjórnvalda um árabil að
halda fast við tveggja stoða kerfið. Í
frumvarpinu er reyndar gefið í skyn
að sú leið sem farin var að þessu leyti
hafi að einhverju leyti verið í and-
stöðu við ráðgjöf Stefáns Más Stef-
ánssonar lagaprófessors. Nánar til-
tekið kemur fram í frumvarpinu að
Stefán Már hafi bent á að lausn geti
falist í því að Eftirlitsstofnun EFTA
verði falið að taka ákvarðanir gagn-
vart EFTA-ríkjunum í stað stofn-
unar ESB.
Hvað framsal dómsvalds varðar þá
segir í frumvarpinu að ekki sé hægt
að girða fyrir að einstaklingur leiti
úrlausnar íslenskra dómstóla um
gildi stjórnvaldsákvörðunar sem
Persónuvernd taki, enda sé sá réttur
stjórnarskrárvarinn, sbr. 60. og 70.
gr. stjórnarskrárinnar. Taka má
undir þennan skilning frumvarps-
höfunda, en í þessum orðum virðist
þá jafnframt felast sá skilningur
þeirra að 143. mgr. formálsorða per-
sónuverndarreglugerðar ESB, sem
virðist ætlað að setja íslenskum
dómstólum ákveðnar skorður í mál-
um sem tengjast álitaefnum um lög-
mæti tiltekinna ákvarðana Persónu-
verndar, þar sem undirliggjandi er
ákvörðun stofnunar ESB, fái ekki að
öllu leyti staðist ákvæði stjórnar-
skrárinnar.
Þær reglur sem felast í reglugerð
ESB um persónuvernd eru til þess
fallnar að hafa víðtæk áhrif á ís-
lenskt samfélag. Alþingi gefst nú
tækifæri til að ræða hið nýja frum-
varp. Vonandi gefst nægur tími til að
kanna hvort gætt hafi verið fyllilega
að ákvæðum stjórnarskrárinnar í
samningaviðræðum ríkisins við við-
semjendur þess á vettvangi sam-
eiginlegu EES-nefndarinnar.
Eftir Arnald
Hjartarson » Þá mun ætlunin með
reglugerð ESB jafn-
framt vera sú að binda
hendur íslenskra dóm-
stóla þegar kemur að
mati á lögmæti þeirra
ákvarðana Persónu-
verndar sem tengjast
ákvörðunum stofnunar
ESB. Ef þetta er rétt þá
felst í þessu fyrirætlun
um framsal dómsvalds.
Arnaldur Hjartarson
Höfundur er aðjunkt við lagadeild
Háskóla Íslands.
Stjórnarskráin, EES-samningurinn
og reglur um persónuvernd
„Ef Guð er til
þá ætti hann að
hjálpa manni, nú
þarf maður á því
að halda,“ var
haft eftir sjó-
manninum Guð-
laugi Friðþórs-
syni í Morgun-
blaðinu í mars
1984. Hann hafði
á ótrúlegan hátt
komist lífs af þeg-
ar Hellisey VE fórst undan
Heimaey, synt í land og geng-
ið berfættur til byggða yfir
hraun og mela, eftir sex tíma
volk í köldum sjónum. Í
Morgunblaðsviðtalinu sagðist
Guðlaugur áður hafa efast um
tilvist Guðs og því hafi verið
undarlegt að biðja um hans
hjálp, sitjandi með skips-
félögum sínum á kili báts sem
maraði í kafi og fara svo með
Faðir vorið á sundinu áleiðis í
land.
Þótt björgunarafrek Guð-
laugs sé einstætt er hann
langt í frá eini sjómaðurinn
sem hefur sótt styrk í æðri
mátt á ögurstundu. Sjó-
mennska og trú hafa fléttast
saman frá örófi alda, fjöl-
skyldur sjófarenda hafa beðið
fyrir þeim og sjómenn stund-
um lagt örlög sín í hendur al-
mættisins. Bænir á rauna-
stundu hafa auðveldað fólki að
takast á við hættulegar að-
stæður og ástvinum að takast
á við missi.
Sjómannadagurinn er há-
tíðisdagur allra sjómanna. Árið
1938 var hann haldinn hátíð-
legur í fyrsta sinn á tveimur
stöðum á landinu, á Ísafirði og
í Reykjavík. Markmiðið var að
vekja þjóðina til meðvitundar
um starfssvið sjómannastéttar-
innar, lífskjör og gildi í þjóð-
félaginu. Tilgangurinn var
einnig að sameina sjómenn,
heiðra minningu þeirra sem
Ægir hafði hrifsað til sín og
vekja athygli á erfiðum starfs-
skilyrðum á sjó. Barátta sjó-
manna fyrir auknu öryggi á
sjó hefur skilað gríðarlegum
árangri og við-
horf til öryggis-
mála hafa gjör-
breyst. Enginn
sættir sig lengur
við mannskaða á
sjó, sem áður
þótti óumflýjan-
legur hluti lífs-
baráttunnar.
Sjómanna-
dagurinn er
ennþá einn
stærsti dagur
ársins í mörgum
byggðarlögum. Nálægðin við
sjóinn hefur mótað mannlífið
kynslóð eftir kynslóð. Vitundin
um hafið sem gjöfulan vin og
ægilegan ógnvald í senn leiðir
af sér áræði samfara lotningu.
Í ljóði eftir Jónas Guð-
mundsson stýrimann segir að
Guð hafi haft mikið að gera á
skútuöldinni, þegar margir
fiskimenn áttu ekki aftur-
kvæmt úr róðri. Síðar hafi Guð
að mestu hætt til sjós og byrj-
að að vinna í landi. En Guðs er
enn þörf á sjó og í hjarta ást-
vina sem bíða heima eftir að
sjómaður komi í land, því þrátt
fyrir miklar framfarir býr haf-
ið enn yfir hundrað hættum. Í
bænum sjómanna og aðstand-
enda þeirra koma saman trú,
von og kærleikur – þrjár
megindyggðir kristninnar –
sem alltaf eiga erindi og munu
óma í sjómannamessum
helgarinnar víða um land.
Ég óska íslenskum sjómönn-
um, ástvinum þeirra og lands-
mönnum öllum til hamingju
með sjómannadaginn.
Eftir Agnesi M.
Sigurðardóttur
»Nálægðin við sjó-
inn hefur mótað
mannlífið kynslóð
eftir kynslóð. Vit-
undin um hafið sem
gjöfulan vin og ægi-
legan ógnvald í senn
leiðir af sér áræði
samfara lotningu.
Agnes M.
Sigurðardóttir
Höfundur er biskup Íslands.
Ef Guð er til