Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
✝ Sonja Guð-laugsdóttir
fæddist á Siglufirði
12. júní 1936. Hún
lést á Borgarspít-
alanum í Fossvogi
17. maí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Þóra María
Amelía Björnsdótt-
ir, f. á Oddeyri,
Akureyrarsókn,
Eyjafirði 4. nóvem-
ber 1897, d. 27. mars 1976, og
Guðlaugur Gottskálksson, f. í
Nesi í Flókadal í Skagafirði 1.
október 1900, d. 6. febrúar 1977.
Af tíu börnum foreldra sinna
var Sonja sú níunda í röðinni.
Fimm systkina hennar létust
fyrir tveggja ára aldur en þau
voru Marzelia Birna, f. 1923, d.
1924, Marzelia Birna, f. 1925, d.
1927, Björn Stefán, f. 1927, d.
þeirra er Guðlaugur Þór, f. 19.
desember 1967, giftur Ágústu
Johnson, f. 2. desember 1963.
Börn þeirra eru tvíburarnir
Sonja Dís Johnson Guðlaugs-
dóttir og Þórður Ársæll John-
son Guðlaugsson, f. 2002.
Ágústa á tvö börn úr fyrra
hjónabandi, þau Önnu Ýri John-
son Hrafnsdóttur, f. 1991, og
Rafn Franklín Johnson Hrafns-
son, f. 1994.
Sonja ólst upp á Siglufirði og
lauk stúdentsprófi frá Verzlun-
arskóla Íslands. Að loknu námi
vann hún á skrifstofu Kaup-
félags Siglfirðinga og í iðn-
aðardeild Sambands íslenskra
samvinnufélaga (SÍS). Hún flutti
í Borgarnes árið 1965 þar sem
hún vann meðal annars á skrif-
stofu Kaupfélags Borgfirðinga,
hreppsskrifstofunni og sýslu-
skrifstofunni. Hinn 23. febrúar
1988 stofnaði hún bókhalds- og
tölvuþjónustuna í Borgarnesi og
vann við það á meðan kraftar
leyfðu.
Útför Sonju fer fram í dag, 2.
júní 2018, frá Borgarneskirkju
klukkan 11.
1927, Gottfreða
Sólveig, f. 1930, d.
1930, og Þóra Haf-
stein, f. 1933, d.
1934. Þau systkina
hennar sem náðu
fullorðinsaldri eru
Regína, f. 1928, en
eiginmaður hennar
var Guðmundur
Árnason, f. 1929, d.
2014, Helena, f.
1932, d. 2012, en
eiginmaður hennar var Ronald
Whitaker, f. 1933, d. 2016, Birg-
ir, f. 1941, d. 2007, en eftirlif-
andi eiginkona hans er Erla
Svanbergsdóttir, f. 1944, og
Birgitta Guðlaugsdóttir, f. 1945,
en eiginmaður hennar er Magn-
ús Ingjaldsson, f. 1942.
Eftirlifandi eiginmaður Sonju
er Þórður Sigurðsson, f. á Siglu-
firði 16. október 1936. Sonur
Elskuleg móðir mín er fallin
frá. Söknuður og þakklæti er mér
efst í huga þegar ég minnist
hennar. Mamma var kletturinn í
lífi mínu og fyrirmynd í einu og
öllu. Hún var alltaf til staðar, ást
hennar og umhyggja átti sér eng-
in takmörk.
Ég á einstaklega góðar æsku-
minningar, það var gæfa að búa
við frelsi til athafna, frelsi til að
reka sig á, gera mistök – þrosk-
ast. Ég skildi það eflaust ekki þá
en þetta frelsi var aðeins mögu-
legt í skjóli mömmu og pabba.
Mamma studdi mig í blíðu og
stríðu, hún hvatti mig til að vera
sjálfstæður. Hún kenndi mér
þrautseigju, að gefast aldrei upp.
Æskuárin eru endalaus upp-
spretta jákvæðra minninga og
þar eiga mamma og pabbi stærst-
an hlut að máli.
Mamma og pabbi hvöttu mig
áfram í öllu því sem tók mér fyrir
hendur með æði misjöfnum ár-
angri, hvort sem um var að ræða
námið, skákina, íþróttirnar, tón-
list, dans eða önnur viðfangsefni
þar sem ég átti jafnvel enn minna
erindi. Þau vildu að ég reyndi að
sigrast á erfiðleikum en ekki að
gera bara það sem lá beinast við.
Eftir að ég flutti að heiman héldu
þau áfram að styðja mig í blíðu og
stríðu. Hvatning mömmu og að-
hald var mér styrkur allt til henn-
ar síðasta dags.
Mamma var mjög pólitísk og lá
ekki á skoðunum sínum. Hún var
sjálfstæðismaður af gamla skól-
anum, þoldi illa hroka og yfirlæti
en vildi að stjórnmálamenn hugs-
uðu fyrst og fremst um þá sem
minna mega sín. En þrátt fyrir
afdráttarlausar skoðanir gerði
hún aldrei greinarmun á fólki eft-
ir stjórnmálaskoðunum. Hún sá
gott í öllum – eiginleiki sem ég
dáðist alltaf að og hef reynt eftir
fremsta megni að tileinka mér.
Án þess að hún hafi sjálf haft
um það mörg orð, þá hafði
mamma í heiðri kristin gildi, eink-
um náungakærleikann. Ég
gleymi því ekki þegar hún svaraði
umkvörtunum mínum um
hrekkjusvínin með þeim orðum
að ég þyrfti að vera góður við þau.
Mamma var einstaklega góð við
börn og mikill dýravinur, hvort
tveggja eiginleikar sem ég lærði
af henni að lýstu vel innri manni.
Mamma tilheyrði þeirri kyn-
slóð sem vann störf sín af dugn-
aði, heiðarleika og fórnfýsi.
Mamma var sterk kona, vann það
sem þá var nefnt karlastarf, og
hún var mér slík fyrirmynd að
ranghugmyndinni um að konur
væru ekki jafnokar karla laust
aldrei niður í kollinn á mér, þótt
slík viðhorf hefðu verið nokkuð al-
menn á þeim tíma.
Við mamma vorum alla tíð ná-
in. Fram á síðasta dag leitaði ég
til hennar, í skjólið sem ég alltaf
átti hjá henni. Hún sagði mér allt-
af til syndanna ef henni þótti
ástæða til og brýndi mig til góðra
verka. Ég fann mjög sterka þörf
til að fara til hennar á mæðradag-
inn síðasta og við áttum góða
stund saman. Hún kvaddi skjótt,
aðeins örfáum dögum síðar.
Þótt þessi sé lífsins gangur þá
er missirinn mikill, ekki síst fyrir
pabba. Þau voru alla tíð afskap-
lega samhent og hann sér nú á
eftir sínum besta vini og lífsföru-
naut.
Eftir standa minningarnar, fal-
legar og ljúfar, um yndislega
konu, móður og ömmu. Fyrir allt
sem mamma var mér, allt sem
hún kenndi mér og skjólið sem ég
alltaf átti hjá henni, fæ ég aldrei
fullþakkað.
Guðlaugur Þór.
Elskuleg tengdamóðir mín er
fallin frá, 81 árs að aldri. Hún
hafði átt við veikindi að stríða
undanfarna mánuði og lést á
Landspítalanum eftir stutta legu.
Það var mín gæfa að kynnast
Sonju fyrir um 20 árum þegar við
Guðlaugur Þór, einkasonur henn-
ar, fórum að rugla saman reyt-
um. Lánsamari hefði ég ekki get-
að verið, að eignast þessa traustu
og sérlega indælu tengdamóður.
Tengdamóðir mín var gædd
sterkum persónuleika. Hún var
ákveðin, réttsýn, skarpgreind og
fylgin sér. Hún var á undan sinni
samtíð á margan hátt. Sem ung
kona var hún eftirsótt á vinnu-
markaði enda skarpgreind, harð-
dugleg og vinnusöm. Hún stofn-
aði síðar sitt eigið bókhalds-
fyrirtæki og starfaði við það fram
á síðasta dag.
Traust, hlýleiki og elskuleg-
heit voru lýsandi fyrir Sonju, hún
var einstaklega barngóð og dýra-
vinur með eindæmum. Hjálpsemi
og örlæti voru henni í blóð borin
og mátti hún ekkert aumt sjá.
Hlutina gerði hún gjarnan af
miklum myndarbrag og ömmu-
hlutverkið tók hún heldur betur
með trompi. Þegar fyrstu og einu
barnabörnin, tvíburarnir Sonja
og Þórður, komu í heiminn var
hún ekki lengi að búa upp her-
bergi á Böðvarsgötunni til að
geta tekið á móti þeim í gistingu
með allt það sem þurfti til að gera
dvölina þar sem þægilegasta og
ánægjulegasta. Þær urðu ótelj-
andi heimsóknirnar í friðsældina
til ömmu og afa í Borgó og margt
var brallað. Sú samvera hefur
haft ómetanlegt gildi fyrir börnin
og óhætt að segja að amman hafi
einnig notið hverrar mínútu.
Sonja hafði einstaka hæfileika
til að kenna, fræða og vekja
áhuga tvíburanna á öllu mögu-
legu. Með aðdáunarverðri þolin-
mæði og natni kenndi Sonja þeim
allt milli himins og jarðar. Hvort
sem það var stafrófið, að raða í
uppþvottavélina, baka piparkök-
ur, púsla eða gróðursetja í garð-
inum; hún var óþreytandi að leið-
beina, segja sögur, sýna og fræða
þau um lífið, landið, menningu og
siði, hvetja þau áfram og hrósa
þeim. Árin með ömmu og afa
verða þeim ómetanlegt veganesti
út í lífið.
Með miklu þakklæti og trega
kveð ég elsku tengdamóður mína.
Blessuð sé minning Sonju
Guðlaugsdóttur.
Ágústa Johnson.
Hún amma var ótrúleg kona.
Við eigum óteljandi góðar minn-
ingar um hana. Hún kenndi okkur
svo margt þegar við vorum lítil,
að lesa, skrifa, púsla, sauma og
t.d. þegar við vorum fjögurra ára
kenndi hún okkur að læra kenni-
töluna okkar. Hún lagði alltaf
mikla áherslu á að við myndum
læra að spara peninga, safna og
ekki eyða í vitleysu.
Við fengum oft að gista hjá
ömmu og afa í Borgó, fórum með
þeim í skemmtileg ferðalög á hús-
bílnum þeirra og upplifðum
margt spennandi og alltaf var hún
að fræða okkur og kenna okkur
um allt mögulegt.
Við höfum lengi trúað því að
hún amma gæti bókstaflega talað
við hunda. Hún var alltaf mikill
dýravinur og talaði við hann
Patta, labradorinn sem þau áttu,
eins og hann væri mennskur og
hann virtist skilja hvert einasta
orð sem hún sagði, jafnvel þó að
hún hvíslaði. Hún meira að segja
kenndi honum að segja „amma“.
Hún amma Sonja var mjög trú-
uð og kenndi okkur margar bænir
og fræddi okkur um englana og
Guð. Við kveðjum elsku ömmu
Sonju með uppáhaldsbæninni
sem hún kenndi okkur.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Blessuð sé minning þín, elsku
amma.
Þín barnabörn,
Sonja Dís og Þórður Ársæll.
Elsku Sonja, það er erfitt að
setjast niður og skrifa kveðju til
þín. Ég heyrði röddina þína nótt-
ina eftir að þú kvaddir. Ég hrökk
upp hvað eftir annað og heyrði í
þér. Ég held að þú hafir verið að
leggja mér lífsreglurnar í síðasta
sinn. Þú kenndir mér margt um
lífið og varst alltaf tilbúin að gefa
mér góð ráð og hlusta á mig. Það
er svo margt sem mig langar að
segja.
Ég var bara nokkurra daga
gömul þegar mamma og pabbi
fóru með mig í fyrsta sinn í Borg-
arnes, á milli jóla og nýárs og þar
voru teknar fyrstu myndirnar af
mér. Mér hlotnaðist sá heiður að
vera skírð í höfuðið á þér, elsku
nafna mín. Ég man eftir hring-
ferðinni sem við fórum í saman þó
að ég hafi sennilega bara verið 4
ára. Ég man eftir öllum heim-
sóknunum og þegar við fengum
að gista, það var alltaf svo hlýlegt
hjá þér og mér er appelsínugula
ljósið í holinu alltaf mjög minn-
isstætt. Við hátíðleg tækifæri
fengum við að fara í betri stofuna
og þá lagðirðu fallegu dúkana á
borðið sem þú hafðir saumað svo
fallega út í. Það var alltaf spenn-
andi að fara í Borgarnes en regl-
urnar voru mjög skýrar og þeim
bar að fylgja. Þú hugsaðir svo fal-
lega um stóra fallega garðinn
þinn og Sylvía mín hefur áhyggj-
ur af að enginn muni hugsa um
hann núna. Þegar ég varð eldri
gat ég alltaf leitað til þín og fengið
ráð. Þegar ég varð ófrísk af Ró-
berti mínum þá varst þú svo
spennt og komst með mér og
mömmu í bæinn að kaupa ýmis-
legt sem vantaði til að stofna
heimili handa litlu barni og þú
tókst ekki annað í mál en að nú
væri kominn tími á að ég myndi fá
straujárn og strauborð; það væri
nú eitt það nauðsynlegasta á
heimili. Þegar Róbert minn fædd-
ist varstu svo glöð og það kom
ekkert annað til greina en að þú
værir amma í Borganesi. Ein
stund er mér líka mjög minnis-
stæð en það er þegar þú komst
mér á óvart í veislu við hátíðlegt
tilefni í kjólnum sem Hella var í
þegar hún hélt á mér undir skírn,
svo gafstu mér fallega kjólinn
sem ég passa svo vel upp á. Þegar
við áttum sumarbústaðinn í
Skorradal komum við reglulega í
heimsókn. Svavar og Þórður fóru
í golf og á meðan áttum við góðar
stundir saman. Þér leist strax vel
á Svavar minn og samþykktir
Sonja
Guðlaugsdóttir
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLA GUÐNÝ ERLENDSDÓTTIR,
Laufásvegi 50,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 30. maí á
Landspítalanum við Hringbraut.
Útförin auglýst síðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN GUÐMUNDSSON
gamli Jón
frá Hvítárbakka,
lést föstudaginn 25. maí.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
föstudaginn 8. júní klukkan 15.
Björg Jónsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Yndisleg eiginkona, móðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG VILHJÁLMSSON,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn
26. maí. Hún verður jarðsungin frá
Vídalínskirkju, Garðabæ, miðvikudaginn
6. júní klukkan 13.
Fyrir hönd ættingja,
Guðmundur W. Vilhjálmsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HILMAR ANDRÉSSON,
frá Smiðshúsum,
lést á dvalarheimilinu Sólvöllum, Eyrarbakka þriðjudaginn
29. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Björn Hilmarsson R. Brynja Sverrisdóttir
Úlfhildur Hilmarsdóttir Ásgeir V. Ásgeirsson
Kolbrún Hilmarsdóttir
Gísli Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
amma og langamma
SONJA SVEINSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Aðalstræti 40, Akureyri,
lést laugardaginn 26. maí.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. júní
klukkan 13:30.
Rebekka Sigurðardóttir Allan Johnson
Aðalgeir Sigurðsson
Helga Björg Sigurðardóttir Þór Jóhannsson
Jón Sigurðarson Bjarney Guðrún Jónsdóttir
Hulda Sigurðardóttir Ágúst Ásgrímsson
Sigurður Sveinn Sigurðsson Guðrún Kristín Blöndal
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
BALDUR INGVARSSON
vélstjóri,
áður til heimils að
Bólstaðarhlíð 46, Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 22. maí.
Útförin fór fram í kyrrþey frá Háteigskirkju laugardaginn 30. maí.
Þökkum starfsfólki Mánateigs hlýju og umhyggju undanfarin ár.
Aðalheiður Í. Hafliðadóttir
Bergsteinn Baldursson Edda Pétursdóttir
Ingvar Júlíus Baldursson Sigurrós Kristjánsdóttir
Ingibjörg Margrét Baldursd. Magnús Ingi Ásgeirsson
afa- og langafabörn