Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 kr. 6.400 kr. 8.900 kr. 9.800kr. 33.400 Bekkur 100x40 cm Anton 3ja sæta sófi kr. 128.700 Unicorn stytta kr. 4.980kr. 14.900 kr. 97.500 Blómapottar kr. 2900 / kr. 3.550 Reynir Sveinsson íSandgerði á 70ára afmæli í dag. Reynir er fæddur og uppalinn í Sandgerði og hefur búið þar alla tíð, en foreldrar hans voru Sveinn Aðalsteinn Gíslason rafveitustjóri og Guðbjörg Hulda Guðmundsdóttir. Reynir lærði rafvirkj- un hjá föður sínum og rak rafmagnsverk- stæðið Rafverk ehf. í yf- ir 30 ár en hætti því fyrir um 20 árum og hóf störf hjá Sandgerð- isbæ sem forstöðumaður Fræðaseturs í Sand- gerði sem nú heitir Þekkingarsetur Suður- nesja. Þar starfaði Reynir frá stofnun þess þar til fyrir fimm árum, aðallega við móttöku gesta og leiðsögn. „Fyrir um 11 árum fór ég í nám í svæðisleiðsögn um Reykjanes- skagann og líkar það vel. Ljósmyndun hefur verið mikið áhugamál frá fermingu og ég á mikið ljósmyndasafn sem stendur til að flokka er fram líða stundir.“ Reynir hefur starfað mikið að félagsmálum á Suðurnesjum, setið í bæjarstjórn Sandgerðis í 20 ár, í hafnarráði í 16 ár og verið for- maður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, formaður sorpeyðingarstöðvar Sorpu og formaður Markaðsstofu Suðurnesja. „Svo var ég einn af stofnendum Hattavinafélags Sandgerðis og höfuðpaur félagsins í 10 ár en þá lognaðist félagið út af.“ Reynir var mjög virkur í björgunarsveitinni Sigurvon ásamt hörðum kjarna sem byggði SVFÍ-húsið í Sandgerði. Þá var Reynir í Slökkviliði Sandgerðis í 40 ár og slökkviliðsstjóri í níu ár. Ferða- mál á Suðurnesjum hafa til margra ára verið áhugamál Reynis og hefur hann setið í stjórn Ferðamálasamtakanna til margra ára. „Hvalsneskirkja hefur alla tíð verið mér hjartfólgin og er ég for- maður sóknarnefndar og hef á undanförnum árum staðið fyrir miklum framkvæmdum við kirkju, kirkjugarð og Safnaðarheimilið í Sandgerði. Í tilefni þessara tímamóta ætla ég að halda upp á daginn heima og býð fjölskyldu, vinum og vandamönnum í smá kvöldveislu.“ Reynir á þrjú uppkomin börn og sjö barnabörn. Lætur sig flest varða í Sandgerði Reynir Sveinsson er sjötugur í dag Sandgerðingurinn Reynir Sveinsson. S igurborg Daðadóttir fæddist á Ísafirði 2.6. 1958 en ólst upp í Kópa- vogi og átti síðan heima í Mosfellsbæ. Hún var í Digranesskóla og Þinghólsskóla en í sveit á sumrin, á Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi, frá sjö ára aldri í alls tíu sumur. Sigurborg gekk í Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi 1979. Hún vann við þjálfun sjúklinga á hestum á Reykjalundi í tvö sumur, stundaði síðan nam við Dýralækna- háskólann í Hannover í Þýskalandi og lauk embættisprófi í dýralækn- ingum 1985. Sigurborg var búsett á Akureyri á árunum 1985-92. Hún var fram- kvæmdastjóri Einangrunarstöðvar ríkisins í Hrísey, flutti þá til Reykja- víkur, vann hjá Hollustuvernd ríkis- ins, var heilbrigðisfulltrúi í Kópa- vogi og síðar einnig í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Auk þess var hún framkvæmdastjóri Nauta- stöðvar Búnaðarfélags Íslands á Hvanneyri í tvö ár. Hún var gæða- Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir – 60 ára Yfirdýralæknar Hér má sjá allar þær konur sem eru yfirdýralæknar í sínum ríkjum. Myndin var tekin á aðalfundi Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar fyrir skömmu. Sigurborg er lengst til vinstri í efstu röð, í rauðum jakka. Væntumþykja dýr- anna er skilyrðislaus Útreiðartúr Sigurborg er mikil hestakona og hefur haldið hesta í mörg ár. Halldóra Helga Kristjánsdóttir á 90 ára í af- mæli í dag. Hún ólst upp á Vopnafirði, býr í Reykjavík og starfaði fyrst við verslunarstörf en síðar sem sjúkraliði. Eiginmaður hennar var Jónsteinn Haraldsson framkvæmdastjóri, d. 2016. Þau eignuðust tvö börn, Hafdísi, d. 2011, og Borgar. Barnabörnin eru þrjú og barna- barnabörnin tvö. Árnað heilla 90 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.