Morgunblaðið - 02.06.2018, Page 56
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 153. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Taka ekki íslensk greiðslukort
2. Crossfit gefur vel
3. Launahæsti í fluginu með 3,2 m...
4. Dúxaði í Columbia Business ...
Í ár fagnar menningarmiðstöðin
Hafnarborg í Hafnarfirði tvöföldu af-
mæli þar sem bæði eru liðin 35 ár frá
því að hjónin í Hafnarfjarðar Apóteki,
Sverrir Magnússon og Ingibjörg
Sigurjónsdóttir, færðu Hafnar-
fjarðarbæ húsnæði sitt á Strandgötu
34 að gjöf, ásamt listaverkasafni
sínu, og fimm árum síðar, fyrir 30 ár-
um, var Hafnarborg vígð formlega. Í
tilefni af þessu verður í dag kl. 15
opnuð sýning á völdum verkum úr
safneigninni. Sýningarstjórar eru
Ágústa Kristófersdóttir, forstöðu-
maður Hafnarborgar, og Unnar Örn
Auðarson myndlistarmaður.
Morgunblaðið/Ómar
Afmælissýning opnuð
Sumartónleika-
röðin Sumarjazz á
Jómfrúnni hefur
göngu sína í 23.
sinn í dag með
tónleikum Tóm-
asar R. Einarsson-
ar kontrabassa-
leikara og latín-
sveitar hans sem
hefjast kl. 15. Að vanda verður leikið
á Jómfrúartorgi fyrir aftan veitinga-
húsið Jómfrúna við Lækjargötu.
Tómas og latínsveit
hans ríða á vaðið
Megas og gítarleikarinn Kristinn H.
Árnason koma fram á fyrstu stofu-
tónleikum sumarsins
á Gljúfrasteini á
morgun kl. 16. Á
efnisskránni verður
lýrík eftir Laxness,
tónsett af Megasi og
flutt af þeim fé-
lögum.
Megas á Gljúfrasteini
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í SV 8-15, hvassast NV-til, en bætir frekar í vindinn um
kvöldið. Skýjað V-lands með dálítilli vætu og hiti 5 til 10 stig, en bjart á A-verðu landinu
og hiti upp í 20 stig.
Á sunnudag (sjómannadagurinn) Vestlæg átt 3-10 m/s og víða léttskýjað S- og A-
lands, annars að mestu skýjað en úrkomulítið. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast SA-til.
Á mánudag Hæg suðlæg átt, skýjað með köflum og hiti 10 til 18 stig.
„Þá má segja að ég hafi verið kominn
í ákveðinn vítahring sem ég losnaði
ekki út úr fyrr en á síðasta sumri
þegar markvisst var farið í að byggja
upp bakið á nýjan leik með æfingum
samhliða breyttu mataræði þegar ég
kom til West Wien. Það var allt tekið í
gegn,“ segir handknattleiksmaðurinn
Ólafur Bjarki Ragnarsson, sem æfir
nú með landsliðinu. »3
Venti sínu kvæði í kross
við komuna til Vínar
„Það er mjög erfitt að yfir-
gefa þá fjölskyldu sem er í
Vestmannaeyjum og liðið
sem ég var orðinn ástfang-
inn af en af persónulegum
ástæðum, sem ég vil ekki
fara nánar út í, þarf ég að
flytja til Reykjavíkur,“ sagði
Róbert Aron Hostert hand-
knattleiksmaður, sem er
einn þriggja nýrra leik-
manna Vals sem kynntir
voru til sögunnar í gær. »2
Alls ekki auðvelt
að yfirgefa Eyjar
Í kvöld klukkan 20.00 fer fram vin-
áttuleikur Íslands og Noregs á
Laugardalsvellinum. Leikurinn er
hluti af lokaundirbúningi landsliðsins
fyrir HM í Rússlandi og er mikilvægur
fyrir margar sakir. Heimir Hallgríms-
son landsliðsþjálfari þarf einnig að
nota leikinn til þess að skerpa á takt-
ískum áhersluatriðum og fá svör
við þeim spurn-
ingum sem hann
hefur áður en al-
varan hefst 16.
júní. »1
Norðmenn á Laugar-
dalsvelli í kvöld
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Brúðubíllinn er vorboði í hugum
margra Reykvíkinga en hefð er orð-
in fyrir því að Brúðuleikhúsið mæti á
götur borgarinnar í upphafi sumars.
„Þetta er orðin hálfgerð klassík hef-
ur maður heyrt,“ segir Helga Steff-
ensen, leikstjóri og brúðumeistari,
sem snýr nú aftur með Brúðubílinn,
38. árið í röð. Brúðubíllinn er leikhús
fyrir yngstu áhorfendurna þar sem
krakkar eru hvattir til að syngja
með og taka þátt. Sýningin er á veg-
um ÍTR og er ætluð bæði til
skemmtunar og fræðslu, en inntak
sýninganna snýr m.a. að því að vera
góð við dýr og blóm og sérstaklega
hvert við annað. Sýningin í ár heitir
Lögin hans Lilla, þar sem hljóma
munu sígild barnalög í flutningi
hinna ýmsu brúða á borð við Lilla
apa og trúðinn Dúsk. Helga segir
mikilvægt að börnin þekki lögin svo
þau geti sungið með af lyst og þeim
líði eins og þau taki fullan þátt í sýn-
ingunni. Brúðubíllinn er hugarsmíð
Helgu en inn í sýninguna fléttast
þekktar sögur og leikrit sem flest
börn ættu að kannast við. Leikstjóri
er Sigrún Edda Björnsdóttir sem
hefur verið leikstjóri Brúðubílsins
lengst af en alls koma fimm konur að
sýningunni í ár.
Alltaf jafn skemmtilegt
Helga býr til brúðurnar, leik-
myndina og handritin sem eru nú
komin vel yfir fimmtíu. Hún á að
baki langan feril með börnum en fyr-
ir utan að hafa samið og flutt brúðu-
leikrit frá 1980 var hún umsjónar-
maður Stundarinnar okkar í sjö ár,
eða frá 1987 til 1994. Helga segir
starfið alltaf jafn skemmtilegt enda
umbunin ómetanleg, að fá að gleðja
börnin, og nú foreldra þeirra einnig.
„Við fáum til okkar mikið af yngri
börnum þó þau séu yfirleitt á öllum
aldri, er þetta oft fyrsta leikhúsferð
þeirra og mikil upplifun. Skemmti-
legt er að sjá nú marga fullorðna í
áhorfendaskaranum sem virðast
hafa jafn gaman af, enda margir
þeirra upplifað sýningarnar sjálfir
sem börn.“
Börnin stjórna sýningunni
Helga á núorðið mikið safn af
brúðum og velur þær brúður í sýn-
ingar sem hún telur að muni vekja
mestu lukku hverju sinni, þeirra á
meðal er 5 ára apinn Lilli sem marg-
ir landsmenn ættu að þekkja,
hrekkjótti úlfurinn Úlli og vinalausi
Blárefurinn. „Ég var reyndar komin
með nóg af Lilla á tímabili og vildi
hætta með hann en það þýddi ekki
því alltaf var spurt eftir honum, það
eru börnin sem eiga að ráða þessu
og því hef ég haft hann með.“
Veðrið hefur sett strik í reikning-
inn í vor við undirbúning og æfingar
en allt fer fram undir berum himni.
Helga vill þó gera sem minnst úr
veðrinu. „Það hefur aldrei fallið nið-
ur sýning hjá okkur, því sólin skín í
Brúðubílnum þrátt fyrir veður.“
Forsýning á Brúðubílnum verður
mánudaginn 4. júní klukkan 14 í
Hallargarðinum í Reykjavík. Frum-
sýning verður þriðjudaginn 5. júní í
Árbæjarsafni klukkan 14. Upplýs-
ingar um sýningar og dagskrá má
finna á vef Brúðubílsins en sýningar
verða í gangi á víð og dreif um
höfuðborgarsvæðið fram í lok júlí.
Allir eru velkomnir og er aðgangur
ókeypis.
„Sólin skín í Brúðubílnum“
Brúðubíllinn
vinsæli snýr aftur
í Reykjavík
Morgunblaðið/Eggert
Brúðubíllinn Aðstandendur Brúðubílsins í sumar. Efri röð frá vinstri: Ellen Margrét Bæhrenz, Sigrún Edda Björns-
dóttir leikstjóri og Steinunn Arinbjarnardóttir. Neðri röð frá vinstri: Helga Steffensen og Gígja Hólmgeirsdóttir.
Vinsælar brúður Apinn Lilli,
gíraffamóðirin og gíraffarnir sjö.