Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018 me ðf yri rva ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 8. nóvember í 11 nætur 595 1000 . heimsferdir.is AUSTURKARÍBAHAF Sigling um Frá kr. 279.995 á mann Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Þrátt fyrir ungan aldur hefur Laufey Lín Jónsdóttir, 19 ára tónlistar- snillingur, komið víða við á sviði tón- listarinnar. Hún hefur í mörg ár lært á bæði píanó og selló ásamt því að leggja stund á söngnám. Í haust mun hún hefja nám við hinn virta Berklee- tónlistarháskóla í Boston í Banda- ríkjunum, en Laufey Lín hlaut á dög- unum fullan skólastyrk fyrir náminu. Tónlistarmaður í fimmtán ár „Ég hætti á píanó til að einbeita mér meira að söngnum,“ segir Lauf- ey Lín í samtali við Morgunblaðið en hún lærði á píanó frá fjögurra ára aldri í tíu ár. Hún byrjaði að læra á selló átta ára en í vor lauk hún burt- fararprófi í sellóleik frá Mennta- skólanum í tónlist (MÍT). Síðustu tvö árin hefur Laufey Lín einnig lært söng í MÍT en hún vann bæði söng- keppni Samfés 2014 og Vælið, söng- keppni Verzlunarskólans, 2016. Þá komst hún í úrslit Ísland got talent fjórtán ára og í undanúrslit The Voice Ísland sextán ára. Samhliða tónlistarnáminu hefur Laufey Lín verið við nám í Verzlunarskóla Ís- lands, hvaðan hún útskrifaðist með stúdentspróf fyrir skemmstu. Ætlar á toppinn Eins og áður segir hefur Laufey Lín nám við Berklee-háskólann í haust, en hún var ein af sjö sem valin voru úr um 5.000 manna hópi til að hljóta forsetastyrk skólans. Styrkur- inn nemur kostnaði fyrir skólagjöld- um auk framfærslu í allt að fimm ár en úr hópi þeirra sjö sem fengu styrkinn er Laufey Lín önnur tveggja sem ekki eru frá Bandaríkj- unum. „Ég er mjög spennt að læra meira að semja,“ segir Laufey Lín, en við skólann mun hún ásamt því að taka einkatíma á hljóðfæri og í söng læra tónlistarsmíð. „Ég er að hugsa um að fara á Music business-braut,“ segir Laufey Lín, en hún segir það hljóma spennandi að geta blandað saman því sem hún lærði í viðskiptafögum í Verzlunarskólanum við tónlistina og bætir við: „Þó þarf ég líka að læra bóknámsfög eins og ensku og sögu.“ Spurð hvert hún stefni í tónlistinni segist Laufey Lín hafa áhuga á að halda áfram að spreyta sig í popp- tónlist. „Mig langar að reyna meira fyrir mér í söng.“ Á forsetastyrk til Berklee  Laufey Lín hefur nám í virtum tónlistarháskóla í Banda- ríkjunum  Leikur á tvö hljóðfæri og leggur stund á söng Morgunblaðið/Valli Hæfileikarík Laufey Lín hefur lært tónlist frá fjögurra ára aldri. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mikilvægt er að eiga góð samskipti við heimafólk og aðra hagsmuna- aðila. Það hefur verið heilmikið sam- starf hingað til en við erum að auka það og gera formlegra. Sérstakur starfsmaður hefur fengið það hlut- verk að halda utan um þetta verkefni sem verið hefur á höndum fleiri manna,“ segir Þórarinn Bjarnason, verkefnastjóri hjá Landsneti, þegar hann er spurður að því hvaða lær- dóm fyrirtækið getur dregið af fram- kvæmdinni á Norðausturlandi. Þar er nú formlega lokið stærsta verkefni í sögu Landsnets, lagningu tveggja háspennulína út frá Þeista- reykjavirkjun og þriggja yfir- byggðra tengivirkja. Áfram spurður um lærdóminn segir Þórarinn að alltaf megi læra eitthvað nýtt um það hvernig best sé að ganga um landið í slíkum framkvæmdum og þaðan komi punktar inn í gögnin fyrir næstu framkvæmdir. Heimamenn völdu röramöstur Nokkur umræða hefur verið um þá gerð mastranna sem valin var. Það eru svokölluð röramöstur sem eru efnismeiri og þyngri en hin hefð- bundnu grindamöstur sem gerð eru úr flatjárni. Þórarinn segir að þessar tvær gerðir hafi verið kynntar á fundum með fulltrúum sveitar- stjórna og fleiri hagsmunaaðilum. Það hafi verið einróma álit manna að röramöstrin væru betri kostur. Undirstöður fyrir báðar gerðirnar eru svipaðar. Efnið í röramöstrin er heldur dýrara og erfiðara að þjón- usta þau vegna þess að ekki er eins auðvelt fyrir starfsmenn að komast upp í þau. Landsnet ákvað eigi að síður að fara að ráðum heimamanna og byggja háspennulínuna úr röra- möstrum. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð, eftir að línan var komin upp. Landeigendur hafa sagt að það hafi komið þeim á óvart að línan væri ekki meira mannvirki en raun varð á. Þeir virðast hafa átt von á einhverju stærra. Þá minnir línan suma á gömlu byggðalínuna sem gerir fram- kvæmdina ásættanlegri,“ segir Þór- arinn. Vönduðu sig við slóðagerð Öðruvísi var staðið að slóðagerð í þessari framkvæmd en mörgum öðr- um. Þórarinn segir að lega slóða hafi ekki verið fastsett í útboðsgögnum, aðeins áætluð lega. „Þegar kom að því að leggja slóðana fór eftirlits- maður okkar með þeim landeigend- um sem þess óskuðu, manni frá Um- hverfisstofnun og fulltrúa verktakans og þeir ákváðu leiðina. Haft var að leiðarljósi að slóðarnir færu vel í landinu. Aldrei eru beinar línur og slóði átti ekki að grípa augað þegar litið væri yfir,“ segir Þórarinn. Þá var ákvæði í útboðsgögnum um að ekki mætti nota nema ákveðna stærð af tækjum. Hann segir að það hafi verið gert vegna þess að stærð slóða hafi verið farin að ráðast af stærð tækjanna sem ruddu þá. „Við erum mjög ánægð með hvernig til tókst. Við höfðum plön við möstrin eins lítil og við komumst af með, aðeins þannig að kraninn sem reisti þau gæti athafnað sig,“ segir Þórarinn. Þá nefnir hann að þegar gerð voru plön til að strengja víra á línurnar hafi gróðri verið flett af svæðinu og lagður dúkur undir plan- ið. Þegar því verki hafi verið lokið hafi efnið verið fjarlægt og gróður- inn settur á sinn stað. Gróður sem þurfti að fjarlægja vegna slóðagerðar við tengivirki hafi verið notaður til að klæða kanta við mannvirkin. Ákveðið var í upphafi að græða upp svæði sem svarar til tvö- eða þrefalds þess svæðis sem fór undir tengivirki, slóða og möstur. Land- græðslan tók að sér það verk. Plant- að var yfir 30 þúsund trjáplöntum á síðasta ári og rúmlega 20 tonnum af áburði dreift. Uppgræðslan heldur áfram næstu ár. Kærur breyttu ekki verkinu Framkvæmdirnar á Norðaustur- landi voru undir smásjá heimafólks og náttúruverndarsamtaka. Þórar- inn segir alltaf gott að fylgst sé með slíkum framkvæmdum. Hann segir þó að kærur vegna framkvæmda- leyfa hafi tafið verkið mikið og gert það dýrara. „Kærurnar komu mjög seint fram og snérust mikið um formsatriði og orðalag fram- kvæmdaleyfa. Niðurstaða úrskurð- arnefndar umhverfis- og auðlinda- mála var sú að þær hefðu ekki bein áhrif á tilhögun framkvæmda. Við gerum eins vel og við getum en fögn- um því að fylgst sé með því að við stöndum við það sem við segjum,“ segir Þórarinn. Alltaf má læra eitthvað nýtt  Verkefnastjóri hjá Landsneti er ánægður hvernig til tókst við lagningu tveggja háspennulína frá Þeistareykjavirkjun  Línan ekki eins áberandi og menn óttuðust  Röramöstrin urðu fyrir valinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Leirhnjúkshraun Reynt var að vanda til verka þar sem línur voru lagðar um viðkvæm svæði. Verkefnastjóri hjá Landsneti er ánægður með hvernig til tókst, segir að menn hafi reynt að vanda sig sérstaklega. Skoðunarferð Þórarinn Bjarnason, Guðmundur Ingi Ásmundsson og Árni Jón Elíasson, yfirmenn hjá Landsneti, fylgjast með framkvæmdum. Nokkur hópur fólks kom saman við Reykjavíkurhöfn í gær í þeim til- gangi að mótmæla hvalveiðum Ís- lendinga. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins mætti á boðuðum tíma mótmælanna voru mótmæl- endur fimm talsins, en með þeim í för var einn hundur. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum mótmælanna fjölgaði hins vegar í hópi hvalveiðiandstæðinga eftir að ljósmyndari blaðsins fór og eru nokkrir tugir sagðir hafa tekið þátt. Fern samtök, þ.e. Samtök græn- metisæta á Íslandi, Vegan samtökin, Hard to Port og Jarðarvinir, stóðu að mótmælunum. „Það er engin mannúðleg leið til að drepa hval og þeir sem halda öðru fram eru að ljúga. Þetta er hægur og kvalafullur dauðdagi algjörlega til einskis,“ segir í tilkynningu. Nokkur hópur fólks mótmælti hvalveiðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.