Morgunblaðið - 11.06.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 11.06.2018, Síða 16
SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ídagskránni er reynt að náyfir fremur breitt svið, enþær breytingar sem fylgjastafrænum veruleika eru afar miklar og hafa um leið mikil áhrif á lögfræði,“ segir María Rún Bjarna- dóttir, doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Sussex í Bretlandi. Vís- ar hún í máli sínu til þess að Laga- deild Háskóla Íslands og Lagastofn- un Háskóla Íslands efna til ráðstefnu miðvikudaginn 13. júní milli klukkan 13.30 og 17 í Lögbergi, en þar verða lagaleg álitaefni tengd stafrænum veruleika krufin til mergjar. Auk Maríu Rúnar munu leiðbeinendur hennar í doktorsnám- inu við Háskólann í Sussex flytja er- indi auk annarra lögfróðra sérfræð- inga í netrannsóknum. Stafræn bylting hefur að undanförnu haft í för með sér mik- inn samfélagslegan ávinning og framfarir, s.s. í viðskiptum og dag- legum samskiptum. Samhliða þessu hafa meðal annars fjölmiðlar og starfsemi fjármálastofnana tekið ör- um breytingum og segir María Rún þær fela í sér ýmsar lagalegar áskoranir, bæð á alþjóðlegum og innlendum vettvangi. Á ráðstefnunni verður fjallað um áskoranir þessu tengdar og þær settar í evrópskt samhengi. Leiti beint til fyrirtækjanna „Ég mun í erindi mínu fjalla um það þegar lög, sem sett eru af þjóð- þingum, fara ekki saman við þær reglur sem samfélagsmiðlar setja sér,“ segir María Rún og bendir á að í einum kafla doktorsrannsóknar hennar er komið inn á þær breyt- ingar sem nútíma netvæðing hefur á hlutverk ríkisvaldsins þegar kemur að lagasetningu. Aðspurð segist hún nálgast viðfangsefni sitt út frá mannréttindaskuldbindingum ríkja. „Það má segja að ríki hafi já- kvæðar og neikvæðar skyldur, þ.e. þau eru skuldbundin til þess að gera ekki eitthvað og til þess að gera eitt- hvað til að tryggja ákveðin réttindi þeirra sem eru innan lögsögu við- komandi ríkis. Netið lýtur hins vegar ekki lögsögu ríkja,“ segir hún og bætir við að kjarni erindisins muni snúa að því hver það sé sem raunverulega gæti réttinda ein- staklinga sem telja brotið á sér í net- heimum. „Þá er áhugavert að velta því upp hvort fólk á meira undir stórfyrirtækjum sem starfa á al- heimsvísu heldur en þeim reglum sem þjóðþingin setja sér. Þannig getur verið fljótlegra fyrir viðkom- andi sem t.d. vill tilkynna um ólög- lega dreifingu á ljósmynd að hafa samband beint við miðilinn, s.s. Facebook eða Twitter, í stað þess að setja sig í samband við lögregluna og biðja hana um að bregðast við.“ Á þinginu mun einnig dr. Chris Marsden, prófessor í netlögfræði við Háskólann í Sussex, flytja erindi um nethlutleysi og þær miklu breyt- ingar sem hafa átt sér stað í Banda- ríkjunum að undanförnu. „Með því að afnema nethlut- leysisreglurnar geta aðilar sem hafa hagsmuni af að stýra því hvaða gögn og upplýsingar eru flutt um netið farið að hafa áhrif á hvaða net- umferð fær forgang,“ segir María Rún. Þá mun einnig dr. Andres Guadamuz, við lagadeild Háskólans í Sussex, sem einnig hefur sinnt ráð- gjöf fyrir Alþjóðahugverkastofn- unina, fjalla um réttindi og skyldur róbóta og ræða um lagalega ábyrgð á verkum sem sköpuð eru með gervigreind. Lagaleg álitaefni stafræns veruleika Morgunblaðið/Árni Sæberg Netheimur Lagaleg álitaefni tengd stafrænum veruleika verða krufin til mergjar á málþingi í húsakynnum Háskóla Íslands á miðvikudag. 16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ FiskvinnslanÍslands-saga á Suðureyri sagði upp 10 beitninga- mönnum um mán- aðamótin. Kostn- aðurinn við að hafa fólk í vinnu við að beita í landi er orðinn of mikill, „eftir að þessi ofurháu veiðigjöld komu til sögunnar,“ sagði Óð- inn Gestsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að reksturinn gengi ekki vel, launin væru um 50% af tekjum útgerðarinnar og veiðigjöldin 12-15%. Veiðigjöldin væru næststærsti kostnaðarliður útgerðarinnar, á við laun tveggja starfsmanna í þessu litla fyrirtæki. Það kemur því ekki á óvart að segja þurfi upp fólki og endurskipuleggja starfsemina. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um afleiðingar allt of hárra og hækkandi veiði- gjalda. Og þetta er alls ekki versta dæmið, því að sum fyrirtæki hafa ekki séð fram á að endurskipulagning og upp- sagnir dugi til og þau hafa því lagt upp laupana. Þetta er raunveruleikinn sem byggðirnar um landið standa frammi fyrir þó að há- værir þingmenn, einkum úr Samfylkingu og Viðreisn, tali eins og veiðigjöldin séu allt of lág og að sjávarútvegurinn þoli endalausar álögur um- fram aðrar atvinnugreinar. Sem betur fer eru ekki allir þingmenn svo laustengdir veruleikanum. Óli Björn Kárason, formaður efna- hags- og við- skiptanefndar, hefur lýst miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin og vill að lækk- un veiðigjalda, þannig að þau taki mið af afkomu greinar- innar, verði forgangsmál þeg- ar þing kemur saman í haust. „Það að hafa ekki náð fram þessum breytingum núna er alvarlegt. Ég vona að það hafi sem minnst áhrif, en ég óttast að þetta hafi afleiðingar í för með sér sem menn verða þá að horfast í augu við því þingið hafði ekki burði til þess að taka málið til efnislegrar með- ferðar eins og lagt var upp með hér í síðustu viku. Það var komið í veg fyrir það,“ sagði Óli Björn í samtali við Morgunblaðið. Það er fjarri því ofmælt að það sé alvarlegt að þingið hafi ekki burði til að taka mál af þessu tagi til efnislegrar með- ferðar. Fleiri mál hljóta að þurfa að vera á forgangslista ríkisstjórnarinnar en þau sem koma frá Brussel. Fyrir ligg- ur að sjávarútvegurinn, grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar, er svo skatt- píndur að fjöldi fyrirtækja um allt land á í erfiðleikum. Hvernig má það vera að ríkis- stjórn, sem samkvæmt hefð- bundinni talningu hefur traustan meirihluta að baki, kemur ekki í gegn máli á borð við lagfæringu veiðigjalda? Meirihlutinn á þingi þarf að taka afstöðu til þess hvort hann ætlar að leiða eða láta öðrum það eftir } Hafði ekki burði Efnahagslegurstyrkur eða mannfjöldi ræður ekki endilega úr- slitum um áhrif ríkja. Þess vegna var Rússland þátttakandi í G8 þar til Krím- deilan kom upp og þess vegna þurfti ekki að koma á óvart að Trump legði til að Rússland fengi aftur fundarboð, þó að Indland og Brasilía, sem hafa stærri efnahag en Rússland, séu fjarri góðu gamni. Slíkir fundir skipta meira máli eftir því sem ríkin sem þátt taka skipta meira máli. Svo geta þeir líka skipt sáralitlu máli ef engin niðurstaða verður og þátttakendur tala út og suður eftir fund, eins og gerðist um helgina. Munur á efnahagslegum styrk hefur aldrei verið jafn sláandi og á þeim leiðtoga- fundi sem nú verða að teljast allar líkur á, þrátt fyrir aðdragand- ann, að fari fram í Singapúr á morg- un. Það er með nokkrum ólík- indum að Kim Jong-un, harðstjóra bláfá- tæks ríkis, sem hvorki er fjöl- mennt né stórt, skuli hafa tekist að koma sér með svo rækilegum hætti á dagskrá að hann eigi nú „leiðtogafund“ með forseta Bandaríkjanna. En þó að þetta sé sérkenni- legt þá sýnir þetta líka hver máttur kjarnorkusprengj- unnar er og hve mikilvægt er að halda því vopni frá stjórn- völdum á borð við þau sem ríkja í Norður-Kóreu og Íran, svo dæmi séu tekin. Þess vegna skiptir leiðtoga- fundurinn á morgun miklu máli, þrátt fyrir að engar töl- ur, efnahagslegar eða aðrar, gætu gefið það til kynna. Fundur Trump og Kim er óhefðbund- inn, en hann getur orðið þýðingarmikill} Óvenjulegur leiðtogafundur U m áratugaskeið hefur verið barist fyrir bættum samgöngum við sunnanverða Vestfirði þar sem íbúar hafa óskað þess eins að fá heilsárssamgöngur á láglendi. Hefur það verið mikil og löng þrautaganga, ekki síst vegna skipulagsmála. Fyrir Alþingi liggur þingmál þar sem lagt er til að svokölluð Teigs- skógarleið verði farin. Því miður hefur ekki enn verið mælt fyrir því máli og mun það því ekki verða afgreitt í vor. Teigsskógarmálið er langt frá því eina málið sem þvælist í kerfinu. Það hefur verið mikill farsi í kringum áætlanir um virkjun Hvalár í Ófeigs- firði. Hvalá er ein virkjun af nokkrum sem mögulegt er að fara í fyrir vestan og þannig auka orkuöryggi Vestfjarða. Svo virðist sem lítill hóp- ur fólks, aðallega aðkomumanna, telji rangt að fara þessa leið til að auka öryggi og hag fólks og fyrirtækja fyrir vestan. Í þessum hópi eru „opinberlega“ landsfrægir læknar, dýralæknir úr Eyjafirði sem „óvænt“ flutti vestur til að reka verslun, fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfis- ráðherra og eiginkona dýralæknisins, umhverfisráðherra, svo sáum við hóp fólks reyna að flytja lögheimili sitt í Árnes- hrepp að því er virtist til þess að hafa áhrif í sveitarstjórnar- kosningum. Og svo velti ég fyrir mér þætti Skipulagsstofn- unar í þessum farsa. Ég held að það sé full ástæða til að það sé skoðað hvort þessi hópur hafi með einhverjum hætti beitt áhrifum sínum til að hafa áhrif á Skipulagsstofnun. Ástæða þess að ég velti þessu upp er að mér og ýmsum öðrum þykir stofnunin ganga býsna langt í að gera áformin um virkjun Hvalár tortryggileg. Svo langt er gengið að stofnunin tekur upp á því að tefja afgreiðslu aðalskipulags Árneshrepps vegna efasemda um hæfi sveitarstjórnarmanna. Ég velti því fyrir mér hvort umhverfisráðherra hafi haft einhver afskipti af skipulagsmálum Ár- neshrepps, formleg og óformleg fyrir og eftir að hann varð ráðherra. Umhverfisráðherra úrskurð- ar í kærum vegna ákvarðana Skipulagsstofnunar. Eins og þekkt er þurfti ráðherra að láta annan aðstoðarmann sinn hætta störfum. Aðstoðar- maðurinn fyrrverandi er hins vegar beintengdur átökum um Hvalárvirkjun. Það er því eðlilegt að spyrja hver samskipti ráðherra við aðstoðar- manninn hafi verið varðandi Hvalárvirkjun og skipulagsmál Árneshrepps eftir að hann hætti. Átti ráðherra í samskiptum við Skipulagsstofnun, formleg eða óformleg, um málefni Árneshrepps, þ.m.t. virkjunina? Hefur ráðherrann e.t.v. haft einhver afskipti af skipulags- málum hreppsins? Hver hafa samskipti ráðherrans við Landvernd verið varðandi málefni Hvalárvirkjunar og skipulagsmál Árneshrepps? Farsinn í Árneshreppi heldur væntanlega áfram með þeim töfum sem andstæðingar Hvalárvirkjunar og Skipu- lagsstofnun kjósa. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Umhverfisráðherra, Skipulagsstofnun og Hvalá Höfundur er alþingismaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Ráðstefnan „Stafrænn veruleiki – lagaleg álitaefni“ verður haldin í stofu 101 í húsakynnum lagadeildar Háskóla Íslands, Lögbergi. Eyvindur G. Gunnarsson, varaformaður Lagastofnunar Háskóla Íslands, flytur opn- unarávarp klukkan hálftvö og að því loknu verða flutt erindi, alls sex talsins. Auk þeirra sem nefnd hafa verið munu doktor Melaine Dulong De Rosnay, við frönsku rannsóknastofnunina CNRS, doktor Andrea M. Mat- wyshyn, við laga- og þekkingarmiðstöðina CLIC, og doktor Nico Zingale, við háskólann í Sussex á Bretlandi, flytja erindi í Lögbergi. Þá gerir dagskrá ráðstefnunnar einnig ráð fyrir umræðum og spurn- ingum auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar í lok dags. Þétt og mikil dagskrá Í HÚSAKYNNUM HÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.