Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018
Yfirlýstur tilgangur
stofnunar sameinaðs
Landspítala árið 1999
var að bæta þjónustu
og minnka útgjöld. Þar
er flóknasta bráða-
þjónusta og lækningar
á Íslandi. Að auki er
gangandi fólk læknað í
öllum læknisfræðileg-
um sérgreinum. En
það berast sífelldar
fréttir af neyðarástandi, „fráflæðis-
vanda“, gangainnlögnum, biðlistum
og teppu vegna manneklu og hús-
næðisskorts. Vandamálið hefur bara
versnað, sbr. um 90 rúm (17%, jafn-
gildir um fjórum legudeildum) eru
að staðaldri teppt af sjúklingum sem
komast hvergi þótt meðferð sé lokið.
Og heilbrigðisráðuneytið vill færa
stofurekstur sérfræðilækna inn á
göngudeildir LSH. Nýlegt dæmi
taugalæknis sem hvorki fær starf á
LSH né samning við sjúkratrygg-
ingar sýnir hvert stefnir.
Það virðist vera vilji íslenskra
ráðamanna, hvar í flokk sem þeir
skipa sér, að koma mestöllum sér-
hæfðum lækningum fyrir á einum
risastórum vinnustað í Vatnsmýr-
inni því sjaldnast malda þeir í móinn.
Er það sjúklingum fyrir bestu?
Myndi þjónusta rakara batna væru
rakarastofur allar sameinaðar í eina
opinbera stofnun og
ríkið takmarkaði fjölda
rakara og rakarastóla?
Vandinn
Tuttugu árum eftir
sameiningu er staðan á
Landspítala ennþá
þessi:
1. Sérgreinum lækn-
inga er illkleift að
starfa saman vegna
fjarlægðar.
2. Rannsóknarstofur
og myndgreiningar-
deildir eru tvöfaldar vegna bráða-
starfsemi á tveim stöðum.
3. Það er stífla („fráflæðisvandi“) á
sjúkrahúsinu.
4. Skortur er á hjúkrunarþjónustu í
heimahúsum.
Fyrri tvö vandamálin myndu
skána ef tækist að sameina bráða-
starfsemina en litlu hefur verið
áorkað í tuttugu ár. Segir það alþjóð
ekki neitt?
Tillaga
Bæta mæti sjúkrahúsþjónustuna
á eftirfarandi hátt:
1. Landspítala verði skipt upp í
nokkrar óháðar stofnanir, þ.e.
i. Bráðasjúkrahús
ii. Valsjúkrahús (bæklunar- og
valaðgerðasjúkrahús; e. „ortho-
pedic hospital“ eða „elective ho-
spital“). Það gæti verið fyrst um
sinn í núverandi húsnæði LSH í
Fossvogi (þar þarf þá hvorki að
rífa né að byggja fyrst um sinn). Á
valsjúkrahúsi má gera biðlistaað-
gerðir sem létta á bráðasjúkra-
húsum, t.d. mjaðma- og hnjá-
skipti, lýtalækningar, flestar
augnaðgerðir, gigtlækningar o.fl.
iii. Fráflæðisstofnanir, þ.e. endur-
hæfingarsjúkrahús fyrir unga og
aldna.
iv. Langlegustofnunum verði
fjölgað og heimahjúkrunarþjón-
usta aukin.
2. Sjúkrastofnanir verði rekstrar-
lega óháðar ráðuneyti heilbrigðis-
mála en starfi sem sjálfseignar-
stofnanir (e. non-profit hospitals). Í
stjórnarnefndum þeirra sitji fulltrú-
ar sem brenna fyrir þjónustu við
sjúka: Skólastjórar, verkalýðsfor-
ingjar, atvinnurekendur, stýrimenn
o.s.frv. en ekki fulltrúar löggjafar-
eða framkvæmdavaldsins. Stjórn-
arnefndirnar en ekki ráðuneytið ráði
forstjórana. Fagfólk stýri hinni eig-
inlegu þjónustu eins og löggjafinn
gerir réttilega ráð fyrir.
3. Ráðuneytið sinni stefnumótun
og fjárstýringu, landlæknisemb-
ættið hafi eftirlit með gæðum og
sjúkrasamlög greiði þjónustuna skv.
samningum.
Þörfin stýri flæðinu
Í núverandi fastfjárveitingakerfi
felst stöðnun. Ráðuneytið skammtar
naumt og hindrar lækningar til þess
að minnka útgjöld ríkisins. Þessu
þarf að breyta. Endurvekja þarf
daggjaldakerfi eða koma á DRG-
kerfi (e. diagnosis related groups, þá
eru daggjöld tengd innlagningar-
greiningu). DRG-kerfi hefur verið
notað í Bandaríkjunum 35 ár. Í
stuttu máli þyrftu fráflæðisstofnanir
að reka sig á daggjöldum sem væru
lægri heldur en daggjöld bráða-
sjúkrahúsa enda er kostnaðurinn við
bráðaþjónustuna miklu meiri (gjör-
gæsla, skurðdeildir, rannsóknastof-
ur, myndgreining). Til þess að dæm-
ið gangi upp þurfa bráðasjúkrahús
hins vegar að „tapa“ á því að hafa
sjúklinga of lengi á sínum snærum
(það gerist sjálfvirkt í DRG-kerfi því
greiðslur stöðvast eftir ákveðinn
dagafjölda). Fráflæðisstofnanir
þurfa að fá næg daggjöld til að
„hagnast“ á móttöku afturbata-
sjúklinga. Mikilvægt er að ábati
sjúkrastofnana renni ekki í vasa ein-
staklinga, hlutafélaga eða til ríkis-
sjóðs. Hagnaður stofnana verði not-
aður til að uppbyggingar plássa á
viðeigandi þjónustustigi. Með þess-
um hætti situr bráðasjúkrahúsið
ekki uppi með sjúklinga sem lokið
hafa meðferð.
Lokaorð
Í stuttu máli held ég því fram að
vandamál Landspítala og íslenskrar
heilbrigðisþjónustu felist m.a. í mið-
stýrðu kerfi þar sem greiðandinn,
þ.e. ráðuneyti og ríkissjóður, felur
rekstrarstjórnendum sjúkrastofn-
ana að halda aftur af lækningum í
stað þess að byggja þær upp. Þetta
er bullandi hagsmunaárekstur og
ekki í þágu sjúklinganna. Stjórn-
endur, sem eru ráðnir af ráðuneyt-
inu, eiga ekkert val annað en að
beita sér fyrir stefnu ráðuneytisins.
Þeir starfa ekki fyrir sjúklingana
þótt þeir geti reynt að telja sér og
öðrum trú um það. Í miðstýringu
felst valdbeiting og lakari þjónusta.
Þess vegna liggja bráðveikir sjúk-
lingar á göngum úreltra bygginga
eða heima á biðlistum. Af sömu
ástæðum fá ungir læknar ekki störf
á LSH og fá ekki að bjóða þjónustu
sína sjálfstætt með samningi við
sjúkratryggingar landsmanna.
Uppskipting LSH í minni sjálf-
stæðar stofnanir kann að vera út-
gönguleið úr núverandi vanda sér-
fræðilegar læknisþjónustu á Íslandi.
Eftir Pál Torfa Ön-
undarson »Myndi þjónusta
rakara batna væru
rakarastofur allar sam-
einaðar í eina opinbera
stofnun og ríkið tak-
markaði fjölda rakara
og rakarastóla?
Páll Torfi Önundarson
Höfundur er yfirlæknir blóðmeina-
fræði á Landspítala, prófessor í blóð-
sjúkdómum við læknadeild, gjaldkeri
alþjóðafélagsins um blóðmeinafræði.
pallt@landspitali.is
Ætti að skipta Landspítala upp
í nokkrar sjálfstæðar stofnanir?
Þetta er spurning
sem ég fór að velta fyrir
mér síðla sumars 2017
þegar ég las greinar-
gerð Þorgeirs Páls-
sonar, prófessors og
fyrrverandi flug-
málastjóra, um öryggis-
hlutverk Reykjavíkur-
flugvallar, sem hann
tók saman að beiðni
Jóns Gunnarssonar
fyrrverandi samgöngu-
ráðherra, en Þorgeir er flugverk-
fræðingur að mennt. Í kafla um að-
flug þyrlna að spítalanum við
Hringbraut segir Þorgeir m.a:
„Augljóst er að verði Reykjavíkur-
flugvelli lokað árið 2024 verður erfitt
eða ófært að nota þyrlur til að fljúga
með sjúklinga inn á þyrlupall sjúkra-
hússins eins og gert hefur verið um
langt árabil nema komið verði upp
sérstakri aðstöðu til aðflugs sem
krefst nýrrar leiðsögutækni og um-
talsverðs landrýmis.“
Á öðrum stað segir í greinargerð-
inni:
„Ekki verður annað séð en taka
verði þetta mál föstum tökum til að
tryggja að sú aðstaða verði fyrir
hendi að unnt sé að fljúga þyrlum að
nýja Landspítalanum jafnvel þótt
Reykjavíkurflugvelli yrði lokað. Þetta
kallar á ráðstafanir í aðalskipulagi og
deiliskipulagi Vatnsmýrarsvæðis-
ins,sem nauðsynlegt er gera án tafar,
m.a. vegna sívaxandi byggingar-
framkvæmda í nágrenni LSH.“
Þetta hefur hins vegar ekki gerst.
Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson,
efndi í vetur til kynningarfundar
ásamt fulltrúa Háskóla Íslands um
úthlutun lóða undir þrjár byggingar
Vísindagarða, svonefnda randbyggð,
meðfram norðurhlið Hringbrautar.
Byggingarnar eru beint undir að-
flugsferli stórra þyrlna Landhelgis-
gæslunnar (allt að 11 tonn) að þyrlu-
palli sem er ráðgerður á þaki fimmtu
hæðar Rannsóknarbyggingar, 50
metrum sunnan Meðferðarkjarnans
sem er sex hæðir. Þangað á að sel-
sams konar þyrlum og Landhelgis-
gæslan hefur yfir að ráða í dag?
Ég fékk svohljóðandi svar þremur
vikum seinna:
„Aðkoma Landhelgisgæslunnar að
þessu máli hefur verið óformleg og
aðeins með ráðgefandi hætti. Síðan
þessi ráðgjöf var veitt hafa ýmsar for-
sendur breyst. Sökum þess hve að-
koma Landhelgisgæslunnar hefur
verið lítil er betra að beina þessum
spurningum frekar til byggingar-
nefndar nýs Landspítala eða stofnana
á borð við Isavia eða Samgöngustofu
sem hafa lögbundið umsagnar- og
eftirlitshlutverk á þessu sviði.“
Þetta svar kom mér nokkuð á óvart
svo ekki sé meira sagt og ekki síst
fyrirvarinn sem felst í orðunum „hafa
ýmsar forsendur breyst“. Að leita til
byggingarnefndar fannst mér frekar
órökrétt, þar sem tveir starfmenn
nefndarinnar höfðu í viðtali í þætt-
inum Í bítið á Bylgjunni í október
2016, fyrir einu og hálfu ári, lýst því
yfir að þyrlumálin væru í lagi. Ég
ákvað því að leita til aðila hjá Isavia
sem ég þóttist vita að þekkti eitthvað
til málsins. Svo reyndist vera. Hann
kvaðst ætla að kanna málið frekar og
hafa svo samband. Ég hef ekki enn
heyrt frá honum.
Þegar framangreint er dregið sam-
an liggur fyrir aðflug að spítalanum,
sem nota má meðan Reykjavíkur-
flugvöllur er starfræktur. Þetta að-
flug er þröngt en gerlegt enda öll
nauðsynleg aðflugskerfi til staðar.
Við lokun flugvallarins yrði það ófært
nema ný aðflugstækni sé tekin í notk-
un og, sem er ekki minna mál, hvern-
ig kortleggja skuli nýja aðflugsferla
yfir víðáttumikla íbúabyggð Reykja-
víkur þannig að gætt sé fyllsta
öryggis hvort sem er að degi eða
nóttu.
Hins vegar hefur hvergi komið
fram opinberlega hvort vandamál séu
að hafa lendingarpall á 5. hæð Rann-
sóknarbyggingarinnar aðeins 50
metra frá 6. hæð Meðferðarkjarnans,
en þar á 5. og 6. hæð þessa kjarna
verða legurými sjúklinga. Talið er í
„þyrlupallafræðum“, ef svo má að
orði komast, að miða skuli við að
þyrlupallar séu staðsettir ofan á
hæsta mannvirkinu ef önnur eru í ná-
munda. Eða eru kannski engin
vandamál við framangreinda út-
færslu?
Næstu daga á að opna tilboð í jarð-
vinnu vegna Meðferðarkjarnans. Ég
vona að heilbrigðisráðherra gangi úr
skugga um að allt sé í lagi varðandi
aðflug þyrlna með öllum nauðsyn-
legum öryggissvæðum, bæði nú og í
framtíðinni, með nægjanlegu land-
rými og að þyrlupallur á 5. hæð sé
öruggur áður hún tekur fyrstu
skóflustunguna síðar í sumar. Annars
gæti það orðið dýrkeypt.
Eftir Sverri Hauk
Gunnlaugsson
»Næstu daga á að
opna tilboð í jarð-
vinnu vegna Meðferðar-
kjarnans. Ég vona að
heilbrigðisráðherra
gangi úr skugga um
að allt sé í lagi varðandi
aðflug þyrlna með
öllum nauðsynlegum
öryggissvæðum.
Höfundur er lögfræðingur.
Munu forsendur fyrir þyrluflugi
til og frá Landspítalanum bresta?
Nýr Landspítali Kortið sýnir eldri byggingar sjúkrahússins í dökkum lit og fyrirhugaða uppbyggingu í ljósum.
flytja sjúklinga með
tengibrú frá þyrlupall-
inum. Rannsóknar-
byggingin er annars
vegar vestan við „Tann-
garð“ sem er fimm
hæða og hins vegar
austan væntanlegs 4-5
hæða bifreiðageymslu/
skrifstofuhúsnæðis.
Fjarlægð milli þessara
bygginga er 20-30
metrar og aðflugsferill-
inn liggur yfir báðar
þessar byggingar.
Enn halda byggingar
áfram að rísa á gamla Valssvæðinu.
Til að þrengja enn frekar að aðflugs-
ferlinum er ráðgert að reisa 3/4 hæða
atvinnuhúsnæði á Valsvæðinu fast
upp að suðurbrún Hringbrautar
beint til móts við eina af byggingum
Vísindagarða og næstum því undir
títt nefndum aðflugsferli. Þar er nú
kominn allmyndarlegur grunnur.
Með ofangreint í huga beindi ég
fyrir nokkrum mánuðum eftirfarandi
spurningum til Landhelgisgæsl-
unnar:
Miklar deilur hafa staðið um stað-
setningu Nýja Landspítalans. Einn
veigamikill þáttur er þyrluflug til og
frá spítalanum og staðfestar eða
óstaðfestar upplýsingar þar að lút-
andi. Mér þætti vænt um ef hægt
væri að fá einhverjar upplýsingar um
eftirfarandi:
Er þyrlupallurinn sem teikn-
aður er á tengibyggingu (Rann-
sóknarbyggingu) við Meðferðar-
kjarnann samþykktur af flugmála-
yfirvöldum og tekinn út af Land-
helgisgæslunni t.d hvað varðar
aðflugsferla, öryggissvæði og stærð
miðað við staðsetningu á 5-6 hæða
byggingu?
Hefði hann þurft að vera stærri?
Hefur verið farið yfir þessa
þætti eftir að neyðarbrautinni var
lokað?
Jafnframt er miðað við að allt
þyrluflug með sjúklinga og/eða slas-
aða til Reykjavíkur komi til spítalans
eða bara hluti ?
Hver er hámarks þyngd vélar
sem lendir þar og er gert ráð fyrir
Sverrir Haukur
Gunnlaugsson