Morgunblaðið - 11.06.2018, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018
✝ Sigríður Reg-ína Eiríks-
dóttir fæddist að
Auðnum í Sæ-
mundarhlíð 1. júní
1928. Hún lést á
Hrafnistu í
Hafnarfirði 4. júní
2018.
Hún var dóttir
hjónanna Krist-
ínar Vermunds-
dóttur, húsfreyju,
f. 20. júlí 1898, d. 11. nóv.
1973, og Eiríks Sigurgeirs-
1936, andvana drengur, f.
1937, Karl, f. 1938. Eigin-
maður Sigríðar var Haukur
Bl. Gíslason, f. 11.11. 1923 á
Eyvindastöðum í Blöndudal,
A-Hún. Foreldrar hans voru
Friðbjörg Ísaksdóttir, f. 25.7.
1903, d. 15.3. 1972, og Gísli
Blöndal Jónsson, f. 15.5. 1902,
d. 26.4. 1937.
Sigríður og Haukur hófu
búskap á Sauðárkróki 1946 og
bjuggu þar til ársins 1968 er
þau fluttu í Garðabæ og síðan
til Hafnarfjarðar. Börn þeirra
eru 1) Kristín Alda, f. 21.9.
1945, maki Guðmundur Tr.
Ólafsson og eiga þau fjögur
börn. 2) Gísli, f. 22.8. 1947,
var kvæntur Magneu Halldórs-
dóttur, þau skildu og á hann
þrjú börn. 3) Jón Óskar, maki
Björk Friðfinnsdóttir, f. 29.4.
1960, d. 10.9. 2017, og eiga
þau tvö börn. 3) Kolbrún, f
30.9. 1963, maki Valgeir Eyj-
ólfsson, f. 17.4. 1965, og eiga
þau þrjú börn. 4) Ólafur Geir,
f. 30.9. 1963, d. 19.6. 1981.
Sigríður ólst upp í Vatns-
hlíð fram undir fullorðinsár.
Eftir að hún flutti til Sauð-
árkróks vann hún á Hótel
Villanova og einnig í fisk-
vinnslu ásamt húsmóður-
störfum. Eftir að hún kom til
Hafnarfjarðar vann hún við
umönnun á Vífilsstöðum og
líka á Hrafnistu í Hafnarfirði,
þar sem hún endaði sína
starfsævi.
Útför Sigríðar fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag, 11. júní
2018, klukkan 13.
sonar, bónda í
Vatnshlíð, A-Hún.,
f. 24. sept. 1891,
d. 13. maí 1974.
Systkini hennar
eru Skarphéðinn,
f. 1917, látinn, Ól-
ína Rebekka, f.
1918, látin, Ragn-
heiður, f. 1920,
látin, Valdimar, f.
1921, látinn, Sig-
urgeir, f. 1926,
látinn, Þórey, f. 1930, látin,
Dýrólína, f. 1932, Haukur, f.
Þú innrættir sál mína ást og trú
varst einlæg og mild í svörum.
Hver upplýsti veginn? Það varst þú
sem þögul og máttvana liggur nú
í draumi á dánarbeði.
Drottinn upphefji anda þinn,
þar eilífðarljósin skína.
Mótuð í hjarta skal minningin
meðan vonirnar dvína.
Sem angurvært barn í síðasta sinn
ég signi gröfina þína.
(H. Gíslason)
Hvíl í friði, elsku mamma.
Þín dóttir,
Kristín Alda.
Í dag kveðjum við elskulega
tengdamóður mína sem nú hefur
lokið jarðvist sinni. Mér er ætíð
minnisstætt þegar ég kom fyrst á
heimili verðandi tengdaforeldra
minna á Sauðárkróki fyrir ríflega
hálfri öld. Fékk ég afar hlýjar
móttökur hjá þeim hjónum Siggu
og Hauki og er mér í fersku minni
hve mér fannst Sigga hafa góða
nærveru, blíð, brosmild og ljúf.
Heimili þeirra var afar fallegt og
snyrtilegt.
Kynni mín við verðandi
tengdaforeldra tókust vel og að
nokkrum árum liðnum fluttu þau
hjónin frá Sauðárkróki ásamt
yngstu börnunum Óskari og tví-
burunum Kolbrúnu og Ólafi Geir
og bjuggu hjá okkur Öldu í ár í
Garðabænum, eftir búsetu í
Kópavogi um tíma fluttu þau til
Hafnarfjarðar og bjuggu þar alla
tíð síðan.
Ólafur Geir lést af slysförum í
júní árið 1981, aðeins 18 ára
gamall og var það foreldrum og
fjölskyldunni mikil raun.
Eftir að Haukur lést voru árin
sem á eftir komu Siggu erfið í ein-
verunni og varð það henni þung-
bært þegar hún þurfti að yfirgefa
sitt fallega heimili og flytja á
hjúkrunarheimilið Hrafnistu, en
þar naut hún góðrar umönnunar.
Sigga var sérstaklega myndar-
leg í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur og má þar nefna matar-
gerð, bakstur, saumaskap og allt
sem viðkemur heimilisstörfum og
hefur hún flutt með sér úr Skaga-
firði margrómaða matarmenn-
ingu og miðlað henni til afkom-
enda sinna, sem hefur verið þeim
gott veganesti.
Hún var höfðingi heim að
sækja, var fagurkeri og vildi hafa
fallegt og snyrtilegt í kringum sig
og sjálf var hún alltaf fallega
klædd og vel tilhöfð og voru dæt-
ur hennar alltaf tilbúnar að verða
við óskum hennar þegar henni
fannst þurfa að setja rúllur í hár-
ið, lakka neglur og það sem til
þurfti til að líta vel út. Þessu lífs-
munstri hélt hún til hinstu stund-
ar, nú fyrir örfáum dögum fagn-
aði hún 90 ára afmæli sínu með
öllum sínum afkomendum og var
í sínu fínasta pússi og naut
stundarinnar, að veislu lokinni
lagði hún upp í sína hinstu ferð og
lést tveimur dögum síðar.
Mikil sómakona er hér kvödd
hinstu kveðju með þökk fyrir allt
og allt.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
Guðmundur Tryggvi
Ólafsson.
Sigríður Regína
Eiríksdóttir
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN GUNNAR JÚLÍUSSON,
lést á Hrafnistu 7. júní síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Langholtskirkju
miðvikudaginn 13. júní klukkan 13.
Starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík er þökkuð
vinsemd í garð hins látna.
Hallfríður Jónsdóttir
Kristín G. Jónsdóttir Guðmundur B. Kristinsson
börn og barnabörn.
✝ Anna fæddist áStóru-Borg í
Víðidal 6. febrúar
1930. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 24. maí
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Ólöf Helga-
dóttir (1898-1945)
og Guðmundur
Jónsson (1892-
1936) á Stóru-Borg.
Systkini Önnu eru; Njáll (1920-
1998), tvíburastúlkur (1921-
1921), Jóhann Helgi (1922-1988),
Guðrún Jóhanna, f. 1924, Auður,
f. 1926, Ólafur Ingimundur
(1928-2005), Ásborg (1931-
1948), Reynir Líndal (1932-
1984), Þórður, f. 1934, Rannveig
Sigríður, f. 1935, Guðmundur
(1936-2001). Samfeðra Hjörtur
Frímann (1918-2009) og Björn
Tryggvi (1918-1943). Móðir
þeirra var Helga Theodóra
Gísladóttir (1875-1923).
Anna giftist Böðvari Pétri
Indriðasyni, f. 21. júní 1929, d.
10. janúar 1982, frá Gilá í Vatns-
dal, 22. nóvember 1952. Þau
eignuðust fjögur börn: 1) Þór-
unn Birna, f. 1952, gift Huga
Helgasyni, f. 1941. Dætur þeirra
Birni, og öðrum fósturbörnum
sem áttu þar skjól um lengri eða
skemmri tíma.
Anna lauk landsprófi 1950 frá
Reykjaskóla í Hrútafirði og var
farkennari í Vatnsdal veturinn á
eftir. Anna og Böðvar stofnuðu
heimili á Ásvallagötu 16 og
leigðu þar íbúð. Árið 1973
misstu hjónin einkason sinn,
Guðmund, sem lést eftir lang-
varandi veikindi. Anna starfaði
lengst af á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Grund, frá
1960, við umönnun og lét af
störfum 1997 en hélt alltaf góðu
sambandi við sinn gamla vinnu-
stað og mætti þar ætíð mikilli
hlýju og velvild. Anna og Böðv-
ar fluttu í eigin íbúð á Hofs-
vallagötu 23 árið 1980. Hús-
næðið var ekki stórt og efnin
ekki mikil en þau voru mjög
gestrisin og varla leið svo dagur
að ekki bæri gest að garði. Eftir
að Böðvar lést 1982, eftir tals-
verð veikindi, helgaði Anna sig
uppeldi yngstu dótturinnar og
naut samvista við barnabörnin
sem voru óðum að koma í heim-
inn. Seinna fæddust langömmu-
börnin. Anna var mikil prjóna-
kona og nutu afkomendur
hennar þess í ríkum mæli. Anna
dvaldi á sjúkrastofnunum frá
desember sl. og síðustu tvo mán-
uðina á Grund, þangað sem hún
kom þrotin að kröftum.
Anna verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 11. júní
2018, klukkan 13.
Anna Hugadóttir, f.
1980, gift Þórarni
Arnari Ólafssyni, f.
1980. Synir þeirra
Ólafur, f. 2010, og
Sigurður Hugi, f.
2016. Margrét, f.
1982, sambýlis-
maður Tryggvi
Gunnarsson, f.
1980; 2) Kristín, f.
1954, gift Valgeiri
Jónassyni, f. 1950.
Börn þeirra Guðmundur, f.
1979, Sóley, f. 1984, sambýlis-
maður Eiður Ottó Bjarnason, f.
1984. Dætur þeirra Kristín
Björt, f. 2012, og Embla Ýr, f.
2016. Jónas, f. 1986, sambýlis-
kona Elsa María Gunnarsdóttir,
f. 1991. Dætur þeirra Sunna
Björk, f. 2015, og Erla Sól, f.
2017; 3) Guðmundur (1962-
1973); 4) Ólöf Ása, f. 1966, giftist
Þorgrími Péturssyni, f. 1963.
Synir þeirra; Böðvar Pétur, f.
1994, og Sölvi, f. 1997. Þau
skildu.
Anna fór tveggja ára í fóstur
að Miðhópi í Víðidal til hjónanna
Þórunnar Björnsdóttur og
Björns Þorsteinssonar og ólst
þar upp til fullorðinsára ásamt
börnum þeirra, Margréti og
Klukkan er rúmlega átta en
það er vissara að hringja, það er
aldrei að vita nema amma sé á
einhverju flakki. Síminn hringir
tvisvar og svo er svarað – „varst
það þú sem hringdir áðan, ég var
nefnilega niðri í þvottahúsi“.
„Nei, það var ekki ég.“ „Nú jæja,
það hefur verið einhver annar.
Hvort ég er heima? Já, hvað
heldur þú. Ertu búin að borða?
Ég skal sjá hvort ég eigi eitthvað
handa þér. Það verður nú ekkert
merkilegt en við sjáum til“.
Ég geng upp Túngötu og
stytti mér leið yfir Landakots-
túnið og yfir Héðinsvöll. Lít upp í
stofugluggann hennar ömmu á
horninu við Hofsvallagötu og þar
er ljós.
Inni er hlýtt og amma slekkur
á sjónvarpinu, ekkert merkilegt í
því hvort eð er og enginn hand-
bolti á dagskrá í kvöld. Amma
missir ekki af leik. Hún er reynd-
ar hætt að prjóna yfir leikjum því
ef þeir eru spennandi á hún það
til að missa niður lykkju og það
er ómögulegt. „Viltu kaffi?“ „Já
takk, endilega.“ Við drekkum
kaffi allan sólarhringinn í þessari
fjölskyldu. „Þetta er nú heldur
þunnt hjá mér. Jæja, þú ræður
því sjálf hvort þú drekkur það
eða ekki. Ég sauð egg handa
þér.“
Svo setjumst við við rauða
borðið í eldhúsinu, ég í mitt sæti,
hún í sitt og spjöllum. Um pólitík.
Um verkalýðshreyfinguna.
Heimsmálin, fjölskylduna. Hver
er hvar, hvernig gengur þessum,
það rætist úr þessu öllu saman,
það gerir það yfirleitt. Vantar þig
ekki sokka eða vettlinga,“ spyr
hún. „Ég á hérna par inni í
stofu.“
Ömmu lætur ekki vel að tala
um sjálfa sig en stundum tekst
manni að fá hana til þess. Hún
segir frá Miðhópi og fólkinu sem
hún ólst upp hjá. Frá skólaárun-
um á Reykjaskóla, þar sem allur
skólinn var einu sinni settur í
sóttkví yfir jólin og haldið var
ball þar sem drengir og stúlkur
skiptust á fötum og íslensku-
kennarinn bar af hávirðulegur á
peysufötum. Frá því þegar hún
hljóp frá búverkunum til að taka
þátt í 200 metra bringusundi í
Samnorrænu sundkeppninni ár-
ið 1951 og þegar hún þremur ár-
um síðar sat fyrir mjólkurbíln-
um til að komast inn á
Hvammstanga til að eiga dóttur
númer tvö. Frá fyrstu árunum í
Reykjavík, fátæktinni sem allt
ætlaði lifandi að drepa, fólkinu í
hverfinu. Hún segir mér frá
ferðalögunum með afa sáluga
sem oft voru farin á hálfónýtum
bíl við vafasamar aðstæður. Ég
fæ líka að heyra um ferðalögin
með verkakvennafélaginu Sókn,
„aldrei ætla ég að fara aftur
fjallabak syðra“, segir amma,
„það var svo fallegt að ég er
hrædd um að skemma minn-
inguna fyrir mér“.
Amma ber í mig jólasmákök-
ur sem virðast hafa ótakmarkað
geymsluþol. Við setjumst fram í
stofu og hún orðar það við mig
að ég þurfi að fara að hjálpa sér
við gardínurnar. Hún sé hætt að
príla, það sé búið að banna sér
það. „Ég sé að klukkan stendur,
á ég ekki að trekkja hana upp?“
„Jú takk.“
Klukkan er orðin margt og
amma heimtar að ég taki strætó.
Við kveðjumst, biðjum að heilsa
og amma biður mig að senda sér
skeyti í símann þegar ég er kom-
in heim. Þegar ég er komin upp í
vagninn verður mér litið upp í
eldhúsgluggann þar sem amma
stendur og horfir á eftir mér og
ég veit að hún bíður þar til vagn-
inn er kominn úr augsýn.
Anna Hugadóttir.
Elsku amma mín, þá er víst
komið að kveðjustund þó ég vildi
að raunin væri önnur.
Ég á svo erfitt með að sætta
mig við að þú sért farin frá okkur
enda hefur þú alltaf verið stór
hluti af mínu lífi. En ég er jafn-
framt ótrúlega þakklát fyrir að
hafa haft þig sem fyrirmynd í
rúm 30 ár. Þú varst svo ótrúlega
vel gefin og klár, varst með dæg-
urmálin 100% á hreinu og það var
alltaf best að hringja í ömmu ef
stafsetning eða málfræði var að
vefjast fyrir manni. Þú varst líka
með ótrúlega sterka réttlætis-
kennd, vildir að allir fengju jafnt
og þér var sérstaklega umhugað
um þá sem minna mega sín. Þú
varst einfaldlega ótrúlega góð og
ljúf kona.
Þú varst algjör nagli en líka
svolítill grallari og það var alltaf
hægt að plata þig til að taka þátt í
uppátækjum okkar systkinanna.
Til dæmis minnist ég þess þegar
við vorum eitt sinn í helgarpöss-
un hjá þér á Hofsvallagötunni, að
þér fannst nú lítið mál að drösla
okkur í strætóferð í hverfissjopp-
una okkar í Smáíbúðahverfinu
því þar fengum við svo mikið sæl-
gætismagn fyrir 100 krónurnar.
Það var heldur ekki erfitt að fá
þig til að búa til heimsins bestu
pönnukökur þegar við komum í
heimsókn og fylgdumst vel með
hægum en öruggum handtökum
við baksturinn. Lykt af vanillu-
dropum minnir mig alltaf á þess-
ar stundir.
Þú varst alltaf svo jákvæð og
áhugasöm um það sem við afkom-
endur þínir tókum okkur fyrir
hendur. Dæmi um það er þegar
ég kom eitt sinn að heimsækja
þig á Rauðakrosshótelið á Rauð-
arárstígnum þegar ég var um 14
ára gömul. Þá hafði ég verið í
bæjarferð að kaupa mér risa-
vaxnar skopparabuxur sem voru
það heitasta á þessum tíma og
hefðu eflaust rúmað 5 eintök af
sjálfri mér. Ég kom að sjálfsögðu
við hjá þér þar sem ég var í ná-
grenninu og sýndi þér gersem-
arnar sem ég hafði verið að
kaupa. Þér fannst ég nú aldeilis
hafa gert góð kaup og fannst efn-
ið í þeim svo agalega gott. Ég
minnist þess ekki að hafa fengið
svona jákvæð viðbrögð frá öðrum
fullorðnum við þessum kaupum
mínum. En þetta var svo dæmi-
gert fyrir þig. Allt sem við afkom-
endur þínir gerðum var algjör-
lega frábært og það skein svo í
gegn hvað þú varst stolt af okkur
þótt þú segðir það kannski ekki
beinum orðum. Enda vorum við
öll mikil ömmubörn.
Þú varst með ótrúlegt jafnað-
argeð og reiddist aldrei né
skammaðist. Það var alltaf svo
gott að vera í kringum þig því þú
hafðir svo róandi áhrif og fannst
svo gaman að spjalla um daginn
og veginn, pólitík og strætó. Síð-
ustu árin fannst þér allra
skemmtilegast að tala um lang-
ömmubörnin og þér fannst þau
alltaf svo fullkomin og hafðir
mikinn húmor fyrir uppátækjum
þeirra. Ég er óendanlega þakklát
fyrir að stelpurnar mínar hafi
fengið að kynnast þér og við
munum geyma allar gersemarn-
ar sem þú prjónaðir á okkur vel
og vandlega. Svo fáum við okkur
kandís á tyllidögum og hugsum
til þín með mikilli hlýju.
Elsku amma mín, þú varst svo
dásamleg og þín verður sárt
saknað. Ég veit að það verður
tekið vel á móti þér á nýjum og
betri stað þar sem þú getur farið
allra þinna ferða í hraustum lík-
ama.
Þangað til næst, amma mín.
Sóley Valgeirsdóttir.
Mig langar örlítið að segja
ykkur frá Önnu ömmu minni.
Það var bara núna á síðustu
árum sem ég áttaði mig á því að
það ættu ekki allir svona ömmu
eins og ég. Endalaus jákvæðni og
lífgleði er ekki sjálfsögð hjá eldra
fólki en hún amma mín gat alltaf
séð eitthvað jákvætt við hund-
leiðinlega hluti. Hún hló að
prakkarastrikunum mínum og
var yfirleitt til í að finna ein-
hverja afsökun fyrir mig.
Tengdapabbi minn spurði mig í
einu jólaboðinu fyrir nokkrum
árum af hverju amma mín væri
svona. Ég skildi ekki spurn-
inguna því ég hélt að það væri
sjálfsagður hlutur að eiga ömmu
sem getur hlegið að öllu og öllum.
Í gegnum tíðina hef ég örugg-
lega fengið hundrað símtöl frá
henni ömmu minni varðandi elda-
vélina. Öll barnabörnin hennar
þekkja spurninguna vel „Ertu
ekki örugglega búinn að slökkva
á eldavélinni?“. Spurningin kom
yfirleitt þegar við krakkarnir
vorum ein heima. Hún hringdi
líka stundum og spurði eftir að ég
byrjaði að búa. Reyndar man ég
ekki eftir að hún hafi spurt mig
eftir að ég varð þrítugur.
Kannski var hún þá loksins farin
að treysta mér til að muna eftir
að slökkva á eldavélinni.
Hún hefur gegnum árin prjón-
að sokka, húfur, vettlinga og
peysur á hálft Ísland. Ég á
örugglega ennþá 5 eða 6 ullar-
sokkapör sem eru ónotuð. Í gegn-
um menntaskóla þótti mér ekk-
ert meira töff en að vera með
lopahúfu frá ömmu minni. Kær-
astan mín og börnin mín eiga líka
heilan helling. Vinir mínir fengu
einnig að njóta prjónaskaparins.
Ég held meira að segja að einn
vinur vinar míns eigi eina húfu
einhverstaðar heima hjá sér. Ég
þekki hann ekki neitt og hvað þá
hún amma mín. Hún var alltaf til í
að prjóna fyrir alla. Ég held að
það geri öllum gott að takast á við
hlutina eins og hún amma mín
gerði. Allt var gert með jákvæðni
í huga. Og svo að sjálfsögðu ekki
gleyma að slökkva á eldavélinni...
Jónas Valgeirsson.
Hringdu nú samt á undan þér
svo ég sé örugglega heima þegar
þú kemur, sagði amma í hvert
einasta skipti sem ég sagðist ætla
að kíkja á hana í heimsókn. Þessi
setning lýsir henni einstaklega
vel því hún var kona sem mat
ferðafrelsi sitt mikils og ferðaðist
um allan bæ gangandi og í
strætó, í ýmsum erindagjörðum,
hvort sem það var garnleiðangur,
heimsóknir eða ferð upp í mjódd
eftir besta súra hvalbitanum í
fiskbúðinni. Hún gerði nefnilega
vel við sig í mat sagði hún, konan
sem mundi tímana tvenna, konan
sem sagði mér frá þeim árum
þegar vísitölutrygging launa var
afnumin og verðtryggðu lánin
sliguðu fjölskylduna, þegar vöru-
skortur var svo mikill í landinu að
krakkar í vesturbænum voru
sendir á stúfana til að finna
naglaspýtur sem voru svo nagl-
hreinsaðar, naglarnir réttir og
notaðir í viðbyggingu Grundar.
Konan sem hringdi í alþingis-
menn og sagði þeim til syndanna
þegar þeir sögðu að fólk gæti
léttilega komist af með 1000
krónur á dag, það gæti bara gist í
tjaldi, konan sem vann og vann
og vann, konan sem starfaði á
Grund fram að eftirlaunum, kon-
an sem setti aðra í fyrsta sæti og
hætti aldrei að berjast, konan
sem náði að kjósa utan kjörfund-
ar áður en hún kvaddi.
Ég er þakklát elsku ömmu fyr-
ir svo margt. Hún kenndi mér
þrautseigju og að gefast ekki
upp. Ég mun ávallt minnast
hennar sem sterkrar og lífsglaðr-
ar konu sem hlakkaði til að kom-
ast aftur á Grund, sinn gamla
vinnustað. Nú er hún farin en lifir
áfram í okkur afkomendunum um
ókomna tíð.
Margrét.
Anna
Guðmundsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Önnu Guðmunds-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.