Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018 Ég er staddur á Tenerife, við erum fjórtán saman og þetta erheilmikil afmælisferð, mamma kærustunnar er nýorðin sex-tug og dóttir mín varð 21 árs á föstudaginn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann er 50 ára í dag. Ólafur hyggst ganga svokallað Helvítisgil í dag, en það er uppi í fjöllunum á Tenerife. „Ég hef mjög gaman af fjallgöngum og finnst tilvalið að fara í eina slíka á afmælisdaginn.“ Félag íslenskra atvinnurekenda fagnar 90 ára afmæli í ár en fyrst hét það Félag íslenskra stórkaupmanna og var kjarninn í félaginu innflutningsfyrirtæki. „Félagið er orðið miklu fjölbreyttara í dag en það hefur barist þessi 90 ár fyrir auknu viðskiptafrelsi. Það er margt sem hefur áunnist en margt sem þarf enn að berjast fyrir.“ Starfs- menn félagsins eru fjórir og hóf Ólafur störf þar 2014 en fram að því hafði hann starfað við fjölmiðla og var m.a. ritstjóri Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. „Þessa dagana erum við að fást við mismunandi hluti eins og fasteignagjöld sveitarfélaga, vörudreifingu í miðborg- inni og tolla á búvörum. Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt starf og gaman að vera í samskiptum við eigendur og stjórnendur ólíkra fyrirtækja.“ Auk þess að hafa gaman af fjallgöngum þá stundar Ólafur hlaup og syndir. „Ég hef farið út að hlaupa flesta morgna hérna á Tenerife. „Það er eins gott að ég hlaupi og syndi reglulega því ég hef mjög gaman af því að elda og borða góðan mat. Ég væri orðinn hnöttóttur ef ég gerði þetta ekki.“ Kærasta Ólafs er Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, stofnandi og eig- andi Heilsufélagsins. Börn Ólafs eru Elín Sjöfn, f. 1997, Marta María, f. 2001, og Stefán Björn, f. 2004. Börn Ragnheiðar eru Óliver Dagur, f. 1999 og Auður Ólöf, f. 2007. Stúdentsveisla Frá vinstri: Marta María, Ragnheiður Dögg, Auður Ólöf, Ólafur, Stefán Björn, Óliver Dagur og Elín Sjöfn. Fjallganga á Tene- rife í tilefni dagsins Ólafur Stephensen er fimmtugur í dag T ryggvi Gíslason fæddist á Bjargi í Norðfirði 11.6. 1938 en ólst upp á Akur- eyri. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1958 og meistaraprófi í íslenskum fræð- um frá HÍ 1968 með málfræði sem sérgrein. Meistaraprófsritgerð hans fjallaði um íslensk málfræðiheiti miðalda. Tryggvi var blaðamaður við Tím- ann og erindreki Framsóknarflokks- ins 1958-59, kennari við Barna- og miðskóla Selfoss 1959-60, Réttar- holtsskóla 1960-61 og Gagnfræða- skóla Austurbæjar 1960-62, stunda- kennari við MR 1963-68, frétta- maður á Ríkisútvarpinu 1962-68 og fréttaritari þess í Noregi 1968-72. Hann sá um Daglegt mál í Ríkis- útvarpinu 1968, var sendikennari við Universitetet i Bergen 1968-72. Tryggvi var skólameistari Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari á Akureyri – 80 ára Með börnunum Tryggvi og Margrét með börnunum sínum sex. Myndin var tekin árið 1999. Á leiksviði bauðst honum „björt mey og hrein“ Æfing hjá Carminu 1957 F.v.: Tryggvi Gíslason, Jón Sigurðsson, Angantýr Einarsson, Gunnar Sólnes, Egill Gunnlaugsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Örn Guðmundsson, Margrét Eggertsdóttir, Björg Baldvinsdóttir leikstjóri, Hörður Einarsson, Alexía Gunnarsdóttir, Anna Katrín Emilsdóttir, Þór- arinn Andrewsson, Björn Ólafsson. Aþena Örk Davíðsdóttir og Lilja Bára Kristinsdóttir voru með tombólu fyrir utan búðina í Vogum þar sem þær seldu dót til styrktar Rauða krossinum. Þær seldu miða fyrir 728 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.