Morgunblaðið - 11.06.2018, Page 23
Menntaskólans á Akureyri 1972-86
og 1990-2003, deildarstjóri í menn-
ingarmáladeild Norrænu ráðherra-
nefndarinnar í Kaupmannahöfn
1986-90 og kennari við HA 2000-03.
Tryggvi sat í miðstjórn Fram-
sóknarflokksins 1978-82, miðstjórn
Samtaka herstöðvaandstæðinga
1958-67, sat í bæjarstjórn Akureyr-
ar 1978-82, var formaður háskóla-
nefndar Akureyrar 1980-86, skóla-
nefndar 1984-86, sat í stjórn
Amtsbókasafnsins 1982-86, var
fulltrúi í nefnd menntamálaráðherra
til eflingar Akureyri sem miðstöð
mennta og vísinda 1982-84 og
fulltrúi Íslands í ráðgjafarnefnd
Norrænu ráðherranefndarinnar um
menningarmál 1980-84, í stjórn
Friðarsamtaka Íslands og í nefnd
forsætisráðherra um framtíðar-
áætlun 1983-86. Hann var formaður
stjórnar Hollvinasamtaka RÚV
2002-2005 og stjórnar Menningar-
félagsins Hrauns í Öxnadal.
Meðal rita eftir Tryggva má nefna
Sögu Menntaskólans á Akureyri,
1880-1980; Leiðarvísan um kóngsins
Kaupmannahöfn, 1998; Íslensku til-
vitnanaorðabókina Orð í tíma töluð
1999; Byggingarsögu Mennta-
skólans á Akureyri 2006, og Sögu
gamla skólahúss MA 2010. Hann rit-
aði fasta þætti um íslenskt mál í
Vikudegi 2011-2018 og annaðist
þætti um stjórnmál á Norðurlöndum
í Ríkisútvarpinu 1992-93. Fræði-,
menningar- og stjórnmálagreinar
Tryggva hafa birst í innlendum og
erlendum blöðum og tímaritum um
langt árabil.
Fjölskylda
Tryggvi er kvæntur Margréti
Eggertsdóttur, f. 9.7. 1938, grunn-
skólakennara, dóttur Arnheiðar
Sveinsdóttur, f. 15.4. 1915, d. 14.5
1999, og Eggerts Eggertssonar, f.
4.8. 1909, d. 11.2. 1969.
Margrét og Tryggvi léku saman í
skólaleikjum MA, fyrst í Erasmus
Montanus eftir Ludvik Holberg. Er
minni myndin hér tekin á æfingu
1957. Í Carminu, skopmyndabók
MA 1958, birtist þessi staka um
samdrátt Tryggva og Margrétar:
Skartmenni og veislumann höfum við
hér,
í hjólastól tískunnar unir hann sér.
Á leiksviði bauðst honum „björt mey
og hrein“,
sem breytti þeim heimsmanni í ást-
fanginn svein.
Börn Margrétar og Tryggva: 1)
Arnheiður, f. 14.2. 1961, kennari en
börn hennar og Smára Garðars-
sonar eru Sylvía og Sölvi; 2) Eggert,
f. 16.5. 1966, rekstrarverkfræðingur
hjá Danmarks statsbaner, kvæntur
Anne Marie Rosgaard hjúkrunar-
fræðingi, búsett í Hróarskeldu og
eiga þau þrjár dætur, Nönnu,
Emmu og Fanny; 3) Fanny Kristín,
f. 28.11. 1967, stjórnmálafræðingur
og skrifstofustjóri Fíladelfíu í
Reykjavík, gift Jóhanni Eyjólfssyni
rannsóknarlögreglumanni en börn
hennar af fyrra hjónabandi með
Hafsteini Þorvaldssyni eru Sólveig
Dóra, Þorvaldur og Tryggvi; 4)
Gísli, f. 24.8. 1969, hdl. í Reykjavík
en börn hans og Brynju Daníels-
dóttur eru Tryggvi, Erika og Aníta;
5) Tryggvi, f. 3.1. 1971, viðskipta-
fræðingur og framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs bankamanna, kvæntur
Láru Björgu Björnsdóttur rithöf-
undi en sonur þeirra er Ólafur Bene-
dikt, og börn Tryggva af fyrra
hjónabandi með Guðnýju Þorsteins-
dóttur eru Rósa Margrét og Kjart-
an, og 6) Sveinn, f. 3.2. 1973,
rekstrarverkfræðingur og fram-
kvæmdastjóri Tæknivara, kvæntur
Lindu Pálsdóttur námsráðgjafa og
eru dætur þeirra Arnheiður, Brynja
og Matthildur.
Systkini Tryggva: Margrét, f. 6.8.
1924, d. 25.4. 2018, húsfreyja; Ingv-
ar, f. 28.3. 1926, fyrrv. alþingis-
maður og ráðherra, María, f. 3.5.
1927, húsfreyja; Kristján, f. 30.11.
1930, d. 26.6. 2005, skipstjóri, og Ás-
dís, f. 8.7. 1935, leikskólakennari.
Foreldrar Tryggva voru Fanny
Kristín Ingvarsdóttir, f. 17.12. 1904,
d. 9.8. 1997, húsfreyja á Norðfirði, á
Akureyri og í Hafnarfirði, og Gísli
Kristjánsson, f. 12.12. 1893, d. 6.7.
1989, útgerðarmaður á Norðfirði og
Akureyri.
Tryggvi Gíslason
Jón Magnússon
b. á Stöð í Stöðvarfirði
Rebekka Larsdóttir
húsfr. á Stöð í Stöðvarfirði
Lars Kristján Jónsson
kennari, verslunarm. og
bóndi í Sandhúsi í Mjóafirði
María Hjálmarsdóttir
húsfr. í Sandhúsi í Mjóafirði
Gísli Kristjánsson
útvegsb. á Bjargi í
Norðfirði og á Akureyri
Hjálmar Hermannsson
hreppstj. á Brekku í
Mjóafirði
Jóhanna Sveinsdóttir
húsfr. á Brekku í Mjóafirði
Vilhjálmur
Hjálmarsson
hreppstj. í
Brekku
Konráð Hjálmarsson útgerðarm.
og kaupm. í Mjóafirði og Norðfirði
Ingvar Gíslason
fv. ritstj.Tímans,
alþm. og ráðherra
Ólöf Finnsdóttir húsfr. á
Strýtu við Hamarsfjörð
Ríkharður Jóns-
son myndskeri
Finnur Jóns-
son listmálari
Hjálmar
Vilhjálms-
son fiski-
fræðingur
á HAFRÓ
Vilhjálmur
Hjálmars-
son
hreppstj.
alþm. og
ráðherra á
Brekku
Hjálmar
Vilhjálms-
son
hreppstj.
á Brekku.
Pálmi Sigurðsson
b. á Litla Búrfelli og Ysta Gili,A-Hún, systursonur
Erlends Pálmasonar dbrm. í Tungunesi, afa
Sigurðar Guðmundssonar skólameistara MA
Guðrún Björg Sveinsdóttir
húsfr. á Ystagili í Langadal
Ingvar Pálmason
alþm.og b. á Ekru í Norðfirði
Margrét Finnsdóttir
húsfr. á Ekru í Norðfirði
Finnur Guðmundsson
b. á Tunguhóli
Anna Margrét Guðmundsdóttir
húsfr. á Tunguhóli í Fáskrúðsfirði
Úr frændgarði Tryggva Gíslasonar
Fanny Kristín Ingvarsdóttir
húsfr. á Norðfirði,Akureyri
og í Hafnarfirði
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018
Fallegar vörur fyrir falleg heimili
Opið virka daga kl. 10-18
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Guðmundur Pálmason fæddist áOddsstöðum í Miðdölum,Dal., 11. júní 1928. Foreldrar
hans voru Pálmi Skarphéðinsson
bóndi þar, síðar bús. á Akranesi og í
Reykjavík, f. 1897, d. 1964, og k.h.
Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1901, d.
1977.
Guðmundur lauk stúdentsprófi frá
MR árið 1949. Hann útskrifaðist sem
eðlisverkfræðingur frá Konunglega
tækniháskólanum í Stokkhólmi árið
1955, lauk M.Sc.-prófi í eðlisfræði frá
Purdue University í Bandaríkjunum
árið 1957 og doktorsprófi frá HÍ 1971.
Guðmundur varð forstöðumaður
Jarðhitadeildar Orkustofnunar árið
1964 eftir að hafa gengið þar til starfa
árið 1955, og gegndi því starfi til árs-
loka 1996. Samhliða því sinnti hann
m.a. ráðgjafarstörfum á vegum Sam-
einuðu þjóðanna víða erlendis. Hann
var gistiprófessor við Columbia Uni-
versity 1973-74.
Í doktorsritgerð sinni skýrði Guð-
mundur fyrstur manna megindrætti í
gerð jarðskorpu Íslands. Fáum árum
síðar þróaði hann reiknilíkan sem
skýrði megindrætti í jarðfræði Ís-
lands og úthafshryggjanna út frá
landreki. Rit hans, Jarðhitabók: Eðli
og nýting auðlindar, kom út 2005.
Guðmundur var m.a. í stjórn Nor-
rænu eldfjallastöðvarinnar, formaður
alþjóðlegs vinnuhóps um rannsóknir
á sprungu- og gliðnunarbeltum
jarðar. Hann var einn af hvatamönn-
um að stofnun Jarðhitafélags Íslands
og Alþjóðajarðhitasambandsins,
IGA, og sat í fyrstu stjórnum beggja.
Hann var fyrsti formaður Jarðhita-
félagsins. Þá var hann formaður
tæknidagskrárnefndar IGA fyrir al-
þjóðajarðhitaráðstefnuna í Flórens
árið 1995. Guðmundur hlaut ýmsar
viðurkenningar fyrir störf sín.
Guðmundur var kunnur skák-
maður og keppti m.a. á ólympíu-
mótum í Amsterdam 1954, München
1958 og Havana 1966.
Guðmundur kvæntist Ólöfu B.
Jónsdóttur sjúkraliða, f. 24.9. 1930.
Synir þeirra eru Magnús Atli og Jón
Pálmi.
Guðmundur lést 11.3. 2004.
Merkir Íslendingar
Guðmundur
Pálmason
90 ára
Jóhann Eyjólfsson
85 ára
Þorvaldur Loftsson
80 ára
Alfreð H. Árnason
Ester Kristjánsdóttir
Helga Bahr Eiríksson
Ingibjörg Pétursdóttir
Karl Friðrik Ingvarsson
Samúel Bjarnason
Sigríður H. Guðmannsd.
Tryggvi Gíslason
Vigfús Ólafsson
75 ára
Anna R. Haraldsdóttir
Guðrún Jakobsdóttir
Gylfi Guðmundsson
Kort Sævar Ásgeirsson
Kristín Tryggvadóttir
Óli Jóhannesson
Sigríður Traustadóttir
Sigrún Elíseusdóttir
Sigurjón Gunnarsson
Sæmundur Sæmundsson
70 ára
Birgir Baldursson
Erna Guðrún Jóhannesd.
Guðmunda S.
Magnúsdóttir
Guðríður Ósk Óskarsdóttir
Hjörtur J. Hjartar
Hörður Gíslason
Ingvar Alfreð Sigfússon
Jóhann Karlsson
Jón Elvar Björgvinsson
Jón Gunnar Gunnarsson
Kristinn G. Kristinsson
Sigurður Dagbjartsson
Þórhildur Andrésdóttir
Þórir Bergsson
60 ára
Aðalbjörg Alfreðsdóttir
Axel Valdemar Gunnlaugss.
Árney Gestsdóttir
Bjarni Jónasson
Friðberg Stefánsson
Goði Sveinsson
Guðmundur Karl Jónasson
Guðmundur L. Þórsson
Gunnfríður Friðriksdóttir
Haraldur Kruger
Hildur Tryggvadóttir
Jón Sverrisson
Sigríður Alla
Alfreðsdóttir
Þór Magnússon
50 ára
Adam Traustason
Alexander Þ.
Guðmundss.
Auður Anna Gunnlaugsd.
Benedikt Sveinbjörnsson
Guðmundur M.
Marteinss.
Gunnhildur Einarsdóttir
Hilmar Elísson
Jóhanna Vídalín Þórðard.
Margrét Þorvaldsdóttir
Óðinn Albertsson
Ólafur Stephensen
Pétur Ingi Arnarson
Stefán Þór Viðarsson
Yrsa Hörn Helgadóttir
40 ára
Borgar Már
Gunnlaugsson
Cetin Caglar Cetin
Erla Gunnarsdóttir
Guðlaugur Jóhannesson
Hrefna M. Guðmundsd.
Ingunn Helgadóttir
Ína Hrund Ísdal
Særún Lind Barnes
Tadas Brazauskas
Teitur Ingi Valmundsson
Vilborg Halldórsdóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Caglar er frá
Ankara í Tyrklandi en
flutti til Íslands 2006.
Hann er efnaverkfr. að
mennt og er gæðastjóri
hjá Iceland Spring.
Maki: Ingigerður Einars-
dóttir, f. 1976, vinnur hjá
Kynnisferðum.
Börn: Júlía Esma, f.
2007, og Einar Ozan, f.
2009.
Foreldrar: Hasan Cetin, f.
1954, og Esma Sonmez, f.
1956. Þau eru bús. í Izmir.
Cetin Caglar
Cetin
40 ára Guðlaugur ólst
upp á Nýpugörðum í
Hornafirði en býr í Reykja-
vík. Hann er stjarneðlisfr.
hjá Raunvísindastofnun.
Maki: Hulda Ösp Ragn-
arsdóttir, f. 1978, leik-
skólakennari á Hofi.
Börn: Arney Ósk, f. 1999,
Eyþór Blær, f. 2002, og
Jóhannes Ragnar, f. 2008.
Foreldrar: Jóhannes Egg-
ertsson, f. 1949, og Vil-
borg Þorsteinsdóttir, f.
1951, bús. á Sléttabóli.
Guðlaugur
Jóhannesson
30 ára Kolbrún er Hafn-
firðingur og flugfreyja hjá
Icelandair. Hún er með
BA- gráðu í þjóðfræði og
atvinnulífsfræði.
Maki: Hjálmtýr Grétars-
son, f. 1987, vinnur í vöru-
stýringu hjá Festi.
Foreldrar: Arnar Haukur
Ævarsson, f. 1964, skip-
stjóri á Höfrungi, og Ólöf
Baldursdóttir, f. 1967,
vinnur í Fjarðarkaupum.
Þau eru búsett í Hafnar-
firði.
Kolbrún Lilja
Arnarsdóttir