Morgunblaðið - 11.06.2018, Page 25

Morgunblaðið - 11.06.2018, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það geta komið upp alls konar eftir- mál þegar fólki finnst það ekki ná fram vilja sínum. Þú þekkir ekki alla málavöxtu um ákveðið mál. 20. apríl - 20. maí  Naut Finndu góðar aðferðir til að afla meiri tekna, því útgjöld eru á næsta leiti sem þú vilt geta borgað. Fólk gerir það sem þú biður það um með glöðu geði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu ekki að byrgja tilfinningar þínar inni. Flas er alls ekki til fagnaðar og þeir sem eru að ýta á eftir þér munu iðrast þess þegar ástandið lagast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki hægt að gera svo að öll- um líki og því skaltu halda þínu striki ótrauð- ur. Láttu ekki draga úr þér kjarkinn og mundu að enginn verður óbarinn biskup. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þér finnist allt vera að fara úr böndunum skaltu ekki örvænta því útlitið er ekki eins slæmt og þér sýnist. Sígandi lukka er best. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Finndu út hvar þú best getur komið skoðunum þínum á framfæri því þú vilt að hlustað sé á þig. Samlyndi eykst þegar líður á daginn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér henta best samningar og umhverfi sem leyfa þér að vaxa. Snúðu þér að þeim sem þú getur treyst hafirðu þörf fyrir það. Vertu staðfastur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert viðkvæmur fyrir líðan annarra í dag og tilbúinn til að leggja þitt af mörkum til að hjálpa þeim sem minna mega sín. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú verður að ljúka við þau verk- efni, sem þú hefur tekið að þér, áður en þú gerir þér dagamun. Reyndu að bíða til morg- uns með að leysa úr erfiðum málum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu þér ekki til hugar koma að þú þurfir að klára allt eins og skot. Skipu- leggðu þig því vel og leggðu hart að þér en leyfðu stundum hlutunum að þróast af sjálfu sér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagurinn í dag er kjörinn til að tala opinskátt um hlutina. Hikaðu ekki við að segja meiningu þína. Notaðu krafta þína til þess að laða til þín nýja vini. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stundum kemur það fyrir að frekari umræður leiða ekki til neins árangurs. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Ég var að taka til í bókaskápnumog rakst á „Heiðnar hugvekjur og mannaminni“ eftir Sigurð Guð- mundsson skólameistara. Eftir að hafa blaðað í bókinni hugkvæmdist mér að taka upp í Vísnahorn vísur og stökur sem þar birtast. Þegar lát Bjarna Thorarensens spurðist var kveðin þessi staka sem sumir hafa eignað Sigurði Breiðfjörð en skóla- meistari telur hana líklega eftir séra Ögmund Sigurðsson á Tjörn á Vatnsnesi: Amtmaður Bjarni er orðinn nár. Angurs renna vogar. Það er Íslands þyngra sár en þúsund Heklu logar. Í minningarljóði Bjarna um Rannveigu Filippusdóttur eru þess- ar hendingar: Og þó hún kvala kenndi af kvillum í elli brúna jafn-heiðskír himinn hugar ró sýndi. Skólameistari segir, að kvæði Jóns Thoroddsen séu með „þjóð- kennilegum blæ“. Mörgum sveita- lesanda hafi verið skemmt, er hann las t.d. þetta erindi: Sprettur fiskur í sjá, lítið leik bregður á lambið, grænkuðum fjalla í geirum; hoppar kálfur án bands, stígur fetfljótan dans folald lífað á rennsléttum eyrum. Skólameistari skrifar um séra Matthías áttræðan og byrjar grein sína á þessu erindi eftir Hannes Hafstein: Þín andans tilþrif, fjörtök frjáls og hörð, sem fagrir tindar rísa upp af heiði. Ég fæst ei um, þótt hnjúka skilji skörð og skriður nokkrar grænum hlíðum eyði. Séra Matthías skrifaði um ferð sínar á fornar stöðvar og nú gef ég skólameistara orðið: „Þar er þessi smávísa, þar sem skáldið – eins og óvart og án þess hann viti, hver tíð- indi hann hermir – greinir hljóð- lega og yfirlætislaust frá tveimur atriðum, er móðir hans brýndi fyrir honum á uppvaxtarárum hans: Mér kenndi móðir að muna það tvennt: að vera veikum bróðir og velja æðstu mennt. Skólameistari segir að Einar í Eydölum grípi á merkilegum kosti kvæðanna, þegar hann segir: Kvæðin hafa þann kost með sér þau kennast betur og lærast ger, en málið laust úr minni fer. Mörgum að þeim skemmtun er. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur úr Heiðnum hugvekjum Sigurðar skólameistara „ÉG ER Í SAMBANDI NÚNA. ÉG GET EKKI FARIÐ MEÐ ÞÉR AÐ SLÁ KONUM GULLHAMRA.“ „ÉG Á BARA FIMMKALL. ÉG ÆTLA AÐ FÁ EINN STÓRAN BITA AF ÞESSU.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú getur ekki ímyndað þér að vera með nokkrum öðrum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG GERI HEIMINN AÐ SVALARI STAÐ EN JAFNVEL ÉG GET BARA GERT SVO MIKIÐ EF VIÐ FÖRUM EKKI MUNU EYJASKEGGARNIR PYNDA ÞIG MEÐ VÚDÚ-DÚKKU! HA! ÉG ÞOLI ALVEG AÐ VERA STUNGINN MEÐ PRJÓNUM! ÞEIR ÆTLA AÐ GEFA HENNI FREYÐIBAÐ! VIÐ FÖRUM! VIÐ FÖRUM!! Bókin Rúna – örlagasaga er margtog Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur skrifað ævisögu sem gæti ver- ið öðrum höfundum fyrirmynd. Upp- vöxtur, áhugamál, áhrif, ástir, örlög, vonbrigði og sigrar; ekkert er skilið undan í tæpitungulausri sögu. Hestakonan Rúna Einarsdóttir hef- ur heima og erlendis unnið glæsta sigra í hestamennskunni og verið fyrirmynd. Á langri leið gerist þó margt sem mótar einstaklinginn, eins og fram kemur í þessari per- sónulegu sögu. Stílleikni skrásetj- arans nýtur sín, svo jafnvel skáld- fákurinn Pegasus er farinn að brokka á blaðsíðum. Ævisögur eru margar hverjar því marki brenndar að vera ferilskrá með sigursögum, þar sem aðeins hálf sagan er sögð. Þessi bók er öðruvísi og betri. x x x Fornar minjar í Oddbjarnarskeri áBreiðafirði og á Gufuskálum á Snæfellsnesi, kumlfundur á Dalvík og skemmtilegar myndir af vett- vangi minjarannsókna. Þetta er meðal margs áhugaverðs sem sagt er frá í Árbók Hins íslenska forn- leifafélags 2015 sem Víkverji gluggaði í nú um helgina. Grein- arnar eru vissulega með vísindalegri framsetningu en eru þó yndislestur. Í frásögnum lifnar allt við; sjá dagar koma og ár og aldir líða. Áhugi Ís- lendinga á fornum minjum hefur alltaf verið mikill og fræðingar í fag- inu eru töffarar. Má þar nefna að um helgina var frétt um dularfulla gripi sem skiluðu sér óvænt til Þjóðminja- safnsins ein allra mest lesna fréttin í Morgunblaðinu og á mbl.is. x x x Halldór Laxness var stórbrotinnrithöfundur en ekki síður þjóð- félagsrýnir. Var upphafsmaður í um- hverfismálum og brýndi fyrir fólki að umgangast ekki náttúru landsins eins og naut í flagi. Kiljubókin Land- kostir – úrval greina um sambúð lands og þjóðar 1927 – 1984 er ný- lega komin út hjá Vöku-Helgafelli. Það er veigur í bókinni, þótt grein- arnar séu margar um mál sem í dag eru öllum gleymd. Og kannski var líka of bratt farið í að gerilsneyða málfar nóbelsskáldsins og færa al- veg til nútímastíls. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. (Filippíbréfið 34.19 )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.