Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 26
hafa oft skriflegar upplýsingar að
styðjast við og jafnvel nóturnar líka.
Þegar stigin hafa verið talin er birt-
ur listi yfir tíu efstu verkin, og stiga-
hæsta verkið fær sérstaka útnefn-
ingu. Að auki er tekið sérstaklega út
fyrir sviga besta verkið eftir tón-
skáld 30 ára og yngri og fóru þau
verðlaun að þessu sinni til Hol-
lands.“
Í félagsskap merkra tónskálda
Páll hlaut aðalverðlaunin fyrir
verkið „Quake“ og er núna kominn á
lista með mörgum fremstu tón-
skáldum síðustu aldar sem einnig
hrepptu verðlaunin. „Fyrsta keppn-
in fór fram árið 1955 og ef maður
skoðar hverjir hafa unnið aðalverð-
laun Alþjóðlega tónskáldsþingsins
síðan þá þá er það mjög glæsilegur
hópur. Það er hreinlega fáránlegt
hvað ég er kominn í góðan félags-
skap.“
Verðlaununum fylgir ekki bara
mikill heiður, heldur einnig sýnileiki
um allan heim og samningur um að
semja nýtt verk fyrir Útvarps-
hljómsveit Frakklands. „Það liggur
ekki alveg fyrir hvenær verkið á að
vera tilbúið, eða hvernig ég á að
haga tónsmíðunum, en heimur sin-
fóníuhljómsveitanna hreyfist hægt
og ég geri ráð fyrir að vinna ekki í
þessu verki fyrr en á næsta ári,“ seg-
ir Páll, en hann fær einnig verð-
launagrip til að hafa uppi í hillu. „Þá
eru útvarpsþættir um allan heim að
gera keppninni skil um þessar
mundir. Ég hef verið að leika mér
við að „gúggla“ nafnið mitt og nær
daglega að ég finn nýja þætti á net-
inu um hátíðina og þar sem verkið
mitt er kynnt sérstaklega og spilað.“
Páll reynir að gæta þess að láta
ekki verðlaunin stíga sér til höfuðs.
„Ég fæ vissulega meiri sýnileika um
þessar mundir en ekkert er tryggt
með framhaldið. Ég er búinn að
senda þetta tónverk mitt út í heim-
inn þar sem það fer að lifa sínu sjálf-
stæða lífi og ferðast um, en enginn
veit hvert þetta mun leiða og veltur
bæði á því hvernig ég mun vinna úr
tækifærinu sjálfur og veltur líka á
ótal öðrum þáttum sem ég hef enga
stjórn á.“
Með minnimáttarkennd
Sennilega tengja margir lesendur
Pál einkum við hljómsveitina Maus
en þar spilaði hann á gítar í röskan
áratug eða allt þar til á síðustu tón-
leikum bandsins árið 2004. Er óhætt
að segja að tónlistin sem Páll semur
í dag er gjörólík lögunum sem hann
flutti með félögum sínum Bigga,
Danna og Eggerti.
„Ég var enn í grunnskóla og hinir
strákarnir, árinu eldri, allir komnir í
menntaskóla þegar bandið varð til.
Á meðan bandið starfaði fór ég á
bólakaf inn í þennan rokkheim og
mestallan tímann leiddi ég ekki hug-
ann að því að ég gæti hugsanlega átt
einhverja framtíð án hljómsveit-
arinnar, og Maus var það sem lífið
snérist um allan þennan tíma. Gerð-
ist það ekki fyrr en ég var farinn að
eldast að ég tók að átta mig á því að
ég myndi kannski ekki verða gítar-
leikari í hljómsveit alla ævi.“
Páll hafði lært á píanó sem barn
og lengi hafði blundað í honum að
mennta sig á sviði tónlistar. „Það var
einhver taug þarna sem tengdi mig
við klassíska heiminn, en ég hafði
líka snert af minnimáttarkennd
gagnvart fólki sem hafði lært miklu
meira en ég. Síðan gerist það á mjög
lífrænan hátt, einhvern veginn, að á
sama tíma og Maus er að fara í sína
löngu pásu skelli ég mér í nám, fyrst
einn vetur hjá Tónlistarskóla Kópa-
vogs til að læra um raftónlist og
krafsa í tónfræðina, og svo í fram-
haldinu við Listaháskóla Íslands í
bachelor-nám í tónsmíðum.“
Þaðan lá leiðin til Eistnesku tón-
listarakademíunnar í Tallin, þar sem
Páll lærði undir leiðsögn Helenu
Tulve og lét hann ekki nægja að
ljúka mastersgráðu heldur fór líka í
doktorsnám. Aðspurður hvers vegna
hann fór alla leið í doktorinn segir að
Páll að allir vindar hafi blásið í sömu
átt: „Persónulegir hagir mínir höfðu
breyst eftir að ég kynntist konunni
minni úti í Eistlandi og við vorum á
þessum tíma að bíða eftir frumburð-
inum. Svo fann ég það líka, þegar fór
að styttast í lokin á mastersnáminu,
að mér fannst ég hafa svo mikið
meira að læra af Helenu Tulve. Ég
sá að ég var ekki á leiðinni aftur
heim til Íslands í bráð, og að tíma
mínum væri best varið í áframhald-
andi nám,“ segir Páll og bætir við:
„Guði sé lof fyrir LÍN, Jesús minn
almáttugur!“
„Á milli nótnanna leynist endu
Páli Ragnari Pálssyni finnst hann geta greint áhrif frá
árunum í rokkbandinu Maus í óhlutbundnu tónlistinni sem
hann semur í dag Fyrir skemmstu hlaut Páll ein virtustu
verðlaun tónskáldaheimsins og fylgir verðlaununum að
semja verk fyrir Útvarpshljómsveit Frakklands
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Páll Ragnar Pálsson fékk tíðindin
þegar hann var heima hjá sér á
Óðinsgötunni, önnum kafinn við að
svara tölvupóstum og leita að villum
í nótnablöðum. „Fyrst varð ég var
við að fleiri og fleiri skilaboð tóku að
birtast á Facebook Messenger, og
inn á milli sé ég skeyti frá Arndísi
Björk Ásgeirsdóttur sem var úti í
Búdapest fyrir hönd RÚV,“ segir
Páll. „Hún skrifaði mér: „Palli! Þú
vannst! Þú vannst! Þú vannst! Ég er
ekki að grínast! Hringi í þig á eftir.““
Það er skiljanlegt að Arndís hafi
verið örlítið æst, því verðlaunin sem
Páll hafði unnið voru aðalverðlaun
Alþjóðlega tónskáldaþingsins (e.
International Rostrum of Compos-
ers). Gárungar kalla keppnina Evró-
visjón fyrir lengra komna, en um er
að ræða n.k. tónskáldakeppni ríkis-
útvarpsstöðva. „Evrópskar stöðvar
eru áberandi í keppninni, enda mikil
hefð fyrir ríkisútvarpsrekstri í álf-
unni, en einnig taka þátt stöðvar frá
fjarlægari stöðum eins og Kanada,
Ástralíu, Argentínu og Kína,“ út-
skýrir Páll. „Það er mismunandi eft-
ir löndum hvernig þau velja verk í
keppnina; stundum er haldin keppni,
eða að nefnd sér um valið, en allar
stöðvarnar senda inn nýtt tónverk
og svo er einfaldlega haldið hlust-
unarmaraþon og verkunum gefin
stig.“
Að þessu sinni fór tónskáldaþingið
fram í Búdapest, og skýtur Páll því
inn að það gæti þótt rangnefni að
kalla viðburðinn tónskáldaþing,
enda eru sjálf tónskáldin yfirleitt
fjarri góðu gamni. „Gestir þingsins –
fulltrúar útvarpsstöðvanna – hlusta
á upptökur af öllum verkunum og
Upphefð „Ef maður skoðar hverjir
hafa unnið aðalverðlaun Alþjóðlega
tónskáldsþingsins þá er það mjög
glæsilegur hópur. Það er hreinlega fá-
ránlegt hvað ég er kominn í góðan fé-
lagsskap,“ segir Páll Ragnar Pálsson.
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
»Bíótónar í baði var yfirskrift viðburðar Breið-
holt festivals sem fram fór í Ölduselslaug í
fyrradag og var hluti af dagskrá Listahátíðar í
Reykjavík. Tónsmíðar íslenskra tónskálda fyrir
kvikmyndir og sjónvarpsþætti streymdu úr hátöl-
urum ofan í lauginni og varð þeirra því aðeins notið
með eyrun ofan í vatninu. Gestir fengu flothettur
að láni og ekki annað að sjá en að þeir hafi notið sín
vel og kunnað að meta þennan gjörning. Á sund-
laugarbakkannum var svo boðið upp á kræsingar
frá hinum ýmsu löndum heims.
Gestir Listahátíðar í Reykjavík nutu ljúfra
Afslöppun Gestir tylltu sumir hverjir tánum á laugarbakkann.