Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 27
Hljóðveggurinn í æfingahúsnæðinu Páll flutti aftur til Íslands með konu sinni og barni árið 2013 og hef- ur síðan þá sinnt kennslustörfum hjá LHÍ og stundað tónsmíðar með fram því. Hann segist finna ákveðna tengingu á milli tónlistarinnar sem hann semur í dag, og tónlistar Maus- áranna, þó svo að annars vegar sé um að ræða óhlutbundna og mjög framúrstefnulega tónlist, og hins vegar blöndu af rokki, pönki og alt- rokki: „Ég hef alltaf verið heillaður af því sem er abstrakt, hvort sem um er að ræða ljóðlist, málaralist eða tónlist – haft einhvern áhuga á því sem ég get ekki alveg skilið. Ég hef litið svo á að ég sé að sækjast eftir einhverju sem ég veit að er þarna innst inni í mér, en það getur tekið langan tíma að kalla það fram og ná einhverjum tökum á því.“ Tengingin við rokkárin felst í því hvernig Páll skynjar og hugsar um hljóð. „Þegar maður er í æfinga- húsnæðinu að rokka er þessi brjálaði hávaði, og maður er ekki bara að hlusta á melódíurnar heldur líka á hljóðvegginn og finnur hann bók- staflega með öllum likamanum. Ég held að þetta komi fram í því hvernig ég skrifa fyrir hljómsveit; að ein- hvers staðar á milli nótnanna leynist endurómur af gítar.“ rómur af gítar“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018 bíótóna þar sem þeir flutu í algleymi um Ölduselslaug í fyrradag Rólegt Jafnvel mátti halla höfði á vatnsyfirborðið. Núvitund Fátt er líklegra til ánægju en menningarviðburður í sundlaug. Algleymi Gestirnir sökktu sér hettuklæddir í röðum ofan í upplifunina í Ölduselslaug. Þær stórfréttir hafa borist úr djassheiminum að týndar upp- tökur með hinum klassíska kvart- ett bandaríska saxófónleikarans Johns Coltrane frá árinu 1963 hafi komið í leitirnar. Verða þær gefn- ar út síðar í mánuðinum undir heitinu Both Directions at Once: The Lost Album. Um er að ræða sjö lög sem Coltrane hljóðritaði með rómuðum kvartetti sínum, bassaleikaranum Jimmy Garrison, Elvin Jones á trommum og píanóleikaranum McCoy Tyner. Á þremur árum áður en Coltr- ane sendi meistaraverkið A Love Supreme frá sér, 1965, komu út átta aðrar plötur hjá Impulse- útgáfunni sem hann hljóðritaði með kvartettinum. Þar af komu frægar rómaðar plötur út árið 1963, Duke Ellington & John Coltrane, Ballads, Impressions og John Coltrane and Johnny Hart- man. Að sögn The New York Tim- es komu upptökurnar sem nú verða gefnar út fram meðal muna frá fyrri eiginkonu Coltrane, en þær höfðu verið taldar glataðar með öllu. Lögin sjö voru hljóðrituð á ein- um degi í marsmánuði 1963 og segja djassfræðingar augljóst að Coltrane hafi stefnt að því að gera plötu úr fjölbreytilegum efniviðn- um en annir hafi verið miklar þessa mánuði og hafi upptökurnar því verið settar til hliðar og gleymst. „Árið 1963 voru allir tónlistar- mennirnir að ná hæstu hæðum sköpunar sinnar,“ er haft eftir saxófónleikaranum Ravi Coltrane, syni Johns Coltrane, en hann tók þátt í að undirbúa fundnu upptök- urnar fyrir útgáfu. „Á þessari plötu má heyra John með annan fótinn í fortíðinni og hinn er að stíga inn í framtíðina.“ Á Both Directions at Once: The Lost Album verða eins og fyrr segir sjö lög, sem talin eru vera eftir Coltrane utan eitt sem kann að vera eftir Tyner. Platan kemur einnig út í „viðhafnarútgáfu“ þar sem heyra má sjö aðrar „tökur“ af lögunum. Stórmeistari John Coltrane árið 1963 þegar lögin sjö voru tekin upp. Upptökur með Coltr- ane komnar í leitirnar Slá í gegn (Stóra sviðið) Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.