Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 162. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Blindfullir, gólandi og ...
2. Við erum ofboðslega lánsöm
3. Tvær þyrlur sendar af stað
4. Fór hamförum á Twitter
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Karlakór Tækniháskólans í Tallinn
heldur tónleika í Langholtskirkju ann-
að kvöld, þriðjudag, kl. 20. Tónleik-
arnir eru liður í aldarafmælisfögnuði
Eistlands. Kórinn heldur einnig tón-
leika á Akureyri á fimmtudag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eistneskur karlakór
með tvenna tónleika
Pan Wanka
nefnist sýning
enska kvikmynda-
leikstjórans og
rithöfundarins
Will Thomas
Freeman sem
opnuð verður í
Listastofunni á
morgun, þriðju-
dag, kl. 17.
Pan Wanka í Lista-
stofunni á morgun
Þrjú ný örleikrit verða sýnd í Blesu-
gróf á Listahátíð í Reykjavík á mið-
vikudag og fimmtudag kl. 18. Um er
að ræða Erfidrykkjuna
eftir Soffíu Bjarna-
dóttur, Átak I og II
eftir Kolfinnu Niku-
lásdóttur og
Blesugróf eftir
Mikael Torfason.
Marta Nordal
leikstýrir öllum
verkunum
þremur.
Þrjú ný örleikrit sýnd
í Blesugróf í vikunni
Á þriðjudag Suðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil rigning eða súld en
hægari vindur og úrkomuminna norðanlands. Hiti 7 til 12 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðaustanátt og lítilsháttar rigning
eða súld fyrir norðan, en suðvestan 3-8 m/s og smáskúrir syðra,
einkum vestantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
VEÐUR
„Það var ákveðið í gær að
Aron (Einar Gunnarsson
fyrirliði) yrði ekki með á
þessari æfingu, heldur fengi
að jafna sig eftir síðustu
daga. Svo sjáum við hve
mikið hann getur verið með
á morgun,“ segir Helgi Kol-
viðsson, aðstoðarþjálfari ís-
lenska karlalandsliðsins í
knattspyrnu, við Morgun-
blaðið í dag, en fimm dagar
eru þar til Ísland mætir Arg-
entínu á HM. »1
Aron Einar ekki
með á æfingu
„Þetta skapast þó af þeirri stöðu sem
við hér á Morgunblaðinu höfum verið
að benda á í tvo áratugi – það að
topplið Vesturdeildarinnar hafa ein-
faldlega verið þrepi ofar í getu en
bestu liðin austanmegin. Það hafa
verið undantekningar, en
þær eru allar tengdar
getu LeBron James,“
segir NBA-sérfræð-
ingur blaðsins,
Gunnar Val-
geirsson, meðal
annars í pistli
sínum frá Los
Angeles. »6
Liðin vestanmegin þrepi
ofar í NBA-deildinni
Mikið fjör var í leikjum gærdagsins í
Pepsi-deild karla í knattspyrnu.
Grafarvogsbúar vilja sjálfsagt gleyma
leiknum í Garðabæ sem fyrst og í
Vesturbæ Reykjavíkur fengu áhorf-
endur mikla skemmtun fyrir að-
gangseyrinn. Fimm leikir fóru fram í
deildinni um helgina og eru þeim öll-
um gerð skil í íþróttablaði Morgun-
blaðsins í dag. »2, 4 og 5
Fengu mikla skemmtun
fyrir aðgangseyrinn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Sumarið lítur mjög vel út og við er-
um bjartsýn. Það hafa allir verið
mjög ánægðir með þessa þjónustu,
bæði Íslendingar og ferðamenn, enda
er þetta einstakt hér. En þetta er ný
afþreying, það eru engin bjórböð á
Norðurlöndum, þannig að það tekur
tíma að koma þessu á kortið,“ segir
Agnes Sigurðar-
dóttir, stofnandi
og framkvæmda-
stjóri Brugg-
smiðjunnar Kalda
á Árskógssandi.
Ár er nú liðið
síðan Agnes og
hennar fólk opn-
uðu Bjórböðin.
Þessi viðbót við
fyrirtækið hefur
mælst vel fyrir og mikill straumur
gesta kom fyrsta árið. „Það var mjög
mikið að gera síðasta sumar. Vetur-
inn var rólegri, en við ákváðum samt
að hafa opið alla daga til að byggja
fyrirtækið upp og kynna það. Það
voru ekki margir dagar sem voru al-
veg dauðir en við reiknuðum alltaf
með því að þurfa að borga með þessu
fyrsta veturinn. Og jafnvel þann
næsta líka,“ segir hún.
Einstakt útsýni í boði
Í Bjórböðunum eru sjö ker og
hægt er að taka á móti fjórtán manns
í einu. Vinsælt er hjá pörum að fara
saman í bað. Bjórbað fer þannig fram
að fólk liggur í stóru keri sem fyllt er
af bjór, vatni, humlum og geri í 25
mínútur. Að því búnu er farið í slök-
unarherbergi í aðrar 25 mínútur.
Bjórinn sem fólk baðar sig upp úr er
ungur í gerjun. Þar af leiðandi hefur
hann lágt pH-gildi og þykir hafa góð
og mýkjandi áhrif á húð og hár. Gerið
í bjórnum þykir ríkt af vítamínum og
humlarnir af andoxunarefnum og
sýrum. Fólki er ráðið frá því að fara í
sturtu eftir bjórbaðið því það dragi úr
þeim endurnærandi og mýkjandi
áhrifum sem það hefur á húðina.
Auk þess að baða sig upp úr bjór
býðst gestum að fara í gufubað og í
heita potta. Einstakt útsýni er úr
pottunum, yfir Hrísey, Kaldbak, Þor-
valdsdal og Múlann. „Það er meira að
segja algengt að gestir í pottunum fái
smá hvalaskoðun í bónus. Ég er fædd
og uppalin hérna og man aldrei til
þess að hafa séð hvali synda hérna
inn og sýna sig. En þeir gera það nú
og segja má að þeir hafi komið með
bjórnum.“
Mikil tækifæri til staðar
Í Bjórböðunum er glæsilegur veit-
ingastaður. Segir Agnes að notast sé
við hráefni úr sveitinni í kring auk
þess sem bjórinn er áberandi.
„Við höfum reynt að vanda okkur
hér. Við leggjum þetta þannig upp að
nú eru Bjórböðin komin og þá vilja
kannski einhverjir fleiri gera eitthvað
hér. Það þarf að koma einhver grunn-
ur. Tækifærin eru til staðar. Við erum
mjög miðsvæðis hérna, skammt frá
Akureyri, Ólafsfirði og Sigló og svo er
alltaf einhver ferðamannastraumur í
Hrísey. Auk þess koma líka stundum
ferðamenn hingað á þyrlum.“
Óhætt er að segja að margt hafi
breyst síðan Agnes og maður hennar
opnuðu Kalda árið 2006.
„Já, við byrjuðum með tvær hend-
ur tómar. Við áttum ekki neitt, seld-
um bílinn okkar og veðsettum allt til
að opna verksmiðjuna. Og fengum
líka lán hjá foreldrum mínum og
tengdaforeldrum. Núna erum við með
24 manns í vinnu og erum langstærsti
vinnustaðurinn á Árskógssandi.“
Sumir fá hvalaskoðun í bónus
Ár síðan Bjór-
böðin voru opnuð
á Árskógssandi
Morgunblaðið/Hari
Einstök upplifun Gestir Bjórbaðanna geta skellt sér í heita potta þar sem útsýnið er einstakt. Stundum fá þeir
ókeypis hvalaskoðun í bónus. Og þá er vissara að skála í Kalda eins og þessir herramenn gerðu á dögunum.
Bjórbað Gestir liggja í bjórnum í 25 mínútur og slaka svo á eftir það.
Agnes
Sigurðardóttir