Morgunblaðið - 29.06.2018, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Tvær nýjar sýningar ungra lista-
manna verða opnaðar í sýningar-
rými Kling og Bang í Marshall-
húsinu á morgun, laugardag. Um
ræðir sýningu listamannsins Fritz
Hendricks IV sem nefnist Drauma-
reglan (e. Routine Dream) og einn-
ig samsýningu fimm listamanna
sem nefnist Professional Amateur.
Svefnrútína í málverkum
Fritz Hendrick er ungur íslensk-
ur listamaður sem útskrifaðist úr
myndlistardeild LHÍ 2016 og hefur
starfað við listsköpun undanfarin
ár. Í verkum sínum hefur hann
m.a. skoðað meðvitaða og ómeðvit-
aða sviðsetningu sem einkennir líf-
ið, listir og menningu. Þá hefur
hann notið aðstoðar frá skáldaðri
persónu sinni sem hann kallar
Fræðimanninn, sem er fræðimaður
og kenningasmiður sem skoðar líf-
ið með gleraugum „gráu þulunn-
ar“, þ.e. með gráum og ljóðrænum
hætti. Draumareglan er sýning
unnin undir áhrifum hugmynda
Fræðimannsins um mikilvægi
svefns og svefnrútínu. Verk Fritz
samanstanda af málverkum og
skúlptúrum en sýningin byggist
einnig á texta sem Fræðimaðurinn
hefur skrifað um mikilvægi stöð-
ugrar svefnrútínu fyrir andlega
vellíðan. Málverkin sýna línurit úr
mælingum svefn-apps, sem sýna
t.d. fram á hversu oft einstaklingur
vaknar á nóttunni. Að sögn Fritz
er svefnþemað byggt á áhuga hans
sjálfs á svefni en svefnmynstur
hefur verið honum hugleikið: „Inn-
blásturinn kemur frá eigin reynslu
en ég fór að halda mikið utan um
eigið svefnmunstur og fannst það
áhugavert. Svo er smá kaldhæðni í
þessu öllu saman líka, en Fræði-
maðurinn predikar svolitla sjálf-
hjálp í texta sínum.“
Staða listamanna í nútímanum
Samtímis verður opnuð sýningin
Professional Amateur í Kling og
Bang en að henni standa lista-
mennirnir Arnar Ásgeirsson,
Bergur Ebbi, Dagrún Aðalsteins-
dóttir, Hrafnhildur Helgadóttir,
Sæmundur Þór Helgason og Félag
borgara.
Dagrún Aðalsteinsdóttir, lista-
maður og sýningarstjóri, átti hug-
myndina að sýningunni: „Mig
langaði til að búa til samsýningu í
samstarfi við aðra listamenn þar
sem við myndum velta fyrir okkur
hver staða listamanna sé í dag og
hvernig hún getur breyst í fram-
tíðinni,“ segir Dagrún en hún er
einnig með verk á sýningunni.
Tilgangur sýningarinnar er að
skoða óstöðuga stöðu og hlutverk
listamannsins, þar sem verk hans
sveiflast milli þess að vera talin
mikilvæg eða ekki í samfélaginu.
„Við lifum í samfélagi þar sem
verk eru annaðhvort metin menn-
ingarlega mikilvæg eða menning-
arlegur úrgangur. Listamaðurinn
er annaðhvort talinn amatör eða
prófessjónal, og tekur sú staða sí-
felldum breytingum. Forsend-
urnar til að dæma verkin breytast
líka í sífellu,“ segir Dagrún. „Við
fjöllum einnig um þessar stöðugu
tækniframfarir sem við búum við í
dag og hvernig þær hafa áhrif á
hugmyndir okkar um hvað teljist
vinna eða fjárhagslegt framlag í
framtíðinni.“
Maðurinn gegn tölvunni
Hrafnhildur Helgadóttir er ein
listamannanna sem taka þátt í
samsýningunni en hún verður með
gjörning á opnuninni. Verk hennar
„Millenial Fall“ vísar í skák sem
fram fór 1997 þar sem skákmað-
urinn Kasparov tapaði fyrir gervi-
greind, þ.e. tölvunni Deep Blue.
Hrafnhildur notar þann leik sem
útgangspunkt í samfélagsgrein-
ingu á tímabilinu í kringum alda-
mót þegar mannkynið hafði trölla-
trú á tækninni og hennar
hlutverki í samfélaginu, að sögn
Dagrúnar.
Opnunarteiti sýninganna verður
klukkan 17 í Kling og Bang.
Ungir listamenn spá í framtíðina
Tvær nýjar sýningar ungra listamanna opnaðar á morgun, laugardag, í Kling og Bang
Staða og hlutverk listamanna í nútímasamfélagi skoðuð ásamt svefnmynstri og svefnhegðun
Morgunblaðið/Valli
Spennt Dagrún Aðalsteinsdóttir og Fritz Hendrick í Kling og Bang-galleríinu í Marshall-húsinu í gær.
Tríóið Tourlou heldur tónleika í
Hannesarholti í kvöld kl. 20 og eru
þeir fyrstu tónleikar þess hér á
landi. Tourlou býður gestum í
ferðalag til landa á borð við Búlg-
aríu, Króatíu, Armeníu, Grikkland,
Ítalíu og Spán, flytur þjóðlaga-
tónlist í eigin útsetningum og er
efnisskráin fjölbreytt, allt frá mel-
ankólískum ballöðum til líflegrar
danstónlistar. Tónlistarmennirnir
eru líka frá ólíkum löndum, þ.e. Ís-
landi, Spáni og Hollandi. Tríóið
skipa Anna Vala Ólafsdóttir, sem
leikur á selló og syngur, David Ala-
meda Márquez, sem leikur á fiðlu,
víólu d’amore og mandólín og syng-
ur, og Mayumi Malotaux, sem leik-
ur á fiðlu og mandólín og syngur
einnig.
Tourlou-tríóið var stofnað fyrir
tveimur árum og hefur farið í tón-
leikaferðir um Spán og Japan og
gefið út geisladisk. Þá hefur tríóið
einnig komið fram á tónleikum og
tónlistarhátíðum í Hollandi og
Belgíu. Tónleikar Tourlou í Hann-
esarholti eru hluti af verkefninu
Live Music Beyond Borders, sem
gengur út á að bjóða upp á ókeypis
tónleika fyrir fólk sem af ein-
hverjum ástæðum hefur annars
ekki tök á að sækja tónleika – hvort
sem er af fjárhagslegum, heilsu-
farslegum eða öðrum ástæðum,
eins og segir í tilkynningu. Á tón-
leikaferðalagi sínu um Ísland mun
Tourlou m.a. koma fram í Vin – at-
hvarfi fyrir geðfatlaða og á dval-
arheimilinu í Stykkishólmi. Allur
ágóði af tónleikunum í Hann-
esarholti rennur til verkefnisins.
Frekari fróðleik um tríóið má finna
á tourloumusic.com.
Tourlou Tríóið kemur fram í Hannesarholti í kvöld kl. 20.
Tourlou heldur fyrstu
tónleika sína á Íslandi
Til í mörgum
stærðum og ge
Nuddpottar
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
rðum
Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177