Fréttablaðið - 13.10.2018, Side 6

Fréttablaðið - 13.10.2018, Side 6
fyrir í tekjuskattslögum að opinber birting á upplýsingum um álagða skatta samkvæmt skattskrá sé heimil en ekki liggi ljóst fyrir hvort hver sem er hafi þá heimild. Þá þurfi einnig að skoða málið í samhengi við nýju persónuverndarlögin, GDPR, sem tóku gildi á árinu. Að auki þurfi að skoða birtingarhátt- inn en netið var ekki í huga þingsins árið 1984 þegar lögin voru sett. Mál er varða birtingu álagn- ingar- og skattskrár hafa bæði ratað til eftirlitsstofnana sem og dómstóla. Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 1995 kom meðal ann- ars fram að „ótvírætt og óumdeilt“ væri að heimilt væri að birta upp- lýsingar úr skattskrá. Aðrar reglur giltu hins vegar um álagningar- skrár. Árið 2013 komst PSV síðan að þeirri niður stöðu að CreditInfo væri óheimilt að afrita upplýsingar úr skattskrá með það að markmiði að selja áskrifendum sínum upplýs- ingarnar. Í gegnum tíðina hafa skatt- skrár síðan verið gefnar út á bókar- formi en téðir útgefendur hafa getað farið til RSK, fengið skrána afhenta, afritað hana og gefið út. „Við höfum fengið ábendingar um þessa síðu og er kunnugt um hana. Það er í lögum heimild til að gefa skattskrána út í heild sinni en spurningin er hvort ljóst sé hver hefur þá heimild. Það þurfa að vera til staðar skýrar heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri PSV. Félagið Viskubrunnur ehf. stendur að baki síðunni en félagið var upphaflega í eigu KPMG Legal, dótturfyrirtækis KPMG. Í svari frá fyrirtækinu segir að KPMG stofni félög og selji þau viðskiptavinum og Viskubrunnur sé slíkt félag. Eftir að söluna beri KPMG enga ábyrgð. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná í Jón Ragnar Arnarson, stjórnarmann Viskubrunns og starfsmann A4, og Víði Pétursson, varamann í stjórn, prókúruhafa félagsins og útgefanda þingeyska miðilsins Skarps, bæði í síma og með tölvupósti. Engin svör fengust. joli@frettabladid.is PERSÓNUVERND Til skoðunar er bæði hjá Persónuvernd (PSV) og Ríkisskattstjóra (RSK) hvort vefsíða sem birtir upplýsingar um laun landsmanna starfi í samræmi við lög og reglur. Samkvæmt lögum um tekjuskatt er heimilt að birta opin- berlega upplýsingar úr skattskrá svo og gefa þær út í heild eða að hluta. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort hver sem er hafi þá heimild. Vefsíðan tekjur.is fór í loftið í gær en þar er hægt að fletta upp upp- lýsingum um laun allra Íslendinga, sem náð hafa fjárræðisaldri, fyrir árið 2016. Upplýsingarnar á síð- unni byggjast ekki á álagningarskrá RSK heldur skattskrá en hún inni- heldur álagðan tekjuskatt hvers gjaldanda eftir að leyst hefur verið úr öllum kærum sem berast vegna álagningarskrár. Upplýsingarnar á síðunni sýna því ekki tekjur síðasta árs heldur ársins 2016. „Þetta kom okkur jafn mikið á óvart og flestum öðrum. Þetta er ekki á vegum RSK og okkur algjör- lega óviðkomandi,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Hann segir að starfsfólk stofnunarinnar hafi fengið fregnir af málinu í fjölmiðlum líkt og flestir aðrir. Aðspurður hvort vinnsla sem þessi úr skattskrá sé heimil segir Snorri að það sé í skoðun. Það liggi Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir hina nýju og dularfullu tekjusíðu nú vera til skoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Markáætlun í tungu og tækni Rannís og Samtök atvinnulífsins boða til opins kynningarfundar um Markáætlun í tungu og tækni mánudaginn 15. október kl. 8:30 – 9:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Starfsmenn Rannís kynna Markáætlunina og svara fyrirspurnum. Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfni hjá Samtökum atvinnulífsins stýrir fundinum. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Skráning á fundinn fer fram á www.sa.is. Markáætlun í tungu og tækni er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Hlutverk Markáætlunar í tungu og tækni er annars vegar að vernda og efla íslenska tungu, og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum.Umsækjendur geta verið fyrirtæki sem og stofnanir. Verkefni Markáætlunar í tungu og tækni tengjast verkáætlun um máltækni fyrir íslensku 2018-2022, en framkvæmd hennar er á höndum Rannís fyrir hönd Markáætlunar og Almannaróms. Kynningarfundur 15. október Endurskoðun stefnumörkunar fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum - kynningarfundur Þingvallanefnd lagði fram stefnumörkun fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum í tengslum við tilnefningu Þingvalla á heimsminjaskrá árið 2004. Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurskoðun stefnumörkunar- innar enda hafa ýmsar forsendur breyst, ekki síst vegna stóraukins fjölda gesta. Tillögu að að endurskoðaðri stefnumörkun má sjá á vef þjóðgarðsins, www.thingvellir.is. Óskað er eftir athugasemdum og ábendingum um efni tillögunnar og gefinn frestur til 1. nóvember Til að kynna efni tillögunnar verður fundur þann 18.október í fyrir- lestrarsal Þjóðminjasafns Íslands að Suðurgötu, kl 15.00 til 16:30. Þar verða dregin fram helstu efnisatriði sem breyst hafa við endur- skoðunina og spurningum svarað. Allir eru velkomnir á fundinn. Sími: 553-4530 Grensásvegur 48 108 ReykjavíkTANNLÆKNASTOFA Sandra Gunnarsdóttir tannlæknir Ég hef hafið störf á tannlæknastofunni Krýnu ehf að Grensásvegi 48 í Reykjavík. Tímapantanir eru í síma 553-4530 eða á heimasíðu Krýnu: www.kryna.is Athugið lengri opnunartíma: Mánudaga 8-18 Miðvikudaga 8-20 Fimmtudaga 8-20 Aðgengi fyrir fatlaða Trausti Sigurðsson tannlæknir Við bjóðum alla alhliða tannlæknaþjónustu fyrir alla ldurshópa ásamt sérfræðiþjónustu í tannsmíðu , krónu og brúargerð, heilgóma og partagerð og tannplöntum. Tímapantanir eru í síma 553 4530 eða á heimasíðu Krýnu: www.kryna.is Aðgengi fyrir fatlaða Trausti Sigurðsson tannlæknir Ég hef flutt starfsemi mína til tannlæknastofunnar Krýnu ehf. að Grensásvegi 48 í Reykjavík og býð alla sjúklinga mína sem og ýja velkomna á nýjan stað. Við bjóðum alla alhliða t nnl knaþjónustu fyrir alla aldurshópa ásamt sérfræðiþjónustu í tannsmíðum, krónu og brúargerð, heilgóma og partagerð ásamt tannplöntum. Það er í lögum heimild til að gefa skattskrána út í heild sinni en spurningin er hvort ljóst sé hver hefur þá heimild. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónu- verndar DÓMSMÁL Deila um eignafyrir- komulag á frárennslis- og skólp- lögnum Bústaðavegs 99-101 endaði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að um sameign húseig- enda væri að ræða. Málið var dæmt stefndu í óhag og þurftu þau að auki að greiða 2,5 milljónir í máls- kostnað. Húsið sem um ræðir er tveggja húsnúmera fjöleignarhús, byggt árið 1956, með fjórum íbúðum, tveimur íbúðum á hvoru húsnúmeri. Eig- endur austurhluta hússins töldu að lagnir hússins væru séreign hvers um sig en eigendur vesturhlutans að um sameign allra eigendanna fjögurra væri að ræða. Lagnir í austurhlutanum voru endurnýjaðar að mestu árið 2014 en árið 2015 töldu eigendur vestur- hlutans rétt að lagfæra þær sín megin. Austurhlutaeigendur töldu þá að þeim væri óskylt að taka þátt í kostnaði sem af því hlaust og var dómsmál því höfðað. Stefnendur málsins, eigendur vesturhlutans, létu dómkveðja matsmann til að meta ástand lagnanna. Því mati vildu hinir eig- endurnir ekki una og fóru fram á yfirmat. Var það nær samhljóða því fyrra um að lagnakerfin væru að mestu aðskilin, viðhald væri aðkallandi og að viðgerð austur- hlutans árið 2014 hefði ekki verið fullnægjandi. Í niðurstöðu dómsins sagði að þó kerfin væru að mestu aðskilin þá rynnu frárennsli regnvatns og aðkoma að stofnlögn saman. Van- ræksla hluta kerfisins væri til þess fallin að raska hagsmunum allra. Sanngjarnast væri fyrir heildina að meta kerfið sem eina heild og að kostnaður við viðgerð skiptist jafnt niður á eigendur eftir hlutfallstölu eignarhluta. Kröfu um að nauðsyn- legt væri að ráðast í viðgerðir var hins vegar vísað frá dómi. – jóe Dýr deila um eignafyrirkomulag lagna og frárennslis Fjórar íbúðir eru í húsinu á Bústaða- vegi 99 og 101. FRÉTTABLAÐIÐ/EyþóR 1 3 . o k t Ó b E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R6 f R é t t i R ∙ f R é t t A b L A ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -D E 8 C 2 1 1 1 -D D 5 0 2 1 1 1 -D C 1 4 2 1 1 1 -D A D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.