Fréttablaðið - 13.10.2018, Síða 12

Fréttablaðið - 13.10.2018, Síða 12
Andaðu að þér fersku fjallaloftinu Brunaðu niður drifhvítar brekkurnar og upplifðu fullkomið frelsi. Skálaðu í heitu kakói og njóttu útsýnisins. Gerðu síðan vel við þig og þína í mat og drykk þegar kvölda tekur. Aldrei hefur verið auðveldara að njóta lífsins á skíðasvæðum Evrópu og Norður-Ameríku. SKÍÐAÁFANGASTAÐIR Verð aðra leið frá 17.000 kr. Verð frá 26.100 Vildarpunktum Svíþjóð Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Modera- terna), sagði í gær að flokkur hans væri tilbúinn til þess að mynda einn minnihlutastjórn án aðkomu hinna flokkanna í hægriblokkinni. Krist- ersson lagði til að hinir hægriflokk- arnir gætu varið stjórnina vantrausti. Stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð töldu þetta útspil Kristerssons til þess gert að komast hjá því að vinna með Sví- þjóðardemókrötum. Rúmur mánuður er nú liðinn frá kosningum og enn hefur ekki tekist að mynda stjórn. Einfaldasta útskýringin er sú að hvorki hægri- né vinstriblokkin náði meirihluta þar sem þjóðernishyggjuflokkurinn Svíþjóðardemókratar náði 62 þing- sætum. „Hvorki Svíþjóðardemókratar né Vinstriflokkurinn ættu að hafa nokkra aðkomu að ríkisstjórn,“ sagði Kristersson í langri Facebook-færslu. Vinstriflokkurinn fékk 21 sæti og er hluti af vinstriblokkinni. Nokkrir þingmenn og sitjandi ráðherrar  í starfsstjórn  Jafnaðar- mannaflokksins, stærsta flokks vinstriblokkarinnar, höfnuðu þess- ari tillögu Kristerssons í gær. „Með þessari tillögu sýnir Kristersson sitt rétta andlit. Hann vill mynda hægri- stjórn með stuðningi öfgamanna. Sú stjórn hefði minnsta umboð nokk- urrar ríkisstjórnar í fjörutíu ár og væri sú hægrisinnaðasta í níutíu ár,“ sagði Morgan Johansson innanríkis- ráðherra í tísti. Jimmie Åkesson, leiðtogi Sví- þjóðardemókrata, sagði að tillagan væri út í hött. „Það er algjörlega órök- rétt að við myndum styðja myndun ríkisstjórnar sem gefur það út að við fengjum ekki að hafa nein áhrif. Það mun að sjálfsögðu ekki gerast.“ Þingmenn og leiðtogar hinna hægriflokkanna, Miðflokksins, Frjáls- lynda flokksins og Kristilegra demó- krata, höfðu lítið tjáð sig um tillögu Kristerssons þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Michael Arthursson, þingmaður Miðflokksins, sagði þó við sænska rík- isútvarpið, SVT, að það væri óheppi- legt að rætt væri um slíkar tillögur á opinberum vettvangi. Þær ætti frekar að ræða innan hægriblokkarinnar. Heimildarmaður úr Frjálslynda flokknum sagði hins vegar við Expressen að tillaga Kristerssons ylli flokksmönnum áhyggjum. Færsla Kristerssons hefði komið Jan Björk- lund formanni á óvart og að það væri undarleg taktík að ræða ekki við for- manninn áður en slík færsla væri birt. Andreas Norlén, forseti þingsins og þingmaður Hægriflokksins, gaf Kristersson stjórnarmyndunarum- boðið þann 2. október síðastliðinn. Umboðið gildir til tveggja vikna og hefur Kristersson því frest fram á þriðjudag til að mynda ríkisstjórn. thorgnyr@frettabladid.is Hægriflokkurinn vill stýra einn Illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Leiðtogi stærsta flokks hægriblokkarinnar leggur til að flokkurinn myndi minnihlutastjórn einn síns liðs. Tillögu Ulfs Kristersson hefur ekki verið vel tekið en illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. NordicphoToS/AFp Úkraína Kirkjuþing rétttrúnaðar- kirkjunnar undir stjórn patríarkans í Istanbúl, trúarleiðtoga um 300 milljóna safnaðarbarna og eiginlegs æðsta manns rétttrúnaðarkirkjunn- ar, ákvað í gær að úkraínska rétt- trúnaðarkirkjan fengi sjálfstæði frá hinni rússnesku. Málið á sér langa sögu en kirkjan í Rússlandi hefur alltaf lagst gegn aðskilnaðinum. Haldið því fram að um yrði að ræða stærsta klofning kristninnar í þús- und ár eða allt frá því rétttrúnaðar- kirkjan klauf sig frá hinni kaþólsku. En þótt Úkraínumenn hafi margir hverjir viljað kljúfa sig frá rússnesku kirkjunni hefur deilan harðnað til muna frá því að Rússar innlim- uðu Krímskaga árið 2014 og átök brutust út í Austur-Úkraínu. Hafa Úkraínumenn til að mynda sakað rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna um að nýta ítök sín í Rússlandi til að styðja aðskilnaðarsinna í austur- hluta Úkraínu. Petró Pórósjenkó, forseti Úkraínu, sagði í gær að ákvörðun patríarkans og kirkjuþingsins væri til þess fallin að vekja yfirvöld í Moskvu af al- ræðis draumum sínum. „Þetta snýst um sjálfstæði okkar, þjóðaröryggi og alþjóðastjórnmálin eins og þau leggja sig,“ sagði forsetinn. – þea Úkraínukirkja sjálfstæð frá þeirri rússnesku Ákvörðuninni var innilega fagnað í Úkraínu í gær. NordicphoToS/AFp 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -D 9 9 C 2 1 1 1 -D 8 6 0 2 1 1 1 -D 7 2 4 2 1 1 1 -D 5 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.