Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2018, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 13.10.2018, Qupperneq 21
Handbolti Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta um helgina. Klukkan 18.00 í kvöld tekur Selfoss á móti slóvenska liðinu Riko Ribn- ica. Selfyssingar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Slóvenanna frá fyrri leiknum sem endaði með 30-27 sigri heimamanna. Möguleikar Selfyssinga eru ágætir en þeir þurfa að spila betri vörn en í fyrri leiknum ef þeir ætla sér að komast í næstu umferð. Selfoss vann ÍBV í Eyjum í Olís-deildinni á miðvikudaginn, 25-27, þar sem landsliðsmaðurinn Haukur Þrast- arson fór á kostum á lokakafl- anum. Á morgun mætir ÍBV franska liðinu Pays d’Aix á útivelli. Eyja- menn unnu frábæran sigur í fyrri leiknum, 24-23, sem Theodór Sigurbjörnsson og Kolbeinn Aron Ingi- bjargarson áttu risa- stóran þátt í að landa. Theodór skoraði síð- ustu tvö mörk ÍBV og Kolbeinn Aron varði lokaskot Frakkanna. Eins marks forskot er ekki mikið og það er hætt við að það dugi skammt gegn sterku liði Pays d’Aix sem franska goðsögnin Jérome Fernandez stýrir. Pays d’Aix hefur reyndar farið rólega af stað heima fyrir og aðeins unnið tvo af fyrstu sex deild- arleikjum sínum. FH-ingar eru mættir til Lissabon í Portúgal þar sem þeir mæta Benfica. Báðir leikirnir fara fram á heima- velli portúgalska liðsins. Fyrri leikurinn, sem telst heimaleikur Benfica, fer fram í dag og á morgun er komið að „heimaleik“ FH. Benfica hefur sterku liði á að skipa sem endaði í 3. sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Í liði Benfica má finna leikmenn á borð við Kévynn Nyakos, heims- og Evrópumeistara með Frakk- landi, og makedónska markvörðinn Borko Ristovski sem hefur leikið með liðum á borð við Barcelona og Rhein- Neckar Löwen. Á þarsíðasta tímabili komst Benfica í riðlakeppni EHF-bikarsins. FH var hársbreidd frá því að komast þangað í fyrra og vantaði aðeins eitt mark til að slá Tatran Presov frá Slóvakíu úr leik í 3. umferð keppninnar. – iþs Möguleikar Selfyssinga fyrirfram mestir Bolt skoraði sín fyrstu mörk fótbolti Usain Bolt, fótfráasti hlaupari sögunnar, skoraði sín fyrstu mörk fyrir ástralska liðið Cent- ral Coast Mariners þegar það vann 4-0 sigur á Macarthur South West í æfingaleik í Sydney í gær. Þetta var fyrsti leikur áttfalda Ólympíumeist- arans í byrjunarliði Central Coast Mariners. Bolt, sem á heimsmetið í 100 og 200 metra hlaupi, dreymir um að verða atvinnumaður í fótbolta og hefur æft með Central Coast Marin- ers síðan í ágúst. Jamaíkumaðurinn freistar þess að fá samning hjá félag- inu og líkurnar á því minnkuðu ekk- ert með frammistöðunni í gær. Bæði mörk Bolts komu um miðjan seinni hálfleik, það fyrra eftir að hann slapp í gegnum vörn Mac arthur South West og það síðara með skoti af stuttu færi. Keppni í áströlsku úrvalsdeildinni hefst næsta föstudag. Forráðamenn Central Coast Mariners hafa gefið í skyn að Bolt fái allt að sex mánuði til að sýna sig og sanna. – iþs Usain Bolt fagnar að hætti hússins. Nordicphotos/Getty Verk í náttúru Þeistareykja Landsvirkjun býður til sýningar á vinningstillögu í hugmynda­ samkeppni um nýtt listaverk í náttúru Þeista reykja. Þær þrjár tillögur sem, ásamt vinningstillögunni, þóttu áhugaverðastar verða einnig sýndar. Vinningstillagan, sem ber heitið Römmuð sýn, er að mati dómnefndar kröftug og djörf till aga sem hefur landslagið upp og rammar inn á skemmtilegan hátt. Frá stofnun Landsvirkjunar hefur verið hefð fyrir því að láta gera listaverk í tengslum við byggingu helstu mannvirkja á vegum fyrirtækisins. Í þetta sinn var haldin hugmynda­ samkeppni í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands. Sýningin í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg 1 í Garðabæ stendur yfir 10. til 14. október. Sýningin í Safnahúsinu á Húsavík mun standa yfir 27. október til 31. desember. Sýning á vinningstillögu að listaverki í náttúru Þeistareykja. Hönnunarsafn Íslands, 10.-14. október. Golf Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur leik á öðru stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Flór- ída í Bandaríkjunum í dag. Fer mótið fram á Plantation Golf and Country Club í bænum Venice og eru 195 kylfingar skráðir til leiks en efstu 25 kylfingarnir komast á lokastigið. Er þetta þriðja árið í röð sem Valdís reynir að komast inn á LPGA-mótaröðina og í fyrsta sinn sem hún keppir á öðru stigi. Hefur hún leikið á Evrópumóta- röðinni, næststerkustu mótaröð heims, á undanförnum árum með góðum árangri en reynir nú að komast inn á þá sterkustu. Valdís hefur eytt u n d a n f ö r n u m vikum í Banda- ríkjunum til að undirbúa mótið og ekki tekið þátt í mótum á Ev r ó p u - mótaröðinni enda hefur hún þegar t r yg g t s é r þátttökurétt á næsta ári. K o m i s t Valdís áfram fær hún þátt- tökurétt í þriðja og síðasta úrtöku- mótinu sem fram fer í lok mánaðar þegar Ólafía Þór- unn Kristinsdóttir mun sömuleiðis reyna að endur- nýja þátttökurétt sinn. – kpt Valdís Þóra reynir við LPGA- mótaröðina S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 21l a U G a r d a G U r 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 1 1 -E 3 7 C 2 1 1 1 -E 2 4 0 2 1 1 1 -E 1 0 4 2 1 1 1 -D F C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.