Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 22
Um helgina
Haunting of Hill House
Í gær voru
teknir til
sýninga
hryllings-
þættirnir
Haunting of
Hill House,
framleiddir
af Netflix.
Þættirnir
eru byggðir að ein-
hverju leyti á klass-
ískri samnefndri
hryllingsmynd frá
1959 eftir Shirley
Jackson þó að í
meginatriðum sé vikið
frá söguþræðinum.
Mýrin
í Norræna húsinu
Í Norræna húsinu
fer fram barna-
menningarhátíðin
Mýrin. Það verður
því mikið um að
vera í menningarhúsinu
um helgina. Meðal annars mun
„Stjörnu-Sævar“ teikna nýjar
stjörnur með börnum og þá fer
fram einstakur viðburður með
myndhöfundinum Benjamin
Chaud frá Frakklandi. Gestir munu
fá innsýn í hvernig sögur hans
verða til á sama tíma og hann
teiknar ný ævintýri við undirleik
tónskáldsins Kira. Nánar á norr-
aenahusid.is
Plastlaus október
Þeir sem tóku þátt
í plastlausum
september urðu
vafalaust varir við
það hversu mikið
magn af plasti er í venju-
legu heimilissorpi þrátt fyrir sterka
viðleitni til að sniðganga plastum-
búðir. Þeir sem ætla sér að halda
áfram átakinu ættu að prófa að
útbúa ruslapoka úr
dagblaðapappír.
Þá er einfalt að
laga með annað-
hvort heftara
eða límstifti að
vopni.
Ghost World á
Svörtum sunnudegi
Ghost World
var mjög
vinsæl um
miðjan tíunda
áratuginn og
verður sýnd á
svokölluðum
Svörtum
sunnu-
degi hjá
Bíói Paradís. Þær Enid (Thora Birch)
og Rebecca (Scarlet Johansson) eru
nýútskrifaðar úr menntaskóla og eru
óvissar með hvaða stefnu þær ætla
að taka í lífinu. En málin flækjast þegar
Enid verður yfir sig hrifin af skrítnum
einfara (Steve Buscemi).
Núvitund
í símanum
Núvitund er ekki
tískubóla, heldur
viðurkennd leið
til þess að takast á
við streitu og kvíða.
Nú er hægt að fá öpp sem hjálpa
þeim sem vita ekki hvaða fyrstu
skref er best að taka í áttina að
núvitund og betri líðan. Appið
Headspace er eitt það allra vin-
sælasta en því má hlaða frítt niður
á flestar gerðir farsíma. Það inni-
heldur skemmtilegar og sjónrænar
leiðbeiningar og æfingar sem
stuðla að meiri núvitund.
Sólveig Jónsdóttir rithöf-undur er með meistara-gráðu í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum frá Edin-borgarháskóla í Skotlandi, það var einmitt á námsár-
unum sem hún fékk hugmynd að
nýrri skáldsögu sinni, Heiður.
Skáldsagan kom út í vikunni og
segir af Heiði McCarron sem hefur
ekki séð Dylan bróður sinn frá því að
faðir þeirra fór með hann til Norður-
Írlands sjö ára gamlan. Þegar hann
hefur samband eftir 28 ára þögn og
biður hana um hjálp hefst atburða-
rásin. Í bakgrunni eru átök sem ára-
tugum saman héldu norður-írsku
samfélagi í heljargreipum.
„Ég flutti út til Skotlands árið
2007. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á Norður-Írlandi og átakasögu
þeirra. Ég fór að vinna á veitinga-
húsi með námi og þar voru margir
Norður-Írar að vinna. Við fórum
að spjalla, urðum vinir og ég komst
smám saman að því hvað átökin þar
hafa enn mikil áhrif á þá og samfélag
þeirra.
Þannig að veitingahúsið sem þú
vannst á reyndist líka skóli í sjálfu
sér?
„Já, og ég fór stundum með
vinnufélögunum til Norður-Írlands.
Ég fór og hitti fjölskyldur þeirra og
kynntist þeim. Það sem kom mér
mest á óvart er hvað venjulegt fólk
sem vildi búa í friði þurfti samt að
búa við mikinn ófrið. Sprengjur og
árásir á heimili þeirra. Þetta var í
rauninni bara stríðsástand, á versta
tímabilinu sem var frá 1968-1998, þá
dóu fleiri en 3.500 manns. Föður-
bróðir góðs vinar míns var til dæmis
skotinn á Bloody Sunday. Þetta eru
ekki bara dauðir stafir í sögubókum.
Ég fór með vinum mínum í síð-
ustu Bloody Sunday gönguna árið
2011. Á meðan ég gekk fór ég að
hugsa um að skrifa þessa skáldsögu.
Þessi saga hefur alltaf verið í huga
mér síðan ég flutti heim,“ segir Sól-
veig.
Ætlar hún að helga sig ritstörfum?
„Ég hef hug á því að helga mig
ritstörfum í náinni framtíð. Ég hélt
það væri of einangrandi að sinna
ritstörfum í fullu starfi. Í seinni tíð
finnst mér þetta eiga betur við mig,
kannski ég sé orðinn meiri einfari.
Mér finnst þetta að minnsta kosti
mjög gaman og gefandi.“
Fór í síðustu
Bloody
Sunday
gönguna
Sólveig Jónsdóttir gaf nýverið út sína aðra
skáldsögu, Heiður. Þar fléttast örlög íslenskr-
ar konu við átakasögu Norður-Írlands. Hug-
myndin að söguþræðinum kviknaði þegar
hún stundaði nám við Edinborgarháskóla.
Góðir gestir
fjölmenntu
í útgáfuhóf í
Eymundsson,
Austurstræti.
Fyrir ofan til
vinstri.
Ása Ninna,
Sigurborg og
Sólveig.
Til hægri. Rakel
Ósk og Ólöf
Hugrún.
Sólveig ásamt Atla Ragnari eiginmani sínum og dóttur þeirra Matthildi. FRéTTAblAðið/ ERNiR
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r22 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
helgin
1
3
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
1
1
-E
8
6
C
2
1
1
1
-E
7
3
0
2
1
1
1
-E
5
F
4
2
1
1
1
-E
4
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
0
4
s
_
1
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K