Fréttablaðið - 13.10.2018, Síða 22

Fréttablaðið - 13.10.2018, Síða 22
Um helgina Haunting of Hill House Í gær voru teknir til sýninga hryllings- þættirnir Haunting of Hill House, framleiddir af Netflix. Þættirnir eru byggðir að ein- hverju leyti á klass- ískri samnefndri hryllingsmynd frá 1959 eftir Shirley Jackson þó að í meginatriðum sé vikið frá söguþræðinum. Mýrin í Norræna húsinu Í Norræna húsinu fer fram barna- menningarhátíðin Mýrin. Það verður því mikið um að vera í menningarhúsinu um helgina. Meðal annars mun „Stjörnu-Sævar“ teikna nýjar stjörnur með börnum og þá fer fram einstakur viðburður með myndhöfundinum Benjamin Chaud frá Frakklandi. Gestir munu fá innsýn í hvernig sögur hans verða til á sama tíma og hann teiknar ný ævintýri við undirleik tónskáldsins Kira. Nánar á norr- aenahusid.is Plastlaus október Þeir sem tóku þátt í plastlausum september urðu vafalaust varir við það hversu mikið magn af plasti er í venju- legu heimilissorpi þrátt fyrir sterka viðleitni til að sniðganga plastum- búðir. Þeir sem ætla sér að halda áfram átakinu ættu að prófa að útbúa ruslapoka úr dagblaðapappír. Þá er einfalt að laga með annað- hvort heftara eða límstifti að vopni. Ghost World á Svörtum sunnudegi Ghost World var mjög vinsæl um miðjan tíunda áratuginn og verður sýnd á svokölluðum Svörtum sunnu- degi hjá Bíói Paradís. Þær Enid (Thora Birch) og Rebecca (Scarlet Johansson) eru nýútskrifaðar úr menntaskóla og eru óvissar með hvaða stefnu þær ætla að taka í lífinu. En málin flækjast þegar Enid verður yfir sig hrifin af skrítnum einfara (Steve Buscemi). Núvitund í símanum Núvitund er ekki tískubóla, heldur viðurkennd leið til þess að takast á við streitu og kvíða. Nú er hægt að fá öpp sem hjálpa þeim sem vita ekki hvaða fyrstu skref er best að taka í áttina að núvitund og betri líðan. Appið Headspace er eitt það allra vin- sælasta en því má hlaða frítt niður á flestar gerðir farsíma. Það inni- heldur skemmtilegar og sjónrænar leiðbeiningar og æfingar sem stuðla að meiri núvitund. Sólveig Jónsdóttir rithöf-undur er með meistara-gráðu í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum frá Edin-borgarháskóla í Skotlandi, það var einmitt á námsár- unum sem hún fékk hugmynd að nýrri skáldsögu sinni, Heiður. Skáldsagan kom út í vikunni og segir af Heiði McCarron sem hefur ekki séð Dylan bróður sinn frá því að faðir þeirra fór með hann til Norður- Írlands sjö ára gamlan. Þegar hann hefur samband eftir 28 ára þögn og biður hana um hjálp hefst atburða- rásin. Í bakgrunni eru átök sem ára- tugum saman héldu norður-írsku samfélagi í heljargreipum. „Ég flutti út til Skotlands árið 2007. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Norður-Írlandi og átakasögu þeirra. Ég fór að vinna á veitinga- húsi með námi og þar voru margir Norður-Írar að vinna. Við fórum að spjalla, urðum vinir og ég komst smám saman að því hvað átökin þar hafa enn mikil áhrif á þá og samfélag þeirra. Þannig að veitingahúsið sem þú vannst á reyndist líka skóli í sjálfu sér? „Já, og ég fór stundum með vinnufélögunum til Norður-Írlands. Ég fór og hitti fjölskyldur þeirra og kynntist þeim. Það sem kom mér mest á óvart er hvað venjulegt fólk sem vildi búa í friði þurfti samt að búa við mikinn ófrið. Sprengjur og árásir á heimili þeirra. Þetta var í rauninni bara stríðsástand, á versta tímabilinu sem var frá 1968-1998, þá dóu fleiri en 3.500 manns. Föður- bróðir góðs vinar míns var til dæmis skotinn á Bloody Sunday. Þetta eru ekki bara dauðir stafir í sögubókum. Ég fór með vinum mínum í síð- ustu Bloody Sunday gönguna árið 2011. Á meðan ég gekk fór ég að hugsa um að skrifa þessa skáldsögu. Þessi saga hefur alltaf verið í huga mér síðan ég flutti heim,“ segir Sól- veig. Ætlar hún að helga sig ritstörfum? „Ég hef hug á því að helga mig ritstörfum í náinni framtíð. Ég hélt það væri of einangrandi að sinna ritstörfum í fullu starfi. Í seinni tíð finnst mér þetta eiga betur við mig, kannski ég sé orðinn meiri einfari. Mér finnst þetta að minnsta kosti mjög gaman og gefandi.“ Fór í síðustu Bloody Sunday gönguna Sólveig Jónsdóttir gaf nýverið út sína aðra skáldsögu, Heiður. Þar fléttast örlög íslenskr- ar konu við átakasögu Norður-Írlands. Hug- myndin að söguþræðinum kviknaði þegar hún stundaði nám við Edinborgarháskóla. Góðir gestir fjölmenntu í útgáfuhóf í Eymundsson, Austurstræti. Fyrir ofan til vinstri. Ása Ninna, Sigurborg og Sólveig. Til hægri. Rakel Ósk og Ólöf Hugrún. Sólveig ásamt Atla Ragnari eiginmani sínum og dóttur þeirra Matthildi. FRéTTAblAðið/ ERNiR Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r22 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð helgin 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -E 8 6 C 2 1 1 1 -E 7 3 0 2 1 1 1 -E 5 F 4 2 1 1 1 -E 4 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.