Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 24

Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 24
Stöðuverðir hafa eftirlit með gjaldskyldum bíla-stæðum og leggja gjald á þau ökutæki sem ekki hafa greitt fyrir bílastæði. Einnig hafa stöðuverðir eftirlit með ökutækjum sem lagt er ólöglega og sinna eftirliti með virkni gjaldmæla. Starf stöðuvarða útheimtir mikil samskipti við almenning en það er ekki endilega alltaf einfalt. Frá því greina þrír stöðuverðir sem blaða- maður fær að hitta gegn nafnleynd. Tvær konur og einn karl. Sem við skulum kalla Margréti, Jóhönnu og Einar. Margrét hefur unnið sem stöðu- vörður í um fjögur ár. Jóhanna hefur svipaðan starfsaldur. Einar hefur lengstan starfsaldur og hefur unnið sem stöðuvörður í nærri því áratug. Stöðuverðirnir geta ekki talað við blaðamann nema gegn fullum trúnaði. Ástæðan er sú að þeir verða fyrir stöðugri áreitni vegna vinnu sinnar, hótunum og jafnvel ofbeldi. Yfirmaður þeirra leggst alfarið gegn því að þeir tali undir nafni. Þau sjálf útskýra að þótt þau vilji ræða hreinskilnislega um veruleika sinn þá búi þau við svo mikla áreitni að þau treysti sér hreinlega ekki til þess. Margrét glímir við kvíða í kjöl- far hótana og áreitni og hefur þurft að sækja sér aðstoð hjá sálfræðingi vegna starfs síns. Margrét: Ég held að flestir skilji hvers vegna við getum ekki komið fram undir nafni. Einar segir margt hafa breyst frá því að hann hóf störf. Tæknin dragi lítillega úr áreitninni sem stöðu- verðir verða fyrir. Einar: Tæknin og mælarnir hafa breyst mikið. Allt til hins betra og tæknin styður betur við okkar störf. Þegar við fórum að nota símana þá gat maður útskýrt fyrir fólki og sagt: Nei, ég get ekki tekið þetta til baka. Gjaldið er farið í heimabankann, ég get ekkert gert fyrir þig núna. Áður þá bað fólk mann um að rífa miðana og það var allt reynt. Jóhanna: Eldri karlar sem muna gamla kerfið eru vissir í sinni sök. Þú getur víst tekið þetta til baka. Það er allt hægt. Þeir skilja ekki að þeir fá ekki lengur sínu framgengt en reyna samt. Fékk ekki hjálp frá lögreglu Margrét: Einu sinni leitaði ég til lög- reglu. Vegna manns sem greip í mig og hélt mér fastri. Öskraði á félaga sinn að ég væri nýja kærastan sín. Ég ákvað að greina lögreglu frá þessu því mér var mjög brugðið. Þar fékk ég að heyra að það væri ekki ólög- legt að snerta fólk. Ég fékk enga hjálp frá lögreglunni þó að þetta hafi verið skráð í kerfið hjá þeim. Ég hef líka fengið líflátshótun. Það var fyrstu vikuna í starfi. Ég bauð manni sem hafði lagt bílnum þvert upp á gangstétt góðan daginn. Má bjóða þér að færa þig? spurði ég hann og benti á fjölda auðra bílastæða á móti. Þar voru svona fimmtíu auð bílastæði. Hann fer út úr bílnum og segir við mig: Ef þú kemur við bílinn minn þá drep ég þig. Kærastan hans brást öðruvísi við, reiddist honum og færði bílinn. Hrækja, öskra og æpa Fékkstu stuðning hér? Margrét: Já, ég fékk stuðning frá vinnufélögum mínum. Á það get ég alltaf treyst. En næst þegar ég þarf að tala við rannsóknarlög- reglumann þá tek ég einhvern með mér. Ég fann að ég var greinilega ekki nógu sterk til þess að deila við rannsóknarlögreglumann um hvort hótanirnar og áreitnin væru tilefni til þess láta lögreglu vita. Jóhanna: Lögreglan gerir ekki neitt. Ég er að fara að skrifa á bíl sem hefur verið lagt upp á miðja gangstétt. Það er maður hangandi á glugga á annarri hæð að mála. Sér mig og byrjar að hrópa til mín hræðileg fúkyrði. Ég læt sem ég Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir „Maður sér ekki fram á það hvenær manneskja er að fara að snappa.“ Fréttablaðið/Ernir Hefur hræðileg áhrif á sálarlífið Jóhanna: Það er hræðilegt að láta hrækja á sig. En það er líka hræði- legt að láta öskra á sig um hábjartan dag. Þú hefur ekki tilverurétt, hel- vítið þitt. Hálfviti. Ógeð. Þetta hefur hræðileg áhrif á sálarlífið. Margrét: Ég held að stór hluti okkar sem erum að vinna hér sé á kvíðalyfjum. Við erum að glíma við einhvers konar kvíða og stundum þunglyndi. Það er þannig séð tak- markað hvað við fáum af aðstoð. Við fáum einn til tvo sálfræðitíma eftir svona atvik. Jóhanna: Mér hefur aldrei verið boðið það en kannski ég athugi málið. Að fá á sig svona svívirðingar og fá svo svona lág laun. Einar: Ég held að það sé verra að vera kona í þessu starfi. En mér var einu sinni hótað lífláti. Þetta var einhver fasteignasali sem öskraði á eftir mér að hann ætlaði að stúta mér. Einu sinni vorum við tveir saman á bíl. Einn þeirra sem fengu á sig gjald elti okkur og keyrði í veg fyrir bílinn okkar til að stöðva okkur. Fólk gengur svo ótrúlega langt. Við fórum til lögreglunnar og gáfum skýrslu þar sem skilaði auð- vitað engu. Margrét: Það hefur bara einu sinni að ég held verið sakfellt fyrir árás á stöðuvörð. Þetta er erfitt. Maður er í samskiptum við einhvern og maður sér það ekki fyrir hvenær mann- eskja er að fara að snappa. Jóhanna: Í Bretlandi var gerð til- raun og lögreglumönnum á götu- vakt úthlutað myndavélum. Það dró stórlega úr árásum og áreitni. En við megum ekki vera með myndavélar, Persónuvernd bannar það alfarið. Minni áreitni á veturna Stöðuverðir eru úti í öllum veðrum og leggja ekki niður störf nema að gefin hafi verið út stormviðvörun og almenningur varaður við að vera á ferð. Jóhanna: Við erum mjög vel útbú- in og fáum hlýjan fatnað þannig að við kippum okkur ekki upp við vond veður. Ég man reyndar eftir því þegar ég var að byrja að eitt haustið lögðust margar lægðir yfir landið trekk í trekk. Held þær hafi orðið 27. Þá vorum við tvisvar eða þrisvar heima við. Þótt við hefðum sett miða á bílrúður þá hefðu þeir bara fokið af. Margrét: Mér finnst veturnir betri árstími. Ég get verið meira klædd, þá sést minna í líkama minn. Þá hríð- fellur kynferðisleg áreitni í minn garð. tvær mínútur eru teygjanlegt hugtak Hver er frumlegasta afsökunin sem þið hafi heyrt? Jóhanna: Það er allt undir sólinni. Mann langar stundum að segja: Fyrir gefðu, en heyrir þú í sjálfum þér? Margrét: Mér finnst stundum eins og fólk sé ekkert frumlegt. Maður fær að heyra það sama aftur og aftur. Ég var bara í burtu í tvær mínútur. Ég var að sækja pening. Jóhanna: Tvær mínútur eru teygjan legt hugtak í okkar starfi. Fólk veit ekki að við göngum taki ekki eftir því og held áfram að bílnum. Þá kemur hann hlaupandi niður til mín og byrjar að öskra og æpa. Þú ert alltaf að skrifa á bílinn minn. Þetta er einkalóðin mín og ég má alveg leggja hér. Hann heldur svona áfram og hrækir svo tvisvar á mig. Það eru tvö vitni að þessu sem koma samt ekki til mín fyrr en hann er farinn. Þeim þykir þetta miður og biðja mig afsökunar fyrir hans hönd. Allan tímann hugsa ég: Af hverju komið þið ekki út að aðstoða mig? Ég kom í vinnuna í sjokki og segi yfirmanni mínum frá því hvað hafi skeð. Þau segja mér að fara heim. Það var samt ákveðið að ég skyldi kæra atvikið. Ég fékk svipuð viðbrögð og hún. Ég fékk hringingu frá lögreglunni daginn eftir. Og sagt að þar sem ég hefði engin vitni þá væri ekk- ert hægt að gera. Ertu ekki sátt? Er þetta ekki bara í fína lagi? spurði lögreglumaðurinn. Ég var hissa og greindi yfirmanni mínum frá sím- talinu. Yfirmaður minn hafði strax samband við lögregluna og ég var þá boðuð í skýrslutöku daginn eftir. Þá sagði hann enn og aftur að ég hefði ekki vitni. Ég ítrekaði að þarna hefðu verið tvö vitni og hann sagðist reyna að tala við annað þeirra. Við- brögðin sem við fáum eru: Æi, byrja þau að væla. Mig langaði svo að benda þeim á að við værum í raun og veru að vinna þeirra vinnu. Létta þeim störfin. En ég þagði. Margrét: Við berum hins vegar fulla virðingu fyrir störfum lögreglu- manna og viljum hafa þá í góðu sambandi við okkur. Við þurfum að geta treyst á þá. Það er mikilvægt að taka fram að það eru alls ekki allir lögreglumenn sem haga sér svona. Það er hræðilegt að láta hrækja á sig. en Það er líka hræðilegt að láta öskra á sig um hábjartan dag. Þú hefur ekki tilverurétt, helvítið Þitt. hálfviti. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Stöðuverðir Orðið stöðumælavörður er ekki notað lengur. Heldur stöðu- vörður. Enda er starf þeirra fjöl- breyttara en að gæta stöðumæla borgarinnar. Stöðuverðir segja frá ofbeldi, lífláts- hótunum, áreitni og algjörri lítils- virðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. Þeir glími margir við mikla vanlíðan vegna framkomu fólks í sinn garð. 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r24 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -F C 2 C 2 1 1 1 -F A F 0 2 1 1 1 -F 9 B 4 2 1 1 1 -F 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.