Fréttablaðið - 13.10.2018, Síða 28

Fréttablaðið - 13.10.2018, Síða 28
Heildarmagn úrgangs á Íslandi árið 2016 var rúmlega milljón tonn. Tæplega 229 þúsund tonnum var fargað en óflokkað heimilissorp var meira en helmingur þess magns. Sorpa sem rekin er af sex sveitar­ félögum á höfuðborgarsvæðinu tók á móti rúmlega 233 þúsund tonnum af úrgangi á síðasta ári sem var tæplega 12 prósenta aukning milli ára og var um helmingur úrgangsins urðaður. Á síðasta ári var magn heimilis­ sorps á hvern íbúa á höfuðborgar­ svæðinu tæp 240 kg. Langstærstur hluti þess eða tæp 190 kg var óflokk­ að sorp, flokkaður pappír var 44,5 kg og flokkað plast rúm 5 kg. Inni í þessum tölum er það sorp sem skilað er í grenndargáma og á endur­ vinnslustöðvar. Sorpa framkvæmir árlega svokall­ aða húsasorpsrannsókn þar sem óflokkað heimilissorp er greint eftir mismunandi efnum. Samkvæmt rannsókn síðasta árs var eldhús­ úrgangur tæplega helmingur óflokk­ aðs heimilissorps eða um 70 kg á íbúa. Plast var tæpur fimmtungur óflokkaðs heimilissorps eða rúm 26 kg á íbúa og pappír um 11 prósent eða 16 kg á íbúa. Af þessu má sjá að hlutfall af plasti sem skilar sér frá heimilum á höfuð­ borgarsvæðinu til endurvinnslu, annaðhvort í grænar tunnur, endur­ vinnslustöðvar eða grenndargáma, er aðeins um 17 prósent. Skýrt skal tekið fram að hér eru undanskildar plastumbúðir sem bera skilagjald en á því sviði hefur náðst mikill árangur og er hlutfallið sem skilar sér til endur vinnslu um 85 prósent. Sé litið til þróunarinnar síðustu ár hefur hlutfall plasts sem skilar sér til endurvinnslu þó aukist. Árið 2015 fór tæpt 31 kg af plasti á íbúa óflokkað í ruslið en aðeins 1,7 kg á íbúa skilaði sér í endurvinnslu. Árið eftir fóru um 28 kg af plasti á íbúa óflokkað í ruslið en 3,7 kg skiluðu sér í endurvinnslu. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram á yfirstandandi ári þótt það sé enn of snemmt að staðfesta það. Húsasorpsrannsókn Sorpu mun fara fram í næsta mánuði og þá mun staðan skýrast. Gyða S. Björnsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni og samfélagsábyrgð hjá Sorpu, segir að það sem af er ári hafi söfnun plasts til endurvinnslu aukist um 50 prósent og nemur magnið um 1.355 tonnum. Á sama tíma hefur blandaður úrgangur frá heimilum sem fer í urðun dregist saman um þrjú prósent. „Það má hugsanlega túlka það sem svo að um aukna umhverfisvitund sé að ræða en það er í raun erfitt að meta það eingöngu út frá heildar­ magntölum. Það er margt sem getur spilað inn í að blandaður úrgangur dregst saman. Það getur verið aukin flokkun, minni neysla vegna auk­ innar umhverfisvitundar eða minni neysla vegna verri efnahags.“ Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Á síðasta ári voru rúmlega 130 þúsund tonn af sorpi urðuð á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Óflokkað plast frá heimilum og fyrirtækjum er urðað. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mismunandi reglur geta gilt milli sveitarfélaga og því er mikilvægt að fólk kynni sér reglurnar á hverjum stað. Þetta á til dæmis við um hvernig meðhöndlun á gleri og málmum er háttað. Sums staðar er boðið upp á tunnur sem hægt er að setja þessi efni í og þau svo flokkuð eftir losun. Annars staðar eru grenndarstöðvar sem taka á móti umræddum efnum. Reyna skal eftir fremsta megni að aðskilja mismunandi efni séu umbúðir samsettar úr fleiri en einu efni. Sé það ekki mögulegt skal flokka umbúðirnar eftir því efni sem mest er af. Það er góð þumalputtaregla að efni telst plast ef það sprettur aftur út ef það er krumpað saman. Þetta á til dæmis við um snakkumbúðir og oft umbúðir utan um kaffi. Hægt er að safna lífrænum úrgangi í sérstök ílát þar sem hann umbreytist í moltu sem er góður jarðvegsbætir. Nokkur góð ráð varðandi flokkunPappír sem er flokkaður hjá Sorpu er sendur til móttöku­aðila í Svíþjóð sem er viður­ kenndur af Úrvinnslusjóði. Um er að ræða fyrirtækið Stena Recycling sem miðlar pappírnum áfram til frekari vinnslu. Í gegnum tíðina hefur pappírinn meðal annars farið í endurvinnslu hjá fyrirtækjum sem framleiða annars vegar dagblaða­ pappír og hins vegar pappírsþurrkur og klósettpappír. Endurvinnsla plasts er flóknari vegna mismunandi tegunda af plasti. Sami móttökuaðili í Svíþjóð og tekur við pappírnum sér um að flokka plastið og koma því í framleiðslu á plastflögum. Markaður með plast er erfiður um þessar mundir þar sem Kínverjar, sem voru stærsti móttökuaðili fyrir plast í heiminum hafa lokað fyrir innflutning á plasti frá öðrum lönd­ um. Þetta hefur valdið því að offram­ boð af plasti er nú á Evrópumarkaði. Gyða S. Björnsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni og samfélagsábyrgð hjá Sorpu, segir að Stena Recycling vinni nú að því að auka getu sína til að endurvinna plast en stærri hluti en áður nýtist nú eingöngu í orku­ endurheimt. „Það er þó klárlega betri kostur en urðun og mikilvægt að halda áfram að flokka plastið þrátt fyrir þetta millibilsástand á mörkuðum.“ Hvað verður um pappírinn og plastið sem er flokkað? Notast verður við urðunarstaðinn í Álfsnesi til ársins 2020 en þá verður tekin í notkun gas- og jarðgerðarstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nokkrar tölur um umfang sorpsins 1 milljón tonna Heildarmagn úrgangs á Íslandi á ári. 229 þúsund tonnum er fargað á ári. 240 kg heimilissorps á hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins. 190 kg af heimilissorpinu voru óflokkuð *2017. *nýjustu tölur eru frá 2016 1 tonn Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heim- ilissorps urðaður. 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -E 3 7 C 2 1 1 1 -E 2 4 0 2 1 1 1 -E 1 0 4 2 1 1 1 -D F C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.