Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018 Á fjögurra ára fresti beinastaugu heimsbyggðarinnar íátt að heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Á þessum umfangs- mesta íþróttaviðburði heims koma saman helstu sparkveldi hverrar heimsálfu í darraðardansi snerpu og knattfimi, þar sem þau keppast um hinn goðsagnakennda HM-bikar, en undir glansandi yfirborðinu hvíla for- dómar, spillingarrannsóknir og flókn- ar landspólitískar deilur sem vekja spurninguna: er HM-bikarinn tákn sameiningar eða spillingar? Áhugavert getur verið að rýna und- ir yfirborðið og brjóta þá óskrifuðu reglu að blanda ekki saman fótbolta og pólitík. Vafasamur samastaður Þótt gestgjafar heimsmeistaramóts- ins í knattspyrnu verði iðulega fyrir talsverðri gagnrýni hefur umfang hennar sjaldan verið í líkingu við um- ræðuna í kringum heimsmeistara- mótið í Rússlandi. Fyrir utan fordóma gegn samkynhneigðum og rasisma sem þykir grassera í rússnesku sam- félagi og ásakanir um ómannúðlegar vinnuaðstæður farandverkamanna í aðdraganda mótsins, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði verið feikinæg ástæða til harðrar gagnrýni, hefur Vladimir Pútín, for- seti Rússlands, einnig sætt gagnrýni vegna meintrar afskiptasemi í banda- rísku forsetakosningunum, stuðnings síns við Bashar al-Assad og hern- aðaríhlutunar Rússa í Úkraínu. Hafa fjölmargar þjóðir auk þess vísað rússneskum diplómötum úr landi á síðustu mánuðum vegna taugaeiturárásar í Salisbury, þar sem eitrað var fyrir fyrrverandi njósn- arann Sergei Skripal og dóttur hans í mars sl., en árásin olli einnig snið- göngu embættismanna sex keppn- isríkja á heimsmeistaramótinu í ár. Mótið í ár er fyrsta heimsmeistara- mótið sem fram fer í kjölfar umfangs- mikillar rannsóknar á spillingu innan FIFA, sem sneri að stórum hluta að vali á gestgjöfum heimsmeistara- mótsins árin 2018 og 2022 sem fór fram með atkvæðagreiðslu FIFA- þingsins í Zürich árið 2010. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar komu mörgum á óvart, þar sem fram- boð Rússlands og Katar báru sigur úr býtum og voru valin fram yfir fram- boð Englands, sameiginlegt framboð Spánar og Portúgal og framboð Bandaríkjanna, sem öll þóttu meira sannfærandi heldur en sigurfram- boðin tvö. Orðrómur um mútuþægni og óhreint mjöl innan FIFA varð til þess að bandaríska alríkislögreglan stýrði rannsókn á málinu sem endaði með handtöku sjö embættismanna FIFA og brottrekstri Sepp Blatter, þáverandi forseta FIFA, úr embætti árið 2015. Langflest ríkin lýðræðisleg Um 80% af ríkjunum sem etja kappi í ár eru lýðræðisleg, þar eru talin ríki sem flokkuð eru sem lýðræðisríki (28%) eða gölluð lýðræðisríki (53%) samkvæmt Lýðræðisvísi Economist, en vísirinn mælir fjölræði, borgara- réttindi, frelsi og stjórnmálamenn- ingu. Er það töluvert hærra en hlut- fall lýðræðislegra ríkja á heimsvísu, þar sem þau eru aðeins um 46%. Aft- ur á móti er 31% ríkja á heimsvísu flokkað sem einræðisríki, en meðal keppenda á heimsmeistaramótinu eru þau aðeins 13%. Aðeins einu sinni í sögu heimsmeistaramótsins hefur sigurvegari keppninnar verið flokk- aður sem einræðisríki, var það árið 1986 þegar Argentína fór með sigur af hólmi. Keppnisþjóðirnar eru að meðaltali langlífari og betur menntaðar en gengur og gerist í heiminum, auk þess að vera töluvert ríkari. Verg landsframleiðsla á mann (GDP per capita) er að meðaltali rétt um 30 þús- und bandaríkjadalir meðal keppn- isríkja, en meðaltalið í heiminum er nær helmingi lægra, tæplega 15 þús- und bandaríkjadalir á mann. Þrátt fyrir það er mikill munur á ríkasta og fátækasta ríki heimsmeistaramóts- ins, landsframleiðsla Svisslendinga á mann er 61.400 bandaríkjadalir, en landsframleiðsla á mann í Túnis er aðeins 1.200 dalir. HM í tölum Sunnudagsblaðið hefur tekið saman ýmsa tölfræði sem varðar keppendur heimsmeistaramótsins, meðal annars yfir meðalmenntun, lífslíkur og fjöl- miðlafrelsi, en hana má finna á kort- inu hér að neðan. Tákn sameiningar eða spillingar? Spilling, fordómar og pólitískar ádeilur hafa varpað skugga á HM í Rússlandi, en mótið sameinar ríki fjölbreyttra menningaheima. AFP Gianni Infantino, forseti FIFA, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, stilla sér upp fyrir myndatöku á FIFA-ráðstefnunni í Moskvu 13. júní 2018. ’ Sama hvaða hefðir við höldum í, færir fótbolti okkur sam- an í eitt lið. Við erum sameinuð í gegnum ást okkar á þess- ari undursamlegu og líflegu íþrótt. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, í opnunarræðu heimsmeistaramótsins. ERLENT PÉTUR MAGNÚSSON petur@mbl.is Verg landsframleiðsla Bandaríkjadalir á mann Heimild: CIA og United Nations Development Programme Túnis Senegal Nígería Marokkó Egyptaland Perú Kólumbía Serbía Brasilía Kostaríka Mexíkó Íran Argentína Úrúgvæ Króatía Panama Rússland Pólland Portúgal Spánn Suður-Kórea Japan England Frakkland Belgía Danmörk Ástralía Þýskaland Svíþjóð Ísland Sádi-Arabía Sviss 1.200 2.700 5.900 8.600 13.000 13.300 14.500 15.200 15.500 17.200 19.500 20.000 20.700 22.400 24.100 24.300 27.900 29.300 30.300 38.200 39.400 42.700 43.600 43.600 46.300 49.600 49.900 50.200 51.300 52.100 55.300 61.400 Lífslíkur við fæðingu Argentína Ísland Króatía Nígería 76,5 82,7 77,5 53,1 Stjórnkerfi Argentína Gallað Lýðræði Ísland Lýðræði Króatía Gallað lýðræði Nígería Blandað stjórnkerfi Meðalmenntun Argentína Ísland Króatía Nígería 9,9 12,2 11,2 6,0 Frelsi fjölmiðla Sæti á heimslista Heimild: RSF Svíþjóð 2 Sviss 5 Belgía 7 Danmörk 9 Kostaríka 10 Ísland 13 Portúgal 14 Þýskaland 15 Ástralía 19 Úrúgvæ 20 Spánn 31 Frakkland 33 England 40 Suður-Kórea 43 Senegal 50 Argentína 52 Pólland 58 Japan 67 Króatía 69 Serbía 76 Perú 88 Panama 91 Túnis 97 Brasilía 102 Nígería 119 Kólumbía 130 Marokkó 135 Mexíkó 147 Rússland 148 Egyptaland 161 Íran 164 Sádi-Arabía 169 Heimild: United Nations Development Programme Lífslíkur við fæðingu (ár) Japan 83,7 Sviss 83,1 Spánn 82,8 Ísland 82,7 Ástralía 82,5 Frakkland 82,4 Svíþjóð 82,3 Suður-Kórea 82,1 Portúgal 81,2 Þýskaland 81,1 Belgía 81,0 England 80,8 Danmörk 80,4 Kostaríka 79,6 Panama 77,8 Pólland 77,6 Króatía 77,5 Úrúgvæ 77,4 Mexíkó 77,0 Argentína 76,5 Íran 75,6 Túnis 75,0 Serbía 75,0 Perú 74,8 Brasilía 74,7 Sádi-Arabía 74,4 Marokkó 74,3 Kólumbía 74,2 Egyptaland 71,3 Rússland 70,3 Senegal 66,9 Nígería 53,1 Meðal- menntun (ár) Sviss 13,4 England 13,3 Þýskaland 13,2 Ástralía 13,2 Danmörk 12,7 Japan 12,5 Svíþjóð 12,3 Suður-Kórea 12,2 Ísland 12,2 Rússland 12,0 Pólland 11,9 Frakkland 11,6 Belgía 11,4 Króatía 11,2 Serbía 10,8 Panama 9,9 Argentína 9,9 Spánn 9,8 Sádi-Arabía 9,6 Perú 9,0 Portúgal 8,9 Íran 8,8 Kostaríka 8,7 Úrúgvæ 8,6 Mexíkó 8,6 Brasilía 7,8 Kólumbía 7,6 Túnis 7,1 Egyptaland 7,1 Nígería 6,0 Marokkó 5,0 Senegal 2,8 Frelsi fjölmiðla Skor (hærri tala=minna frelsi) Argentína Ísland Króatía Nígería 26,1 14,1 28,9 37,4 Stjórnkerfi Lýðræði Gallað lýðræði Blandað stjórnkerfi Einræðisríki Löndin 32 á HM Allur heimur- inn 9 19 57 39 52 4 2 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.