Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018 ÚTTEKT Á dögunum skráðu strákarnir okkar sig í sögu- bækurnar sem fulltrúar minnstu þjóðar í heimi til að spila á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Áhangendur landsliðsins fengu einnig að leggja sitt af mörkum í Rússlandi rétt eins og á EM í Frakklandi sælla minninga. Lagið „Ég er kominn heim“ ómaði af áhorfendapöllunum fyrir leiki auk þess sem hið gamalkunna „HÚH“ rumdi reglulega úr þind bláa hafsins. Það eina sem vantaði var sigurkórinn sem svarar spurningunni „var það ekki?“ með lágu „júúú“ sem magnast síðan upp í öskur og fagnaðarlæti. Næst krakkar, næst. Víkingaklappið er orðið eitt helsta einkenni íslenskrar knattspyrnu út á við. Það þykir segja eitthvað um íslenska áhorfendur og jafnvel eitthvað um liðið sjálft – tengslin, styrkinn og óbilandi trúna. Við erum þó ekki eina þjóðin sem setur mark sitt á mótið með menningarlegum hætti. Hómófóbískir Mexíkóar Mexíkóar eru enn og aftur í vandræðum vegna einnar af sínum ástsælustu knattspyrnuhefðum. Sú felst í því að þeg- ar markmaður andstæðinganna býr sig undir að sparka út rétta áhorfendur fram handleggina, hrista hendurnar og kyrja „eeeeeeeh“ allt þar til útsparkið kemur. Þá æpir skarinn sem einn maður „PUTO“. Orðið sem um ræðir er niðrandi slangur yfir samkynhneigða karlmenn. Ópið er síður en svo nýtt af nálinni og rekur upptök sín til aðdáenda tiltekins félagsliðs í Mexíkó. Síðar breiddist það út um landið þar til það náði til landsleikja. Í undan- keppninni fyrir HM í Rússlandi fengu Mexíkóar tvær við- varanir og tíu sektir fyrir söngvana. Það hafði þó lítil áhrif, enda hljómaði ópið á Levi’s stadium gegn Íslandi og svo aftur í fyrsta leik Mexíkóa á HM, gegn Þýskalandi. Í kjöl- farið ákærði FIFA mexíkóska knattspyrnusambandið og hefur sett þrjá sérfræðinga í að fylgjast með leikjum liðs- ins. Salsa-sjokk Kólumbíumanna Ein skemmtilegustu fagnaðarlæti HM koma frá Kólumbíu- mönnum. Liðið, sem kallað er „Cafeteros“ vegna mikillar kaffiræktunar í Kólumbíu, skoraði aðeins 21 mark í 18 leikj- um sínum í suðuramerísku undankeppninni. Hverju einasta marki var hins vegar fagnað með sérlega glæsilegu mjaðmaskaki sem kallað er „salsa choque“ en hið hand- hæga Google þýðir nafngiftina sem „salsa-sjokkið“. Gul- klæddu gleðipinnarnir munu fyrst hafa tekið upp á því að fagna mörkum með þessum tilteknu salsasporum á HM í Brasilíu 2014. Þau rekja uppruna sinn til borgarinnar San- tiago de Cali, sem er „íþrótta- og salsahöfuðborg“ Kólumb- íu, en eftir að Cafeteros tóku sjokkið upp á sína arma fór það eins og eldur í sinu um landið allt. Umdeildur tvíhöfða örn Ekki eru öll fagnaðarlæti jafnvel séð því tveir leikmenn Sviss, þeir Granit Xhaka og Xherdan Shaqiri, komu sér í vandræði á dögunum þegar þeir fögnuðu mörkum sínum í 2:1-sigri gegn Serbum. Leikmennirnir mynduðu tvíhöfða örn með höndunum í kjölfar markanna, þar sem þumlarnir tákna höfuðið og hinir fingurnir vængina, en örninn sá er merki Albaníu. Fjölskyldur Shaqiris og Xhaka eru báðar albanskar. Þær neyddust til að yfirgefa heimahaga sína vegna ofsókna af hálfu Serba í Kósóvóstríðinu á tíunda áratugnum en litið er á örninn sem merki um andstöðu Kósóvó við ofríki Serba. Árið 2008 lýsti Kósóvó einhliða yfir sjálfstæði sínu, í óþökk Serba. Ísland er meðal þeirra 110 ríkja sem hafa viður- kennt sjálfstæði landsins en þó er enn um mikið pólitískt hitamál að ræða, eins og þeir Shaqiri og Xhaka vita vel. Hvers konar pólitísk skilaboð eru bönnuð á leikvöngum heimsmeistaramótsins. Eftir leikinn neitaði Shaqiri að tjá sig efnislega um málið, enda væri honum óheimilt að tjá sig um pólitík. Shaqiri sagði þó að aðeins hefði verið um hrein- ar tilfinningar að ræða, þær hefðu einfaldlega brotist út. Færri orð hafði hann um skóna sína, sem skörtuðu bæði albanska og svissneska þjóðfánanum. Serbar brugðust afar illa við og sögðu þarlendir fjöl- miðlar um svívirðu að ræða. Eftir miklar umræður innan FIFA varð þó úr að leikmennirnir færu ekki í leikbann fyr- ir athæfið. Þess í stað voru þeir sektaðir um 10 þúsund svissneska franka. Trú, Mo(s) og takkaskór Fjölmargir leikmenn þakka guði þegar þeim tekst að pota boltanum í mark. Oftar en ekki pota kristnir leikmenn fingrum til himins eða jafnvel signa sig en í hinum vest- ræna heimi er sjaldséð að sjá heilu liðin leggjast á bæn. Það á það þó til að gerast þegar t.d. Egyptaland spilar, en egypskir leikmenn fagna mörkum með því að krjúpa og leggja höfuðið á jörðina. Þannig færa leikmennirnir Allah þakkir og almennt reyna þeir að beina höfðinu til heilögu borgarinnar Mekka, þótt þeir virðist stundum eilítið átta- villtir. Helsta stjarna liðsins, Mohamed Salah, hefur þegar vakið athygli hjá félagsliði sínu, Liverpool, fyrir þessa iðju en þar sést hann iðulega leggja hendur sínar saman og fara með heilög vers fyrir leiki. Trúarbrögð Salah hafa þegar orðið áhangendum Liver- pool yrkisefni. Baráttusöngur um Salah hefur náð nokkrum vinsældum og útleggst hann svo: Mo Sa-la-la-la-lah, Mo Sa-la-la-la-la If he’s good enough for you, he’s good enough for me If he scores another few, then I’ll be Muslim too. Sönglandi Senegalar Það eru fleiri en bara Kólumbíumenn sem kunna að dansa því á síðustu dögum hefur myndskeið af dansi Senegala far- ið eins og eldur í sinu um vefheima. Á æfingu rétt fyrir jafntefli sitt gegn Japan hitaði liðið upp með skoppandi hliðar-saman-hliðar-dansi þar sem þeir klöppuðu saman höndum og kyrjuðu baráttusöng, en því miður virðist fáum sögum fara af innihaldi textans. Það þarf svo sem ekki að skilja orðin til að skilja gleðina enda eru brosin á vörum Senegala sérlega smitandi, og þá Fylgjendur Senegal eru með þeim litríkustu á mótinu en liðið féll úr leik eftir 0:1 tap gegn Kólumbíu. Samherjar Mohameds Salah í egypska landsliðinu færa Allah þakkir eftir mark kappans á HM. Menningarlegt krydd í knatt- spyrnuheiminn Heimsmeistaramótið í knattspyrnu snýst um svo margt annað en fótbolta. Pólitík setur svip á mótið að vanda sem og mismunandi hefðir og menning þeirra ólíku landa sem taka þátt í því. Anna Marsibil Clausen anna_clausen@berkeley.edu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.