Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2018
Presti í bænum Estella á Spáni, sem geymdi líkanið,
fannst eftirmynd af dýrlingnum Georg vera komið til ára
sinna. Að sögn bað hann kennara úr bænum um hjálp við
að gera hana upp, en afraksturinn hefur vakið mikla reiði
hjá íbúum bæjarins. Bæjarstjóri Estella hefur krafist
svara um af hverju framkvæmdirnar fóru ekki fyrir bæj-
arráð sem hefði falið verkefnið fagmanni. Sérfræðingar
hafa verið kallaðir til svo meta megi hvort hægt sé að
færa verkið nær fyrra horfi.
Málið minnir óneitanlega á svipað tilvik fyrir sex árum
þegar áttræð kona tók upp á eigið frumkvæði að lagfæra
veðrað málverk af Jesú Kristi. Sú tilraun fór miður vel
og fékk afskræmt málverkið viðurnefnið „apakristur“,
en varð þó vinsælla meðal ferðamanna í kjölfarið.
15. aldar eftirmyndin minnir í dag frekar á Nenna níska úr Latabæ en drekabanann heilagan Georg.
Velviljað skemmdarverk
Misheppnuð tilraun myndlistarkennara til að lappa upp á
helgilíkan af heilögum Georg minnir á svipað atvik fyrir sex árum.
Hinn 1. júlí 1971 greindi Morg-
unblaðið frá því að fram-
kvæmdir væru hafnar við hita-
veitu á Seltjarnarnesi og að
vatnssala myndi hefjast í nóv-
ember sama ár. Að sögn Sigur-
geirs Sigurðssonar, sveitarstjóra
Seltjarnarness, átti fyrirtækið
Hlaðprýði lægsta tilboð í fyrsta
áfangann, vesturhverfið, eða
um 10 milljónir króna. Næstu
áfangar yrðu síðan Lamb-
astaðahverfi og Strandirnar.
Fram kemur að hitaveita Sel-
tirninga sé sjálfri sér nóg með
vatni sem fáist úr borholum á
nesinu og að framkvæmdir við
dælustöð hitaveitunnar við
Lindarbraut séu á vegum
hreppsins.
Sigurgeir sagði að vatnið yrði
ekki selt samkvæmt mæli eins
og tíðkaðist í Reykjavík heldur
færi Seltjarnarnes að fordæmi
Sauðárkróks og Húsavíkur. Þar
væri hemill settur á inntak þar
sem húsráðandi gæti ákveðið
hversu marga lítra hann fengi
og rennslið yrði í samræmi við
það óbreytt allt árið. Áætlaður
heimtaugarkostnaður í meðal-
hús var um 20 þúsund krónur.
GAMLA FRÉTTIN
Hitaveita
Seltirninga
Framkvæmdir við Lindarbrautina. Miðað var við að kyndingarkostnaður
yrði 10% lægri en olíukynding en yrði lækkaður eftir tvö ár.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Peter Sellers
leikari
Júlíus Kemp
kvikmyndagerðarmaður
Ólafur Elíasson
listamaður
DUCA Model 2959
L 215 cm Leður ct. 20 Verð 469.000,-
L 241 cm Leður ct. 20 Verð 495.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
JEREMY Model 2987
L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 415.000,-
L 202 cm Leður ct. 30 Verð 559.000,-
TRATTO Model 2811
L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,-
L 207 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,-
SAVOY Model V458
L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,-
L 223 cm Leður ct. 10 Verð 395.000,-
ETOILE Model 2623
L 200 cm Leður ct. 25 Verð 429.000,-
L 230 cm Leður ct. 25 Verð 465.000,-