Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 15
1.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
uðu miðaverði, meðan flóknara er að spá um
áhrifin af stefnu sem þessari enda snýst hún
meira um hugmyndafræði. Það breytir þó ekki
því að nálgunin er rétt.“
Ræddi við marga kollega
– Þú ræddir við fjölmarga knattspyrnumenn
vegna verkefnisins; varðst nánast eins og blaða-
maður að taka viðtöl við jafningja þína.
„Já, ég ráðfærði mig við þónokkra leikmenn.
Ræddi við menn á borð við Frank Lampard,
Joe Hart og Thierry Henry, en einnig samherja
í belgíska landsliðinu og Manchester City, eins
og Kevin De Bruyne, Jan Vertonghen, Mousa
Dembélé og Romelu Lukaku. Sum sé fjölmarga
leikmenn sem leikið hafa ótrúlegan fjölda leikja
á hæsta getustigi. Það er áhugavert hvað slíkir
menn hafa mikið til málanna að leggja. Upplýs-
ingaöflun af þessu tagi er ekki algeng og allt
snerist þetta um sama málið; jákvæð áhrif
heimavallarins í knattspyrnu og hvernig má
auka þau ennfrekar. Niðurstöður mínar byggj-
ast öðru fremur á samanlagðri reynslu þessara
ágætu manna.“
– Komu leikmennirnir með einhverja áhuga-
verða innsýn fyrir utan þá greiningu?
„Já, margir bentu til dæmis á áhrif þess á
frammistöðuna að hafa fjölskylduna á vellinum.
Það kom mér svolítið á óvart. Ég hafði gert ráð
fyrir því að stuðningsmennirnir og hávaðinn á
völlunum skiptu miklu máli en ekki leitt hugann
að nærveru fjölskyldna leikmanna. Algengara
er að ættingjar séu á heima- en útileikjum. Þeg-
ar maður pælir í því er þetta alveg rökrétt
vegna þess að foreldrar leikmanna hafa í mörg-
um tilfellum tekið virkan þátt í ferli þeirra frá
blautu barnsbeini og lengi býr að fyrstu gerð.
Það eru fjölmargir þættir á bak við forskot
heimavallarins, eins og til dæmis þessi.“
– Hefurðu rætt við einhverja hjá Manchester
City um niðurstöður þínar?
„Nei, allt hefur sinn tíma. Ég er meðvitaður
um hlutverk mitt hjá félaginu og þetta verkefni
vann ég á mínum forsendum, til þess að víkka
sjóndeildarhringinn. Ég lagði af stað með opn-
um huga og ætlaði ekkert endilega í ákveðna
átt en niðurstöðurnar liggja fyrir og með hægð-
inni mun ég skoða hvort þær eiga við í stærra
samhengi.“
Vill fá fleiri að borðinu
– Hefurðu velt fyrir þér hvað þú vilt gera við
niðurstöðurnar á komandi árum?
„Já, ég hef velt því fyrir mér, en það er fram-
tíðarmúsík sem gengur út á að sannfæra fólk
um að fengur sé í þessum niðurstöðum. Í því
sambandi væri æskilegt að fá fleiri en bara eitt
félag að borðinu. Ég legg raunar áherslu á það í
verkefninu að það geti nýst deildinni í heild,
verði rétt að málum staðið.“
– Þannig að þetta er meira fyrir úrvalsdeild-
ina í heild?
„Já, vegna þess að við erum sjónvarpsefni og
þaðan koma mestu tekjurnar en ekki frá fólkinu
sem mætir á leikina. En til þess að hámarka
megi upplifun sjónvarpsáhorfandans þarf and-
rúmsloftið að vera gott bæði á vellinum og í
stúkunni. Þetta helst alltaf í hendur. Með þeim
hætti eykst verðgildi deildarinnar líka, vegna
þess að það þýðir hærri tekjur. Þannig að þegar
upp er staðið get ég ekki séð að þetta hafi nei-
kvæð áhrif á tekjulíkanið.“
Kompany er með fleiri járn í eldinum; hann
er til dæmis að næla sér í þjálfararéttindi og
kemur fyrir vikið annað veifið að þjálfun yngri
liða hjá Manchester City. Knattspyrnustjórnun
kemur vel til greina með tíð og tíma.
Þá er hann með verkefni í gangi á heimaslóð
en árið 2013 hóf hann að fjárfesta í félagi sem
má muna fífil sinn fegri, FC Bleid-Gaume, og
flutti það frá Suður-Belgíu til Brussel og byggði
upp frá grunni. Það eru svo áhangendurnir sem
bera ábyrgð á nýjum litum liðsins, merkinu og
nafninu BX Brussels. Félagið nær raunar utan
um ýmis gildi sem Kompany stendur fyrir sjálf-
ur; að mikilvægast sé að mennta ungmenni, ut-
an vallar sem innan. Um er að ræða félagslegt
verkefni sem á að tryggja börnum í Brussel
tækifæri, óháð efnahag heimilisins, en BX vinn-
ur með ýmsum aðilum, eins og atvinnumiðl-
unum. Verkefnið í heild byggist á reynslu
Kompanys sjálfs.
Ég ann borginni minni
– Af hvaða hvötum sprettur þetta verkefni?
„Ég ann Brussel, borginni minni. Ég veit að
þar eru vandamál en á sama tíma tækifæri. Við
erum að tala um fátækt, atvinnuleysi meðal
ungmenna og skort á tækifærum. Á móti koma
hæfileikar og metnaður til að gera vel. Allt sem
þarf er að vísa krökkunum veginn enda þekki
ég að það getur verið erfitt að losna úr til-
teknum aðstæðum. Við byrjuðum fyrir fimm
árum og verkefninu miðar vel; við höfum náð til
fjölmargra barna. Ég trúi því að við höfum haft
jákvæð áhrif á ungmenni í Brussel. Nýlega
studdum við samstarfsaðila okkar, Actiris, hina
opinberu vinnumálaþjónustu borgarinnar, í við-
leitni þeirra að fá börn til að læra flæmsku. Það
samstarf er mér sérstaklega kært þar sem
móðir mín vann hjá Actiris. Allt snýst þetta um
að skapa tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel. Þeir
sem búa miðsvæðis eru umluktir bæði
flæmsku- og frönskumælandi fólki og þurfa að
hafa vald á báðum tungumálum, til að auka
möguleika sína.“
– Þegar þú varst að vaxa úr grasi talaðirðu
frönsku heima og lærðir flæmsku. Þökk sé
reynslu þinni á erlendri grundu talarðu nú líka
þýsku og ensku. Hveturðu fólk heima til að
læra fleiri tungumál?
„Já, fjöltyngi skiptir sköpum. Að geta talað
tvö, eða jafnvel þrjú eða fjögur tungumál er
mjög gagnlegt í Brussel. Þannig geta krakk-
arnir haft samskipti sín á milli og opnað sig
hverjir fyrir öðrum. Eftir síðustu herferð
skráðu sig fjórum sinnum fleiri hjá Actiris enda
gefur þetta fólki mun betri tækifæri á vinnu-
markaði. Við áttum stóran þátt í því, sem undir-
strikar mikilvægi BX. Þetta verkefni sprettur
af stærri sýn, meiri tilgangi. Það er ekki skjótur
árangur sem vekur áhuga minn. Heldur sagan
á bak við hann.“
Vincent Kompany segir
Belga hafa farið með skýr
markmið inn á HM enda
sé liðið reynslumikið og
hafi aldrei verið betra.
AFP
Kompany rífur Englandsbikarinn á loft í þriðja sinn í vor ásamt félögum sínum í Manchester City.
Arthur Renard er sjálfstætt starfandi
blaðamaður frá Hollandi.