Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 21
Það er notalegt um að litast hjá Olgu Kristjánsdótturklæðskera og yfirmanni saumastofunnar hjá Systr-um & mökum. Hún býr í fallegu einbýli ásamt manni sínum og hafa þau komið sér vel fyrir, enda hafa þau búið þarna í áratug. Olga segist vilja hafa notalegt í kringum sig án þess að það verði of rómantískt og kallar stílinn sinn „grófrómantík“. Olga blandar gjarnan saman gömlum hlutum og nýjum og alls staðar má sjá leirmuni og hlýlega hluti; púða, teppi og bækur. Í borðstofunni stendur gína í afar glæsilegum kjól. „Ég lærði í Danmörku og þetta er kjóll sem ég gerði fyr- ir sýningu þar. Mér finnst gaman að hafa hann uppi og hann minnir mig á námsárin þar,“ segir hún. Hlutir með tilfinningalegt gildi „Af öllum stöðum í húsinu líður mér best í stofunni, mér finnst voða gott að sitja þar þegar ég er ein, með kaffibolla að skoða blöð. Annars er ég ekki mikið kyrr; ég er alltaf á fleygiferð,“ segir Olga. Borðstofuborðið vekur mikla eftirtekt, enda búið til úr gömlu píanói, og ofan í því má finna ýmsa gamla og merka hluti. „Mér finnst borðstofuborðið mitt æðislegt. Þetta er gamalt píanó frá 1980 sem ég keypti úti í Danmörku þegar ég bjó þar og svo ákváðum við að gera það að borðstofu- borði fyrir mörgum árum. Við létum búa til glerplötu hjá Samverki sem var gerð í tveimur hlutum, af því þetta er svo þungt. Okkur fannst þetta bráðsnjöll hugmynd og borðið vekur mikla athygli,“ segir Olga. „Gestir fara gjarnan að skoða ofan í borðið því þetta er minningaborð. Þar ofan í eru gamlir hlutir sem tengjast mér tilfinningalega. Til dæmis eru þarna allir hringar sem maðurinn minn hefur gefið mér, sem ég er hætt að nota. Svo eru þarna gamlir hlutir frá ömmu minni, skírnargjafir og aðrir hlutir sem hafa tilfinningalegt gildi,“ segir Olga. Varð að eignast skápinn Gamall fallegur borðstofuskápur stendur við hlið gínunnar í borðstofunni og er saga á bak við hann. „Hann er líka keyptur í Danmörku en ég sá hann inn um gluggann og ég varð að eignast hann. Ég kunni þarna ekk- ert í dönsku en tókst að prútta hann niður um helming með því skilyrði að ég sækti hann strax. Við fengum lánaða kerru en á meðan við vorum að sækja skápinn kveikti hundurinn minn næstum í húsinu með því að slá eldavél- inni til, og þegar við komum til baka var íbúðin öll í sóti,“ segir Olga og hlær. Dagurinn sem skápurinn var sóttur var því ansi eftir- minnilegur. „Þannig að þessi skápur fer aldrei.“ Svefnherbergið er málað í dökkgráum tónum. Falleg ábreiða, púðar og teikningar setja svip á herbergið. Kjóllinn góði var hannaður á námsárunum í Danmörku og segir hún hann minna sig á gamla og góða tíma. Margir leirmunir prýða heimilið eftir listakonurnar Maríu Ólafsdóttur og Sólveigu Hólmarsdóttur. Minningar geymdar í gömlu píanói Í fallegu húsi í Mosfellsdalnum hafa hlutirnir tilfinningalegt gildi. Olga Kristjánsdóttir klæðskeri vill hafa gamla hluti í bland við nýja og lét búa til borðstofuborð úr gömlu píanói sem vekur mikla athygli. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Þar ofan íeru gamlirhlutir sem tengj-ast mér tilfinn- ingalega. Til dæmis eru þarna allir hringar sem maðurinn minn hefur gefið mér sem ég er hætt að nota. Svo eru þarna gamlir hlutir frá ömmu minni, skírnar- gjafir og aðrir hlutir sem hafa tilfinningalegt gildi. 1.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Í eldhúsinu hanga látlaus en falleg ljós sem passa vel yfir eyjunni. Olga segir þau einfaldlega vera „perur og snúrur“ sem hún keypti í Glóey. Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. Verð gildir til 8. júlí 2018, eða á meðan birgðir endast. afsláttur 60%Allt að

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.