Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018
LESBÓK
POPP Breska söngkonan Dusty Springfield er mörgum
ráðgáta, en frægðarsól hennar reis hæst á sjötta og sjö-
unda áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir mikla velgengni
og vinsældir virðist hún aldrei hafa verið örugg og liðið
vel í eigin skinni. Hún mun hafa efast um eigið ágæti,
glímdi við fíkn og síðar krabbamein og ekki bætti úr
skák að hún hneigðist til kvenna, sem var ekki vel séð á
þeim tíma. Allt er þetta til umfjöllunar í nýjum söngleik
á West End í Lundúnum, sem heitir einfaldlega Dusty.
Af því tilefni rifjar breska blaðið The Telegraph upp
gamalt viðtal við Springfield, sem lést af völdum
krabbameins árið 1999, þar sem hún kveðst frekar hafa
viljað vera lýtalæknir eða myndvinnslukona en söng-
kona. Til þess eins að geta þurrkað út galla fólks.
Söngleikur um Dusty Dusty heitin
Springfield.
KVIKMYNDIR Dýraverndunarsamtökin
PETA hafa hvatt fólk til að sniðganga kvik-
myndina Zoo eftir Colin McIvor á þeirri for-
sendu að lifandi fíll komi við sögu í myndinni.
Hún fjallar um tólf ára dreng sem bjargar
fílsunga úr dýragarði í Belfast í seinni heims-
styrjöldinni eftir að yfirvöld höfðu gefið
fyrirmæli um að dýrunum í garðinum yrði
lógað. Rök PETA eru á þann veg að dýr séu
ekki leikarar og nútímatækni í kvikmynda-
gerð bjóði upp á aðra möguleika en að nota
lifandi dýr og hætta á að meiða þau eða
hræða með bjartri lýsingu og óhljóðum, að
ekki sé talað um allt stressið.
Fíla ekki notkun á lifandi fílum
Úr hinni umdeildu kvikmynd Zoo.
Gunnar Jónsson í baði.
Reynir á Fúsa
RÚV Íslenskt bíósumar heldur
áfram í kvöld, laugardagskvöld, en
þá er á dagskrá kvikmyndin Fúsi.
Hermt er af Fúsa, sem er liðlega
fertugur og býr enn hjá móður
sinni. Hann lifir einföldu lífi og allt
virðist í föstum skorðum. Þegar
ung stúlka og kona á hans aldri
koma inn í líf hans verður það að-
eins flóknara og Fúsi reynir að
gera það besta úr aðstæðum sem
hann er ekki vanur. Aðalhlutverk
leikur Gunnar Jónsson.
STÖÐ 2 Splitting
Up Together kall-
ast nýir gaman-
þættir með Jennu
Fischer og Oliver
Hudson sem sýnd-
ir eru á sunnu-
dagskvöldum.
Fischer og Hudson
leika fráskilið par
sem freistar þess að búa saman eft-
ir skilnað í stað þess að búa hvort á
sínum staðnum og láta börnin flytja
á milli vikulega. Eðlilega getur
þetta fyrirkomulag verið krefjandi
á köflum, fullt af óvæntum og bráð-
fyndnum uppákomum og fyrir þeim
er þetta svo sannarlega lærdómsrík
reynsla. Ellen DeGeneres er einn
framleiðandi þáttanna.
Sundur saman
Jenna
Fischer
RÁS 2 Hjónin Róbert Marshall og
Brynhildur Ólafsdóttir fjalla um
allt sem snýr að hreyfingu, útivist
og áskorunum í þættinum Útivarp á
sunnudag kl. 11.02. Ætlunin er að
kafa dýpra í eilífðarviðfangsefni
alls útivistarfólks eins og þjálfun,
næringu, áskoranir, gönguleiðir,
áfangastaði og fjöll með sérstakri
áherslu á hetjuskap og hrakn-
ingasögur.
Brynhildur Ólafsdóttir fjölmiðlakona.
Útivarp
Mér er sagt að þetta minnisvolítið á grönsrokk ogannað sem var í gangi
snemma á tíunda áratugnum. Ég
veit ekki hvað það þýðir í raun og
veru en það er alveg óhætt að segja
að við séum af gamla skólanum í
rokkinu; miklir The Who- og Cap-
tain Beefheart-menn, þó að við
náum ekki að komast með tærnar
þar sem þau mikilmenni hafa hæl-
ana.“
Þannig lýsir Þröstur Árnason,
forsprakki flunkunýrrar rokk-
sveitar, sem kallar sig Kólumkilli,
stefnunni sem sveitin aðhyllist en
fyrsta platan, Untergang Blues,
kom út á dögunum.
Spurður hvort hjartað ráði för
svarar Þröstur: „Vonandi. Það er
alla vega mikil gleði í því fólgin að
framleiða þetta efni og til þess er
leikurinn einmitt gerður.“
Hann viðurkennir að hugmyndin
hafi undið upp á sig. „Þetta byrjaði
þannig að við Hrannar Ingimarsson,
sem einu sinni var í hljómsveitinni
Ske, fórum að leika okkur að setja
saman einhverja búta og síðan bætt-
ust inn í mengið Paul Maguire,
trommuleikari sem komið hefur víða
við, og Arnar Hreiðarsson, bassa-
leikari sem áður var meðlimur í
Hljómsveitinni Ég og The Bee Spid-
ers. Lögin urðu til, eitt af öðru, og að
því kom að við ákváðum að slá til og
gefa út plötu. Það er miklu einfald-
ara að gefa út efni en áður var; mað-
ur þarf ekki nauðsynlega að bóka
rándýrt stúdíó,“ segir Þröstur en
Hrannar stjórnaði upptökum og
hljóðblöndun.
Þess má geta að Paul Maguire
hefur meðal annars leikið sem
sessjónmaður með sveitum á borð
við The Zutons og REM. Hann hóf
feril sinn hins vegar með Liverpool-
sveitinni The Stairs en býr nú á Ís-
landi. „Til að byrja með trommaði ég
sjálfur en þegar meiri alvara komst í
spilið höfðum við samband við Paul
og honum leist nógu vel á þetta til að
slást í hópinn,“ segir Þröstur.
Eimyrja nútímalífsins
Platan kemur út á öllum helstu efn-
isveitum, eins og Spotify.com og
GooglePlay, auk eitt hundrað ein-
taka á 180 gramma vínil, sem fram-
leidd eru af Íslendingi í Kaupmanna-
höfn, Guðmundi Erni Ísfeld, og
nýrri útgáfu hans, RPM Records.
Untergang Blues er að nokkru
leyti þematengd plata en orðið „Unt-
ergang“ er þýska og merkir hrun
eða endalok. Í kynningu sem Þröst-
ur sendi Sunnudagsblaðinu segir að
platan sé hóflega alvörugefin heims-
endaspá þar sem Kólumkilli býður
hlustendum að stíga inn í diskótek
sitt og svífa í gegnum eimyrju nú-
tímalífsins við skyggðan himin eins
og tákn í listaverki, þar sem grúvið
er þéttara en tennurnar í Richard
Kiel.
Beðinn að útskýra þetta nánar
segir hann: „Þetta er draumkennd
fabúlering sem kviknaði út frá mar-
tröð sem ég fékk um árið og tengdist
geitungabúi í garðinum hjá mér. Í
martröðinni bjuggu alls kyns fígúrur
í geitungabúinu og ég var mjög sleg-
inn yfir því að því skyldi vera eytt
áður en ég fékk rönd við reist. Þegar
geitungabú hafa verið opnuð blasir
við manni svo mikill strúktúr og feg-
urð að maður varla trúir því. Annars
er þetta bara eins og hvert annað
módernískt ljóð; hver verður að
túlka fyrir sig. Þegar maður er að
gutla á gítar vantar alltaf einhverjar
línur með.“
Þröstur útilokar ekki
að einhver laganna teng-
ist efnahagshruninu á Ís-
landi enda séu þau „lam-
in saman“ í kjölfar þess.
„Menn voru ennþá að
gera þetta upp á þeim
tíma og eru sjálfsagt enn.
Ætli hrunið komi ekki við
sögu, beint og óbeint.“
Kólumkilli: Arnar Hreiðarsson,
Hrannar Ingimarsson, Þröstur
Árnason og Paul Maguire.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nafn hljómsveitarinnar, Kól-
umkilli, er tekið úr Sjálf-
stæðu fólki eftir Halldór Lax-
ness en þar er hermt af
samnefndum írskum munki
sem ku eiga sér fyrirmynd í
veruleikanum. Kallar hann
bölvun yfir land og þjóð. „Ég
er íslenskukennari í fram-
haldsskóla og manni fannst
óhugnanlegt hvað bókin kall-
aðist á við hrunið. Það er allt-
af gaman að skoða hlið-
stæður,“ segir Þröstur.
Spurður um eftirfylgni við
plötuna upplýsir Þröstur að
Kólumkilli hafi þegar tekið
nokkur gigg á Dillon í vetur.
„Vonandi getum við gert
eitthvað meira en
við erum fjöl-
skyldumenn og
tíminn stundum
af skornum
skammti. Þetta
er fyrst og
fremst til gam-
ans gert.“
Nafnið sótt í
Sjálfstætt fólk
Martröð um geitungabú
Kólumkilli nefnist ný rokksveit sem sent hefur frá sér sína fyrstu plötu, Untergang Blues. Um er
að ræða hóflega alvörugefna heimsendaspá sem á rætur að rekja til martraðar um geitungabú.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is