Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 24
HEILSA Fólk kemst mjög langt með góða fótaheilsu ef það skolar af fótum á hverj-um degi og man að þurrka sér vel á milli tánna og klippa táneglurnar. Ekki
er þó verra að hafa nóg af hælsærisplástrum og sárakremi með í ferðalög.
Einföld umhirða gulls ígildi
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018
Veldu garða og
göngugötur. Það
skiptir máli hvar þú
þrammar í sumar.
Farir þú í stórborg-
arferð skaltu frek-
ar þræða litlar sæt-
ar götur og
almenningsgarðana
en umferðaröng-
þveiti eins og Ox-
ford Street. Rann-
sókn sem birtist í
vísindaritinu Lan-
cet fyrir nokkrum
mánaðum leiddi í
ljós að heilsufars-
legur ávinningur sé
enginn af því að
fara í göngutúr ef
gengið er í meng-
uðu andrúmslofti
og þreytir fólk fyrr.
Getty Images/iStockphoto
Þraukaðu þrammið
Framundan er sumar fullt af göngu, í íslenskri náttúru, stórborgum
og á ýmsum sumarleyfisstöðum. Það er hundleiðinlegt að endast
aðeins hálfan dag því fæturnir eru að drepa þig. Hér eru nokkur ráð
til að koma sér í gegnum sumarþramm um allar trissur.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Aldrei kaupa skó
fyrir hádegi. Best
er að kaupa skó síð-
degis en fætur
þrútna yfir daginn og
eru meiri um sig síð-
degis en á morgnana.
Því er best að kaupa
skóna þegar þeir eru
mestir um sig svo að
þeir séu alltaf sem
þægilegastir.
Geymdu skóna í þurrki. Þegar heim er komið skaltu geyma skóna í mjög
þurri vistarveru og lokaðar skóhirslur eru ekkert sérstakar til þess. Skórnir
þurfa að þorna vel því sviti dagsins liggur í þeim og svalirnar eru bestar ef það
er ekki skýfall úti, jafnvel að hengja þá út á snúru.
Teygðu eftir hverja einustu gönguferð. Það er lúmskt
álagið sem ganga er og þótt þú finnir ekki fyrir því strax getur
fótaórói gert vart við sig síðar um kvöldið. Teygðu vel á kálf-
um sérstaklega.
Út með vondu skóna. Það er ekki útlitsins virði að vera á
ferðalagi í vondum skóm. Slepptu flatbotna plastskónum við
sundlaugarbakkann, flatbotna ballerínuskóm, támjóum skóm, of
háum hælum og ekki vera í of gömlum skóm.
Fjárfestu í vönduðum sandölum með góðum höggdeyfum til að
vera í á daginn og hafðu flottu spariskóna líka gönguvæna.
Sólarvörn. Flestir muna að
bera á sig sólarvörn en fæt-
urnir vilja gleymast en þeir
brenna oft frekar því þeir eru í
og úr vatni og sjó.
Aumar hásinar. Margir finna fyrir eymslum í hásinum á sumrin
eftir göngur upp í móti. Til að styrkja hásin er gott að tylla sér á
tær þrisvar í röð og halda aðeins í hvert skipti. Þessi aðferð er betri
en sú að láta sig síga í tröppu á tánni. Minnkið göngu upp á við séu
hásinarnar mjög aumar og ekki vera á mjög flatbotna skóm.
Hugaðu sérstaklega að börnunum. Aldrei eru börn á
meiri hreyfingu en yfir sumartímann og er því sérstaklega
hætt við að misstíga sig og snúa. Lykilatriðið er, ef eitthvað
kemur fyrir, að kæla strax með köldum bakstri í 20 mínútur,
taka af í 20 mínútur og endurtaka þetta í um 3 klst. Ekki
leggja heita bakstra á verkinn. Svo má leggja kaldan bakstur
næstu daga nokkrum sinnum yfir daginn. Það er ekki verra að
hafa teygjubindi með í ferðalagið því það getur verið gott að
nota það fyrstu dagana, bara ekki hafa það of þétt.
Lítill bolti.
Það er mjög auðvelt að pakka
litlum bolta í ferðatöskuna og nota
hann til að nudda ilina á kvöldin.
Hafið hann mátulega harðan og
standið í báða fætur meðan þið
rúllið til skiptis boltanum fram
og til baka undir ilinni.