Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 12
Í PRÓFÍL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018
Hulda B. Ágústsdóttir Margrét Guðnadóttir
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
TUNGLIÐ Að morgni 16. júlí 1969 var geim-
flauginni Apollo 11 skotið út í geiminn. Um
borð voru geimfararnir Buzz Aldrin, Neil
Armstrong og Michael Collins. Flaugin lenti á
tunglinu fjórum dögum síðar, hinn 20. júlí 1969.
Armstrong tilkynnir mönnum heima á jörðinni
að Örninn sé lentur en tunglferjan var nefnd
Örninn eftir skallaerninum á merki leiðangurs-
ins, þjóðartákni Bandaríkjanna.
Næsta dag steig Armstrong fyrstur á tunglið
en Aldrin um það bil fimmtán mínútum síðar.
Það hafði verið ósk Aldrins að fara fyrstur en sú
ákvörðun var ekki í höndum geimfaranna held-
ur var það fremri lúga tunglferjunnar sem réð
því og staðsetning geimfaranna í flauginni.
Þótt Aldrin hafi ekki verið fyrstur til að stíga
fæti á tunglið var hann þó fyrstur manna til að
hafa þvaglát á því ef marka má orð hans í heim-
ildarmyndinni In the Shadow of the Moon frá
árinu 2007. Þá sagðist hann hafa lent í dálitlum
vandræðum með að komast aftur um borð í
geimflaugina en það tókst að lokum.
Buzz Aldrin segist hafa tekið pissupásu á tunglinu enda ekki
hlaupið að því að komast á salerni þar.
Reuters
Örninn er lentur
Edwin Eugene Aldrin Jr., fæddist í New Jersey í Bandaríkjunum 20.janúar 1930. Hann fékk nafnið Buzz viðurkennt sem eiginnafn árið1988 en það hafði verið gælunafnið hans frá barnsaldri þegar eldri
systur hans gátu ekki borið fram „brother“ (ísl. bróðir) og sögðu þess í stað
„buzzer“. Það var svo stytt í Buzz.
Aldrin útskrifaðist úr West Point-herskólanum með þriðju hæstu einkunn
með BS-gráðu í vélaverkfræði. Hann var liðsforingi í bandaríska flughernum
í Kóreustríðinu og flaug 66 ferðir í bardaga. Hann skaut niður tvær Mikoyan-
Gurevich MiG-15-vélar og vakti mikla athygli þegar hann náði ljósmynd af
því þegar sovéskur flugmaður skaut sér út úr laskaðri vél sinni og birtist
myndin í Life-tímaritinu.
Í janúar 1963 lauk Aldrin doktorsgráðu í geimvísindum og í ritgerð sinni
sagði hann m.a. að hann vonaðist til að fá tækifæri til að fara út í geim. Hann
sótti tvisvar um sem geimfari en það var ekki fyrr en í
þriðju tilraun, í október 1963, sem hann var valinn í
geimferðahóp NASA.
Það var svo 20. júlí 1969 sem Aldrin lenti á tunglinu
ásamt Neil Armstrong og þeir urðu þar með fyrstu
mennirnir til að ganga á tunglinu.
Aldrin lét af störfum hjá NASA í júlí 1971 og tók við
sem liðsforingi í skóla flughersins í Kaliforníu og starf-
aði svo í stjórnunarstöðu hjá flughernum. Vandamál í
hans persónulega lífi bundu enda á framann, en hann
hefur bæði barist við þunglyndi og áfengissýki eins og
greint er frá í ævisögum hans, Return to Earth, sem
kom út árið 1973, og Magnificent Desolation frá árinu
2009. Er sú barátta sögð hafa byrjað eftir að hann sneri
frá tunglinu.
Báðir foreldrar hans frömdu sjálfsmorð og hefur
Aldrin sagt að líklega hafi hann erft þunglyndið frá
þeim. Móðir hans lést árið 1968, ári áður en Aldrin steig
fæti á tunglið.
Aldrin hefur gifst þrisvar sinnum. Hann giftist Joan
Archer árið 1954 og eignaðist með henni þrjú börn,
James, Janice og Andrew. Þau skildu árið 1974 en ári
síðar giftist Aldrin Beverly Van Zile og voru þau gift í
þrjú ár. Árið 1988 giftist hann Lois Driggs Cannon en
skildi við hana 2011.
Þunglyndi
tunglfarinn
Buzz Aldrin reffilegur í geimfara-
búningnum. Búningurinn
hefur verið til sýnis á
safninu National Air
and Space Museum í
Washington D.C.
í Bandaríkjunum
frá árinu
1971.
Buzz Aldrin steig á tunglið 21. júlí 1969 ásamt Neil
Armstrong. Eftir komuna aftur til jarðar tók við þung-
lyndi og áfengissýki, sem batt enda á starfsferil Aldrins.
Reuters
KÆRUMÁL Aldrin hefur höfðað
mál gegn tveimur barna sinna, Ja-
nice og Andrew, sem hann sakar
m.a. um rógburð og að hafa eytt
peningum hans í vitleysu. Þá hafi þau
eyðilagt ástarsambönd fyrir honum.
Börnin hafa farið fram á að taka
við fjármálum og umsjá föður síns
þar sem honum sé farið að förlast af
elli.
Í apríl síðastliðnum lét Aldrin
öldrunargeðlækni gera á sér próf. Í
yfirlýsingu sem læknirinn sendi lög-
fræðingi Aldrin segir m.a. að niður-
staðan hafi verið afar góð miðað við
hans aldur og Aldrin sé fullfær um að
sjá um sig sjálfur.
Fullfær
eða elliær?
Öldrunargeðlæknir segir Aldrin vera í toppformi og geta séð um sig sjálfur.
Ljósmynd/Gage Skidmore
UPPSPUNI Þann 9. september
2003 var Aldrin lokkaður á
hótel í Beverly Hills undir því
yfirskini að hann væri að fara
í viðtal við japanskan barna-
þátt um geiminn. Þegar á hót-
elið kom tók myndatökulið á
móti honum ásamt Bart
Sibrel, sem hefur haldið því
fram að Apollo-leiðangurinn
sé uppspuni frá rótum.
Sibrel krafðist þess að Aldrin
myndi sverja við Biblíuna að
hann hefði logið því að hafa geng-
ið á tunglinu. Eftir að hafa kallað
Aldrin lygara og hugleysingja upp-
skar hann kjaftshögg frá Aldrin.
Vitnum bar saman um að Sibrel
hefði ögrað Aldrin mjög og potað
í hann með Biblíunni.
Af þessu urðu engin eftirmál
þar sem Sibrel sakaði ekki og
Aldrin var ekki á sakaskrá.
Bart Sibrel trúir því ekki að Aldrin
hafi stigið fæti á tunglið.
’Báðir foreldrar hans frömdusjálfsmorð og hefur Aldrin sagt aðlíklega hafi hann erft þunglyndið fráþeim. Móðir hans lést árið 1968, ári
áður en Aldrin steig fæti á tunglið.
AP
Fótspor á
tunglinu eða
sviðsetning?
Hasar á hóteli