Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 37
1.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
SJÓNVARP Russell Crowe mun fara með hlutverk sjón-
varpsmógúlsins Roger Ailes í nýjum þáttum sem Show-
time gerir. Byggja þeir á bókinni Háværasta röddin í
herberginu (The Loudest Voice in the Room) eftir Gabr-
iel Sherman, þar sem risi og falli Ailes er lýst, en hann
stofnaði Fox-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum og réði
þar ríkjum um árabil, þangað til hann var látinn fara
vegna ásakana fjölda kvenna um kynferðislega áreitni.
Þeirra á meðal var Gretchen Carlson, sem lengi var eitt
af þekktustu andlitum stöðvarinnar. Ailes neitaði alltaf
sök en hann sálaðist á síðasta ári, 77 ára að aldri, eftir
að hafa dottið á baðherberginu á heimili sínu. Íslands-
vininn Russell Crowe þarf ekki að kynna en þetta verð-
ur fyrsta stóra hlutverk hans í bandarísku sjónvarpi.
Crowe leikur Ailes
Crowe er orðinn
býsna loðinn í framan.
AFP
SJÓNVARP Þeir sem fletta bresku blöð-
unum reglulega hafa væntanlega ekki farið
varhluta af þætti sem kallast Love Island og
virðist, af umfjöllun að dæma, slaga upp í HM
í knattspyrnu í áhorfi. Um er að ræða stefnu-
mótaþátt sem hefur fengið ákúrur fyrir að
hleypa eingöngu hvítu fólki að. Þess vegna
sætti það tíðindum þegar fyrsti svarti þátt-
takandinn mætti til leiks, kona sem heitir því
ágæta nafni Samira Mighty. Ekki fór það þó
björgulega af stað en The Guardian gerir sér
mat úr því að Mighty hafi verið seinust til að
„maka sig upp“ í síðasta þætti, og það með
einhverri nýliðatusku, Sam að nafni.
Vilja litríkari stefnumótaþátt
Samira Mighty á erfitt uppdráttar í Love Island.
ITV2
Leikkonan Heather Lockleará ekki sjö dagana sæla enhún komst tvisvar í frétt-
irnar á jafnmörgum dögum í vik-
unni. Fyrst eftir að hún var hand-
tekin fyrir að beita laganna verði
ofbeldi og síðan fyrir að hafa verið
lögð inn á spítala vegna gruns um
ofneyslu lyfja af einhverju tagi.
Locklear hefur um langt skeið
glímt við þunglyndi og kvíða og
nokkrum sinnum komist í hann
krappan vegna lyfjaneyslu undan-
farinn áratug.
Árið 2008 hringdi maður, sem
kvaðst vera læknir Locklear, í
neyðarlínuna og tilkynnti að hann
óttaðist að leikkonan hygðist
svipta sig lífi. Þegar bráðalið bar
að garði hafnaði Locklear þessu
með öllu. Sama ár var hún svipt
ökuréttindum og dæmd í skilorðs-
bundið fangelsi fyrir að aka undir
áhrifum lyfseðilsskyldra lyfja.
Árið 2012 var leikkonan flutt á
spítala eftir að systir hennar gerði
neyðarlínunni aðvart. Þá hafði
hún, að sögn, blandað lyfjum og
áfengi ótæpilega saman. Upplýst
var daginn eftir að Locklear væri
ekki lengur í lífshættu.
Í febrúar á þessu ári var Lock-
lear handtekin á heimili sínu eftir
að hún gekk í skrokk á þremur
lögreglumönnum. Þeir voru þang-
að komnir að beiðni bróður leik-
konunnar sem óttaðist að rifrildi
hennar við unnusta sinn, kapp-
aksturshetjuna Chris Heisser, gæti
farið úr böndunum. Heisser var þá
á bak og burt en var handtekinn
nokkrum klukkustundum síðar
vegna gruns um ölvun við akstur.
Heather Locklear er 56 ára
gömul. Hún sló fyrst í gegn sem
Sammy Jo Carrington í sápuóper-
unni Dynasty á árunum 1981-89.
Þaðan lá leiðin í aðra vinsæla ser-
íu, Melrose Place, 1993-99, og var
Locklear í fjórgang tilnefnd til
Golden Globe-verðlaunanna fyrir
túlkun sína á Amöndu Woodward.
Hún lék einnig við prýðilegan
orðstír í gamanþáttunum Spin
City frá 1999 til 2002 og bætti þar
tveimur Golden Globe-tilnefn-
ingum til viðbótar í safnið.
Locklear gekk ung að eiga
trymbilinn alræmda úr málm-
bandinu Mötley Crüe, Tommy
Lee, en þau skildu árið 1993. Ári
síðar giftist hún öðrum rokkara,
Richie Sambora, gítarleikara Bon
Jovi. Árið 1997 ól hún sitt eina
barn, dótturina Övu Elizabeth
Sambora. Synd væri að segja að
þau Sambora hafi skilið í góðu ár-
ið 2006 en erjur þeirra um for-
ræði, skiptingu búsins og fleira
rötuðu reglulega á síður blað-
anna. Eftir þau ósköp tók Locklear
saman við gamlan meðleikara úr
Melrose Place, Jack Wagner, og
trúlofuðu þau sig árið 2011 en
slitu trúlofuninni skömmu síðar.
Seinustu ár hafa, eins og fram
hefur komið, verið Heather Lock-
lear erfið. Vonandi nær hún sér
fljótt á strik aftur.
Heather Locklear og Hilary Duff í kvikmyndinni The Perfect Man árið 2005.
Reuters
HREMMINGAR HEATHER LOCKLEAR
Langvarandi lyfjamis-
notkun og vanlíðan
Locklear og Richie Sambora meðan
allt lék í lyndi. Þau eiga saman dóttur.
Reuters
Frægt er að liðsmenn kaliforníska þrassbandsins
Slayer eru annálaðir áhugamenn um hryllingsmyndir
og byggja gjarnan texta sína á hvers konar ófögnuði.
Er þó ekki heldur langt gengið að ferðast með konu-
höfuð yfir hálfan hnöttinn og stilla því upp í sviðs-
vængnum á Valhallarsviði Secret Solstice-hátíðar-
innar? Eða fylgir búkurinn jafnvel með og konan þá
komin á gapastokkinn? Hver átti þá að hálshöggva
hana og hvenær? Meðan Raining Blood var spilað?
Satt best að segja vekur þessi ljósmynd, sem Árni
Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók á laugar-
dagskvöldið var fleiri spurningar en svör. Og hvers
vegna er Gary Holt gítarleikari, Garðar í Holti, svona
afslappaður? Hvers vegna fyllist hann ekki óhug? Er
hann með stáltaugar? Afhöfðaði hann jafnvel konuna
sjálfur og hafði höfuðið með í handfarangri til lands-
ins? Hverjir voru á vakt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
þegar Slayer kom til landsins? Er þetta jafnvel höfuðið
á Maríu heitinni Antoinette? Skýringar sendist þegar í
stað á netfangið orri@mbl.is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
UNDARLEG UPPÁKOMA Á TÓNLEIKUM SLAYER
Hvað er á seyði, yfir höfuð?