Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 34
LESBÓK Kristinn Sigmundsson söngvari og Anna Guðný Guðmundsdóttir pí-anóleikari flytja íslensk og erlend sönglög á stofutónleikum Gljúfra-
steins sunnudaginn 1. júlí kl. 16, m.a. lög við ljóð Halldórs Laxness.
Sönglög á Gljúfrasteini
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018
Tónlistarmaðurinn Borko eða Björn Krist-jánsson gaf í byrjun júní út tónlist semhann samdi við dansverk eftir Báru Sig-
fúsdóttur og ber tónverkið titilinn The Lover –
Music for Dance. Dansverkið sjálft var frum-
sýnt í Brussel í mars 2015 og sýnt í júní sl. á
Listahátíð í Reykjavík.
Borko, sem nam raftónsmíðar í Hollandi, hef-
ur gefið út tvær sólóplötur: Celebrating Life
(2008) og Born to be Free (2012), auk þess sem
hann hefur samið tónlist fyrir ýmis sviðsverk
ásamt því að koma reglulega fram með hljóm-
sveitinni FM Belfast.
Samhljómur í samtalinu
– Hvernig kon samstarf ykkar Báru til?
„Árið 2006 var Bára í Listaháskólanum og
vinur minn Gunnlaugur Egilsson, dansari og
danshöfundur, var að vinna verk með bekknum
hennar Báru. Hann fékk mig til að gera músík
fyrir það og síðan þá var hún búin að vera með
það á bak við eyrað að vinna með mér. Átta ár-
um síðar, þegar ég bjó á Drangsnesi, fékk ég
upphringingu frá henni.“
– Hvernig var sköpunarferlið?
„Miðað við það sem maður er vanur úr leik-
húsunum hérna heima var þetta langt ferli.
Bára hafði samband við mig heilu ári fyrir
frumsýningu. Ég fór rólega að lauma að henni
hugmyndum en fékk voða lítil viðbrögð. Það var
svo ekki fyrr en við vorum saman í residensíu í
Brussel haustið 2014 sem hlutirnir fóru að ger-
ast. Fyrsta daginn ræddum við saman í marga
klukkutíma. Hún sagði mér frá verkinu og hvað
hún sem hreyfilistakona hefði verið að pæla og
viljað prófa. Ég sagði henni hvaða áskorunum
ég hafði staðið frammi fyrir sem tónlistarmaður
og hvaða skref mig langaði að taka. Það var
mikill samhljómur í því sem við vorum að tala
um. Morguninn eftir þegar hún var að hita upp
og ég að tengja græjurnar og spila eitthvað
smá, þá bara fæddist eitthvað og þannig varð
tónlistin í grunninn til mjög hratt. Hún úti á
gólfi og ég að impróvísera og leika mér með
henni.
Bára er inni í tónlistinni
Hluti af tónlistinni er þannig unninn að ég gerði
hljóðupptökur og manipúleraði þær og tók upp
Báru sjálfa. Þetta var gamalt klaustur sem við
vorum í í residensíunni. Frammi á gangi var
rosafalleg akústík, mikið bergmál, og þar lét ég
Báru syngja, flauta og klappa og við tókum upp
alls konar þar þannig að hún er inni í tónlistinni
líka. Ég kom svo aftur út til hennar í janúar, og
þá voru bæði dansinn og tónlistin mjög langt
komin og við vorum meira að fínstilla tímasetn-
ingar og svona.“
– Verkið fjallar um togstreitu manns og nátt-
úru, sköpun og eyðilegging. Hvernig túlkarðu
þetta í verkinu?
„Tónlistin er mjög mínímalísk og með mjög
hægri og lágstemmdri framvindu, en í grunninn
vildi ég taka viss einföld element og smám sam-
an afbyggja þau. Eins og maðurinn hefur gert
við náttúruna, og náttúran afbyggir mannanna
verk líka ef hún fær tíma og frið til þess.“
– Heyrir maður það í tónlistinni?
„Nei áreiðanlega ekki! Þetta var fagurfræði-
lega mótífið þegar ég var að vinna músíkina fyr-
ir verkið og maður getur heyrt það ef maður
vill, en ég held að tónlist sem slík sé bara mjög
abstrakt form sem í rauninni stendur sjálft og
þarfnast ekki neins konkret, eins og önnur list-
form gjarnan gera.“
Samtal þess sjónræna og hljóðræna
– Eru dansinn og tónlistin þín tvö sjálfstæð verk
sem kallast á eða hvernig er það?
„Ég væri sennilega ekki að gefa þetta út
nema af því að mér finnst tónlistin standa án
dansverksins. En þetta er náttúrlega samtal
milli þess sjónræna og hljóðræna. Og ég held að
okkur hafi tekist mjög vel upp af því að þeir
grunnþættir sem ég er að vinna með í músíkinni
eru að mörgu leyti þeir sömu og Bára er að
vinna með í hreyfingunum; einhvers konar hæg
uppbygging úr litlum atriðum. Við vorum bæði
á því að leyfa áhorfandanum og áheyrandanum
að sökkva sér inn í verkið til þess að sjá það í
rauninni og heyra. Maður getur ekki skýrt það í
gegnum tónlistina; þú þarft að leyfa þér að fara
inn í hana og leyfa henni að tala við þig. Sama
með hreyfingarnar hennar Báru í verkinu; hún
hreyfir vissan líkamspart svo maður sér varla
sér hreyfinguna en smám saman öðlast líkams-
parturinn líf.“
Að standa með hugmyndum sínum
– Hvernig fílarðu sem tónlistarmaður að semja
fyrir leikhús og dans?
„Mér finnst það yfirleitt alveg hrikalega gam-
an. Maður hefur samhengi til að semja inn í í
stað þess að vera með autt blað frá grunni. Mað-
ur getur leikið sér að því búa til ákveðnar vinnu-
og leikreglur til þess að skapa músíkina innan;
stíl, hljómheim og hljóðfæri sem maður velur að
nota. Fyrir utan það er maður líka með deadline
sem er alveg rosalega gott. Þá verður maður að
gjöra svo vel og standa með hugmyndunum sín-
um og trúa á þær, fylgja þeim eftir og klára
þær. Í staðinn fyrir að vera einn að gaufa uppi í
stúdíói að gera sitt eigið getur maður alltaf farið
í að rífa hugmyndirnar sínar niður og taka sér
alltof langan tíma í að vinna úr þeim.“
– Hver er mesta áskorunin við að semja tón-
list við dansverk?
„Hm … ég veit það ekki, bara að gera góða
tónlist! Er það ekki alltaf mesta áskorunin sem
maður stendur frammi fyrir sem tónlistar-
maður? En auðvitað þarf maður að fíla list-
formið dans til að geta komið inn í svoleiðis verk
af heilindum. Dansinn sem slíkur er líka að
mörgu leyti skemmtilegri en leikhúsið, því mað-
ur er ekki bundinn af texta, framvindu eða per-
sónuþróun, heldur er dansformið sem slíkt svo-
lítið abstrakt. Þess vegna tala tónlistin og
dansinn svo vel saman.“
Ást í góðum listaverkum
– Hvernig ætti maður helst að njóta verksins?
„Ég held að það sé bara að gefa sér tíma og
helst með heyrnartól. Ekki hlusta á þetta á
meðan maður er að ryksuga. Það er mín tilfinn-
ing að maður þurfi frekar að kúpla sig frá og
leyfa sér að njóta. Ég myndi mæla með því. En
fólk er mjög misjafnt. Sumum finnst kannnski
geggjað að hlusta á þetta þegar þeir eru að
vaska upp.“
– En þetta er ekki dansvæn tónlist?
„Nei, einmitt ekki. Það var alveg upplegg frá
byrjun að gera tónlist sem væri ekki rytmísk.“
Platan kemur út á stafrænum tónlistar-
veitum auk þess sem myndverk með niður-
halskóða verður fáanlegt í hljómplötuversl-
unum.
„Það er engin venjuleg físísk útgáfa. Það
selst voða lítið af því í dag og ég sá fram á að það
myndi ekki svara kostnaði.“
– Er mikil ást í verkinu The Lover?
„Já“, segir Borko með bæði sannfæringu og
væntumþykju í röddinni. „Það er ást. Ég held
að það sé alltaf ást í góðum listaverkum sem er
gerð eru af ástríðu og heilindum.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Að leyfa tónlistinni að tala við sig
Tónlistarmaðurinn Borko segir tónlist sína við dansverkið The Lover mínímalíska og með mjög hægri og
lágstemmdri framvindu. Áheyrandanum sé leyft að sökkva sér inn í verkið til þess að sjá það í rauninni og heyra.
Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is
’Dansinn sem slíkur er aðmörgu leyti skemmtilegri enleikhúsið, því maður er ekkibundinn af texta, framvindu eða
persónuþróun, heldur er dans-
formið sem slíkt svolítið abstrakt.
Þess vegna tala tónlistin og
dansinn svo vel saman.
Tónlistarmanninum Borko
finnst yfirleitt hrikalega
gaman að semja tónlist
fyrir leikhús og dansverk.