Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 31
ur hefur ekki sömu skömm og áður á manni sem maður hefur hlegið dátt að með þrjú hundruð öðrum. Að minnsta kosti ekki rétt á meðan og kannski í smá stund á eftir.“ Vonda blandan En það er vissulega til og hendir að skemmtikraftar blandi sinni eigin persónu og pólitískum tilfinningum og jafnvel hatri í svo stórum skömmtum inn í gaman- semina að hún hætti að vera skemmtileg. Það gerir engum neitt til nema uppistandaranum og gestunum sem borguðu sig inn. Það er í góðu lagi þótt greina megi að maðurinn með míkrafóninn sé ekki einlægur aðdáandi fórnarlambsins. Gamansemin er kryddið í tilverunni. Og eitt kryddið er „broddurinn“. Hann er reyndar eitt mikilvægasta kryddið. Skörpust er gamansemin þegar broddurinn er þar í hæfilegu magni. En eins og annað krydd þá má það ekki taka yfir. Gesturinn í sal má gjarnan finna að- eins fyrir því. En ekki um of. Mjög fáir panta sér krydd með hæfilegu matarbragði. Stundum er best að krydd- ið geri matinn frábæran án þess að menn geti fullyrt hvaða krydd það er sem breytti mestu. Fyndnin súrnar Og af því að nefnt var, að endir allra drauma hæfi- leikafólks eða aðdáenda þess, eigi að vera að hafa fæðst í henni Ameríku, svo að maður geti margfaldað öll laun sín með þúsund eftir að hafa slegið í gegn, þá er fróð- legt að sjá hve illa hatrið á Trump hefur leikið margt frægðarmenni í fyndni. Fjöldi hinna frægustu í þeim hópi hafa týnt kímnigáfunni og þegar þeir finna hana aftur eftir langa leit þá sést að þeir drekktu henni óvart í eigin hatri á Donald. Það er hægt að segja eitt og annað um Trump. En enginn ætti að geta haft önnur eins uppgrip úr honum og uppistandarar. En fjöldi þeirra kemst ekkert með hann eftir að kímnigáfa þeirra varð heimaskítsmát í pólitísku hatri. Í þessu hafa fréttamennirnir líka lent hver af öðrum. Líka þeir sem litu á sig sem stórkan- ónur. Nú kveinka þeir sér undan óendanlegum ásök- unum hans um „fake news“. Slíkar ásakanir hefðu fyrir löngu dottið um sjálfar sig ef fréttirnar þeirra með feitu fyrirsögnunum og ósýnilegu heimildarmönn- unum hefðu ekki reynst reykfréttir (en án alls elds) svona óþægilega oft. Skaut sig í fótinn eftir skotárás Í fyrradag skaut ólánsmaður 5 blaðamenn til bana í ríkinu Maryland og særði enn fleiri. Ritstjóri Reuters sendi pósta á netið um að Trump bæri ábyrð á dauða og sárum þessa fólks: „Þetta er það sem gerist þegar Donald Trump (á tísti) kallar blaðamenn óvini fólksins. Hendur þínar eru löðraðar blóði, herra forseti. Geymdu þér hugsanir þínar og bænir fyrir þína gal- tómu sál.“ Ritstjórinn hefur síðan sent frá sér fjóra pósta til að biðjast afsökunar á orðum sem hann hefði að eigin sögn alls ekki átt að hafa sent frá sér. Vanstjórn hans hefði komið til vegna tilfinningaróts og vegna samúðar með hræðilegum örlögum blaðamannanna. En afsökunin missti að hluta til marks vegna þess að vitað er að ritstjórinn er að verja starfa sinn hjá Reu- ters. Honum var nær ólíft sem slíkur þegar upplýst var að morðinginn hefði verið að hefna fyrir fréttir blaða- mannanna um sig á árinu 2012 og fyrir neitun þeirra síðar til að „leiðrétta þær“. Ritstjóri Reuters greip tækifærið til að fá hatri sínu útrás. Hann þekkti ekki þessa skýringu. Hún var mjög ólíkleg. Oftast er það geðtruflað fólk (sem þessi maður getur vissulega verið) sem fremur slíka glæpi. Venjulega hefði því haturstil- gáta ritstjóra Reuters ekki orðið slíkt sjálfsmark og hún varð. Fullyrðingin var að sjálfsögðu alltaf fráleit, en hún er því miður lýsandi um í hvílíkri tilfinningalegri rúst jafnvel „virðulegustu“ fjölmiðlar eru enn eftir að Hvíta húsið gekk þeim óvænt úr greipum, eftir að þeir höfðu barist, meira að segja án sýndarhlutleysis, fyrir Hillary Clinton gegn manni sem þeir töldu óhugsandi að nokkur maður kysi, eins og yfirmaður hjá FBI hafði sagt í leynipósti. Hvíta húsinu hafði þegar verið þinglýst á nafn Hillary í þeirra höfði. En það er ekki þar sem þinglýsingarskrifstofa sýslu- manns hefur aðsetur. Ekki enn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’Ritstjórinn hefur síðan sent frá sér fjórapósta til að biðjast afsökunar á orðumsem hann hefði að eigin sögn alls ekki átt aðhafa sent frá sér. Vanstjórn hans hefði komið til vegna tilfinningaróts og vegna samúðar með hræðilegum örlögum blaðamannanna. 1.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.