Morgunblaðið - 16.07.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
KEBE
Hvíldarstólar
Tegundir: Rest og Fox
Opið virka dag
a
11-18
laugardaga
11-15
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég gef mig hiklaust á tal við
hvern sem er ef mig langar til.
Svo hef ég bara áhuga á öllu í
samfélaginu. Ég fer á rúntinn
fram í Svarfaðardal til að sjá
hvernig gengur með fram-
kvæmdir, heyskap og fleira hjá
bændum. Spái í umferð báta og
skipa í höfninni og hvernig geng-
ur í húsbyggingum og viðhaldi í
þéttbýlinu. Og ég vil veg íbúanna
og samfélagsins sem mestan
þannig að ég er glöð með að fá
að vinna að málefnum hérna
næstu árin. Ég hef alltaf haft ein-
lægan áhuga á fólki og hvað það
hefst að,“ segir Katrín Sigurjóns-
dóttir sem á dögunum var ráðin
sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð.
Gefa mig alla í
störf fyrir byggðarlagið
Borgfirðingurinn Katrín kom
norður árið 1986 en þá hafði hún
kynnst eiginmanni sínum, Hauki
Snorrasyni frá Krossum á Ár-
skógsströnd, þegar þau voru
samtímis við nám á Bifröst. Sem
leiðbeinandi í grunnskólanum og
í gegnum félagsstörf kynntist
Katrín fjölda fólks á stuttum
tíma, leið vel í samfélaginu og
festi þar rætur. Hún flutti svo til
Dalvíkur 1988 alkomin þangað.
Hún var kjörin í bæjarstjórn Dal-
víkur árið 1994 og átti þar sæti í
tíu ár. Í vor skipuðust mál svo að
hún sneri aftur inn á svið sveit-
arstjórnarmálanna með því að
taka efsta sæti á lista Fram-
sóknar- og félagshyggjufólks í
Dalvíkurbyggð.
„Ég var ekki með neina
áætlun um að snúa aftur inn á
sviðið hvað þá að verða sveit-
arstjóri. Hins vegar leiddi eitt af
öðru. Ég var búin að vinna í 24
ár hjá Sölku-Fiskmiðlun, þar af
sem framkvæmdastjóri í 14 ár.
Þegar ég varð fimmtug ákvað ég
að breyta til og í framhaldi af því
fór ég í framboð. Þar fann ég
aftur gleðina við að stússast í
sveitarstjórnarmálunum og fann
kraft til að gefa mig alla í störf
fyrir byggðarlagið og fólkið allt,
hvar í flokki sem það stað stend-
ur. Ég er mjög þakklát fyrir að
allir framboðslistarnir stóðu að
ráðningu minni.“
Dalvíkurbyggð og nærliggj-
andi slóðir eru vaxtarsvæði. Á
fjölda bæja í Svarfaðardal hafa
verið byggð ný fjós á kúabúum
og ferðaþjónustufyrirtækin eru
mörg. Þá eru á vegum Samherja
að hefjast framkvæmdir við nýja
fiskvinnslustöð til viðbótar við þá
umfangsmiklu starfsemi sem fyr-
irtækið er fyrir með í bænum.
Fólk fær trú á samfélaginu
„Atvinnuuppbygging hér
verður að hluta til rakin til þess
að samfélagið er ríkt af stórhuga
fólki. Og þegar eitthvað nýtt og
gott verður til kallar það oft á
fleiri verkefni og tækifæri. Dæmi
um þetta er Bruggsmiðjan Kaldi
sem varð til fyrir nokkrum árum
upp úr sprotaverkefni frum-
kvöðla á Árskógssandi. Hér eru
líka framsæknir bændur á góðum
jörðum. Það er eftirspurn eftir
því að taka við búskap, kaupa
jarðir til búskapar og fjárfesta til
framtíðar,“ segir Katrín og held-
ur áfram.
„Ákvörðun Samherja að
byggja upp hátæknifiskiðju á
Dalvík skiptir líka sköpum fyrir
byggðarlagið. Svona stórfyr-
irtæki kallar á þjónustu í kring-
um sig á hafnarsvæðinu, í flutn-
ingum, þjónustu og fleira. Og
fólk fær trú á samfélaginu og
treystir sér til að kaupa hús-
eignir eða byggja yfir sig. Þar
hjálpar líka til að sveitarstjórn
ákvað að tímabundið yrðu felld
niður gatnagerðargjöld við þegar
tilbúnar götur og það munar um
slíkt.“
Allt í lag fyrir Fiskidag
Áherslumál nýkjörinnar
sveitarstjórnar í Dalvíkbyggð eru
meðal annars umhverfismálin og
málefni Dalbæjar og aldraðra, að
sögn Katrínar.„Dalvíkurbyggð er
snyrtilegt sveitarfélag og mikill
metnaður hjá flestum að hafa fínt
í kringum sig. Átaksverkefnið
Allt í lag fyrir Fiskidag hefur ýtt
við mörgum síðustu árin, fólk vill
geta tekið vel á móti gestum. Við
þurfum að gera áætlanir um upp-
byggingu og viðhald á gönguleið-
um og grisjun skógreita svo eitt-
hvað sé nefnt. Verkefni sveitar-
félagsins verða annars næg og
endalaus. Á næstu árum ætlum
við að klára að koma fráveitu-
málum í viðunandi horf. Þá er
alltaf kallað eftir betri íþrótta-
aðstöðu og því verða sveitar-
félögin að sjálfsögðu að svara,“
segir sveitarstjórinn að síðustu.
Mikil uppbygging í atvinnumálum í Dalvík og Svarfaðardal
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sveitarstjóri Glöð með að fá að vinna að málefnum hérna, segir Katrín Sigurjónsdóttir í Dalvíkurbyggð.
Einlægur áhugi á fólki
Katrín Sigurjónsdóttir er
fædd 1968. Hún stundaði nám
við Samvinnuskólann á Bifröst
en flutti til Dalvíkur 1988 þar
sem hún starfaði við bókhald
og ýmis félagsstörf, m.a. var
hún í sveitarstjórn Dalvíkur-
byggðar 1994-2004. Frá því ári
þar til í vor var hún fram-
kvæmdastjóri hjá Sölku-
Fiskmiðlun sem flytur út þurrk-
aðar fiskafurðir til Nígeríu.
Katrín er gift Hauki Snorra-
syni og þau eiga þrjú börn sem
búa öll á Dalvík. Barnabörnin
eru fjögur.
Hver er hún?
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mikilvægt er að mótuð verði heild-
stæð stefna um nýtingu bújarða
með það að leiðarljósi að sem blóm-
legust byggð haldist um allt land.
Þetta segir Þórunn Egilsdóttir,
þingmaður Framsóknarflokks í
Norðausturkjördæmi. Talsverð um-
ræða hefur verið síðustu daga um
uppkaup útlendinga á jörðum og
þar hafa sjónir fólks meðal annars
beinst að Vopnafirði, þar sem Þór-
unn býr með fjölskyldu sinni. Þar í
sveit og víða hef-
ur breski millj-
arðamæringurinn
Jim Ratcliffe
keypt nokkrar
jarðir og mætti
þá fleiri menn og
landsvæði nefna.
„Vissulega er
umhugsunarvert
þegar útlending-
ar kaupa bújarðir
víða um land, í tilgangi sem virðist á
stundum vera óljós. Við megum þó
ekki líta of þröngt á málin. Víða um
land hafa Íslendingar keypt jarðir,
girt af, hætt þar búskap og merkt
vegslóða sem einkavegi. Þetta er
umhugsunarvert því við þurfum að
halda í land sem hentar til mat-
vælaframleiðslu og sátt þarf að ríkja
um nýtingu og umgengni um landið.
Þá ber að halda því til haga að
þess eru dæmi að menn hafi keypt
jarðir en gefið fólki kost á að sitja
þar og stunda búskap. Það er já-
kvætt,“ segir Þórunn.
Fram kom í fréttum í síðustu viku
að af um 7.200 bújörðum á Íslandi
væri um þriðjungur í eigu fyrir-
tækja. Eignarhald og markmið
þeirra eigenda er oft óljóst, sagði
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
um þetta í pistli á Facebook-síðu
sinni. Hann segir hægt að færa gild
rök fyrir því að land utan skipulagðs
þéttbýlis skuli vera í eigu þeirra
sem þar sannarlega búa. Forgangs-
mál sitjandi ríkisstjórnar sé að setja
skilyrði við kaup á landi sem taki
mið af jákvæðri þróun byggða um
land allt.
„Ríkið þarf að móta ákveðna
stefnu varðandi eignarhald á jörðum
eins og ég kallaði eftir í umræðum á
Alþingi í vetur,“ segir Þórunn.
„Sveitarfélögin [ættu] sömuleiðis að
koma að þessum málum og þar
þætti mér koma til greina að í aðal-
og deiliskipulagi væru ákveðin
svæði tekin frá fyrir matvælafram-
leiðslu. Það er mikilvægt að nýta
landið á fjölbreyttan hátt og að bú-
seta haldist. Um leið og nýta má
landið til matvælaframleiðslu, kol-
efnisbindingar og náttúruverndar er
oft meðfram því hægt að nýta það
til ferðaþjónustu. Ein tegund nýt-
ingar útilokar ekki aðra.“
Nýting landsins tryggi blómlega byggð
Þórunn
Egilsdóttir
Uppkaup útlendinga á jörðum eru umhugsunarverð Eigendastefna verði mótuð Tryggja þarf
land til matvælaframleiðslu samkvæmt skipulagi Íslendingar hafa keypt jarðir, girt af og lokað
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Ekkert lát er á gjafmildi lands-
manna í fatagáma og fer slíkum
gámum fjölgandi. Að sögn Arnar
Ragnarssonar, sviðsstjóra fatasöfn-
unar Rauða krossins, er söfnunin í
ár á pari við árið í fyrra sem var met-
ár.
„Það var algjört metár í fyrra, þá
tókum við á móti 3.200 tonnum af
fötum. Á tveimur árum hafa fata-
gjafirnar aukist um 800 tonn.“ Telur
Örn að ástandið í samfélaginu sé ein
ástæða þessarar aukningar. „Það er
mjög gott efnahagsástand í landinu
og ekki svo mikil ólga í samfélaginu.
Þá hefur umhverfisvitund fólks
batnað verulega og okkar kynning-
arstarf borið árangur. Svo er
söfnunarkerfið alltaf að verða öfl-
ugra. Það tók svolítinn tíma að venja
fólk við þessa gáma í grenndarstöðv-
unum, en það hefur skilað sér í dag.“
Meirihlutinn er fluttur út
Í dag eru grenndargámar Rauða
krossins um 80 talsins, staðsettir
víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og
á landsbyggðinni. Auk þess taka
endurvinnslustöðvar Sorpu við fatn-
aði. Fötin sem safnast í gámana eru
flokkuð og fara annaðhvort í búðir
Rauða krossins á Íslandi eða eru
send úr landi. „Undanfarið ár hafa
60 tonn farið í búðirnar okkar og það
hefur ekki breyst mikið undanfarin
ár. Það sem við höfum fengið auka-
lega seljum við allt úr landi,“ segir
Örn og bætir við að þess utan fari
þrír gámar á ári af sérvöldum fötum
til Hvíta-Rússlands fyrir hjálpar-
starf þar.
„Fatasöfnunin er hugsuð sem
fjáröflunarverkefni fyrst og fremst
og það er töluverð velta í þessu. Föt-
in sem við flytjum út fara fyrst til
Þýskalands og Hollands til flokk-
unarfyrirtækis þar og svo dreifast
fötin út um allan heim frá þeim.“ Þá
taka Fjölskylduhjálp og Mæðra-
styrksnefnd einnig við fötum sem
fara aðallega í fatagjafir hérlendis.
Talsmaður Hjálpræðishersins
segist einnig finna fyrir aukningu í
fatasöfnun en Herinn er samtals
með 20 fatagáma í Reykjavík og á
Akureyri. Í gámana fari í raun meira
en starfsfólk Hjálpræðishersins geti
flokkað og að sögn talsmannsins er
einnig aukning í sölu á notuðum
fatnaði í verslunum Hjálpræðishers-
ins.
Mikil velta
í fatasöfnun
Yfir 100 fatagámar út um allt land
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fatasöfnun Fatagámar Rauða
krossins finnast víða um land.