Morgunblaðið - 16.07.2018, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
✝ Haukur
Bergsteinsson var
fæddur 5. maí 1936 í
Reykjavík.
Hann lést 2. júlí
2018.
Foreldrar hans
voru Margrét Auð-
unsdóttir, f. 20. júní
1906, d. 17. mars
2008, og Bergsteinn
Kristjónsson, f. 22.
mars 1907, d. 20.
janúar 1996. Systkini samfeðra
eru Sigríður, f. 12. apríl 1941,
Hörður, f. 10. október 1942, Krist-
ín, f. 1. mars 1945, Áslaug, f. 6. júlí
1948, Ari, f. 6. september 1950.
Fyrri eiginkona Hauks var
Málfríður Steinsdóttir, f. 14. júní
1943. Dætur þeirra: 1) Margrét, f.
17. apríl 1964, d. 16. október 2010.
2) Agnes, f. 17. apríl 1966, maki
Þórir Borg, f. 29.12. 1968. Börn:
Sara Borg, f. 26. september 1989,
bensínstöð í nokkur ár. Hann
lærði tækniteiknun en 1973 hóf
hann störf hjá Vegagerð ríkisins
sem mælingamaður og starfaði
þar yfir 30 ár. Eftir það vann
hann hjá Vífilfelli í sjö ár. Á efri
árum fór Haukur að stunda ýmiss
konar íþróttir, þar á meðal hlaup
og má til dæmis nefna að hann
hljóp hálft maraþon á áttræð-
isaldri. Þá fór hann einnig að
ganga á fjöll og gekk á Hvanna-
dalshnjúk, yfir Drangajökul og
fleiri erfiðar leiðir. Einnig stund-
aði hann sund og fór á námskeið í
skriðsundi og vann til margra
verðlauna á mótum. Sjósundið tók
þá hug hans allan og stundaði
hann það á hverjum degi í Naut-
hólsvík og víðar og taldi það allra
meina bót. Hann synti m.a. yfir
Skerjafjörðinn og út í Viðey.
Hann var einn af stofnendum
Íþróttafélagsins Glóðar í Kópa-
vogi og var virkur þátttakandi í
þeim félagsskap.
Haukur og Ragna bjuggu í
Kópavogi síðastliðin 40 ár, þar af
lengst í Bræðratungu 4.
Útför Hauks verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag, 16. júlí
2018, klukkan 13.
Haukur Borg, f. 4.
apríl 1996. Eigin-
kona Hauks er
Ragna Guðvarð-
ardóttir, f. 17. nóv-
ember 1934. Dóttir
hennar: 1) María
Sigmundsdóttir, f.
11. maí 1959, sam-
býlismaður Magnús
Sigurðsson, f. 5. des-
ember 1957. Börn:
Sólveig Unnur, f. 24.
janúar 1979, sambýlismaður
Sindri Reyr Einarsson, f. 8.1.
1980, barn Ragna María, f. 27. júlí
2017. Árni Þór, f. 26. mars 1983,
maki Viktoría Rós, f. 4. apríl 1985,
Kjartan Már, f. 16. júlí 1990.
Haukur ólst upp í Reykjavík og
gekk í Austurbæjarskólann og
síðar í Iðnskólann í Reykjavík þar
sem hann lærði steinsmíði. Hann
var í siglingum í tvö ár á norskum
skipum og eftir það vann hann á
Elsku afi minn.
Nú er samvistum okkar afa á
þessari jörð lokið, en andi hans,
kærleikur og allt sem hann kenndi
mér mun lifa með mér þar til við
hittumst aftur hinum megin. Ég var
ekki hans hold og blóð, en samt var
hann aldrei neitt annað en alvöruafi
fyrir mér. Hann var líka sá besti afi
sem ég hefði getað eignast og ég
fann aldrei fyrir öðru en að hann
tæki mér sem hans eigin barna-
barni.
Á mig leita óteljandi minningar
sem eru of margar til að telja upp
hér, en ég geymi í huga mínum og
hlýja mér við á góðum stundum.
Það sem situr efst eru allar skíða-
ferðirnar sem við fórum í saman, öll
37 jólin og áramótin sem við áttum
saman (öll nema ein), þegar afi bað
mig um að hjálpa sér með símann
eða tölvuna og öll spjöllin sem við
áttum í Bræðratungunni.
Afi kenndi mér svo ótalmargt
með hans ótrúlega viljastyrk og
þrautseigju. Hann kenndi mér að
gefast aldrei upp og láta ekkert
stoppa sig í að uppfylla drauma sína.
Hann kleif upp á jökla, fjöll, synti
langar leiðir í sjónum á hverjum
degi, hljóp, hjólaði, keppti í sundi og
allt þetta gerði hann eftir að hann
varð 70 ára. Afi var búinn að berjast
við sjúkdóm sinn í mörg ár, en hann
tók þá afstöðu að í staðinn fyrir að
leggjast í rúmið hélt hann áfram að
stunda hreyfingu af miklu kappi og
kreista fram allt sem hann gat feng-
ið út úr lífinu. Hann sagði sjálfur að
hann hefði gert meira eftir 70 ára
aldur heldur en fyrir. Það er mín trú
að þetta hafi haldið honum gang-
andi í gegnum þetta, að missa ekki
vonina, breyta mataræðinu og halda
sér í góðu líkamlegu formi. Þetta er
mikilvæg lexía sem hann kenndi
mér og ég veit að þetta hefur snert
við fjölda manns sem kynntust afa.
Ég er svo þakklát fyrir að afi hafi
fengið að kynnast Rögnu Maríu,
langafabarni sínu og geta fylgst
með henni fyrsta árið hennar. Þrátt
fyrir að hann hafi verið feiminn við
að halda á henni sá ég hvernig hann
lifnaði við þegar hún kom í heim-
sókn til hans. Einnig er ég þakklát
fyrir að hann hafi náð að kynnast
Sindra mínum sem nú er kallaður
„meðhjálpin“, alveg eins og afi var
kallaður „meðhjálpin“ hennar
ömmu þegar þau kynntust. Ragna
María er ekki blóðdóttir Sindra, en
afi sýndi mér og sannaði að hann
getur alveg orðið alvörupabbi fyrir
henni, rétt eins og afi hefur alltaf
verið alvöru afi fyrir mér. Ég veit að
þau hefðu bæði viljað fá meiri tíma
með þér.
Það verður sennilega erfitt að
venjast því að hafa hann ekki með
okkur þegar fjölskyldan kemur
saman. En ég veit að sálin er komin
inn í eilífðina, þangað sem við hitt-
umst öll aftur eftir þetta jarðarlíf.
Hann er nú loksins búinn að sam-
einast Möggu dóttur sinni sem ég
veit að hann saknaði mikið. Við sem
eftir erum á jörðinni getum haldið
minningu hans á lofti og minnt sjálf
okkur og aðra á það sem hann skildi
eftir sig, því ég veit að hann var fyr-
irmynd fyrir marga.
Hvíl í friði elsku afi.
Sólveig Unnur.
Hann afi var alltaf mjög virkur í
að taka okkur systkinin með í alls
kyns hluti eins og skíði, sund, upp í
bústað og fjallatorfærur á fólksbíl.
Það var alltaf gaman og ævintýra-
samt. Sumarbústaðarferðirnar í
Vegagerðarbústaðinn voru ávallt
fullar af eftirminnilegum pottaferð-
um, „actionary“ og berjatínslu sem
hann stundaði af miklum krafti fyrir
Haukur
Bergsteinsson
✝ Þorsteinn Leifs-son var fæddur
á Akureyri 2. ágúst
1925. Hann lést á
dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri 30. júní
2018.
Þorsteinn var
sonur Leifs Krist-
jánssonar, f. á Hall-
gilsstöðum í
Fnjóskadal, S-Þing.,
1888, d. 1956, og
Sigurbjargar Þorsteinsdóttur, f. á
Flugumýri, Akrahr., Skag., 1901,
d. 1975. Systkini Þorsteins eru,
Kristjana S., f. 1924, d. 2015; Þórir,
f. 1926, d. 1999; og Þröstur S., f.
1940.
Eiginkona Þorsteins er Hrafn-
hildur Baldvinsdóttir, f. 1930, á
Akureyri. Foreldrar hennar voru
Baldvin Árnason, f. 1902 á Bjargi,
Glæsibæjarhreppi, d. 1960, og Sig-
urlína Guðmundsdóttir, f. 1899 í
Arnarnesi í Arnarneshreppi, d.
1976. Börn Þorsteins og Hrafn-
hildar eru: 1) Leifur Kristján, f.
1957. Kona hans er María Þórð-
ardóttir, f. 1959. Börn þeirra eru:
Helgi Þór, kona hans er Kristína
Arnórsdóttir. Synir þeirra eru
Arnleifur Breki og Patrekur Elm-
ar; Heiðar Freyr; og Eydís Helena,
í sambandi með Elvari Reykjalín.
2) Sigurbjörg, f. 1959. Maður
Sigþórsson. 5) Sólveig Auður, f.
1963, maður hennar er Tryggvi
Gunnarsson, f. 1965. Synir þeirra
eru: Þorsteinn Þór, sambýliskona
hans er Díana Arnardóttir. Börn
þeirra eru: Alexander Þór og Júl-
íana Rós; Björn Torfi; dætur
Tryggva eru Tinna Dögg, sam-
býlismaður hennar er Óskar Hróð-
bjartsson; Hildur Ýr, sambýlis-
maður hennar er Sigurður
Halldórsson, börn hans eru Gunn-
ar og Hrafnhildur. 6) Sigurlína
Arna, f. 1963, maður hennar er
Bjarni Hallgrímsson, f. 1961. Börn
þeirra eru: Sólrún Björg, sam-
býlismaður hennar er Stefán Jak-
obsson; Bjarney, sambýlismaður
hennar er Bjarni Kristinsson;
Birgir, sambýliskona hans er Sig-
rún Helgadóttir, og Kara Marín. 7)
Sigríður Þ., f. 1966, maður hennar
er Bjarni Bjarnason, f. 1965. Börn
þeirra eru: Þórir, sambýliskona
hans er Erla Þórðardóttir. Dóttir
þeirra er Þorbjörg L.; Ingunn,
sambýlismaður hennar er Magnús
Sævarsson. Dóttir hans er Frið-
mey K.
Þorsteinn ólst upp á Akureyri.
Hann vann hin ýmsu störf, t.d. á
BSA, í Laxárvirkjun, kaupavinnu í
Borgarfirði, hjá Rafveitunni en
sem aðalstarf bifreiðarstjóri á
Sendibílastöðinni sf. Hann var
einn af stofnendum Umferð-
armiðstöðvarinnar hf. 1969.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag, 16. júlí
2018, klukkan 13.30.
hennar er Haraldur
Guðmundsson, f.
1959. Börn þeirra
eru: Guðmundur
Helgi, sambýliskona
hans er Vala Krist-
insdóttir. Sonur
þeirra er Haraldur
Nökkvi; Róbert
Smári, sambýliskona
hans er Karen E.
Synir þeirra eru
Elmar Þór og óskírð-
ur Róbertsson; Sólveig Diljá, sam-
býlismaður hennar er Matthías
Tómasson. 3) Jón Rúnar, f. 1960,
kona hans er Ásrún E. Guðmunds-
dóttir, f. 1960. Börn þeirra eru:
Guðsteinn, sambýliskona hans er
María Björgvinsdóttir. Börn
þeirra eru Logi Tristan, Christian
Nökkvi og Ísabella Rut: Hrafnhild-
ur, maður hennar er Gunnar
Harðarson. Synir þeirra eru Óðinn
og Úlfur Már; Berglind, sambýlis-
maður hennar er Ágúst S. Að-
alsteinsson. Dóttir þeirra er Selma
Rún, f. 2014, d. 2017. 4) Sigrún, f.
1962, maður hennar er Ragnar
Sverrisson, f. 1961. Dætur þeirra
eru: Ólöf Ýr, maður hennar er Ax-
el Sigurðsson. Dóttir þeirra er
Katla Sólveig; Rakel Rún, sam-
býlismaður hennar er Rögnvaldur
Gunnarsson og Linda Rós, sam-
býlismaður hennar er Þórarinn
Lífsganga okkar virðist oft æði
stutt og líða hratt að margra mati.
Það fannst a.m.k. honum föður
okkar, honum Steina Leifs. Hann
var ungur í anda og átti eftir að
gera svo ótal margt, ekki nema 92,
alveg að verða 93. Hann átti eftir að
setja niður blóm heima í garði með
mömmu, og að ferðast um landið og
til útlanda til að sjá náttúrufegurð
þessa heims. Lesa fréttirnar og
agnúast út í pólitíkina. Hann hlust-
að mikið á tónlist og söng mikið
með alls konar lögum. Pabbi og
mamma voru samt búin að fara til
útlanda og ferðast mikið um Ísland.
Þau fóru mikið í tjaldútilegur seinni
árin, gengu þá mikið, veiddu á
stöng, stoppuðu hjá skemmtilegu
fólki og pabbi var á níræðisaldri
þegar þau fóru í sína síðustu úti-
legu. Þau fóru mikið í berjamó og
að tína fjallagrös upp um fjöll og
firnindi. Þau voru samt heimakær
og allan ársins hring voru Álfa-
byggðin og Birkilundurinn oft eins
og hótel fyrir vini og ættingja. Allt-
af tóku þau fagnandi á móti fólki
með gistingu og bakkelsi og þótti
fólki gott að koma þangað.
Pabbi var bifreiðastjóri og flutti
vörur og fólk um allt land, stundum
stutta túra, aðra langa. Hann
keyrði m.a. hljómsveitina „Hver“
oft og hélt mikið upp á þessa
skemmtilegu og hressu krakka
sem í henni voru. Hann keyrði í alla
vega veðri og og oft lenti hann í
óveðri og hríðarbyljum en alltaf
kom hann vörum og farþegum
heim heilu og höldnu. Hann vissi
því vel hvernig var að fara á milli
staða, hvort sem það var langt eða
stutt, því að hann kvaddi okkur
ætíð, „farið varlega“. Og nú segjum
við þetta við okkar börn og barna-
börn „því aldrei er of varlega farið“
eins og hann sagði líka svo oft.
Hann og mamma hjálpuðu okk-
ur þegar á þurfti að halda, þau voru
atorkusöm, byggðu sín hús með
fullri vinnu og mörgum börnum.
Þau héldu heimili alveg fram að síð-
astliðnu hausti. Þá fór pabbi á
Kristnes og mamma á Hlíð og end-
uðu þau svo sína samleið í góðu yf-
irlæti hjá góðu fólki á Hlíð.
Brátt lýkur sumri og lífinu um leið.
Lokin er gangan sem var bein og greið.
Sú ganga, hún léði þér langa törn,
sú ganga, hún færði þér konu og börn
er muna þig um ókomin ár.
Elsku pabbi, tengdó, afi og
langafi, hvíl í friði, hinsta kveðja,
þín börn,
Arna, Leifur, Sigurbjörg,
Rúnar og Sigrún.
Pabbi!
Takk fyrir fylgdina í tæp fimm-
tíu og fimm ár. Takk fyrir að passa
og hugsa um strákinn okkar, hann
Þorstein, nafna þinn, með ást og
umhyggju. Takk fyrir öll ferðalög-
in okkar saman. Það var mesta
gleði þín að keyra um og sjá fallega
landið þitt. Takk fyrir síðustu ferð-
ina okkar saman með mömmu og
Örnu systur á Siglufjörð, fjórum
sólarhringum áður en þú kvaddir.
Þetta var dásemdarferð, þú söngst
og trallaðir, fórnaðir höndum til
himins yfir því að sjá landið þitt. Þú
vissir að þetta yrði síðasta skiptið,
þú gast veifað til Þorra á skipinu í
kveðjuskyni og knúsað fjölskyld-
una hans. Eftir þessa ferð var eins
og þú sættir þig við að kveðja og
gerðir það á laugardegi. Þú spurðir
okkur alltaf hvort við værum að
taka okkur frí frá vinnunni þegar
við komum til ykkar mömmu, það
væri algjör óþarfi. Þú sást til þess
að við þurftum ekki frí í síðustu
heimsókninni til þín.
Takk fyrir mig, takk fyrir okk-
ur, pabbi minn.
Auður og fjölskylda.
Nú er komið að ferðalokum,
elsku afi.
Stundirnar sem við áttum sam-
an lifa í minningunni, ferðirnar á
sendibílnum þegar ég var lítill,
sundferðir með þér og ömmu,
berja- og fjallagrasatínsla, föndur
og smíði í bílskúrnum, þegar við
vorum að mála saman og spila
saman á orgelið í Birkilundinum
og spjalla um allt mögulegt. Ræð-
an sem þú hélst í brúðkaupinu
okkar Kristínu, ógleymanleg! Það
eru svo margar minningar sem
hafa yljað mér um hjartarætur og
munu gera áfram. Maður kvaddi
þig aldrei nema með kossi á kinn
sama hvernig staðan var og það
situr alltaf í mér ljóðlína sem
amma samdi á einn afmælisdag-
inn þegar ég var lítill.
Oft hafðirðu á þig skónum skellt,
Þorsteinn Leifsson
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÁSA GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR,
Mýrum II, Hrútafirði,
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á
Hvammstanga 9. júlí síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Melstaðarkirkju föstudaginn 20. júlí klukkan
14.
Böðvar Sigvaldi Böðvarsson
✝ Guðjón Gunn-arsson fæddist
að Tröllatungu í
Strandasýslu 17.
júní 1922. Hann lést
24. júní 2018.
Foreldrar hans
voru Sólrún Guð-
jónsdóttir, f. 24.
febrúar 1899, d. 21.
janúar 1985, og
Gunnar Jónsson, f.
18. maí 1896, d. 25.
febrúar 1979. Guðjón var annar
elsti af 11 systkinum. Þau eru
Ólafur, f. 8.5. 1921, d. Guðjón, f.
17.6. 1922, d. Skúli, f. 27.5. 1924,
d. Jón Halldór, f. 1.9. 1927.
Steinn, f. 13.2. 1929, d. Sigrún f.
4.3. 1931. Elín, f. 15.3. 1933, d.
Sigfús, f. 21.9. 1937. Halldór
Dalkvist, f. 30.12. 1936. Halldór,
f. 26.6. 1943, og Guðjón Dalkv-
ist, f. 5.7. 1944.
Eiginkona Guðjóns var Erna
B. Jensdóttir, f. 1.2. 1928, d.
16.6. 2013, þau giftu sig 17. júní
1947. Guðjón og Erna eignuðust
fimm börn á lífi en þrjú andvana
fædd. Börn þeirra eru Guðjón R.
Guðjónsson. Gunnar Guð-
jónsson. Sólrún
Guðjónsdóttir. Er-
lingur Þ. Guð-
jónsson. Snorri G.
Guðjónsson.
Guðjón fæddist
að Tröllatungu í
Strandasýslu en
flutti þaðan að Hlíð
í Þorskafirði
tveggja ára gamall.
Síðan fluttist hann
að Gilsfjarðarmúla
með foreldrum sínum 1932, var
þar til tvítugs, fór þá á vertíð á
Akranes, síðan til Reykjavíkur
1945. Gerðist þar leigubílstjóri
og kynntist Ernu í því starfi þar
sem hún flutti þvott með leigu-
bílnum sem Guðjón keyrði. Og
svo voru öll böllin sem þau döns-
uðu á sem var mikið áhugamál
ásamt hestamennsku. Þau Guð-
jón og Erna fluttu að Tjörn í
Biskupstungum 1949 og bjuggu
þar með blandaðan búskap.
Guðjón var með skólaakstur í 31
ár.
Útför Guðjóns fer fram frá
Skálholtskirkju í dag, 16. júlí
2018, kl. 14.
Hann Guðjón á Tjörn í Bisk-
upstungum er látinn. Hann varð
96 ára 17. júní sl. og ég hafði ekki
átt von á því, að hún Elli kerling
næði til hans fyrr en um tírætt.
Ástæðan var sú, að ég man ekki
eftir honum öðruvísi en teinrétt-
um, kvikum í hreyfingu, brosmild-
um, fullum af lífsorku og ungleg-
um í allri framgöngu og útliti.
Guðjón var kvæntur frænku
minni, Ernu Jensdóttur. Þau voru
sköpuð hvort fyrir annað, þótt ólík
væru að ýmsu leyti.
Þegar þau fullorðin tóku þá
skynsamlegu ákvörðun að hætta
búskap og leggja hann í hendur
tveggja sona sinna, reistu þau sér
þægilegt hús skammt frá Tjarn-
arbænum. Þar áttu þau gott líf í 26
ár og bjuggu við hesta og nokkrar
ær. Hestar voru þeirra líf og yndi
og urðu hestaferðir margar um
landið þvert og endilangt. Þau
stunduðu félagslíf af miklum
áhuga og m.a. söng Guðjón í Skál-
holtskórnum í mörg ár. Hann tók
þátt í pólitísku starfi; var gegn-
heill framsóknarmaður og sótti
landsfundi flokksins. Auk búskap-
ar hafði Guðjón það að aukastarfi
að aka skólabíl í 31 ár; áfallalaust.
Ég er viss um, að þessi góðu
hjón lifðu lífinu eins og það verður
best gert til að öðlast þá hamingju
og gleði, sem við flest leitum eftir.
Það varð Guðjóni mikið áfall, þeg-
ar Erna lést árið 2013. Þau höfðu
þá verið gift í 65 ár og það varð
tómlegt í litla húsinu, þar sem
Erna hafði verið manni sínum
styrkur í daglegu lífi og þau hjón
samhent í hverju verki. Heimili
þeirra var opið öllum ættingjum
og vinum og þar var gestkvæmt.
Erna og Guðjón voru gott fólk
og komu þannig heiminum að
miklu gagni. Þau eignuðust fjóra
drengi og eina stúlku, þau erjuðu
jörðina, fóru vel með allar skepnur
og gáfu mikið af sér til skyldra og
óskyldra. Þau voru auðug af flestu
því, sem við teljum gefa lífinu
raunverulegt gildi.
Ég kveð Guðjón með virðingu
og þökk fyrir samverustundir,
sem hefðu mátt vera fleiri. Hann
var fyrirmyndarmaður í lífi og
starfi. Ég flyt ættingjum hans
samúðarkveðjur.
Árni Gunnarsson.
Okkur Torfastaðahjónum þykir
mjög miður að vera ekki heima
þegar góður vinur og nágranni
legst hinstu hvílu við hlið Ernu
eiginkonu sinnar hér á Torfastöð-
um.
Guðjón og Erna voru afbragðs-
grannar. Þau birtust oft hér á
Torfastöðum ríðandi og við nutum
þess að eiga samvistir við þau.
Mikill áhugi á hrossum og um-
ræða um hrossin var mjög
skemmtileg. Sameiginlegur áhugi
okkar voru hross og ferðalög um
fjöll og firnindi á hrossum.
Guðjón ók skólabíl um langan
tíma og börnum okkar þótti gott
þegar hann þjónustaði þau. Hann
var hlýr við þau og tók öllum
áskorunum og verkefnum af
miklu æðruleysi.
Aldrei bar skugga á vináttuna
og velvildina og erum við mjög
þakklát fyrir að hafa fengið að
njóta dásamlegra nágranna okkar
á Tjörn frá því að við fluttum í
Biskupstungurnar 1983 eða í 35
ár.
F.h. Torfastaðafjölskyldunnar,
Drífa Kristjánsdóttir,
Torfastöðum.
Guðjón Gunnarsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar