Morgunblaðið - 16.07.2018, Page 19
sinn daglega morgundrykk. Afi var
svo sannarlega „besti“ leikarinn í
„actionary“ og beið ég alltaf
spenntur eftir honum að leika og
var oftast byrjaður að hlæja áður
en það gerðist. Man ég eftir mörg-
um ferðunum í Bláfjöll í hinum
ýmsu færum. Alltaf var hann hinn
rólegasti sama hversu hart blés og
ég vissi að það væri alltaf hægt að
reiða sig á afa. Án efa bestu mál-
tíðir ævinnar voru svo heita kakóið
og eggjasamlokurnar hennar
ömmu í bílnum, kaldur og svangur
eftir brekkurnar.
Hann lét aldrei neitt stoppa sig.
Meira að segja eftir sum óhöppin
þá hélt hann áfram þar til næsta
tók við. Þá komu hlaupin, fjallgöng-
urnar, chi gong, thai chi, jóga, hug-
leiðsla, ringo og svo þekkir alþjóð
nánast sjósundið. Þar fann hann
fyrir mætti sjávarins og kuldans og
hvernig hann eykur vellíðan og
góða heilsu. Alla tíð hef ég samt
munað eftir afa veltandi sér upp úr
snjónum og baðandi sig í vatni af
ýmsu hitastigi, sem hann jú mældi
áður en hann fór ofan í.
Að hafa haft svona fyrirmynd í
lífinu hefur verið drifkraftur að
mörgu í mínu lífi, allt frá snjóbretti
til kuldabaða og í að rúlla saman
þumlunum. Oft hef ég hugsað til
afa þegar hugurinn er við það að
gefast upp. Þá hef ég verið án af-
sakana því ég veit að hann syndir í
ísköldum sjónum nánast daglega
sem hann mun nú gera áfram í
gegnum þá sem hann hefur hvatt
til þess.
Nú kveðjum við þessa miklu
hetju með gleði og söknuð í hjarta.
Árni Þór Ragnarsson.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
✝ HallfríðurSveinbjörg
Brynjólfsdóttir frá
Hrísey fæddist 4.
mars 1922. Hún
lést að Hrafnistu
Laugarási 3. júlí.
Foreldrar henn-
ar voru Brynjólfur
Jóhannesson, út-
gerðarmaður frá
Hrísey, f. 8.11.
1891, d. 21.1.
1977, og Sigurveig Svein-
björnsdóttir frá Hillum á Ár-
skógsströnd, f. 20.2. 1886, d.
26.8. 1950.
Hallfríður giftist Markúsi
Guðmundssyni
skipstjóra, sem
lést 18.1.2009. Þau
eignuðust sex
börn, Guðmund, f.
1946, sem lést
20.10. 1994, Unni
Bisgaard, f. 1947,
sem búsett er í
Danmörku, Brynj-
ólf, f. 1949, Jör-
und, f. 1951, og
Markús Svein og
Erlend, f. 1957.
Útför Hallfríðar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag,
mánudaginn 16. júlí 2018, kl.
13.
Elsku amma.
Ég bjó við þau forréttindi að fá
að hanga í svuntunni þinni mín
uppvaxtarár. Þú áttir þolinmótt
eyra og hlýjan faðm sem var mér
alltaf opinn. Amma mín, þú varst
stórkostleg kona og ein af mínum
sterku fyrirmyndum. Ég ber
nafnið þitt og þykir afar vænt um
það. Þú varst mikill forkur og þér
féll aldrei verk úr hendi. Það var
svo notalegt í kringum þig. Þú
varst líka afar glæsileg kona og
alltaf vel til höfð, alger skvísa
eins og við sögðum oft. Sterkur
persónuleiki, ákveðin en umfram
allt umhyggjusöm og falleg
manneskja.
Amma og afi Markús, ég hefði
ekki getað óskað mér betri stað
til að læra til lífs en hjá ykkur.
Skynsemin í fyrirrúmi, skipulag
á hlutunum og aldrei heyrði ég
ykkur kvarta yfir einu né neinu,
jú nema kannski yfir pólitíkinni.
Hjá ykkur lærði ég að farsælast
væri að hugsa í verkefnum og
lausnum fremur en vandamálum.
Það var mér gott veganesti út í
lífið.
Þú og afi voruð mjög samrýnd
og báruð mikla virðingu hvort
fyrir öðru, bæði í lífi og starfi. Þú
sást um stórt heimilið og börnin
sex af miklum myndugleika á
meðan afi var fjarri heimilinu að
draga björg í bú og vinna til af-
reka á sjó. Síðar, þegar afi hætti
sjómennsku, var dásamlegt að
fylgjast með hvað þið eltust vel
saman.
Þegar ég fæddist bjugguð þið
á Laugarásveginum sem í minn-
ingunni er sem ævintýrahöll og
þar var gaman að vera. Ég og for-
eldrar mínir bjuggum á jarðhæð-
inni. Ægistór bogastigi sem var
paradís að leika sér í, ótal her-
bergi og skúmaskot til að fela sig
og höllin alveg upplögð til bolta-
leikja – að mér fannst – margt
var brallað og sumt brotið, þótt
boltinn hafi iðulega verið upp-
vafðir sokkar. Á unglingsárum
mínum voruð þið flutt á Mark-
arflötina og þar voru heimsmálin
rædd, ekkert dregið undan sem
betur fer, mér kennt að tefla,
spila og leggja kapla. Þið voruð
mikið spilafólk og var leikfræðin
mikilvæg. Hvert útspil var greint
í þaula og ég gerði mér fljótt
grein fyrir því að rangt útspil var
ekki í boði, telja trompin og lesa
leikinn takk. Annað gott vega-
nesti út í lífið, þótt af mörgu megi
taka.
Við afi spiluðum krikket úti í
garði og inni beið dásamlega
djöflakakan þín og kaldasta
mjólk í heimi. Ég naut dyggrar
aðstoðar þinnar við búgerð úti í
garði, hugað að hverju smáatriði
og búið okkar varð hið glæsileg-
asta. Á vorin fórum við í kartöflu-
garðinn og seinna er ég stofnaði
til heimilis, mættuð þið klár með
skófluna og gaffalinn til að stinga
upp garð með mér.
Þið höfðuð alltaf mikinn áhuga
á því sem ég var að fást við, lögð-
uð áherslu á að ég temdi mér
sjálfstæði og dugnað. Hvöttuð
mig alla tíð að elta draumana og
að mér væru allir vegir færir. Það
var alltaf gott að koma og drekka
kaffi með þér og afa, á meðan
hann lifði, í Grafarvoginum þar
sem við gátum setið og skrafað
um menn og málefni endalaust.
Takk, amma mín, fyrir að
auðga líf mitt og gera mig að
betri manneskju. Nú ertu loks
komin til afa, hann bíður eflaust
eftir þér við grillið og með golf-
settið klárt. Góða ferð amma mín.
Þú lifir í hjarta mínu.
Hallfríður Brynjólfsdóttir
Elsku Fríða amma okkar
kvaddi þessa tilveru hinn 3. júlí
2018. Hún átti langt og gott líf,
eins og hún sagði svo oft sjálf, en
hún fagnaði 96 ára afmæli sínu
hinn 4. mars sl. Eiginmaður
hennar, Markús Guðmundsson,
kvaddi 18. janúar 2009 en alla tíð
áttu þau fallegt og ástríkt sam-
band og voru okkur hinum góð
fyrirmynd.
Amma var algjör kjarnakona.
Hún átti sex börn og mann sem
var á sjó en hún hélt heimilinu
gangandi með glæsibrag. Þegar
hún var um áttrætt hélt hún
heimili sínu enn gangandi og ekki
nóg með það heldur þurfti alltaf
nýbökuð djöflaterta með þeytt-
um rjóma að vera á boðstólnum
og jafnvel heimabakað vínar-
brauð líka. Þegar maður hugsar
um „fína frú“ þá var amma skóla-
bókardæmi um slíka. Hún var
alltaf svo smart klædd, í pilsum
og nælonsokkabuxum, blússum
og með skartgripi og ekki má
gleyma vikulegu lagningunni svo
hárið væri fínt. Naglalakk og
augabrúnalitur var líka nauðsyn-
legt. Fegurðin geislaði af henni,
jafnt innan frá sem utan. Sama
hversu erfiðan dag hún átti, sama
hvernig henni leið og sama
hversu ótilbúin hún var í daginn
þá vaknaði hún snemma, klæddi
sig í sitt fínasta púss, gerði hárið
fínt og brosti. Allt frá því hún var
ung og þar til hún kvaddi. Hún
kenndi okkur að sama hversu erf-
itt maður hefur það þá er alltaf
svo mikilvægt að hugsa vel um
sjálfan sig, halda höfðinu hátt og
brosa.
Amma missti son sinn, sem
ekkert foreldri á að þurfa að
ganga í gegnum, en eins og henni
var lagið minntist hún hans alltaf
með bros á vör og hlýju í hjarta.
Hún hikaði aldrei við að sýna
fólkinu sínu væntumþykju þó að
hún ætti nú orðið ansi marga að,
ef öll börn, barnabörn og barna-
barnabörn eru talin með.
Við vorum þeirrar gæfu að-
njótandi að hafa átt ótrúlega
margar samverstundir með
henni og afa heitnum í gegnum
árin. Öll matarboðin, sumarbú-
staðarferðirnar, utanlandsferð-
irnar, spilastundirnar og svo
margt fleira. Við áttum ávallt ná-
ið og gott samband. Amma kall-
aði okkur alla jafna „stelpurnar
sínar“ og sýndi langar leiðir
hversu stolt hún væri af okkur
með því að deila því með nær-
stöddum að hún ætti nú svolítið í
okkur.
Það mikilvægasta sem amma
kenndi okkur var að vera góður
við fólkið í kringum sig. Eins ein-
falt og það hljómar þá þarf stund-
um að minna sig á það. Amma
skildi aldrei hvers vegna fólk var
alltaf að rífast, hvers vegna það
leysti ekki bara málin og hélt
áfram lífinu. Hún lagði svo mikla
áherslu á að rífast ekki yfir smá-
atriðum heldur ræða málin, leysa
úr þeim og vera góð hvert við
annað. Amma var líka dugleg að
hrósa fólki. Hún hrósaði manni
alltaf af mikilli einlægni og jafn-
vel þegar maður átti minnst von á
því. Okkur finnst það vera eitt af
því sem hún skilur hvað mest eft-
ir sig hjá okkur. Fyrir það erum
við gríðarlega þakklátar.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Takk fyrir að vera sú amma sem
alla dreymir um að eiga. Við
munum minnast þín um alla tíð.
Stelpurnar þínar,
Fjóla Dís, Sandra Mjöll og
Sóley Lind Markúsdætur.
Hallfríður
Brynjólfsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Pálínu Sigurjóns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Pálína Þ.Sig-urjónsdóttir
fæddist 17. júní
1931. Hún andaðist
4. júlí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Helga
Finnsdóttir, f. á
Stóru-Borg undir
Eyjafjöllum 28.9.
1895, d. 25.4. 1989,
húsmóðir og
saumakona, og Sig-
urjón Pálsson, f. 12.8. 1896, d.
15.8. 1975, sjómaður og vél-
gæslumaður í Keflavík, síðar
starfsmaður Reykjavíkur-
borgar. Systkini hennar voru
Finnur, f. 14.11. 1919, d. 18.8.
1997, Sigurjón Helgi, f. 14.11.
1919, d. 24.12. 1936, Henný
Dagný, f. 29.4. 1922, d. 27.1.
2005, Ólöf Ingibjörg, f. 4.10.
1923, d. 28.9. 1994, Jóhanna
Kristín, f. 31.5. 1935, d. 21.8.
2005.
Pálína giftist 16. júní 1954
Sigmundi Ragnari Helgasyni, f.
7.12. 1927, d. 2.11. 2008, skrif-
stofumanni. Börn þeirra eru: 1)
Ingibjörg hjúkrunarfræðingur,
f. 11.1. 1955, m. Valdemar Páls-
versitet 1968-1969 og nám í
kennslu- og uppeldisfræðum við
Kennaraháskóla Íslands 1976.
Þá sótti Pálína ýmis námskeið á
vegum Hjúkrunarfélags Íslands
og norrænna samtaka hjúkr-
unarfræðinga. Eftir nám var
Pálína hjúkrunarkona á Klepps-
spítalanum 1953-54 og frá 1961,
starfaði þá á Hvítabandinu,
starfaði síðan á Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkur 1963, lengst
af á barnadeild, þar til hún varð
hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu-
stöðvarinnar í Efra-Breiðholt-
inu 1978. Hún lét af störfum fyr-
ir aldurs sakir árið 1997. Pálína
var fulltrúi Hjúkrunarfélags Ís-
lands í samvinnu norrænna
hjúkrunarfræðinga um árabil.
Einnig sat hún alþjóðaþing
hjúkrunarfræðinga í Seoul í
Suður-Kóreu 1989. Hún gegndi
fjölmörgum trúnaðarstörfum
fyrir Hjúkrunarfélag Íslands,
var m.a. varaformaður félagsins
og formaður þess 1986-88. Hún
var fulltrúi heilbrigðisráðuneyt-
isins í skólanefnd Nýja hjúkr-
unarskólans og sat í stjórn Holl-
ustuverndar ríkisins. Pálína var
formaður Samtaka lífeyrisþega
innan Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga. Hún var virkur
félagi í Oddfellow-reglunni.
Útför Pálinu fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
16. júlí 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
son, f. 2.11. 1950,
börn Sigmundur
Helgi, f. 25.4. 1986
og Inger Helga, f.
4.1. 1988, m. Lasse
Elkjær, f. 3.6. 1987,
þau eiga tvö börn.
2) Helga ráðgjafi, f.
11.4. 1956, m. Jó-
hann K. Torfason f.
12.4. 1954, börn: a)
Torfi, f. 11.2. 1977,
maki. Eyrún H.
Hlynsdóttir, f. 19.10. 1978, börn
Birta María, Sigríður Kroknes
og Jóhann Kroknes, b) Pálína, f.
29.1. 1981, m. Jón Steinar Guð-
mundsson, f. 18.6. 1977, dóttir
Hildur Bryndís, Kristinn Hallur,
Helga Sigríður, Hanna Björg, c)
Matthías Kroknes, f. 8.7. 1994.
3) Helgi Kristinn læknir, f. 15.6.
1967, m. Kristín Örnólfsdóttir, f.
2.1. 1968, börn Sigmundur
Ragnar, f. 24.9. 1993, Málfríður
Arna, f. 6.6. 1996, Kjartan Daní-
el, f. 14.3. 2001.
Pálína ólst upp í Reykjavík.
Pálína lauk hjúkrunarprófi frá
Hjúkrunarskóla Íslands 1953,
stundaði framhaldsnám í heilsu-
gæsluhjúkrun við Århus Uni-
Elsku mamma mín er látin og
því set ég á blað þessi kveðjuorð.
Það sem mér þótti erfitt að
sleppa hendinni þinni kvöldið
sem ég kvaddi þig, það var hönd-
in sem leiddi mig, strauk mér um
kinn, þerraði tárin og leiðbeindi
mér. Auðvitað væri hægt að telja
upp mörg minningabrot en það
bíður betri tíma. Ég mun ylja
mér við minninguna þegar ég
sótti þig suður í fyrra og þú
fékkst hvíldarinnlögn á Heil-
brigðisstofnun Vestfjarða. Þá
var nú talað alla leiðina og hleg-
ið. Þú sagðir við mig: „Manstu
eftir því þegar við fórum upp á
Þingvelli á Lýðveldishátíðina og
það rigndi svo mikið?“ Ég þurfti
nú að hugsa mig um og sagði
svo: „Mamma mín, ég var ekki
fædd 1944 og það sem við hlóg-
um og ég þurfti að þerra tárin.
Það var alltaf stutt í hláturinn
hjá okkur báðum og yndislegt að
fá að hafa þig svona nálægt okk-
ur Jóa og Pálínu og fjölskyldu
hennar, langömmubörnin fengu
að kynnast þér og fannst alltaf
gaman þegar þú komst til þeirra.
Ég gleymi því heldur ekki þegar
þú sagðir við mig um daginn
hvað allir væru góðir við þig
hérna á Eyri og ég sagði: „Já,
mamma mín, það er alveg ynd-
islegt.“ Mamma horfði á mig og
sagði: „Ætlar þú ekki að fara að
sækja um?“ „Nei, ekki alveg
strax,“ sagði ég, þá sagði hún:
„Helga, veistu að það er bið-
listi?“ Mamma var góð eiginkona
og móðir, amma og langamma og
því er hennar sárt saknað. Að
lokum kveð ég elskulega móður
mína með þessum ljóðlínum og
kveð hana með sömu orðum og
þau hinstu orð sem hún kvaddi
mig með: „Bless elskan.“ Ég bið
góðan guð að taka á móti henni
og blessa.
Hví drúpir laufið á grænni grein?
Hví grætur lindin og stynur hljótt?
Hví glampa daggir á gráum stein,
sem grúfi yfir dalnum þögul nótt?
(Hulda)
Helga Sigmundsdóttir.
Við systkinin og fjölskyldur
okkar kveðjum ömmu/langömmu
í dag. Fjarlægðin milli þeirra í
Mosfellssveit og okkar á Ísafirði
hafði áhrif en kannski eru heim-
sóknirnar og minningarnar á
uppvaxtarárunum sterkari fyrir
vikið. Við eigum í huga okkar
margar minningar um fjöruga
ömmu. Við Torfi munum eftir
ömmu í Arnartanga 18, sem var
hjúkrunarforstjóri og svo for-
maður Félags hjúkrunarfræð-
inga. Sem spilaði golf og vann
bikara og átti fallegasta garðinn
ásamt afa. Ömmu sem málaði sig
í speglinum í Saabinum þegar afi
skutlaði henni í vinnuna. Ömmu
sem kallaði á sjónvarpið og sagði
nokkur velvalin orð þegar kapp-
leikir voru. Ömmu sem hafði alla
tíð stríðnisglampa í augunum og
dillandi hlátur. Matthías sem er
yngri kemur í seinna hollinu af
barnabörnunum og á fleiri minn-
ingar um ömmu með þeim Sig-
mundi og Málfríði og svo síðar
þegar hann bjó hjá ömmu í 1 ár á
menntaskólaárunum. Öll munum
við húmorinn og kaldhæðnina í
ömmu sem fór sérstaklega á flug
í skemmtilegu sambandi hennar
við tengdason sinn og pabba
okkar. Amma og mamma voru
afar nánar alla tíð og falleg vin-
átta þeirra á milli og síðastliðið
ár okkur öllum hér fyrir vestan
mikilvægt. Mamma okkar kveð-
ur því bæði móður og sína bestu
vinkonu í dag og við kveðjum
með þakklæti skemmtilega
ömmu.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Guð geymi þig, amma/
langamma.
Torfi, Eyrún og börn, Pál-
ína, Jón Steinar og börn,
Matthías og Birna.
Pálína
Sigurjónsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Hauk Bergsteinsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
en skreiðst til að geta á kinnina smellt,
kossi í kveðjuskyni.
(HB)
Það er erfitt að kveðja hinstu
kveðju, en það er líka gott að trúa
því að nú ertu kominn á betri stað,
verkjalaus og líður vel. Það er
mikið ríkidæmi sem þú hefur
byggt upp og þú getur horft stolt-
ur yfir lífsverkið meðan þú bíður
eftir ömmu og undirbýrð það að
taka vel á móti henni þar sem þú
ert núna. Þín verður sárt saknað
en í hjarta lifir minningin og öll
góðu ráðin sem þú hefur gefið í
gegnum tíðina.
Ég minnist afa fyrst og fremst
fyrir það hversu óbilandi trú hann
hafði á mér, studdi í einu og öllu og
hafði jafnframt stöðugar áhyggjur
af því að allt færi vel og öllum
gengi vel. „Farðu gætilega“ eru
orð sem munu alltaf hljóma innra
með mér, orð sem ég lifi eftir.
Takk fyrir allt, elsku afi minn.
Ég læt fylgja með ljóð sem amma
samdi til þín, við lag sem ég samdi
á orgelið í Birkilundinum þegar þú
varst sjötugur. Þetta er lag og
texti sem okkur báðum þótti mjög
vænt um og við vorum svo heppin
stórfjölskyldan að ná að syngja
fyrir þig aftur 20 árum síðar þegar
þú varðst níræður.
Afi þú átt afmæli í dag.
Við óskum þess að allt þér gangi í hag.
Við elskum þig öll og þú átt þetta lag,
það samið var bara handa þér.
Við þökkum þér allt, þínar bænir og
ást,
sem aldrei í lífinu brást.
(HB)
Bestu kveðjur,
Helgi Þór.
Elsku gamli.
Ég verð þér alltaf þakklát hvað
þú bauðst mig velkomna í fjöl-
skylduna strax frá fyrsta degi og
ég varð strax hluti af stóru fjöl-
skyldunni þinni. Ég var alltaf vel-
komin í Birkilundinn til ykkar
Hrafnhildar, þrátt fyrir gamal-
mennadjókinn sem þér fannst nú
varla eiga við þig og þú fussaðir
yfir en brostir nú samt svo að glitti
í einu tönnina sem eftir var.
Guð geymi þig, elsku Steini.
Kveðja,
Kristína Björk.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BIRGIR SVEINSSON,
Eyrargötu 3a,
Eyrarbakka,
lést á Ljósheimum þriðjudaginn 10. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum innilega samúð og hlýhug.
Brynjar Birgisson Ólafía Helga Þórðardóttir
Jón G. Birgisson Oddný S. Gísladóttir
Auðunn Birgisson Daðey Ingibjörg Hannesdóttir
Guðni Birgisson Ingigerður Tómasdóttir
Júlía Birgisdóttir Guðmundur H. Magnússon
barnabörn og barnabarnabarn.