Morgunblaðið - 16.07.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.07.2018, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær, heitir pottar og jarðgerðarílát Rotþrær – heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ódýrir heitir pottar – leiðbein- ingar um frágang fylgjar. Mjög vönduð jarðgerðarílát til moltugerðar. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðb. kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Opið fyrir inni-og útipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535 2700. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar. Hádegisverður frá 11.30-12.30 og kaffisala alla virka daga frá 14.30- 15.30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi í júlí og ágúst. Úti boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á skemmtilega viðburði í hverfinu, Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11 og sunddans í Sundhöllinni alla miðvikudaga í júlí kl. 13. Vitatorg sími: 411 9450. Gjábakki kl. 9, handavinna, kl. 13, Canasta. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, ganga kl. 10, handavinnu- hornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir vel- komnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, ganga frá skólabraut kl. 14.30, vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30. Minnum einnig á Nikkuballið sem verður haldið nk. miðvikudag þann 18. júlí við smábátahöfnina milli kl. 16 og 18. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 - 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 - 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 - 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 - 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568 2586. ✝ Elín HalldóraÍsleifsdóttir fæddist í Reykja- vík 15. janúar 1952. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. júlí 2018. Foreldrar henn- ar voru Halldóra Pálína Halldórs- dóttir, húsmóðir og starfsmaður á Landspítala, f. 29. janúar 1929, d. 11. september 1987, og Ís- leifur Magnússon sjómaður, f. 27. mars 1927, d. 23. sept- ember 1996. Þau voru bæði frá Bolungarvík. Systir Elínar er Kristín, f. 5. maí 1953. Dóttir Elínar er Gunnhildur Halldóra Georgsdóttir snyrti- fræðingur, f. 15. febrúar 1973, gift Kristjáni Óla Sverrissyni kerfisfræðingi, f. 27. nóvember 1973. Börn þeirra eru Dagur Sverrir, f. 1. september 2000, og María, f. 17. apríl 2007. Dóttir Gunnhildar er Elín Björk, f. 19. júlí 1994, faðir hennar er Hall- steinn Traustason. Elín ólst upp í vesturbæ Reykja- víkur, gekk í Mela- skóla og Hagaskóla og lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykja- vík 1972. Hún nam við Kennaraháskól- ann og kenndi í einn vetur. Síðan hóf hún störf á Borgarspít- alanum sem læknaritari, fyrst á háls-, nef- og eyrnadeild en síð- ar á skurðdeild. Hún var snemma farsæl í starfi sem rit- ari og varð það hennar ævi- starf. Í nokkur ár vann hún á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þegar hún hóf störf aftur á spítalanum 1994 varð hún ritari lækningaforstjóra en frá árinu 2013 var hún skrifstofustjóri framkvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar á Landspítala. Útför Elínar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 16. júlí 2018, klukkan 13. Elsku amma mín. Söknuður- inn sem ég finn í hjarta mínu er nánast óbærilegur. Að missa er sárt en að missa þig er svo sárt að orð fá því ekki lýst. Ég myndi gefa ansi mikið fyrir það að fá að knúsa þig einu sinni enn og segja þér hvað ég elska þig ótrúlega mikið. Minningarnar sem við eig- um saman eru margar og góðar og þær eru eitthvað sem ég mun halda fast í og muna svo lengi sem ég lifi. Við höfum alltaf verið bestu vinkonur. Alveg frá því ég man eftir mér og allt til dagsins í dag. Þegar ég kom í heiminn ólst ég upp hjá þér og mömmu fyrstu árin. Þegar ég var svo komin á grunnskólaaldur fluttum ég og mamma. Við fórum þó ekki langt, bara upp eina stóra brekku og þá var ég komin til þín. Þrátt fyrir að hafa flutt þá komum við nánast daglega í heimsókn og um leið og ég var orðin nógu gömul þá nýtti ég mér öll tækifæri og hjólaði til þín. Helgarnar voru líka nýttar vel með þér og mér fannst fátt betra en að fá að gista hjá ömmu. Þegar þú fluttir svo í Safamýrina héldum við okkar rútínu, við komum oft í heimsókn og ég fékk að gista þegar ég vildi. Ég átti í rauninni tvö heimili. Ég leit ekki einungis á þig sem ömmu heldur varstu mér líka sem móðir. Það eru mörg falleg orð sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til þín. Ég gat alltaf leitað til þín ef ég þurfti aðstoð við eitthvað því að gáfuð varstu og dugnaðinn vantaði ekki hjá þér. Þú gafst svo mikið af þér, varst svo brosmild og brosið geislaði af fegurð. Hjartahlýrri, kærleiksríkari, yndislegri og betri manneskju hef ég ekki hitt á ævinni. Þú varst svo sannar- lega gull af konu. Það er svo margt sem ég vildi að ég hefði getað sagt þér. Hvað þú skiptir mig miklu máli og hversu mikið ég leit upp til þín. Hversu vel ég talaði um þig við alla og hversu vel allir töluðu um þig. Þú tókst öllum opnum örm- um með bros á vör, gafst þeim knús og koss á kinn, sama hversu vel þú þekktir viðkomandi. Þú sást alltaf það besta í öllum. Þú varst ekki bara besta amma sem hægt er að hugsa sér, þú varst líka besta mamma í heimi. Fyr- irmyndin mín í einu og öllu og kletturinn í lífi mínu. Þú hefur kennt mér svo ótal margt í lífinu, elsku amma, og líf- ið verður svo ótrúlega tómlegt án þín. Eitt af því sem að þú hefur kennt mér er að elska sama hvað. Ég veit hvað þú og mamma voruð nánar, ég veit hvað þú elskaðir hana mikið og ég veit hvað hún elskar þig mikið. Ég veit líka hvað þú elskaðir okkur ömmubörnin þín mikið. Við fjöl- skyldan vorum þér allt og þú varst okkur allt. Ég lofa þér að elska og passa upp á mömmu og alla í fjölskyld- unni sama hvað. Það að þú sért farin frá okkur sýnir mér að maður veit svo sannarlega ekki hvenær lífið endar og að maður þarf að njóta hvers dags eins og hann sé manns síðasti. Elsku amma mín. Þú ert án efa fallegasti engillinn á himnum og þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu! Elín Björk Hallsteinsdóttir. Í dag kveð ég Elínu, mína kæru systur. Á örskotsstundu og án nokkurs fyrirvara kom kallið og hún kvaddi og hélt í sína hinstu ferð. Eftir sitja ástvinirnir og sakna og syrgja sárt. En minningin lifir, huggar og hjálp- ar því hún Elín var svo falleg og góð kona. Trygglynd og hjartahlý, mátti ekkert aumt sjá, skemmtileg og með góðan húm- or, hógvær, bjartsýn, hugrökk, réttsýn og ráðagóð, alltaf tilbúin að sjá það góða og reyna að gera gott úr því sem var verra. Lífið var ekki alltaf auðvelt en hún vann vel úr sínu og leysti öll verkefni með stakri prýði. Hún var hörkudugleg til vinnu, var 10 ára þegar hún fékk fyrsta starf- ið, réð sig til sumarvistar í Bol- ungarvík, þar passaði hún börn sem hún hafði yndi af og var jafnframt liðtæk við húsverkin, hún kunni þetta allt svo vel, að gæta barna og skúra, að þvo og þrífa leysti hún svo vel af hendi að aðdáun vakti. Hún byrjaði ung að vinna á spítalanum, þótti vænt um starfið sitt og vildi hag þessa vinnustaðar sem mestan, stóð alltaf með honum og ég veit að hún lagði sig alla fram og vann sín verk af mikilli trú- mennsku. Vinnan var henni mikilvæg en forgangsröðin var rétt, hún setti Gunnhildi sína og hennar fjöl- skyldu í fyrsta sæti. Þau voru líf hennar og yndi, hún umvafði þau með ást sinni og kærleika og gerði allt til að stuðla að ham- ingju þeirra og velferð. Við systurnar áttum náið og gott samband og vorum sam- ferða í lífinu. Hún, verandi árinu eldri, tók auðvitað forystuna og leiddi mig. Það var gott að eiga systur sem alltaf var hægt að leita til, sem átti ráð undir rifi hverju og studdi mig af heilum hug. Margs er að minnast en upp í hugann koma góðu samveru- stundirnar með fjölskyldum okk- ar beggja, löngu göngutúrarnir okkar, leikhúsferðir, borgarferð- ir og símaspjallið á kvöldin. Ég og fjölskylda mín kveðjum nú góða systur og frænku, þökk- um samfylgdina og óskum henni góðrar ferðar. Elsku Gunnhildur, Kristján, Elín Björk, Dagur Sverrir og María, við vottum ykkur dýpstu samúð, megi Guð og allar góðar vættir styðja ykkur og styrkja. Kristín Ísleifsdóttir Elsku Ella frænka mín er fall- in frá langt fyrir aldur fram. Ella var móðursystir mín og þær mamma voru mjög nánar enda bara tvær og aldursmunur lítill. Fjölskyldur okkar umgeng- ust því mikið þegar ég var að alast upp og minnist ég margra góðra stunda í Háberginu hjá þeim mæðgum og eins þegar þær komu til okkar í Árbæinn. Það var ekki annað hægt en að líða vel í félagsskap Ellu. Hún var alltaf létt, skemmtileg og gaman að tala við hana. Ella var alltaf áhugasöm um hvað við systkinin og fjölskyldur okkur vorum að bralla og við fundum alltaf einlæga umhyggju og væntumþykju frá henni. Ella frænka mín skilur eftir sig stórt skarð í litlu fjölskyld- unni okkar og við munum öll sakna hennar sárt. Sólveig Stefánsdóttir. Við viljum minnast elsku Ellu vinkonu okkar með nokkrum orðum. Sumar okkar voru með Ellu í Melaskóla og Hagaskóla en allar vorum við saman í MR. Við höfum verið saman í sauma- klúbbi frá 1974 og átt saman ótal góðar stundir. Það er erfitt að sætta sig við skyndilegt fráfall einnar úr þessum litla hópi okk- ar. Ella var einstaklega vönduð, sjálfstæð og yfirveguð kona. Hún lagði alltaf gott til málanna og hafði ákaflega góða nærveru. Hún hafði mikla frásagnargáfu og góðan húmor. Alltaf var Ella boðin og búin að hjálpa ef ein- hver okkar saumaklúbbssystra þurfti á að halda. Við minnumst ótal ánægju- stunda í saumaklúbbi og margra ferðalaga innan lands og utan. Við ætluðum að gera svo margt skemmtilegt saman og héldum að við hefðum nógan tíma til þess. Við munum alltaf sakna Ellu, sem var ómissandi í klúbbnum okkar. Samband Ellu við einkadótt- urina Gunnhildi og fjölskyldu hennar var einkar náið og er missir þeirra óendanlega sár. Ella ljómaði þegar hún sagði okkur frá samverustundum með Gunnhildi, Kristjáni, Elínu Björku, Degi og Maríu. Nú kveðjum við vinkonu okk- ar með sorg og söknuði og þakk- læti fyrir allt og allt. Hugur okkar er hjá Gunnhildi, Kristjáni og börnum þeirra ásamt Kristínu systur Ellu og hennar fjölskyldu og við sendum þeim okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Minning Ellu lifir með okkur. Með kveðju frá saumaklúbbn- um, Anna, Inga Lís, Ingiríður, Kristín Klara, Margrét, Sig- ríður Dúna og Svava. Elín H. Ísleifsdóttir  Fleiri minningargreinar um Elínu Halldóru Ísleifs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Helgi ÞórMagnússon fæddist í Reykjavík 21. desember 1942. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 4. júlí 2018. Foreldrar hans voru Magnús Páls- son, sölumaður og skiltagerðarmaður í Reykjavík, fædd- ur 8. ágúst 1905, látinn 23. jan- Eiginkona Helga er Kristín Guðmundsdóttir, fædd 10. mars 1956 í Grindavík. Þau gengu í hjónaband 26. desem- ber 1980. Dóttir þeirra fæddist andvana 29. október 1979. Helgi og Kristín bjuggu mestallan sinn búskap í Grindavík, þar sem Helgi stundaði sjómennsku og var bæjarstarfsmaður hjá Grindavíkurbæ. Áður en hann kvæntist vann hann meðal annars við garðyrkju í Reykja- vík. Síðustu sex árin dvaldi Helgi á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Útför hans verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag, 16. júlí 2018, klukkan 14. úar 1990, og kona hans Lovísa Helga- dóttir húsmóðir, fædd 24. mars 1912, látin 22. ágúst 1985. Systkini: Ragn- hildur, fædd 8. ágúst 1937, látin 3. maí 1942, Helgi Þór, fæddur 29. des- ember 1941, látinn 3. janúar 1942, Elín, fædd 24. júní 1945 og Þuríður, fædd 3. mars 1951. Í dag kveð ég elskulegan eig- inmann minn, Helga Þór Magn- ússon, sem lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja miðviku- daginn 4. júlí sl. Hann var fæddur í Reykjavík 21. desember 1942. Hann kom til Grindavíkur árið 1969 til að vinna í fiski, en hann vann í garð- yrkju á sumrin og var til sjós í tíu ár. Síðast vann hann hjá Áhalda- húsi Grindavíkur. Leiðir okkar lágu saman þ. 11. maí 1973 á svokölluðu lokaballi í Festi, en þau böll voru mjög vin- sæl á þeim tíma. Við vorum sam- an í 45 ár, eignuðumst andvana dóttur 29. október 1979, giftum okkur 26. desember 1980. Við ferðuðumst mikið erlend- is, t.d. til Taílands, Flórída, Spánar og fleiri landa, en við ferðuðumst líka mikið innan- lands, áttum þrjá húsbíla og Helgi naut þess að heimsækja alla vini og ættingja á ferðum okkar. Við fórum austur að Skarði í Landsveit í 35 ár, oftast um verslunarmannahelgi. Helgi Þór var mjög góður maður, mikill snyrtipinni, góður bæði við börn og dýr og þau hændust að honum. Allt sem hann tók sér fyrir hendur leysti hann vel af hendi og af mikilli vandvirkni, þrátt fyrir lömunar- veiki og afleiðingar af stóru um- ferðarslysi sem hann lenti í sum- arið 1962. Síðustu sex árin dvaldist hann á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Hans verður sárt saknað af þeim sem þekktu hann. Ég man alltaf eftir hlátrinum þínum og öllum góðu stundunum okkar. Ég sakna þín, elsku Helgi minn. Þín eiginkona, Kristín Guðmundsdóttir. Helgi Þór Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.