Morgunblaðið - 16.07.2018, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
Anna Kristín Arn-grímsdóttir leikkonaer sjötug í dag. Eins
og það sé ekki verðugur
áfangi út af fyrir sig, þá
fagnar hún í þokkabót hálfr-
ar aldar starfsafmæli.
Fyrsta hlutverk sitt fékk
hún árið sem hún útskrif-
aðist úr Leiklistarskóla
Leikfélags Reykjavíkur og
var það í sjónvarpsleikritinu
Romm handa Rósalind eftir
Jökul Jakobsson. Af því til-
efni var hún kölluð „ung og
efnileg leikkona“ í Alþýðu-
blaðinu 2. mars 1968.
Var það rétt metið hjá
hlutaðeigandi blaðamanni.
Segja mætti að fyrsta hlut-
verk Önnu sé enn lengra aft-
ur í tímann en níu ára lék
hún í skólaleikriti.„Þá vissi
ég það. Ég ætlaði að verða
leikkona,“ segir Anna.
Anna hefur verið í á annað
hundrað útvarpsverka og í
allt undir hundrað leikritum
auk kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. „Ég byrjaði hjá Leikfélagi
Reykjavíkur eftir útskrift. Skrepp svo út til New York, kem aftur
heim og fer í sjónvarp. Svo 1973 fæ ég samning í Þjóðleikhúsinu og
vann þar í nokkra áratugi.“
Anna fór á eftirlaun 2011 en er þó hvergi nærri hætt að leika. „Nú á
ég mig bara sjálf og sinni þeim verkefnum sem ég hef áhuga á. Við
eigum leikhúsið 50+ og vinnum að alls kyns verkefnum þar. Svo hef
ég unnið við verkefni hjá Kvikmyndaskólanum og ýmislegt fleira.“
Anna unir vel við sitt frá degi til dags og horfir stolt um öxl. „Ég átti
mér draum og lífið varð að þeim veruleika sem ég þráði.“
Tvo stóráfanga ber þannig upp á sama ári. Anna tekur aldrinum
fagnandi. „Mér finnst bara gaman að eldast. Maður verður að hugsa
hvern dag fyrir sig. Maður á bara augnablikið,“ segir Anna en bætir
við: „Það fer auðvitað ekki framhjá neinum að tíminn líður. Auðvitað
hugsar maður stundum til framtíðar. En það er aldrei að vita nema ég
eigi eftir að leika stærstu hlutverkin.“
Aðspurð segist hún hafa litla hugmynd um hvernig afmælinu sjálfu
skal fagnað. „Ég held að mér verði rænt,“ segir hún full eftirvænt-
ingar, kannski lítið eitt efablandinnar. snorrim@mbl.is
Sátt Anna horfir stolt um öxl eftir
langan og viðburðaríkan feril í leiklist.
Sjötíu ár af lífi
og hálf öld af leik
Anna Kristín Arngrímsdóttir er sjötug í dag
Morgunblaðið/Ómar
S
tefán Friðbjarnarson fædd-
ist 16. júlí 1928 á Siglufirði
og ólst þar upp. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar og
verslunarprófi frá Verzlunarskóla Ís-
lands 1948.
Á yngri árum var Stefán í sveit á
sumrum í Fljótum og Sléttuhlíð í
Skagafirði. Á unglingsárum vann hann
við síldina eins og tíðkaðist, aðallega í
mjölhúsi Síldarverksmiðju ríkisins.
Stefán stundaði einnig fimleika og
frjálsar íþróttir sem unglingur.
Stefán var ritstjóri bæjarblaðsins
Siglfirðings 1948-51 og 1966-74,
aðalbókari Siglufjarðarkaupstaðar
1951-62, sat í bæjarstjórn á Siglufirði
fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1958-74, bæj-
arritari 1962-66 og bæjarstjóri 1966-
74. Hann var því bæjarstjóri þegar
síldin hvarf. „Þetta var mjög sérstakt á
Siglufirði því það byggðist allt á síld-
inni og öll iðnaðarfyrirtæki voru í þjón-
ustu við síldarvinnslufyrirtækin. Þegar
síldin hvarf þá hrundi allt atvinnulífið
og tekjustofnar og þetta var því mikil
varnarbarátta. Það helsta sem ég man
annað frá þessum tíma var þegar
Strákagöngin voru lögð og þar með
var rofin einangrun Siglufjarðar á
landi. Á mínum tíma var einnig lagður
grunnur að hitaveitunni þótt hún hafi
ekki komist í gagnið fyrr en ég var
hættur störfum.“
Stefán flutti til Reykjavíkur 1974 og
var blaðamaður á Morgunblaðinu til
1998. Hann var lengi umsjónarmaður
þingfrétta en var einnig í pólitískum
skrifum. Hann hafði verið fréttaritari
Morgunblaðsins á Siglufirði frá 1950-
74.
Stefán sat í bæjarráði Siglufjarðar
og ýmsum nefndum á vegum bæjar-
félagsins, í stjórn Fjórðungssambands
Norðlendinga 1966-75 og var formað-
ur þess 1966-1969, í fulltrúaráði Sam-
Stefán Friðbjarnarson, fyrrv. bæjarstjóri og blaðamaður – 90 ára
Stórfjölskyldan Stefán Friðbjarnarson og Þorgerður Sigurgeirsdóttir ásamt afkomendum og tengdabörnum.
Myndin er tekin við sumarbústaðinn „Móskóga“ í Kjósinni á 75 ára afmæli Stefáns.
Stóð í varnarbaráttu
þegar síldin hvarf
Ásamt börnunum Stefán ásamt Sigmundi, Sigríði og Kjartani árið 2016.
Karitas Ýr Ingimundardóttir og Maddý Ósk Einarsdóttir voru með tombólu til
styrktar Rauða krossi Íslands fyrir utan Nettó í Hafnarfirði. Þær söfnuðu 5.599 kr.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.