Morgunblaðið - 16.07.2018, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
Leikarinn og framleiðandinn Sacha
Baron Cohen, sem er þekktur fyrir
að hafa búið til og túlkað persón-
urnar Borat og Brüno ásamt fleir-
um, plataði Söruh Palin, bandaríska
stjórnmálakonu og fyrrverandi rík-
isstjóra Alaska, til að koma fram í
þætti í nýrri þáttaröð hans Who is
America. Þátturinn var tekinn upp-
leynilega og Palin er ekki sátt með
að hafa verið göbbuð enda lýsti hún
Sacha sem illgjörnum og sjúkum
grínista. Breska dagblaðið The Gu-
ardian greinir frá þessu.
Samkvæmt Palin þóttist Cohen-
vera fatlaður fyrrverandi hermaður
sem kallaði sig Billy Wayne Rudd-
ick Jr., PhD. Palin kom til hans í
viðtal sem hún hélt að væri fyrir
heimildarmynd. Undir nafni Rudd-
ick hefur Cohen brugðist við um-
mælum Palin, segir þau „FALS-
FRÉTTIR“ og krefur hana um
afsökunarbeiðni. Ruddick er í raun
önnur persóna sem Cohen hefur bú-
ið til og túlkar í þáttunum Who is
America. Ruddick þessi stjórnar
vefsíðunni Thruthbrary.org,
„Frelsisvef fyrir sanna Ameríku og
sanna elskandi Bandaríkjamenn.“ Á
síðunni er meðal annars að finna
samsæriskenningar sem lúta að því
að Barack Obama sé frá Kenýu og
að Hillary Clinton sé djöfladýrk-
andi. Cohen hefur verið leynilega
að kvikmynda þættina Who Is Am-
erica og hefur verið sagt að í þeim
taki hann viðtöl við Bernie Sanders,
Dick Cheney ásamt Söruh Palin og
fleirum.
AFP
Gabb Sarah Palin er verulega ósátt við Sacha Baron Cohen og segir hann illgjarnan.
Sacha Baron Cohen gabbar Söruh Palin
» Jón Magnússon opn-
aði málverkasýning-
una Skyndimyndir í
sýningarsal félagsins Ís-
lensk grafík á laugar-
daginn. Verkin vann Jón
í fyrra og á þessu ári og
eru þau öll olíumálverk.
„Ég tek myndir á sím-
ann, nota hann eins og
filmu og framkalla þær í
málverki, þannig verða
verkin næstum eins og
fréttamyndir, eitthvað
sem er í gangi núna,
contemporary, skrá-
setning nútímans,“ seg-
ir Jón m.a. um verk sín á
Facebook.
Sýning á verkum Jóns Magnússonar var opnuð í sal félagsins Íslensk grafík í fyrradag
Morgunblaðið/Hari
Litskrúðug verk Sýningin er í sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, Hafnarhúsi. Gengið inn bakdyramegin.
Listunnendur Hjónin Sævar Karl Ólason, klæðskeri og myndlistamaður og Erla Þórarins-
dóttir nutu sýningarinnar á opnunardaginn.
Ánægðir gestir
Sýningargestir
nutu þess að skoða
málverkin og tala
um þau. Listamað-
ur kveðst vera að
skrá nútímann
með verkum sín-
um.
Listamenn Jón Magnússon myndlistarmaður og móðir hans K. Alexandra
Argunova sem hefur lagt stund á myndlist, hönnun, söng og leiklist.
Íslenskt einangrunargler
í nýbygginguna, sumarbústaðinn
eða stofugluggann.
Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími.
Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889 000 – samverk.is
ICQC 2018-20