Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 6
Steinsnar norðan við norður-heimskautsbaug, í skógivöxnu fjalllendi Lapplands, er smábærinn Jokkmokk. Meðal- hitastig í Jokkmokk er á veturna í kringum -14 gráður en á sumrin er meðalhitinn á bilinu 11-16 gráð- ur á celcius. Í sumar hefur hiti í Jokkmokk hinsvegar náð allt að 28 gráðum og þurrkurinn hefur verið slíkur að upp hafa komið skógareldar í grennd við bæinn, þeir nyrstu sem brenna í Skandin- avíu um þessar mundir. Í sumar hefur hitabylgja lagst yfir Evrópu endilanga og valdið uppskerubresti og skógareldum frá norðurheimskauti til Miðjarð- arhafs. Skógareldar eru algengir á hlýj- ustu svæðum álfunnar, á síðasta ári geisuðu til dæmis miklir skóg- areldar á Íberíuskaga og víða í Króatíu, en í ár hafa eldar brunnið á svæðum sem óvön eru slíkum hamförum, svæðum líkt og Jokk- mokk í Lapplandi. Hitamet og þurrkur Skógareldar hafa geisað í Skand- inavíu á síðustu dögum og vikum, hundruð minni elda hafa valdið tjóni í Noregi og Finnlandi, en mestir eru eldarnir í Svíþjóð. Hitastig á svæðinu hefur verið óvenjuhátt í sumar. Samkvæmt mælingum Sænsku veður- og vatnafarsstofnunarinnar (SMHI) var hitastig í Stokkhólmi í maímánuði tæpum sex gráðum hærra en meðalhitastig í mán- uðinum, sem er afar óvenjulegt, næsthæsta meðalhitastig sem mælst hefur í Stokkhólmi var árið 1993 þegar meðalhiti í maí mæld- ist 13,9 gráður, 2,2 gráðum lægri en meðalhitinn í ár. Hitamet hafa fallið víða í Svíþjóð og Noregi, en hitastig hefur náð allt að 35 gráð- um. Mikill þurrkur hefur einnig mælst á svæðinu, samkvæmt SMHI mælist regnfall í Svíþjóð um sjö sinnum minna en að með- altali, og hefur það ekki verið eins lítið síðan mælingar hófust seint á 19. öld. Þessar óvenjulegu veðurað- stæður eru ekki bein orsök skóg- areldanna í Skandinavíu, frekar má líta á eldana sem fylgifisk veð- urfarsins, þar sem það skapar kjöraðstæður til íkveikju í þurrum gróðri. Þótt eldingar og sjálfkveikjur séu í sumum tilfellum orsök skóg- arelda, kvikna langflestir skógar- eldar af mannavöldum. Að mati þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna (e. National Park Service) kvikna allt að 90% af skógareldum af mannavöldum. Í skýrslu Skógastofnunar Evrópu (EFI) um skógarelda segir að helstu orsök skógarelda megi rekja til „félagshagfræðilegra og landnytjalegra þátta“, en Sænska ríkissjónvarpið greinir frá því að kæruleysisleg notkun á einnota útilegugrillum hafi valdið hluta af skógareldunum í Svíþjóð. Landbúnaðarlegar náttúruhamfarir Skógareldar eru þó ekki eini fylgi- fiskur veðurfarsins, heldur hefur uppskerubrestur og það sem lettn- esk stjórnvöld hafa kallað „land- búnaðarlegar náttúruhamfarir“ skekið ríki í Norður- og Vestur- Evrópu í kjölfar hitabylgjunnar. Í Lettlandi glíma yfirvöld – auk skógarelda í vesturhluta landsins – við mikinn uppskerubrest og Pólland hefur leitað fjárhags- aðstoðar Evrópusambandsins til að sporna við uppskerubresti, en að sögn landbúnaðarráðherra Pól- lands hefur þurrkurinn haft áhrif á rúmlega 91 þúsund bóndabýli í landinu. Hafa framleiðendur í Þýskalandi þá tilkynnt að búast megi við allt að helmingi minni uppskeru í ár vegna hitabylgju í maí og júní. Ekki næg áhersla á forvarnir Mannskæðustu skógareldar í Evr- ópu í rúma öld hafa geisað í Grikklandi í liðinni viku. Neyðar- ástandi var lýst yfir í landinu, en á áttunda tug manna hefur orðið hamförunum að bráð. Að minnsta kosti 300 heimili hafa brunnið til kaldra kola og hefur eldhafið skilið eftir þorp og bæi í nágrenni við höfuðborgina Aþenu, sem rústir einar. Á nær hverju ári berast fréttir af hörmulegum skógareldum í ríkjum við Miðjarðarhaf, en Skógastofnun Evrópu (EFI) hefur lengi rannsakað skógarelda í lönd- um við Miðjarðarhafið. Í fyrr- nefndri skýrslu EFI segir að þrátt fyrir að fjárfest hafi verið fyrir milljarða í aðferðum til að berjast við skógarelda, sé hættan á skóg- areldum á Miðjarðarhafssvæðinu meiri en getan til að ráða niður- lögum þeirra. Stækkun og léleg meðferð skóglendis og loftslags- breytingar eru nefndar sem ástæður fyrir þessum vanda- málum, en einnig er talið að of mikil áhersla sé lögð á að slökkva eldinn þegar hann er þegar kvikn- aður í stað forvarna. Eldar við norðurskaut Hitabylgja hefur valdið uppskerubresti og skóg- areldum frá norðurheimskauti til Miðjarðarhafs. Betri forvarnir gegn eldum eru nauðsynlegar. AFP Mannskæðustu skógareldar í rúma öld hafa geisað í Grikklandi og valdið ham- förum í strandbæjum í kringum Aþenu. AFP Talið er að um 90% skógarelda kvikni af mannavöldum. AFP Yfirvöld í Svíþjóð hafa beðið um aðstoð frá Evrópusambandinu til að ráða niðurlögum skógareldanna. Þyrla sinnir björgunarstörfum nálægt Ljundsdal. AFP Skógareldar hafa komið upp í landi hinna þúsund vatna. 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.7. 2018 ’ Ég og fjölskylda mín höfum áhyggjur af þeim fjölmörgu eldum sem geisa um landið okkar á þessu óvenjulega heita og þurra sumri. Karl XVI. Gústaf, konungur Svíþjóðar ERLENT PÉTUR MAGNÚSSON petur@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.