Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Qupperneq 37
veldishugmyndum hennar um hlutverk konunnar, svo sem í Like a Virgin. Alla tíð hefur hún verið að feta leiðir til að pota í tilveruna og nýtt sér alls konar listform. 1992 gaf hún út bókina Sex, ljós- myndabók þar sem hún hélt á vit eigin kynferðislegra óra. Að sjálf- sögðu var hún enn eina ferðina kölluð dóni en margir myndu ekki kippa sér upp við það í dag þótt kona talaði opinskátt um kynlíf sitt og þrár. Madonna hefur víða lagt fleiri lóð á baráttuskálar en fyrir frelsi kvenna. Hún hefur verið ötul bar- áttumanneskja fyrir réttindum hinsegin fólks, velferð barna í þriðja heiminum og HIV-smitaðir, sem urðu fyrir miklum fordómum á 8. og 9. áratugnum einkum, nutu góðs af hennar liðsinni. Í dag er það sem Madonna fær að heyra ekki endilega að hún sé dóni eða frekja heldur er núna einblínt á aldur hennar. „Farðu nú að haga þér eftir aldri.“ Það er auðvitað ekki séns að Madonna hlusti á slíkt. Madonna hættir aldrei að koma á óvart. Hér er hún á MOMA- safninu í New York í vor. Á tónleikum árið 2012. Madonna í Svíþjóð árið 2000. Frægur koss Madonnu og Christina Aguilera á MTV-verðlaununum 2003 hneykslaði marga. Madonna tók óvænt- an snúning þegar hún fór með hlut- verk Evitu í sam- nefndri kvikmynd. „Ég er hörð, metnaðargjörn og veit hvað ég vil. Ef það gerir mig að tík, allt í lagi.“ Madonna umkringd ljósmyndurum árið 1987 í París. Madonna á tónleikum 1987, þegar Who’s that Girl kom út. Madonna er fjórði söluhæsti tónlistarmaður allra tíma. AFP 29.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 TÓNLIST 250 gestir The Cavern Club í Liverpool duttu í lukkupottinn á fimmtudaginn þegar Sir Paul McCart- ney birtist óvænt á staðnum og tók lagið fyrir viðstadda. The Cavern Club er tónlistarklúbbur og bar, líkt og hann var árið 1961, þegar hann var einn helsti vett- vangur Bítlanna og er því eins konar mekka Bítlaaðdá- enda um víðan heim í dag enda voru hljómsveitir að taka sín fyrstu skref þar, John Lennon og félagar þá aðeins táningar. McCartney sagði við gesti að það væri magnað fyrir hann að koma aftur á staðnn, sem hann hefur ekki heimsótt í nærri 20 ár. Hann sagði jafnframt í ávarpi sínu til gesta að þá hafi hann og félaga hans í Bítlunum ekki órað fyrir hvað biði þeirra, og vissu hreinlega ekki hvort þeir ættu nokkra framtíð fyrir sér í tónlistinni. Heimsótti helgistaðinn Sir Paul McCartney hefur alla tíð þótt einkar natinn við aðdáendur sína. MYNDLIST Leikarinn Pierce Brosnan ætlar að sýna á sér nýja hlið síðar á árinu en þá efnir hann til listasýningar á verkum sem hann hefur málað í frí- stundum sínum. Í viðtali við tímaritið Heat segist hann elska að skapa eitthvað sem er fallegt og gleður augað og myndlist leiki orðið mjög stórt hlutverk í lífi hans. „Ég hætti mjög snemma í skóla þegar ég var ungur, með litla akademíska reynslu, en ég átti þó möppu með vatns- litamyndum og teikningum,“ segir hinn 65 ára gamli leikari í viðtalinu. Brosnan með listasýningu Pierce Brosnan er ástríðumálari í frístundum. AFP Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu Ný kynslóð málningarefna SUPERMATT Almött þekjandi viðarvörn Djúp og falleg áferð – ekkert endurkast

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.