Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 17
29.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Þau segja það misjafnt hversu mikið þau sigla á ári. „Við sigldum langmest síðasta sumar. Þá vorum við nánast alveg í striklotu í fjóra mánuði á sjó. Sigldum meðal annars Götakanelen og fórum í gegnum samtals 63 skipalyftur, sigldum upp í 123 metra hæð, fyrst upp og svo niður. Það verða aðeins minni siglingar þetta sumarið, ég þarf að bregða mér heim í stuttar ferðir vegna annarra verkefna, en við ætlum samt að sigla meira og minna alveg fram á haustið,“ segir Egill. Er á döfinni að sigla suður á bóginn? „Já, það er eiginlega draumurinn. Við lítum enn þá á það þannig að við séum að læra á bát- inn og fá fulla yfirsýn yfir allt sem gæti gerst. En kannski förum við lengra næsta sumar,“ segir Tinna. „Við ætlum að sigla um önnur höf, það er auð- vitað á planinu. Það er sagt að maður eigi að sigla um sjö höf,“ segir Egill. „Miðjarðarhafið er kannski næst og fara svo jafnvel yfir Atlants- hafið,“ segir hann. Í stormi og niðamyrkri „Þegar siglt er á skútu um reginhöf, er rétt að tileinka sér strax að bera fulla virðingu fyrir náttúruöflunum í hvívetna. Maður storkar þeim ekki svo glatt. Svo er það þessi stöðugi útvörð- ur. Ein lítil mistök geta verið dýrkeypt þannig að sigla svona fleyi er áskorun,“ segir Egill og þau segja frá því þegar þau lentu í hremm- ingum á siglingu milli Svíþjóðar og Danmerkur. Veðurspáin hafði verið vandlega athuguð og héldu þau að þau myndu ná yfir fyrir veðrið en annað átti eftir að koma á daginn. Í fjórtán tíma börðust þau áfram, í lokin í kolniðamyrkri. „Það þarf að halda ró sinni. Við vorum óhepp- in eða ekki alveg nógu nákvæm þarna í þetta sinn við að taka veður og það skall líka á fyrr en spár sýndu. Við héldum að við næðum fyrir veðrið, en þetta voru leifar af El Niño- storminum sem náði alla leið inn í Eystrasaltið,“ segir Egill. „Við vorum ekki hrædd en þetta var barátta,“ segir Tinna. „Það slitnuðu stög og þá er ekkert gaman að vera til. Þá geta möstur farið að geiga, en þau eru enginn smásmíði. Þau eru eins og fimm hæða hús. Við vorum eina skipið á sjó að því er virtist þennan daginn. Það var ekkert nema nokkrar risastórar ferjur í órafjarlægð. Við vor- um úti á miðju Eystrasalti þegar stormurinn skall á og okkur miðaði hægt, maður bara þæf- ist í öldunum,“ segir Egill. Tinna segir þau ekki hafa náð til hafnar fyrr en eftir myrkur. ,,Það var óskemmtileg reynsla. Þeir eru svo sparir á rafmagnið í fjónsku smá- bæjunum að við sáum ekki til að leggja bátnum, loksins þegar við náðum höfn. Það var hreinlega ekki möguleiki. Hvað gerir maður þá í niða- myrkri? Við sáum annan bæ í fjarska sem virt- ist vel upplýstur og þá var bara að plotta í hvelli og taka sénsinn á að sigla eingöngu eftir plott- inu í niðamyrkri og roki. Og það gerðum við og vorum loks komin í höfn og búin að binda bátinn um miðnætti,“ segir Tinna. Voru þið stressuð? „Aðeins svona, jú. Það má svo lítið út af bera,“ segir Egill. „Ég var að berjast í fjórtán tíma við að ná niður seglum, binda laus stög, með áhyggjur af möstrum sem voru farin að jagast til og Tinna stóð við stýrið, sem er auðvitað úti og barðist við að halda sjó. Ekki gaman.“ „Þegar við vorum búin að binda bátinn, stöldruðum við ögn við, horfðumst í augu og féll- umst í faðma. Okkur fannst gott að finna sam- stöðuna og viðurkenna hvort fyrir öðru að þetta hafði verið töff. Við sigruðum þessa orrustu og vorum enn á lífi og því fögnuðum við,“ segir Tinna. Siglum meðan heilsan leyfir Sjáið þið framtíðina fyrir ykkur á sjó? „Vonandi, en ég sé bara næsta dag. Ég sé bara að á þriðjudaginn ætla ég að sigla, og það nægir mér. Lífið er ekkert öðruvísi, það er alveg sama á hvaða aldri maður er, það er annað hvort núna eða ekki, einn dagur í senn,“ segir Egill. Tinna nefnir að lífsstíllinn á sjó henti þeim vel; bæði verður lífið einfaldara og margt nýtt lærist í leiðinni. „Þetta er líka skólun í nægjusemi, þó að bát- urinn sé rúmgóður í sjálfu sér eru vistarver- urnar litlar og það fer enginn óþarfi um borð. Allt verður að hafa tilgang eða vera nauðsyn- legt. Og þá einfaldar maður líka lífið,“ segir Tinna. „Og hin hliðin á því að sigla er að við kynn- umst fólki frá öðrum löndum sem hefur sama áhugamál. Við höfum eignast ótrúlega góða vini í ýmsum höfnum, sem við heimsækjum á hverju sumri og eigum samskipti við yfir veturinn. Svo þykir okkur voða gaman að fá gesti að heiman, bæði vini og fjölskyldu, barnabörnin auðvitað al- veg sérstaklega. Þá er hátíð í Sjófuglinum,“ seg- ir Tinna. Þegar þið eruð að sigla, eru þið eitthvað að sinna listagyðjunni? „Það er alltaf í gangi, alltaf stöðugt ein- hverjar hugmyndir að leita á mann. Það gerjast sitt lítið af hverju og ég nótera hjá mér ýmislegt sem ég safna svo saman að hausti. Þannig kom Fjallið til, tíu laga plata sem ég gaf nýlega út. Textarnir eru meira og minna heimspekilegar pælingar, maður fær annað sjónarhorn á sjó – landið og fjöllin verða að einu og fjarlægðin sveipar allt töfraljósi,“ segir Egill. „Ég stefni líka á tónleika undir lok árs, kannski það verði háfjallatónlist á jólum,“ bætir hann við. „Fólk er svo oft að fresta því að gera það sem það dreymir um og þó við séum kannski ekki á síðasta snúningi þá hallar á seinni hlutann og því ekki seinna vænna að láta svona drauma verða að veruleika. Tengdamóðir mín og fyrir- mynd mín í lífinu á margan hátt segir stundum, „ég sé ekki eftir því sem ég gerði í lífinu en ég sé stundum eftir því sem ég gerði ekki“,“ segir Tinna. „Ef maður telur ekki að maður sé í aðstöðu til þess að láta drauminn rætast er alltaf spurning- in, get ég búið þess aðstöðu til? Get ég breytt einhverju til þess, þó það kunni að kosta fórnir. Maður verður oft vanafastari með árunum og þá þarf kannski meira til að breyta einhverju. Hitt er alltaf auðveldara,“ segir Tinna. „En við höfum vissulega verið ákaflega lán- söm í lífinu og erum enn við góða heilsu og því ber að fagna og njóta. Er á meðan er. Við ætlum að sigla inn í sólarlagið,“ segir Tinna og brosir. Hvað er það besta við þennan lífsstíl? „Nýr dagur ber alltaf eitthvað óvænt í skauti sér, við erum alltaf að fást við nýja blöndu af veðri, vindum, straumum, öldu. Og svo er þessi endalausa náttúrufegurð og þetta ferska loft úti á sjó, sem er eins og kampavín. Þannig verður draumurinn að veruleika og verður að dýrðar- tíma sem við bæði vitnum og lifum,“ segir Egill. Egill og Tinna njóta lífsins og borða hádegismat í stoppi í erlendri höfn. Sænski skerjagarðurinn hefur heillað Egil og Tinnu. Hér lúrir Sjófuglinn undir regnboga í sænskri höfn. ’Besti eiginleikinn á skútu semmaður lærir strax er að berafulla virðingu fyrir náttúruöfl-unum. Maður storkar þeim ekki svo glatt. Svo er það þessi stöðugi útvörður. Ein lítil mistök geta verið dýrkeypt þannig að sigla svona fleygi er áskorun. Ljósmynd/TinnaLjósmynd/Gunnur von Matern

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.