Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 18
HRINGFERÐ 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.7. 2018 L agt var að stað einn laugardags- morgun fyrir skemmstu og lá leiðin austur fyrir og þaðan var hringveg- urinn þræddur, með viðkomu á Vest- fjörðum. Litla skottið á bílnum var troðfullt og mátti þar finna töskur, teppi, nesti og spil. Tveir synir blaðamanns, Logi, sextán ára, og Sindri fjórtán voru með í för, auk frænkunnar Lóu Schriefer, einnig fjórtán. Eftir að græjurnar höfðu verið stilltar á rapparann Drake og hækk- að í botn var hægt að leggja í hann. Eftir hádegismat í Hveragerði var haldið af stað til Víkur, með viðkomu við Seljalandsfoss, Skógafoss og í Reynisfjöru. Í Vík beið okkar fyrsta ævintýrið, Zipline! Þar fengum við að renna okkur á vír og svífa yfir gil og læki og var þetta hin besta fjölskylduskemmtun. Gist var á Klaustri og Jökulsárlón beið okkar daginn eftir í blíðskaparveðri. Bátsferð um lónið var afar ljúf og góð afþreying. Á Höfn var staldrað við og lét- um við það eftir okkur að splæsa í alvöruhumar- máltíð. Þaðan lá leiðin til Seyðisfjarðar þar sem biðu okkar hlýir vindar og sjóstangaveiði. Krakk- arnir drógu hvern þorskinn á fætur öðrum sem eldaður var kvöldið eftir á Akureyri, eftir stopp við Dettifoss og Mývatn. Eftir tveggja daga hvíld á Akureyri með til- heyrandi sund- og bæjarferðum var haldið af stað í flúðasiglingu niður Austari-Jökulsá með Viking Rafting. Líklega var það hápunktur ferðarinnar, bæði hjá móður og börnum. Ekki bara var þetta æsispennandi heldur var náttúrufegurðin engu lík. Kvöldið fór í langa keyrslu til Hólmavíkur þar sem gist var eina nótt á leið okkar til Ísafjarðar. Þar var slakað á, kíkt á Flateyri, farið út að borða og í Ísafjarðarbíó um kvöldið. Daginn eftir var keyrt að Reykhólum þar sem beið okkar sum- arbústaður og sigling um Breiðafjörðinn. Það var sáttur hópur sem brunaði í bæinn daginn eftir og beint heim að horfa á úrslitaleikinn á HM. Að baki lágu 2.323 kílómetrar og er nú móðirin fullnuma í rappfræðum. J. Cole er í sérlegu uppáhaldi. Á átta dögum var keyrt hringinn um landið með þrjá unglinga innanborðs. Ekki var nóg að bjóða þeim upp á útsýnið og var því ferðin full af spennandi ævintýrum. Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Síðasti áfangastaðurinn var Reykhólar. Þar beið okkar sumarbústaður sem góðir vinir buðu óvænt upp á. Eftir kvöldmat bauð fjölskylduvinur upp á siglingu út á Breiðafjörð á hraðbáti. Himinninn logaði þetta kvöld og málaði allt í bleiku og appelsínugulu. Eftir nánast þurra hringferð var vaknað í rigningu og haldið heim á leið. Siglt út á Breiðafjörð Seljalandsfoss var skoðaður á leiðinni austur. Krakkarnir gengu á bak við fossinn og komu hálfblaut til baka, en enginn er verri þótt hann vökni. Hjá Skógafossi var líka áð og röltu ferða- langar upp ansi stífar tröppur til þess að horfa á fossinn ofan frá. Fossar frá öllum hliðum Ekki er hægt að keyra til Víkur án þess að staldra við og fara í Reynisfjöru. Þrátt fyrir nokkurn fjölda af ferðamönnum er hægt að njóta þess að ganga um svartan sandinn, horfa á Reynisdranga og njóta nátt- úrufegurðarinnar. Krakkarnir léku sér og hlupu und- an óvæntum öldum, undir vökulu auga móðurinnar. Sjór, drangar og svartur sandur Hjá Viking Rafting á Hafgrímsstöðum nálægt Varmahlíð er hægt að fara í ofur- skemmtilega flúðasiglingu. Við bók- uðum okkur í þriggja tíma fjölskyldusigl- ingu og sáum ekki eftir því. Það voru um fimm fullir gúmmíbátar sem fylgdust að niður flúðirnar í Austari-Jökulsá sem rennur í gegnum stórfenglegt gljúfur. Það var hasar og fjör á leiðinni og gus- urnar gengu yfir okkur. Á einum stað var stoppað og bolla með kakódufti var dýft í sjóðandi heitt vatn sem bullar þar upp úr bakkanum. Á leiðinni fengu þeir sem vildu að stökkva út í ána og fljóta. Krakkarnir nýttu sér það óspart en móðirin kaus að halda sig innanborðs. Ljósmynd/Viking Rafting Æsispennandi buslugangur Falleg er leiðin frá Hólmavík til Ísa- fjarðar. Á leiðinni var tekið kaffistopp í Ögri og selir skoðaðir á Hvítanesi. Á Ísafirði var ákveðið að kíkja út að borða og skreppa í Ísafjarðarbíó. Daginn eftir var keyrt á Flateyri þar sem sólin skein og krakkarnir fundu barnið í sér á hoppudýnu. Fjörðurinn skartaði sínu fegursta þennan júlídag. Selir, bíó og hopp 2323kílómetrarmeð unglingum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.