Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Ásdís Gamlar uppskriftir mega ekki gleymast Gísli Matthías Auðunsson hefur unnið um víða veröld en kýs að eyða sumrunum heima í Vestmanna- eyjum og kokka á Slippnum. Eyjapeyinn Gísli Matthías Auðunsson hefur viðað að sér þekkingu víða um heim en er nú yfirkokkur á Slippnum í Vestmannaeyjum. Þar er boðið upp á mat sem er í senn stað- og árstíðarbundinn og blandast þar gamlar íslenskar aðferðir nýjum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Innréttingar eru hannaðar af Ind- íönu Auðunsdóttur, systur Gísla. Fjölskyldan vildi halda í sögu hússins við hönnunina og eru til að mynda borðin úr lestarfjölum úr bátum. Í húsinu var áður Vélsmiðjan Magni. Nú er þar veitinga- staðurinn Slippurinn sem þekktur er fyrir frábæran mat úr fersku hráefni. Slippurinn er nálægt höfninni í Vestmannaeyjum íhúsi sem áður hýsti Vélsmiðjuna Magna en vél-smiðjan þjónaði skipunum í gamla Slippnum. Slippurinn er sannkallað fjölskyldufyrirtæki og er stað- urinn opinn um fjóra mánuði á ári, yfir sumartímann. Gísli Matthías stendur þar vaktina í eldhúsinu en systir hans Indíana hannaði staðinn og vildu þau halda í sögu hússins í öllum innréttingum. Til að mynda eru borðin gerð úr gömlum lestarfjölum úr bátum. Móðir hans, Katrín Gísladóttir, er yfirþjónn staðarins og ræktar blóm og jurtir fyrir staðinn og faðir hans, Auðunn Arnar Stefnisson, er sjómaður og verkar fiskinn og lagar allt sem laga þarf. Alltaf sett markið hátt Maturinn þar er ekki af verri endanum en Gísli segir þau ekki leita langt yfir skammt, enda Vestmannaeyjar mikil matarkista. „Við erum stolt af því að bjóða upp á mat úr nær- umhverfi, bæði árstíðabundinn og staðbundinn mat, eins og hægt er. Við handtínum aragrúa af jurtum á eyjunni til þess að nota í matargerð og kokteila. Svo notum við auðvitað mikið af ferskum fiski,“ segir Gísli og segist stoltur af því að Slippurinn hafi verið valinn besti veit- ingastaður Íslands af tímaritinu Grapevine. „Við höfum alltaf sett markið hátt. Ég nota veturinn til að ferðast og vinna erlendis. En svo rek ég líka veit- ingastað í Reykjavík en ég opnaði Mat og drykk á sínum tíma og hjálpaði við opnun Matbars en er nú með stað sem heitir Skál og er í Hlemmi mathöll.“ Eyjapeyinn fór á flakk Gísli er Eyjapeyi þótt hann hafi alist upp í Breiðholtinu að hluta til í æsku. Leiðin lá svo aftur til Eyja eftir að hann hafði lært til kokks. Hann hefur komið víða við á ferlinum og unnið í New York þar sem hann flakkaði á milli veitingastaða í sjálfboðavinnu en einnig hefur hann unnið annars staðar um heiminn. „Einn vetur vann ég í frönsku ölpunum sem einka- kokkur og annan vetur flakkaði ég á milli landa með pop- up-veitingastað. Þá fór ég til London, New York, Sviss, Grænlands og Hong Kong.“ Gott hráefni okkar aðalsmerki „Á Slippnum fylgjum við stefnu norræna eldhússins og höldum fast í gamlar hefðir og reynum að láta ekki gamlar uppskriftir gleymast. En við lyftum þeim upp í nútímann. Þannig að þetta eru gamlar aðferðir í bland við nýja tækni, það er okkar sérsvið. Okkar aðalsmerki er gott hráefni. Við erum alltaf með fjórar, fimm fisktegundir daglega og notum mikið ferskar kryddjurtir,“ segir Gísli. „Við vorum mjög stolt þegar Carlo Petrini, stofnandi Slow Food-samtakanna, skrifaði fallega grein um okkur þar sem hann segir Slippinn vera frábært dæmi um hvernig eigi að reka veitingastað en sú grein birtist í stærsta tímariti Ítala, La Repubblica.“ Hvannar- brennivíns- kokteill 3 cl brennivín knippi af ferskri hvönn 6 cl Kombuca (gott að nota hvannarkombucha, annars venjulegt) smá tónik nýmalaður pipar Merjið hvönn með þjappara og setjið í glas og fyllið svo glasið með klökum. Hellið næst í glasið brennivíni, kombucha og tónik. Piprið. Skreytið með enn meiri hvönn! MATUR Í bakstri getur skipt miklu máli að fylgja leiðbeiningum. Ef smjör eðaegg eiga að vera við stofuhita er best að láta þau standa á borði í a.m.k. klukkutíma. Það gerir gæfumuninn fyrir útkomuna. Smjör og egg við stofuhita 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.7. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.