Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 23
Fyrir 4
SÓLKOLI
4 litlir sólkolar, einn á mann
smá hvítlaukur
timían
góð smjörklípa
salt
Verkið sólkolann þannig að
beinagarðurinn er tekinn inn-
an úr en halinn og hausinn
látnir vera. Saltið því næst
fiskinn og steikið á pönnu upp
úr olíu, smá hvítlauk og timí-
an. Bætið svo smjöri á pönn-
una þar til það er orðið gyllt.
Setjið fiskinn inn í 180°C ofn í
ca. 6-8 mínútur eftir þykkt.
SMJÖRSÓSA
100 ml fiskisoð (má sleppa)
100 ml hvítvín
250 g smjör
smá salt
sítrónusafi
Sjóðið fiskisoð og hvítvín nið-
ur í síróp, skerið smjör í búta
og bætið við einum bita í einu
með töfrasprota. Kryddið
með salti og sítrónu.
STRANDARJURTIR
Hægt er nota mismunandi
strandarjurtir sem vaxa á
ströndum landsins, fjöru-
arfa, blálilju og annað slíkt.
Gufusjóðið í 10 sekúndur og
kryddið með góðri olíu,
ediki og salti.
HVANNAROLÍA
200 g fersk hvönn
200 ml grænmetisolía (bragð-
laus)
Setjið í blandara og vinnið í
ca. 10 mínútur. Sigtið í
gegnum fínt sigti.
Berið fram með góðum
kartöflum og pikkluðum
lauki.
Sólkoli með
smjörsósu
Fyrir 4
NAUTATARTAR
300 g nautavöðvi, gott er
að nota nautainnanlæri
20 ml Jómfrúarrepjuolía
10 ml fiskisósa
½ skalotlaukur, saxaður fínt
Skerið kjötið smátt og
blandið saman við hin
hráefnin.
PIPARRÓTARKREM
100 g 18% sýrður rjómi
rifinn börkur af hálfri
sítrónu
20 g piparrót, rifin
5 g af hunangi
Allt hrært saman og
kryddað með salti og
sítrónusafa.
RAUÐRÓFU &
YLLIBLÓMAGLJÁI
500 ml rauðrófusafi
50 ml ylliblómasíróp
50 ml eplaedik
salt
Setjið allt í pott og sjóðið
niður um helming. Hrærið
því svo saman ásamt 30
ml af Jómfrúarrepjuolíu.
FENNEL KEX
brick-deig
ein eggjahvíta
sjávarsalt
mulin fennelfræ
Pennslið brick-deig með
einni eggjahvítu og krydd-
ið með sjávarsalti og
muldum fennelfræjum.
Bakið við 165°C þar til
gullinbrúnt.
MAKADEMÍA HNETUR
Ristið lúku af hnetum við
vægan hita á þurri pönnu.
Hægt er að nota aðrar
hnetur eða fræ.
Setjið ferskan garðakarsa
með, en einnig er hægt að
nota annan karsa eða
kryddjurtir.
Raðið þessu saman fallega
á disk og berið fram.
Nautatartar Slippsins
29.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Fyrir 4
MJÓLKURSÚKKULAÐIMÚS
150 g rjómi 1
20 g glúkósi
200 g gott mjólkursúkkulaði
300 g rjómi 2
Sjóðið saman rjóma 1 (150
g) og glúkósa og hellið yfir
súkkulaði í skál. Bíðið þar til
það er alveg bráðnað en þá er
rjóma 2 (300 g) bætt við. Setjið
í kæli og geymið í allavega 6
tíma fyrir notkun. Það þarf
ekki að þeyta hann upp.
SÚRMJÓLKURFROÐA
100 g súrmjólk
50 g mysa
100 ml rjómi
2 blöð matarlím
20 g sykur
Setjið saman í pott, sykur, mat-
arlím og mysu og bíðið í 10 mín.
eða þar til matarlímsblaðið er
orðið mjúkt. Bætið við rjóma
og súrmjólk og setjið í rjóma-
sprautu með einu gashylki.
KERFILKRAP
350 g sykur
700 g vatn
300 g kerfill (lakkrískerfill)
safi úr 2 sítrónum
Setjið allt í blandara, sigtið og
setjið í form inn í frysti. Skrap-
ið með gaffli þegar það er al-
veg frosið.
LAKKRÍSSALT MARENGS
100 g eggjahvítur
150 g sykur
lakkríssalt frá Saltverki
Þeytið eggjahvítur og sykur
vel saman. Setjið það örþunnt
á bökunarpappír og stráið
lakkríssalti vandlega yfir. Bak-
ið við 100°C þar til það er
þurrt og stökkt.
Raðið öllu fallega saman á
disk og njótið. Unaðslegur eft-
irréttur!
Mjólkursúkkulaðimús með kerfilkrapi, súrmjólkurfroðu & lakkríssalti