Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 8
SACHA BARON COHEN Alaskadrottningin Sarah Palin greindi nýlega skúffuð frá því að hún hefði verið göbbuð í sjónvarpsviðtali. Palin var ekki ein á báti þar sem aðrir stjórnmálamenn og opinberar persónur stigu einnig fram í sviðsljósið til að gera grein fyrir sinni hlið eftir að hafa verið ginntir í viðtal fyrir sjónvarpsþáttinn Who is America? nýjustu hugarsmíð grínarans Sacha Baron Cohen. Fyrirbyggjandi aðgerðir þessa fólks segja mikið til um orðspor Baron Cohen sem hefur öðlast frægð með því að vekja vandræðaleg viðbrögð hjá fólki með skrautlegum persónum sínum og gervum. Sacha Noem Baron Cohen fæddist í London árið 1971. Hann er af blönd- uðum gyðingaættum en föðurætt hans á rætur að rekja til Austur-Evrópu en móðir hans er fædd í Ísrael. Sem barn gekk Baron Cohen í einkaskóla en lærði síðar sagnfræði við Cambridge-háskóla þar sem hann tók einnig þátt í leiklist. Eftir háskólann lá braut Baron Cohen að sjónvarpi þar sem hann vann um tíma sem kynnir, en hann braust fyrst fyrir alvöru fram á sjónarsviðið árið 1998 þeg- ar hann birtist sem persónan Ali G. í The 11 O‘Clock Show. Ali G. varð strax mjög vinsæll og fékk í kjölfarið sinn eigin þátt sem hét Da Ali G Show og síðar leiknu gamanmyndina Ali G. Indahouse. Þættirnir voru settir upp í heimildarmyndarstíl þar sem Ali G. tók óvenju- leg viðtöl við alls konar fólk, en þessi stíll hefur ein- kennt feril Baron Cohen. Í þáttunum brá einnig fyrir öðrum persónum sem leiknar voru af Baron Cohen sem síðar fengu sínar eigin kvikmyndir. Árið 2006 kom út myndin Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Ka- zakhstan. Þar brá Baron Cohen sér í gervi kasakska fréttamannsins Borat Sagdiyev og ferðaðist um Bandaríkin til að fræðast um bandaríska menningu. Flestir viðmælendur Borat voru ekki leikarar, og tókst honum að skapa vandræðalegar en bráðfyndnar að- stæður þegar hann gekk oft fram af þeim með spurn- ingum sínum og hegðun. Önnur persóna Baron Cohen, samkynhneigði Austurríkismaðurinn Brüno Gehard, fékk líka sína eigin mynd þar sem tískumógúllinn ferð- aðist um Bandaríkin í von um að meika það. Loks fór Baron Cohen í hlutverk einræðisherrans Aladeen í The Dictator sem kom út árið 2012, en þar var mun stærri hluti myndarinnar leikinn en áður. arnart@mbl.is Ali G. (fullu nafni Alistair Leslie Gra- ham) er alkunnur. Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.7. 2018 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Nýjar vörur Matardiskur 2.950 Forréttardiskur 2.550 Ljós 21.000 Glas 1.550 Ljós 17.000 30-50%afsláttur afvöldumvörum BANDARÍKIN Þættirnir Who is America? hóf- ust nýlega og hafa strax vakið gríðarlega athygli, en þar fer Baron Cohen í mörg gervi til að taka viðtöl og heimsækja Bandaríkjamenn. Í fyrsta þættinum fer Baron Cohen í gervi hins ísraelska Erran Morad og ræðir við viðmælendur um hvort það sé góð hugmynd að þjálfa ung börn í notkun skotvopna til að sporna gegn skotárásum í skólum. Viðbrögð viðmælenda hans, sem eru margir hverjir þingmenn, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum þar sem þeir virðast opnir fyrir hug- myndinni um að ung börn vopnist. Önnur gervi Baron Cohen eru meðal annars samsæriskennismiður, frjálslyndur prófessor og ítalskur tískuljósmyndari, en hverri persónu er beitt til að reyna að hámarka viðbrögð frá við- mælendum. Í öðrum þætti fer Baron Cohen aft- ur í gervi Morad og heimsækir stjórnmálamann sem endar á því að hrópa kynþáttaníðorð hástöf- um. Stjórnmálamaðurinn bölvaði Baron Cohen á netinu en hann sagði upp störfum nokkrum dögum eftir að þátturinn var sýndur. Byssuáhugamaðurinn Philip Van Cleave og ofurstinn Erran Morad fræða börn um hvernig beita skuli skotvopnum. Byssur fyrir börnin KASAKSTAN Þrátt fyrir miklar vinsældir Borat voru ekki allir ánægðir með myndina en mörgum heimamönnum sárnaði sú vill- andi mynd sem gefin var af Kasakstan. Í byrj- un myndarinnar heimsækir Borat meint heimaþorp sitt þar sem fólk er ekki ensku- mælandi. Þar kallaði hann til dæmis einn íbú- ann „þorpsnauðgarann“, en maðurinn komst síðar að því og kærði framleiðendur myndarinnar. Síðar meir kom upp vandræðalegt atvik á íþróttamóti í Kúveit þar sem skáldaður þjóð- söngur úr myndinni var spilaður í stað raun- verulegs þjóðsöngs Kasakstan. Aðstandendur mótsins báðust afsökunar, en í texta söngsins úr myndinni er meðal annars talað um hversu hreinar vændiskonur í Kasakstan séu. Óheppilegur þjóðsöngur Reuters Borat heimsækir meint heimaþorp sitt en íbúar bæjarins töluðu ekki ensku og héldu að hann væri kominn til að fjalla um erfiðleika í þorpinu. EINRÆÐISHERRAR Hershöfðingja- aðmírállinn Aladeen, persóna Baron Co- hen í The Dictator, var að mestu leyti byggður á lýbíska einræðisherranum Muammar Gaddafi. Framleiðendur ótt- uðust að þeir myndu reita Gaddafi, sem var þá enn lifandi, til reiði og mögulega valda hryðjuverkaárás. Af þeim sökum var gripið til þess ráðs að kynna myndina frekar á þann veg að hún væri lauslega byggð á rómantískri sögu sem íraski ein- ræðisherrann Saddam Hussein hafði skrifað. Síðar meir birtist Aladeen á rauða dregli óskarsverðlaunaafhend- ingar þar sem hann hellti óvart ösku norðurkóreska einræðisherrans Kim Jong-il yfir Ryan Seacrest, þó síðar meir hafi komið í ljós að það var hveiti. Hershöfðingja-aðmírállinn Aladeen. Öskufullur einvaldur Hamhleypa og húmoristi Austurríkismaðurinn Brüno Gerhart gekk oft langt. Sacha Baron Cohen segir Peter Sellers vera helsta innblástur sinn. AFP ’Í dágóðan tímavissi enginn áEnglandi hvernigég leit út í raun og veru.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.