Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.7. 2018 VETTVANGUR Til hamingju með heimsmeist-aratitilinn, Afríka!“ – Þannigmælti Trevor Noah, stjórn- andi bandaríska spjallþáttarins The Daily Show, eftir að Frakkar lyftu bikarnum á HM í Rússlandi. Sem kunnugt er var lið nýbakaðra heims- meistara að mestu skipað leik- mönnum með rætur utan Frakk- lands. Ekki betur sett án fjölbreytni Ummælin voru vel meint og hittu að ákveðnu leyti í mark. Tilgangurinn var að benda á að fólk af erlendum uppruna er hluti af samfélaginu og hefur mikið fram að færa – í þessu til- viki jafnvel meira en gengur og gerist – og fráleitt að telja það á einhvern hátt síðri þjóðfélagsþegna. Ummælin voru því eins konar fingur framan í þá sem telja að lönd og þjóðir séu bet- ur sett án fjölbreytni. Í þessum skiln- ingi hittu þau í mark. Það er hins vegar önnur hlið á þeim, því það má skilja þau þannig að viðkomandi einstaklingar séu ekki Frakkar. Og þar með er orðfærið orðið hið sama og öfgafullir andstæð- ingar innflytjenda nota. Það má færa rök fyrir að kveðjan „Til hamingju Afríka“ byggist á sömu forsendu um aðskilnað og þeir nota sem hreyta í þessa sömu einstaklinga að þeir ættu að koma sér „heim“, jafnvel þó að já- kvæða merkingin sem liggur að baki eigi að vera augljós. Sendiherra Frakka í Banda- ríkjunum sendi Noah nokkuð harðort bréf og gagnrýndi hann fyrir að svipta leik- mennina frönsku þjóðerni sínu með ummælunum. Noah svaraði því vel og spurði hvort þeir gætu ekki verið hvort tveggja í senn, sannir Frakkar og jafnframt stoltir af erlendum uppruna sínum. „Innflytjandi þegar við töpum“ Uppruni leikmanna hefur líka verið í deiglunni hjá nágrönnum Frakka, Þjóðverjum. Ein skærasta stjarna þeirra, Mesut Özil, gaf fyrir örfáum dögum út langa yfirlýsingu þar sem hann útskýrir að hann geti ekki spil- að fleiri leiki með landsliðinu á meðan hann upplifi andúð og vanvirðingu á grundvelli uppruna síns, jafnvel frá æðstu stöðum innan þýska knatt- spyrnusambandsins. „Í augum Grindels [forseta þýska knattspyrnusambandsins] og skoð- anasystkina hans er ég Þjóðverji þegar við vinnum en innflytjandi þeg- ar við töpum,“ segir Özil, sem er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en af þriðju kynslóð tyrkneskra innflytj- enda. Özil spyr líka hvers vegna hann sé iðulega kallaður „tyrknesk-þýskur“ en félagar hans af pólskum uppruna (hann tiltekur Podolski og Klose) séu aldrei kallaðir „pólsk-þýskir“. Kannski er sannleikskorn í spurn- ingu hans: „Er það vegna þess að ég er múslimi?“ Það er athyglisvert að málsmet- andi fjölmiðlar í Þýskalandi hafa tek- ið undir gagnrýni Özils. Mál hans á sér fleiri hliðar sem ekki verða raktar hér, en aðalatriðið er að það er enn ein áminningin um að andúð á grund- velli kynþáttar og uppruna er viðvar- andi vandamál. Og líklega verður venjulegt fólk enn verr fyrir barðinu á slíkri andúð og fordómum en stór- stjörnur á borð við Mesut Özil. Þjóðerni Það er við hæfi á aldarafmæli full- veldis að við veltum fyrir okkur hvað felst í íslensku þjóðerni. Kannski fár- ið í kringum heimsókn Piu Kjærs- gaard verði til þess. Í ávarpi á Hrafnseyri á þjóðhátíð- ardaginn í fyrra sagðist ég telja að þjóðerni – burtséð frá hinni lagalegu hlið vegabréfs og ríkisfangs – yrði hvorki skilgreint á forsendum gena- mengis né menn- ingararfs heldur fremur á grund- velli vilja: Vilja til að deila örlögum með íslenskri þjóð, vilja til að telja sjálfan sig hluta af íslenskri þjóð og vilja til að sýna óbilandi hollustu við hagsmuni ís- lenskrar þjóðar eins og hver og einn metur þá í einlægni og góðri trú. Við þetta mætti kannski bæta: Vilja til að virða og verja grundvall- argildi þjóðarinnar, sem við getum síðan lengi rætt hver séu. Ég leyfi mér að vona að meirihluti þeirra sem vilja síður opna sam- félagið séu ekki þeirrar skoðunar vegna andúðar á kynþáttum heldur vegna ótta við að samfélagið glati gildum sínum. Sjálf tel ég að við séum vel fær um að halda áfram að feta braut hins opna fjölmenningarsam- félags og það sé okkur beinlínis hollt. Nýlega bárust fréttir af því að al- þjóðleg könnun um gildismat þjóða hefði sýnt að lýðræðið stæði merki- lega völtum fótum í sumum vestræn- um löndum. Stór hluti almennings væri þannig tiltölulega jákvæður gagnvart því að tekið yrði upp ein- hverskonar einræðisfyrirkomulag í stað lýðræðis. Vonandi gáfu þessar fréttir ýkta mynd af stöðunni en lít- um ekki heldur fram hjá reynslunni, sem sýnir að við þurfum að sýna fyllstu árvekni til að verja grunngildi okkar. Og hættan kemur ekki endi- lega utan frá heldur allt eins að inn- an. Frakkar, Özil, Pia og við ’Í ávarpi á Hrafnseyriá þjóðhátíðardaginní fyrra sagðist ég telja aðþjóðerni yrði hvorki skil- greint á forsendum gena- mengis né menningar- arfs heldur fremur á grundvelli vilja. Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is AFP Jón Ólafsson tónlistarmaður, oft nefndur Jón góði, vísaði á Face- book í samþykki mannanafna- nefndar fyrir því að Rokk yrði nafn Sæmundar Pálssonar, Sæma Rokk, og sagði: „Mannanafnanefnd veltir nú fyrir sér nýju millinafni mínu; Góði (sbr. Fróði).“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði á Facebook frá ferðaklúðri sínu og eiginmannsins: Núna vorum við bara rétt komin á Hringbrautina þegar við ókum yfir einhverja misfellu og skrýtið hljóð heyrðist. Ég: Logi, stoppaðu, ég held að skottið sé opið. L: Nei, það getur ekki verið. Ég: Jú, það var eins og eitthvað dytti út úr bílnum. L: Út úr bílnum? Gæti verið að eitthvað hefði verið ofan á honum? Ég: (Smá þögn.) Manstu eftir kaffi- bollanum sem ég var með þegar ég ákvað að endurraða í skottið … Steindi jr. tísti um flugvelli: „Af hverju þurfa flug- vellir að vera svona leiðinlegir? Þeir gætu verið litríkir, með tónlist, auka svamp í sætunum svo þau verði aðeins minna óþægi- leg, og jafnvel skemmtikrafta sem sniglast um gólfin og kitla okkur. Ferðalög eiga að byrja á flugvellinum andskotinn hafi það.“ Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður lenti í vandræðum í bú- staðnum sem urðu tilefni að stöðu- uppfærslu á Facebook: „Á topplist- anum yfir það sem ég vildi þurfa að græja í bústaðnum var klósett- ið … tja, það var einfaldlega ekki á þeim lista. Eins gaman og það er að nú að dytta að, þá er klósett tengt við rotþró ekki það skemmti- legasta. Þetta er þó ekki svo slæmt, þetta gæti hafa verið rotþróin sjálf.“ Þorsteinn Guðmundsson leikari setti fram vangaveltur á Twitt- er um að semja söngleik: „Er að velta fyrir mér að gera íslenskan söngleik í anda Mamma Mia. Hann myndi heita „Móðir mín“. Og fram- haldssöngleikurinn myndi þá heita. „Móðir mín, nú endurtökum við leik- inn“. Sögusviðið ættarmót í Viðey.“ Berglind Pétursdóttir sjón- varpsstjarna, gjarnan kennd við Festival, tísti um samskipti sín við af- greiðslumann á pitsustað: „Afgreiðsla á pitsustað. Hvað er nafnið? – Berglind. Berggeir? – Heldurðu að ég heiti Berggeir? Veit ekki þekki þig ekki neitt. – Fair enough.“ Arnar Eggert Thoroddsen tón- listarfræðingur var ánægður með tón- leika rokkhljóm- sveitarinnar Guns N’ Roses og sagði meðal annars á Facebook: „Ég skemmti mér stórkostlega á þessum tónleikum og naut mín. Allt gekk smurt, hvort heldur tónleikar eða utanumhald. […] Oasis næst. Þið lásuð það fyrst hér!“ AF NETINU Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.