Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
enda myndi innanlandsflug þá leggj-
ast af frá Reykjavík.
Í skýrslunni eru taldir upp kostir
og gallar hinna þriggja meginkosta.
Um þann kost sem talinn er fýsi-
legastur, þ.e. að flugafgreiðsla innan-
landsflugs fari í samgöngumiðstöð á
BSÍ-reit, segir svo:
Helstu kostir:
Samkvæmt fyrirliggjandi áætl-
unum borgarinnar er gert ráð fyrir
að þessi staðsetning verði þunga-
miðja almenningssamgangna innan
höfuðborgarsvæðisins og samgangna
til og frá Keflavíkurflugvelli.
Samlegð með þessum aðilum
býður upp á mikið hagræði auk
sparnaðar við uppbyggingu annarrar
þjónustu sem fylgir flugstöðvum, s.s.
veitinga og verslana.
Staðsetning og samlegð með
þessum aðilum gerir þennan kost
áhugaverðari sem samstarfsverkefni
við einkaaðila og gæti auðveldlega
leitt til mun lægri húsnæðiskostn-
aðar.
Staðsetning er miðsvæðis og
reiturinn vel tengdur við gatnakerfi
Reykjavíkur.
Flughlaðið liggur nálægt Land-
spítalanum, sem greiðir fyrir sjúkra-
flugi.
Staðsetning fellur að áætlunum
Reykjavíkurborgar að framtíðar-
skipulagi og þarf því ekki að víkja
komi til þess að flugvöllurinn fari.
Helstu ókostir, áhættu- og óvissu-
þættir eru taldir þessir:
Gera má ráð fyrir talsvert hærri
kostnaði við gerð flughlaða, meðal
annars vegna jarðvegsdýptar.
Leysa þarf tengingu flugvéla-
stæða og samgöngumiðstöðvar.
Rými fyrir bílastæði er líklega
minna en í öðrum kostum en á móti
kemur að aðgengi að almennings-
samgöngum er mun betra.
Ná þyrfti samkomulagi við
borgina um þennan kost, en landið er
í eigu Reykjavíkurborgar.
Ef þessi kostur verður valinn yrði
úrlausnin nokkuð flókin því flugvöllur
og samgöngumiðstöð yrðu sitt hvoru
megin við Hringbrautina. Tengingin
þar á milli yrði að vera með göngum
undir Hringbrautina „eða yfirbyggð-
um rana og götu að flughlaði,“ eins og
það er orðað. Áætlað er að að kostn-
aður við aðkomugöng verði 450 millj-
ónir. Nýtt flughlað og akbraut fyrir
flugvélar áætlar Isavia að kosti 1.035
milljónir. Ný flugstöð á BSÍ-reitnum
er talin kosta 1.125 milljónir. Áætlað
er að hún yrði 2.500 fermetrar, eða
talsvert minni en ef hinir tveir kost-
irnir yrðu valdir. Ástæðan er sú að
rými fyrir þjónustu og verslun yrði
sameiginlegt með öðrum samgöngu-
mátum.
Samkeppni um BSÍ-reitinn
Fram kemur í skýrslu verkefna-
hópsins að í áætlunum Reykjavík-
urborgar sé gert ráð fyrir opinni al-
þjóðlegri skipulags- og
hönnunarsamkeppni um skipulag
BSÍ- reitsins og hönnun samgöngu-
miðstöðvar. Leggur hópurinn til að
ríkið taki þátt í fyrirhugaðri hug-
myndasamkeppni um nýja sam-
göngumiðstöð á BSÍ-reitnum þannig
að gert yrði ráð fyrir þeim möguleika
að flugstöð væri hluti af hugmynda-
vinnunni.
Hinir tveir kostirnir hafa áður ver-
ið til skoðunar. Ríki og borg höfðu
náð samkomulagi um að samgöngu-
miðstöð yrði við Hótel Loftleiðir (nú
Natura). Frá þeim hugmyndum var
horfið og horft til nýrrar flugstöðvar
á námunda við þá gömlu. Í nýjustu
skýrslunni er mælt með enn einni
staðsetningunni.
Jón Gunnarsson vonaðist til að
framkvæmdir við nýja flugstöð gætu
hafist á þessu ári. Honum varð ekki
að ósk sinni. Við ríkisstjórnarskiptin í
árslok 2017 tók við ný samgöngu-
ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson.
Tíminn mun leiða í ljós hvort honum
tekst að leiða til lykta þetta verkefni,
sem verið hefur á borðum samgöngu-
ráðherra í áratugi.
Rís ný flugstöð á BSÍ-reitnum?
Í áratugi hefur verið rætt um að reisa nýja flugstöð í Reykjavík en ekkert orðið úr framkvæmdum
Núverandi flugstöð of lítil og óhentug Verkefnahópur hefur gert tillögu um nýja staðsetningu
Tillagan Flughlaðið sunnan megin Hringbrautar en flugstöðin norðan-
megin. Verði þetta lausnin þarf að grafa göng undir Hringbrautina.
Flugstöðin gamla á Reykjavíkurflugvelli er
1.200 fermetrar að stærð og er löngu orðið tíma-
bært fyrir Air Iceland Connect að fá stærra og
hentugra rými. Um 300 þúsund farþegar ferðast
í innanlandsflugi ár hvert eða rétt undir þúsund
farþegar daglega að meðaltali. Núverandi að-
staða samanstendur að mestu leyti af bygg-
ingum sem reistar voru af hernámsliði Banda-
manna í seinni heimsstyrjöld síðustu aldar ásamt
viðbyggingum sem hugsaðar voru til bráða-
birgða, þar á meðal gámum sem hýsa aðstöðu
áhafna og skrifstofur. Viðhald mannvirkjanna
hefur reynst bæði tímafrekt og kostnaðarsamt,
segir í skýrslu frá 2011. Ástandið hefur ekki
batnað síðan þá, þvert á móti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppistaðan byggingar frá seinni heimsstyrjöld
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Í áratugi hefur hafa verið uppi áform
um að reisa nýja flugstöð innanlands-
flugs á Reykjavíkurflugvelli. Núver-
andi flugstöð er úr sér gengin, óhent-
ug og allt of lítil. Ýmsar
staðsetningar hafa verið skoðaðar í
gegnum árin en málið er á sama stað
og áður, á byrjunarreit.
Í lok maí sl. var gefin út enn ein
skýrslan um Reykjavíkurflugvöll.
Verkefnahópur kynnti þá niðurstöðu
sína að samgöngumiðstöð á BSÍ-
reitnum við Umferðarmiðstöðina
væri áhugaverðasti kosturinn fyrir
innanlandsflug. Morgunblaðið fékk
þær upplýsingar hjá samgöngu-
ráðuneytinu að næsta skref í málinu
væri að fara yfir skýrsluna með flug-
félögunum. Stefnt væri að fundahöld-
um í haust. Ná þarf samkomulagi við
Air Iceland Connect og Erni um að
flytja starfsemi sína í nýja flug-
afgreiðslu.
„Það er algert forgangsatriði að
reisa nýja flugstöð á Reykjavíkur-
flugvelli. Aðstaðan í núverandi flug-
stöð er algerlega óboðleg, bæði fyrir
flugfarþega og starfsfólk,“ sagði Jón
Gunnarsson, þáverandi samgöngu-
ráðherra, í viðtali við Morgunblaðið
14. janúar 2017.
Þrír möguleikar skoðaðir
Jón Gunnarsson setti á fót verk-
efnahóp um nýja flugstöð á Reykja-
víkurflugvelli. „Fjallað verður um
þrjá möguleika á staðsetningu nýrrar
flugstöðvar við Reykjavíkurflugvöll
og lagt til að ríkið eigi samstarf við
Reykjavíkurborg um hugmynda-
samkeppni um fýsilegasta kostinn
sem væri við Umferðarmiðstöðina,“
segir í upphafi skýrslunnar.
Í verkefnahópnum áttu sæti
fulltrúar frá samgönguráðuneyti,
fjármálaráðuneyti, Reykjavíkurborg
og Isavia. Hópurinn telur að þrír
meginkostir komi til greina fyrir nýja
flugstöð:
1. Ný flugstöð norðan við skrif-
stofubyggingu Icelandair/Hotel Nat-
ura.
2. Ný flugstöð norðaustan við nú-
verandi flugstöð.
3. Flugafgreiðsla í samgöngu-
miðstöð á BSÍ-reit.
Hópurinn setur þann fyrirvara við
allar tillögurnar að ekki hefur náðst
sátt við Reykjavíkurborg um áfram-
haldandi rekstur Reykjavíkur-
flugvallar, en samkvæmt aðal-
skipulagi á norður/suður flugbrautin
að víkja árið 2022. Hins vegar má öll-
um ljóst vera að svo verður ekki,